Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 smaa letrið Reykirdu? Ertu alltaf að reyna aö hætta? Kannski nýbyrjaður aftur? Meö nagandi samvisku- bit. Sérð eftir peningunum og hugsar um þær sjö mínútur af lifi þinu sem hver sigaretta eyö- ir. Hvaö með það? Ekki setti Jan van Deurs Formann þetta fyrir sig! Hver Jan van Deurs Formann sé? Nú auðvitað heimsmeistari i reykhringjum! Hann dró reykinn djúpt ofan i lungun sin ISviss, ágúst 1979) oc blés frá sér 355 reykhringj- un i án þess að blikna eða blána. Reyndu bara að slá þetta met. Þá kemstu iika alla leið i Guinn- ess-heimsmetabókina. En vissir þú að elsti köttur sem sögur fara af varð 36 ára? Hélstu að Brandur ætti stutt eftir? Aldeilis ekki. Og nú yfir til Eldons D. Wigton. Hann er sá alfljótasti töframaður sem sög- ur fara af. Á tveimur mínútum framkvæmdi hann 118 mis- munandi töfrabrögö! Baldur Brjánsson — amma þin hvað? Elsti hesturinn? Jú, það var Old Billy sem var 62 vetra þegar hann gaf upp öndina 27. nóv- ember 1822. Tókst þú þátt i Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi? Það gerði Skot- inn Kevin Brown— og sigraði. Til hamingju, Kevin! Timi hans var tvær klukkustundir, þrjá- tiu og tvær mínútur og tutt- ugu og fimm sekúndur. Ekki slæmt. En metið? Jú, það er i öruggum höndum Belayneh Dinsamo frá Eþiópiu: Tvær klukkustundir, sex minútur og fimmtiu sekúndur. Takk fyrir. Og / kvennaflokki? Susan Bendley frá Bretlandi sigraði um siðustu helgi á tveimur klukkustundum, fjörutiu og átta mínútum að ógleymdum tuttugu og sex sekúndum. Harla gott náttúrlega. En hún Susan hefði ekki átt mikla möguleika gegn Ingrid Kristi- ansen, norsku hlaupadrottn- ingunni sem sveif þessa vega- lengd á tveimur klukkustund- um, tuttugu og einni mínútu og sex sekúndum. Vá! En það er ekki tíminn sem skiptir máli — heldur að vera með. Og það gerði hann Sy Mah heldur bet- ur. Hann hljóp maraþonhlaup 524 sinnum á árunum 1966—'88. Geri aðrir betur! En elsti hundurinn? Jú, það var hann Bluey. Hann varð 29 ára og fimm mánaða. Efþú lentir á eyðieyju — hvað mundir þú gera? Senda flöskuskeyti? Biddu aðeins. Hinn 9. júni árið 1910 var flöskuskeyti sett i sjó- inn út afÁstraliu. Svo liðu 83 ár. Þá fannst flaskan á More- ton-eyju. Áttu ömmu i ruggu- stól? Leiðist henni? Gaukaðu þessu að henni: Metið i mara- þon-ruggi er 453 klukku- stundir og fjörutíu minútur. Það er hátt iþrjár vikur. Láttu þá gömlu rugga inn i heimsmeta- bókina. Frakkar hafa oftast fengið bókmenntaverðlaun Nóbels, 12 sinnum hafa þau fallið i hlut franskra ríthöfunda. Einn afþeim varAlbert heitinn Camus Honum var fleira til lista lagt: Albert var markvörð- ur af guðs náð og stóð meðal annars i markinu fyrír Alsir. Eini islendingurinn sem hægt er að líkja við Camus erauðvitað Þor- grímur Þráinsson. Það leiðir hugann að barnum. Hvort ertu einn af þeim sem sníkja sjúss eða blæða á linuna? Hefurðu vaknað upp með tómt veski, tómt hefti og haug af greiðslu- kortanótum? Jæja. Þú hefur tæpast náð að slá Liam Fallon við. Hann splæsti drykk á 1.613 manns á þjóðhátiðardegi Bandarikjanna árið 1987. Góður gæi, Liam. Flytjum hann til landsins. TVl'FARAKEPPNI PRESSUNN- AR - 9. HLUTI Til hamingju, Sveinn Einars- son! Fyrsti maðurinn til að komast tvisvar i tvifarakeppn- ina! Á yngri árum var Sveinn nefnilega alveg eins og Marlon Brando— meðan stjarnan var ekki sokkin á kaf i spik og ein- semd. Höfuðlagið, andlitsfallið og munnsvipurinn voru eins. Og takið eftir vörunum! Svo er yfirbragðið: i senn fjarrænt og töff. Um daginn sýndum við fram á skyldleika Sveins og Loka á DV. Heimurínn er skrýt- inn: Marlon Brando o nki eru ekk- ert likir. Hvers vegna verður körlum aldrei svarafátt? Þaö sem lítur út fyrir aö vera yfirgripsmikil þekking og ótrúlegar gdfur karlmannsins er í raun tœki hans til pörunar, — ú sama hútt og bavíaninn blœs út andlitiö ú sér til aö ganga í augun ú apynjunum. það er skemmtilegt að þú skulir spyrja... ég hef nú ákveðna kenningu um það... að sjálfsögðu hefég kynnt mér það... þegar maður leiðir hugann að því... ekki grípa fram í Þeir sem hafa veriö aldir upp ú breskum núttúrulífs- myndum í sjónvarpinu vita ad karldýr taka upp ú ein- kennilegustu hlutum til ad ganga í augun ú hinu kyninu og tryggja stödu sína medal kynbrœðra sinna. Þannig eru til apategundir sem blúsa út ú sér andlitið, fuglategundir sem breiða út fjaðraskrautið og fjölmargar tegundir karl- dýra sém stíga svo villta dansa að Heiðar Ástvaldsson gœti ekki lútið sig dreyma um að leika það eftir. Ekki einu sinni í smóking-samfestingn- um sínum. En allt frú því mannkynið yfirgaf hellana hafa þau tœki sem karlmaðurinn hefur til að vekja athygli ú sér orðið œ ómerkilegri og litlausari. Nú síðast spurðisl það út að nið- urhneppt skyrta niðrú nafla vœri komin út í kuldann í öll- um kreðsum. tykkar gull- keðjur fóru sömu leið. En þótt ytri merki karl- mennskunnar hafi verið tínd eitt aföðru afkarlpeningnum heldur hann þó eftir sínu mikilvœgasta tœki; hann veit allt, hefur svör við öllu og það er sama hvaðan þú sœk- irað honum, þú kemuraldrei að tómum kofunum hjú hon- um. Reyndar eru glöggir vís- indamenn farnir að velta því fyrir sér hvort þetta sé ein- leikið, hvort karlmanninum líði ekki í raun illa með þetta, þótt hann virðist svo dásam- lega öruggur með sig. Menn hafa spurt sig hvort það sé í raun ekki sjúklegt að telja sig hafa svör við öllu. NOKKUR DÆMI UM ÓTRÚLEGT INNSÆI Eða hafið þið ekki stundum velt því fyrir ykkur hvers- vegna: Menn, sem aldrei hafa farið lengra en í sumarhús í Hol-' landi, geta greint utanríkis- stefnu Japana með hliðsjón laf uppbyggingu þjóðarsálar (þeirra? Menn, sem geta ekki einu Fsinni haldið tékkheftinu sínu í þokkalegu lagi, kunna ráð til þess að leysa hinn króníska ríkissjóðshalla á íslandi og geta jafnvel rétt við efnahags- líf Sovétríkjanna á einni kvöldstund eða svo? Menn, sem geta ekki einu sinni haldið uppi samræðum á heimili sínu, geta fundið lausn á áralangri deilu araba og gyðinga? Menn, sem ekki geta gert við bílinn sinn, renna í grun hvað fór úrskeiðis þegar geimskutlan sprakk í loft upp og furða sig á ábyrgðarleysi yfirmanna NASA? Menn, sem skipta sér ekk- ert af börnum sínum, hafa hins vegar ótrúlegt innsæi um hvað þeim sé fyrir bestu? EF EKKI TEKST AÐ SKÁLDA UPP SVÖR ÞÁ ER UMRÆÐUEFNIÐ ÓMERKILEGT Ef þið efist um að karlmenn séu í raun svona sjúklega klárir skuluð þið bara gera til- 'raun. Næsta laugardag veljið þið ykkur fórnarlamb, sem hefur legið yfir ensku knatt- spyrnunni um eftirmiðdag- inn eftir að hafa lesið sérstæð sakamál í DV. Þið skuluð spyrja hann hvaða áhrif hann telji að síðustu atburðir í Sov- étríkjunum hafi á efnahagslíf í Evrópubandalaginu. Hann mun halla sér aftur, horfa djúpt i augun á ykkur og segja: ,,Það er athyglisvert að þú skulir spyrja. . .“ og síð- an kemur romsa um málið, sjálfsagt ekkert gáfulegt en þó eitthvað. Annað einkenni á þessum sjúklegu tilburðum karl- mannanna er að ef svo ein- kennilega vill til að þú spyrjir hann um eitthvað sem hann getur ekki svarað kemur fljót- lega í Ijós að í raun er um- ræðuefnið ómerkilegt. Ef þú spyrð hann hver sé bæjar- stjórinn á Seyðisfirði kemur í ljós að þessir smábæjarpólit- íkusar skipta engu máli, eru smápeð. Ef þú spyrð hann um áhrif olíuverðshækkunar á afkomu útgerðarinnar mun hann kurteislega benda þér á að það sé eins og dropi í hafið miðað við þann klafa sem kvótakerfið leggur á sjávarút- veginn. Eða ef þú spyrð hann hvað Hollandsdrottning heiti, þá man hann skyndilega eftir góðri sögu sem hann heyrði í Amsterdamferð um árið. JÓN ÓTTAR, STÖÐ 2 OG EFNAHAGSMÁLIN Og það þarf ekki að draga upp ímynduð dæmi til að sýna fram á að karlmaðurinn hef- ur vit á öllu. Á þeim tíma þeg- ar Jóm Ottar Ragnarsson var að reka Stöð 2 lóðrétt til and- skotans (svo notað sé málfæri Sverris bankastjóra Her- mannssonar) þá stóð hann fyrir umræðuþætti og bauð þar fram lausn á stöðnun efnahagslífsins á Islandi og hvernig mætti tvöfalda þjóð- arframleiðsluna á næstu tíu árum. Og þeir sem muna eftir gullaldarárum Jóns Óttars á skjánum vita að það voru ekki bara efnahagsmálin sem hann hafði á hreinu. Hann gat líka greint og flokkað myndlist, matarlist og leiklist eins og að drekka vatn, — meira að segja skáldverk þrátt fyrir að hann væri höf- undur einnar misheppnuð- ustu skáldsögu seinni ára. Yktustu einkenni þessa karlmennskutækis birtust í svokölluðum „besservisser- um", það er þeim sem allt þykjast vita betur en aðrir. Slíkir menn geta verið snill- ingar í að láta ekkert koma sér á óvart og láta aldrei reka sig á gat. Einn slíkur vann með mér fyrir fáeinum árum. Þegar vinnufélagi hans gekk að honum og benti honum á að hann hefði gleymt ljósun- um á bílnum sínum svaraði besservisserinn: ,,Já, ég veit það." SALARHÁSKI BARNA OG KVENNA En þótt þessir tilburðir karl- mannsins séu fyrst og fremst hlægilegir, á sama hátt og út- blásið andlit bavíanans, geta þeir dregið dilk á eftir sér. Hver kannast ekki við að hafa staðið sótrauður á skóla- lóð og reynt að sannfæra heilu bekkina um að eitthvað væri ekki eins og þeir héldu, heldur einhvern veginn allt öðruvísi. Síðar kom í ljós að það sem þeir höfðu haft fyrir satt var bara eitthvert bull úr pabba, sem hann hafði skáld- að upp í stað þess að viður- kenna að hann hafði ekki hugmynd um það sem hann var spurður um. Og karlar geta verið svo sannfærandi að þeir geta í raun stefnt í voða andlegri heilsu þeirra sem fyrir þeim verða. Kona sem er umvafin háttstemmdum umræðum um glasnost og stöðu Gorbat- sjovs getur talið sig vera stadda í fyrirspurnatíma í rússneska þinginu, þegar hún í raun situr heima í stofu á milli maka síns og bróður. Það getur verið erfitt fyrir hana að átta sig á hvað er að gerast og að maki hennar, sem vanalega les ekkert nema íþróttasíðurnar í dag- blöðunum, sé ekki gallharð- ur andófsmaður með rússn- eskt blóð í æðum. GAFURNAR OG ÞEKK- INGIN KOMA MEÐ SKEGGINU Til að renna stoðum undir að ótrúlegt gáfnafar karl- manna og yfirgripsmikil þekking séu í raun tæki þeirra til pörunar, og til að halda sess sínum meðal með- bræðra sinna, má benda á að vísdómur þessara manna byrjar að vaxa um svipað leyti og skeggið. Fyrir gelgju- skeið eru drengir yfirleitt ósköp venjulegir. Þeir vita sínu viti en ekkert umfram það. En um leið og þeim tek- ur að spretta grön vex þekk- ing þeirra og þegar þeir fara að nálgast tvítugt eru þeir yf- irleitt orðnir djúpvitrir sér- fræðingar í furðulegustu mál- um. Og annað sem bendir til að um náttúrulegt pörunartæki sé að ræða eru þau áhrif sem þessi þekking hefur á konur. Þótt þú takir konu með greindarvísitölu 170 og setjir hana við hliðina á treggáfuð- um sveinstaula í ham geturðu bókað að konan finnur til mikilfengleika mannsins. Og eins og skoti sé hleypt úr byssu fellur greind hennar þar til hún getur ekki einu sinni svarað því hvað megi bjóða henni að drekka. SPURNINGAR SEM ÖGRUN OG ÁSKORUN Á sama hátt og menn eru misgóðir elskhugar eru þeir misgóðir í því að komast langt á lítilli sem engri þekk- ingu. Þeir sem náð hafa lengst hafa algjörlega yfir- unnið þann misskilning að spurningar séu til þess að leita svara við. Þær eru áskor- un. Þær eru hvatning til að láta karlmennsku í ljós. Og því minna sem þú veist um málið því meiri ögrun er í því fólgin að reyna að snúa sig út úr þeim. Þetta eru: Mennirnir, sem hafa bæði drukkið og reykt frá sér allt bragðskyn en vita samt upp á hár hvort vínið er gert úr berjum sem vaxa í slakka eða ekki. Mennirnir, sem hafa aldrei sparkað bolta og eru smátt og smátt að hlaupa í spik en geta greint meinsemdir KR-liðsins og fundið greiða leið að ís- landsmeistaratitlinum. Mennirnir, sem hafa ekki komist í tæri við kvenmann í hálft ár en vita allt um hvað konur hugsa og vilja. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.