Pressan - 15.08.1991, Síða 25

Pressan - 15.08.1991, Síða 25
25 LISTAPÓSTURINN Tónlist fyrir ketti! Rauöa myllan uid Hlemm- torg er að verða einn áhuga- verðasti vettvangur tónlistar í borginni. Á fimmtudags- kvöldið kynnir NeðanHopp- ið! svokallaða tónleika tveggja hæfileikaríkra tón- listarmanna: Halldórs Gylfa- sonar og Heiðu. Halldór flyt- ur frumsamið efni með kassa- gítar og söng og mun í kaup- bæti flytja nokkur ljóð. Tón- list Halldórs mun í ætt við Megas, The Pixies og The Smiths — hvorki meira né minna! Heiða er einnig með frum- samið efni, gítar og söng. Hún vill lítið segja um áhrifa- valda sína en þar mun kenna margra grasa, allt frá Janis heitinni Joplin til pönksins. Tónleikarnir á Rauðu myll- unni hefjast klukkan tíu í kvöld og er aðgangur ókeyp- is eins og jafnan á tónlistar- viðburði NeðanHopps! Yfir- skrift þessara tónleika er: Tónlist fyrir ketti. Illugi Jökulsson gefur út ljóöabók ,,Það var tvenntsem ég var sannfœrður um að ég œtti aldrei eftir að gera: taka bíl- próf og gefa út Ijóðabók. Nú hef ég gert hvorttveggja, þannig að ég veit ekki alveg hvað ég geri nœst," sagði III- ugi Jökulsson sem á dögun- um laumaði út dálitlu Ijóða- kveri sem heitir Hjartablóð og hörpustrengir. „ Jú, nafnið er óneitanlega tilkomumikið enda fannst mér að ég gœti ekki vikiö mér undan því að gefa út bók eftir að hafa dott- ið niður á þetta nafn." Hjartablóð og hörpustreng- ir ber undirtitilinn Ljóðasafn 1983—91 og hefur að geyma tíu ljóð — öll ljóð sem Illugi hefur ort um ævina, að und- anskildum tveimur eða þremur tækifærisvísum eins og fram kemur í eftirmála höfundar. Tíu ljóð bera hreint ekki vitni um mikil afköst. Orti 111- ugi ekki einu sinni í mennta- skóla? „Nei, ég slapp alveg við það sem betur fer. Þessi ljóð hafa meira og minna orðið til af tilviljun. Eg lít ekki á mig sem ljóðskáld og ætla ekki að verða það þegar ég verð stór! En það er kannski dálítil þversögn í því að ég tek öll þessi tíu ljóð hátíðlega þótt ég eigi enn sem komið er erf- itt með að taka þetta litla ljóðakver jafn hátíðlega." í haust er fyrsta skáldsaga Illuga væntanleg. Hvað vill hann segja um söguna þá? „Hún fjallar um það þraut- reynda, þrautreynda efni þegar ókunnur maður kemur í lítið pláss: nokkuð sem ótelj- andi höfundar hafa gert skil á allan hugsanlegan hátt. Sögumaðurinn er fógeti bæj- arins sem reynir að grafast fyrir um erindi mannsins — og það tekst honum að lok- um.“ Barnabók í fyrra, ljóð og skáldsaga á þessu ári. Er kannski leikrit í vinnslu líka? „Já. Reyndar tvö.“ Orti sem betur fer ekkert í menntaskóla. Gyröir Elíasson Megas Vigdís Grímsdóttir Þórarinn Eldjárn Ljóðskáldin komin á kreik A nœstu vikum og mánuð- um er von á mörgum forvitni- legum Ijóðabókum, m.a. frá ýmsum af þekktustu skáld- um landsins. Meðai bóka sem Mál og menning gefur út eru Jarð- munir Hannesar Sigfússonar, og hefur að geyma bæði frumsamin ljóð og þýdd. Frá MM er líka að vænta bóka eft- ir Gyrði Elíasson, Sjón og Rögnu Sigurðardóttur. Þetta er fyrsta ljóðabókin sem út kemur eftir Sjón í fimm ár en áður hafði hann sent frá sér fjölmargar ljóðabækur á fá- um árum. Bók Rögnu er í senn ljóða- og listaverkabók en hún hefur áður gefið út eina ljóðabók. Forlagið gefur út ljóðabæk- ur Þórunnar Valdimarsdóttur og Þórarins Eldjárns. Þórar- inn er með þrennu þetta árið, í vor kom Hin háfleyga mold- varpa og í haust er auk þess von á barnabók sem Sigrún Eldjárn myndskreytir. Frá Ið- unni er m.a. að vænta nýrrar ljóðabókar Vigdísar Gríms- dóttur. Hún hefur áður gefið út tvö smásagnasöfn og tvær skáldsögur en fyrsta ljóðabók hennar kom út í fyrra. Ekki eru öll kurl komin til grafar með útgáfubækur Almenna bókafélagsins en á þeim bæ er m.a. áformuð útgáfa á heildarsafni Megasar og ljóð- um eftir Einar Má Guð- mundsson. Gísli Halldórsson stígur bensíniö í botn í einum sérstæöasta bílaeltingaleik sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Börn náttúrunnar á gódu róli Keppir til verölauna á kvikmyndahátíöinni í Montreal „Þetta hefur gengið framar öllum vonum," sagði Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður aðspurður um aðsókn á Börn náttúrunnar. Tvœr vikur eru liðnar frá frumsýningu og á sjöunda þúsund hafa séð myndina. Alls þarf þrettán þúsund áhorfendur til að myndin standi undir sér. Börn náttúrunnar hafa hlotið einróma lof gagnrýn- enda en myndin virðist líka hafa spurst afar vel út á með- al fólks enda hefur aðsóknin heldur verið að vaxa en hitt. „Já, þetta er mjög ánægju- legt,“ sagði Friðrik og kvað áhorfendur vera úr öllum átt- um og á öllum aldri. „90% af amerískum myndum eru framleidd fyrir ákveðinn ald- urshóp, fólk á aldrinum 15—25 ára. Eldra fólk er hins vegar líka áhugasamt og það er þakklátt þegar eitthvað er sýnt við þess hæfi.“ Börn náttúrunnar verða frumsýnd í Osló 22. ágúst og sama dag hefst kvikmynda- hátíðin í Montreal í Kanada en þangað hefur Friðriki ver- ið boðið með myndina í aðal- keppni hátíðarinnar. „Það var mjög mikilsvert að vera boðið til Montreal. Það eru svona fimm eða sex kvik- myndahátíðir í heiminum sem skipta verulegu máli á hverju ári og þetta er ein þeirra," sagði Friðrik.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.