Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991 SKATTAPRINSAR 3G -PRINSESSUR 1 ágúst á hverju ári birta ölmiðlar gjarnan fréttir af .attakóngum landsins. En íð er líka til eins konar ungl- igalandslið íslands í skatt- reiðslum, enda sérstakir kattar lagðir á börn. PRESSAN kíkti á skattskrá arna í Reykjavík. 10 hæstu skattaprinsarn- ir reyndust vera: 1. Geir Brynjólfggon. Teigascli 9........57.447 kr. 2. Sigurður V. Matthíasson, Grófarseli 22.......43.429 kr. 3. Porstelnn Bogason, Bollagötu 9........38.391 kr. 4. Stefán Arason, Seilugranda 8.......37.800 kr. 5. Gisli H. Bjarnason, Teigagerði 13.......36.331 kr. 6. Halldór G. Pálsson, Brávallagötu 40....35.257 kr. 7. Sigurður S. Sigurðsson, Bleikjukvísl 16.........34.671 kr. 8. Friðrik Þ. Erlingsson, Skriðuseli 11...........33.579 kr. 9. Georg H. Ómarsson, Silungakvísl 25.........31.402 kr. 10. Órn Hreinsson. Vesturási 46 .......30.459 kr. 5 hæstu skattaprinsess- urnar reyndust vera: 1. Sesselja Magnúsdóttir. Hálsaseli 24............34.560 kr. 2. Rósa Guðmundsdóttir. Laugarásvegi 58.....34.322 kr. 3. Margrét R. Eínarsdóttir. Laugalæk 17.............33.092 kr. 4. Elín H. Halldórsdóttir, Ystabæ 5................29.538 kr. 5. Helena D. Hiimarsdóttir. Seiðakvísl 7...........27.658 kr. Því má í gamni bæta við að Halldór G. Pálsson er dóttur- sonur Gísla forstjóra á Grund og Georg Heiðar Ómarsson er sonur Ómars Kristjánsson- ar í Þýsk-íslenska. En skyldu þessir krakkar verða arftakar skattakónga nútímans, þeirra Lúffa Clausen, Tolla í Síld og fisk, Werners Rasmussonar og félaga? \TENGSL\ Heimir Steinsson, nýr út- varpsstjóri, fæddist á Seyð- isfirði eins og Hörður Vilhjálmsson, fjár- máiastjóri Ríkisútvarps- ins, sem er viðskiptafræðing- ur eins og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður útvarpsráðs, sem er fyrrverandi aðstoðar- maður menntamálaráðherra eins og Guðmundur Magnússon sagnfræðingur sem breytt- ist úr sósíalista í sjálfstæðis- mann eins og Jónas Haralz, fyrrverandi landsbankastjóri, sem er fyrrverandi forseti Rotary- klúbbs Reykjavíkur eins og Indriði Pálsson, stjórnar- formaður Skeljungs, sem er togpmaður í Frímúrara- reglu íslands eins og Jón H. Bergs, fyrrverandi forstjóri SS, sem er lögfræð- ingur eins og Már Pétursson bæjarfóg- eti sem er af Guðlaugsstaða- kyninu eins og Guðrún Agnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sem er jæknir eins og Björn Onundarson trygg- ingayfirlæknir, sem er stúd- ent frá Menntaskólanum á Akureyri eins og Heimir Steinsson. ÓFRÝNILEGUR ER FRÆNDI DAVÍÐS Það er ekki sjón að sjá stytt- una af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra íslands (1904 til 1909 og 1912 til 1914). Engu.er líkara en styttan sé af illa höldnum holdsveikisjúk- lingi. Samt er hún, ásamt styttunni af Kristjáni kon- ungi, aðalskrautið á hlaði Stjórnarráðs íslands. Og í bakgrunni er íslandsbanki hinn nýi, en Hannes var í ofanálag bankastjóri fslands- banka, reyndar þess gamla. Nú verður húsbóndinn í Stjórnarráðinu, Davíð Odds- son, að taka í taumana. Hannes var nú einu sinni ætt- ingi hans. Þannig háttar nefnilega til að langa-langafi Davíðs var ömmubróðir Hannesar. Jólasveinar í önnum Frikki kertasníkir og Pétur ketkrókur Skömmu fyrir jól árið 1964 birtist í Vísi tveggja síðna um- fjöllun um uppátæki tveggja jólasveina í Reykjavík, þeirra Kertasníkis og Ketkróks. Sagt var. skilmerkilega frá við- komustöðum þeirra Leppa- lúðasona og greinilegt að slíkir menn voru sjaldséðir í borginni, því sérstaklega var tekið fram í greininni að full- orðið fólk hefði orðið afar undrandi og klórað sér í höfð- inu. „Maður, sem var að þvo gluggarúður á annarri hæð, varð svo undrandi að hann missti þvottafötuna niður á gangstéttina og munaði minnstu að góðborgari fengi ærlegt bað,“ segir í greininni og eins kemur fram að þeir félagarnir hafi truflað umferð í Bankastræti, þar sem Ket- krókur reyndi að stýra um- ferðinni, en Kertasníkir „reyndi að gera sig manna- legan og hélt fótgangandi niður Bankastræti, enda var hann á grænu ljósi og taldi sig í fullum rétti". Náungarnir sem léku jóla- sveinana fyrir liðlega aldar- fjórðungi áttu síðar eftir að verða nafntogaðir þjóðfé- lagsþegnar. Ketkrók lék stutt- ur og feitlaginn blaðamaður á Vísi að nafni Pétur Svein- bjarnarson. Hann hefur síðan stundað kaupsýslu af ýmsu tagi. Kertasníki lék langur og slánalegur laganemi í Há- skólanum, sem nú blússar gjarnan um Bankastrætið og inn í Stjórnarráðið. Sem sé Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Sjö 37 ára konur athugið I auglýsingasneplinum „Notað og nýtt“ (fylgir Tím- anum, sem boðað hefur frelsi og framfarir í sjö tugi ára) birtist sérkennileg auglýsing í síðustu viku. Hún var á þessa leið; „Óska eftir að kynnast konu sem hefur fæðingardag- inn 7. ágúst 1954. Ef einhver getur gefið sig fram fær hún 30.000 krónur í verðlaun og hugsanlega utanlandsferð til viðbótar. Svör sendist í Notað og nýtt í pósthólf 10240 merkt ágúst 91.“ Samkvæmt þjóðskrá fylla sjö konur þennan flokk, að líkindum búsettar hér og þar á landinu, ýmist giftar eða ekki. Ekki vitum við meira um þær, né hvað er svona sér- stakt við þennan ákveðna dag. Það eina sem við mun- um eftir í fljótu bragði er að Það biása ekki beinlínis hlýir vindar í innansveitar- pólitíkinni í Kópavogi. Full- trúar vinstrimanna í minni- hlutanum eru gáttaðir á fjármálastefnu meirihluta sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna. En sömu öfl hafa þó ekki misst kímni- gáfuna og láta ýmislegt flakka um samstarf þeirra þetta var laugardagur og ár- degisflæði var klukkan 12.06. .. Sigurðar Geirdals, bæjar- stjóra og leiðtoga Fram- sóknarflokksins, og Gunn- ars I. Birgissonar, leiðtoga Sjálfstæðisfiokksins. Vaxt- arlag þeirra fóstbræðra með ólíkara móti og í munni andstæðinganna eru þeir gjarnan nefndir „Jake and the fat man“. Samherjarnirí Kópavogi KYNLÍF Klámvísur og munnlásar Kynlífsumræða er að mörgu leyti sérstök — og erfið, því á henni hvíla nokkur höft eða munnlás- ar. Með munnlásum á ég við að flest okkar hafa alist upp viö það frá blautu barnsbeini að tala ekki um kynlíf. Að minnsta kosti ekki um vissa hluti í því. Ef við tökum líkamann sem dæmi má tala um líffæri fyrir ofan mitti en ekki fyrir neðan mitti. Naflinn er landamæralínan. En mann- skepnan er lunkin og finn- ur leiðir. Klámvísur eru ein leiðin sem hægt er að fara til að stelast yfir landamær- in. Frekar sniðug leið meira að segja, því um leið og stolist er yfir er gert grín að öllu saman. Hneykslun og fliss í bland er gott mál því hvernig er hægt að ásaka þann eða það sem kitlar hláturtaugarnar? Kynlífs- umræða fyrir neðan mitti vekur nær alltaf kvíða og þá er líka afar heppilegt að gera grín að öllu saman með hressilegum klám- texta og slá þannig á kvíð- ann. Reyndar viðhalda JONA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR klámvísurnar einnig um- ræðubanninu því samlík- ingamálið og orðskrúðiö sem gjarnan fylgja klúrum textum halda munnlásnum á sínum stað. Þótt ég hafi mikið gruflað í kynlífsfræðunum fékk ég á mig sömu munnlása í uppvextinum og aðrir sam- tímamenn mínir hér á Fróni. Að minnsta kosti saup sjálfur kynfræðingur- inn hveljur þegar á fjörur hennar rak litla bláa bók sem í er að finna fjölbreytta sönglagatexta. Þar á meöal nokkrar dökkbláar vísur sem eru svo klúrar að ég man ekki eftir að hafa lesið annað eins. Þessi bók er að sjálfsögðu neðanjarðar- söngbók því enginn útgef- andi fengi leyfi til að gefa út svona krassandi texta. í henni má meðal annars finna nýjan texta við ást- kæra lagið hans Sigfúsar — „Litlu fluguna". Það var satt að segja sérstæð reynsla að syngja hástöfum „Lókur tif- ar létt í hálu gati — lítil flat- lús grær við skökulrót — í staðinn fyrir „Lækur tifar létt um máða steina — lítil fjóla grær við skriðufót." Reyndar er merkilegt hvað samið er mikið af klámvísum við gömul lög. Það sannar bara hvaö lífið fyrir neðan mitti er ógn- vekjandi því hver myndi þora (og mega) að frum- semja lag með dökkbláum texta sem allir lærðu síðan í barnaskóla í söngtímum rétt eins og þegar krakkar læra „Maístjörnuna"? Óhugsandi, ekki satt? Þess vegna eru bara búnir til ný- ir textar við þekkt lög. í bláu bókinni er líka að finna nýjan texta við ramm- íslenska barnaskólalagið „Frjálst er í fjallasal" nema hvað textinn hefst á „Fret- nagla foringinn". í hugum sumra eru klof, kúkur og piss gjarnan sett undir einn hatt (enda allt fyrir neðan mitti). Ekki furða þótt kúka- versin séu í sama kafla og klámið. Gömul orð eins og saurlífi og saurlífisseggur eru dæmi um slík hug- myndatengsl hjá fólki. Þegar ég blygðaðist mín niður í tær yfir bláu bókinni mitt í íslenskri náttúrufeg- urð á fögru júlíkvöldi frétti ég hjá kunningja að einn af forsetum vorum — dr. Kristján Eldjárn heitinn — hefði á sínum tíma verið öt- ull við að safna bláum vís- um. Eflaust fróðlegt safn ef þetta er rétt. Eitt er víst að íslenska þjóðin á í handrað- anum heilan helling af klámvísum sem „vel mætti syngja á þriðja glasi i þorra- blótum, ef menn eru ekki orðnir of teprulegir til þess". Hygg ég til dæmis að nokkrir kannist við það mæta kver „Sex hundruð blautlegar vísur". Kvenfólkið hefur ekki lát- ið sitt eftir liggja við klám- vísnasmíðar en ég er þess fullviss að þeir sem semja klúrar vísur eru karlmenn í „Lókur tifar létt í hálu gati — lítil flatlús grær vid skökulrót“ yfirgnæfandi meirihluta. Klám er tungumál karla miklu frekar en kvenna. Oddný nokkur Sveinsdóttir (f. 1821), sem bjó lengst æv- innar í Suðursveit í Austur- Skaftafellssýslu, kastaði eitt sinn fram eftirfarandi vísu þegar menn sátu að snæð- ingi og gæddu sér á súrmat. Þá ku hún hafa verið búin að missa sjónina. Spurði einhver Oddnýju hvort hún vildi ekki fá sér pung. Hún svaraði um hæl: Eistnapung ég elska af rót, eins þótt hann sé loðinn, hann hefur gert mér bestu bót, bæði hrár og soðinn. Spyrjiö Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.