Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 2
2 PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 Dóra mælir með að vespur verði innleiddar í miðbænum og Reykjavíkurborg leigi út miðbæjarvespur fyrir fólk sem nennir ekki aö ganga og allar þessar Ijótu og stóru bílageymslur verði fluttar I útjaðar borgarinnar. HAUST & VETUR Á fjölsóttustu tískusýningu fyrr og síðar hjá Sævari Karli í Perlunni settu elegant jakkar og fínar dragtir svip sinn á sýninguna ásamt stórgóð- um rabarbarablöðum sem skreyttu hár stúlknanna. Frábær hugmynd. Stmicujalle'ú oii <jötu / Talandi um listamenn þá eru / , strákarnir í Smíðagalleríinu / ^ ótrúlegir. Þeirsmíða allt milli / himins og jarðar; kertastjaka / < , (í öllum stærðum og / J gerðum), girðingar (bæði / o' hátísku og antik), / .Þ innréttingar í verslanir, / < ' hátískuborðstofusett, / hillur og fiskabúr svo £ eitthvað sé nefnt. i 1 £ AThvGlÍSVERðuSTU gLeRAUGUN Ff\ í SÓlARlA^dAÍERð. Á skíði. EÍ bt ERT MEð GlóÓARAUr.A 00 bARh aA Íara ÚT AÓ boRÓA I f / Björgúlfur Björgúlfsson ásamt Ara Alexander, en f pHSfe Ari var innpakkaður í rússneska ferðatösku með rnfh tilheyrandi miðum og snærum og hlaut fyrstu WtT will ver^laun- Hann er nú staddur í Moskvu. Anna Þorláksdóttir og Guðrún Helga Svavarsdóttir umvefja Svavar Egilsson. OG EÍ bl') ÆtUr AÓ hiTTA \VÍA kÆRASTAW OG Ihann hrft.R ekki sÉð bir, ómáIaóa LÍTILRÆÐI Eruð þið á leiðinni í eldspýtustokkinn, Helffi? af móðurást Það var einhverntímann endur fyrir löngu að Ödipus nokkur, kóngnefna suðrá Balkanskaga, hitti kven- mann á förnum vegi og tók hann tali. Þetta endaði svo með því að hjúin brugðu sér útí vegkantinn og gerðu do- do svona einsog gerist og gengur og hefði ekki þótt saga til næsta bæjar ef manngreyið hefði ekki kom- ist að því seinna, að hann hafði af misgáningi álpast uppá mömmu sína. Með þessu tortímdi hann ekki aðeins sjálfum sér held- ur þjóð sinni allri og verður ekki farið nánar útí þá sálma hér. Virtasti kynatferlissál- fræðingur allra tíma, Sig- mund Freud, rifjaði svo þessa uppáferðarsögu upp á öndverðri þessari öld og grundvallaði kenningar sín- ar að verulegu leyti á henni. Um þessar mundir er í gangi afar frjó og vitsmuna- leg umræða um allskonar öfuguggahátt skrítinna kalla og kellinga sem manni skilst að vilji hjá engum sofa nema börnum sínum, systkinum eða foreldrum, einsog það er nú geðslegt. Auðvitað er þessi umræða bæði þörf og gagnleg en þó flökrar stundum að manni að skammt sé öfganna á milli. Nú er svo komið að maður þorir varla að klappa krakka á kinnina af ótta við að verða fyrir vikið stimplaður kynvillingur og barna- nauðgari. Og slíkum heljartökum er kynsálfræðiumræða félags- og atferlisvísindanna búin að ná á mér að ég er farinn að hafa þungar áhyggjur af ferfætlingunum sem alltaf eru að verða á vegi mínum. Lesbískar kýr á hverju strái, samkynhneigðir kálfar að hnauka hver á öðrum í haganum og hundar, kettir, hvolpar, kettlingar, heimaln- ingar og fiðurfé allt í botn- lausum ástarleikjum með mæðrum og systrum, feðr- um og frænkum, dætrum og sonum. Ödipus hefði farið í sæmi- legt rusl eftir slíka dægra- dvöl. fer í nútíma þjóðfélagi sé móðurástinni að kenna. Kona sem fer nakin með strákinn sinn berrassaðan í kerlaug hættir á að drengur- inn verði, þegar hann vex úr grasi, kynvilltur og getulaus kvenhatari, eða þunglyndur eiturlyfjaneytandi haldinn taumlausri ofbeldisástríðu sem líkleg sé til þess að brjótast út í morðæði eða sjálfsvígi. Eitt hrikalegasta dæmið úr þessari rannsókn er um fertugan piparsvein í Ham- borg sem aldrei ferðaðist án móður sinnar. Og athyglisvert er hvað margir drykkjusjúklingar hafa misst feður sína í stríð- inu og þessvegna er talið fullvíst að rekja megi drykkjusýkina beint til þeirrar umhyggju, móður- ástar og blíðu sem móðirin auðsýndi föðurleysingjan- um. Það er sannarlega mikill fengur að atferlis-, sál-, kyn- og félagsfræðilegum vís- indapistlum á við þennan, sem varpa ljósi á þá stað- reynd að það er í raun og veru móðurástin sem er undirrót alls þess sem aflaga fer í nútíma samfélagi. Því er mér þetta svona hugleikið einmitt núna að ég var að lesa í Þjóðviljanum fræðilega úttekt á kynferðis- legri misnotkun mæðra á sonum sínum sem kvað vera alsiða meðal upplýstra þjóða á Vesturlöndum ef marka má greinina. Heilir herskarar félags- fræðinga og sálfræðinga eru um þessar mundir að rann- saka það hve skelfilegar af- leiðingar það geti haft fyrir afkvæmi ef móðir sýnir því meiri blíðu en góðu hófi gegnir. Þýskar rannsóknir á af- leiðingum blíðuhóta móður við son eru tíundaðar í þess- ari grein og er manni nær að halda að flest það sem aflaga Blaðið hefur verið minnkað. Sem kunnugt er má troða Alþýðublaðinu í núverandi stærð (4 síður) í eldspýtu- stokk. Þjóðviljinn hefur fengið tveggja mánaða greiðslu- stöðvun og öllum starfs- mönnum hefur verið sagt upp frá og með næstu mánaða- mótum. Helgi Guðmundsson er ritstjóri Þjóðviljans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.