Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 Níjjnr tölenðímr ftjóöéögur Bátur, sem var á leið til hafnar við Breiðafjörð, strandaði skammt frá landi. Talsverður vindur var þessa vetrarnótt og mikið snjóaði. Sent var út neyðar- kall, varðskip og fiskibátar komu fljótlega á staðinn. Sama er að segja um björg- unarsveitarmenn í landi. Þeir komu fljótlega á sínum stóru bílum með allan sinn mikla tækjabúnað í fjöruna, skammt frá strandstaðn- um. Til öryggis var læknir kallaður út. Læknirinn ræsti út ekil sjúkrabílsins. Saman flýttu þeir sér eins og mest þeir máttu að ferðbúast. Nokkr- um mínútum áður en þeir lögðu út í nóttina og óveðr- ið kom að þeim maður, sem þeir þáðir þekktu vel, og hafði hann greinilega feng- ið sér neðan í því. Sá slompaði spurði hvert þeir væru að fara um miðja nótt í þessu líka leiðinlega veðri. Eftir að hafa fengið svör við spurningum sínum bað hann kurteislega um að fá að fara með. Þar sem hann var vel klæddur var þessari málaleitan tekið vel. Segir nú ekki af þeim fyrr en þeir eru komnir á sjúkra- bílnum niður í fjöruborðið. Bylur var svo mikill að varla sást milli bíla. Af og til létti þó aðeins til þannig að sjá mátti strandaða bátinn þar sem hann veltist um á strandstaðnum. Þegar ver- ið var að gera línubyssuna klára heyröist óvænt í þeim slompaða, þegar hann kall- aði upp í vindinn: „Ég tek völdin." Þessu sinntu menn engu og héldu áfram við línubyssuna. Sá slompaði meinti hins vegar hvert orð. Hann gekk út í sjó og hvarf í sortann. Þar sem menn voru uppteknir af vinnu sinni veittu þeir þessu ekki frekari athygli. Þar sem sá slompaði var kunnugur vel á þessu svæði vissi hann hvað hann var að gera. Ekki reyndist strandaði báturinn vera lengra frá landi en svo að sá slompaði gat gengið að bátnum. Þegar hann var kominn að hlið bátsins náði sjórinn honum í brjósthæð. Þegar þangað var komið barði hann þéttingsfast í bátinn og öskraði: „Ég hef tekið öll völd. Fylgið mér." Eftir það stukku skipverj- arnir allir í sjóinn, sem, eins og áður sagði, var ekki dýpri en svo á strandstaðn- um, að mennirnir óðu í land án þess svo mikið sem hár þeirra blotnaði. (úr björgunarmannasögum) ar, en ég hef verið að lagfæra safnið frá fyrstu árunum, því hafði ég ekki gengið nægi- lega vel frá. Líka á ég mikið ljósmyndasafn úr ferlinum." Helgi segir að vegna söfn- unaráráttunnar hlaðist alltof mikið „drasl“ upp hjá sér. „Þetta er stundum yfirþyrm- andi. Ég hef þó passað mig á því að sökkva aldrei svo djúpt að eyða öllum mínum pen- ingum og kannski meira en það í þetta, eins og suma hef- ur hent. Ég læt mér duga að ná í það sem ég get náð í með góðu móti. Og satt að segja veit ég ekki hvað á að verða af þessu öllu saman, ætli liggi nokkuð annað fyrir en að henda þessu. Þessi söfn geta vart talist dýrmæt eða merki- leg, mest eru þau fyrir mig persónulega. Kannski á drasl- ið helst heima á haugunum. Þó á ég mér einn draum þessu sambandi," segir Helgi, þegar blaðamaður pressar stíft á hann. „Ég hef sem fyrr segir safnað ýmsu úr knatt- spyrnuferlinum; verðlauna- gripum, gjöfum og fleiru. Draumur minn er að það fari allt á einn stað í byggðasafn- inu á Akranesi, helst að það iverði stofnuð sérstök deild Jhelguð íþróttinni. Það er nú einu sinni knattspyrnan sem öðru fremur hefur haldið nafni Akraness á lofti. Ég vona að af þessu geti orðiðog það fyrr en seinna,“ segir Helgi og er þessari tillögu hér með komið prentaðri á fram færi. Helgi Danielsson, rannsoknar- logreglumaður og fyrrum landsliðsmarkvórður: Von- andi verður stofnuð sérstök deild i byggðasafninu helguð íþrottinni. Það er nú einu sinni knattspyrnan sem öðru frem- ur hefur haldið nafni Akraness Kannski á draslid heima á haugcinum „Eg safna allskonar dj. . . drasli; frímerkjum, íþrótta- merkjum, merktum pennum, barmmerkjum félaga, merkj- um tengdum golf-íþróttinni, matsedlum, bladaúrklipp- um, Ijósmyndum og huad- eina. Þetta er auduitad hálf- gerð bilun, alueg hrikaleg ár- átta. Ég hef oft heitið þuí og cetlað mér að hœtta þessu, en einhuern ueginn dettur mað- ur inn í söfnun aftur. Það er aldrei að uita huað uerður nœst fyrir ualinu." Viðmælandinn er Helgi Daníelsson rannsóknarlög- reglumaður, sem kannski er kunnastur fyrir að hafa verið iandsliðsmarkmaður íslands 1953 til 1965 og lykilmaður í gullaldarliði Skagamanna. Helgi er mikill safnari, en tók fram að hann safnaði ekki hlutum er tengjast starfi hans sem rannsóknarlögreglu- manns. „Ég reyni helst ekki að framlengja vinnuna með þeim hætti þegar heim kem- ur. Samt get ég sagt að ég hafi safnað blaðaúrklippum um nánast allt sem skrifað hefur verið um lögreglumál frá því 1979 eða 1980. Það safn er vitaskuld rosalegt að vöxtum núorðið." Mesta rækt hefur Helgi lagt við frímerkjasöfnun. „Eg á til dæmis myndarlegt safn frí- merkja með markvörðum víða úr heimi og merkja tengdra knattspyrnunni al- engu. mennt. Ég man eftir því t.d. hvað mér fannst skemmtilegt þegar ég eignaðist eitt slíkt frímerki frá Ungverjalandi, sennilega var það árið 1953. Þá höfðu Ungverjar unnið Englendinga 6:3 á Wembley og þeir tóku sig til og yfir- prentuðu á frímerki marka- töluna úr leiknum Síðan man ég vel eftir því hvað ég varð undrandi þegar ég komst yfir frímerki af De Gaulle Frakklandsforseta í íþróttabúningi.Já, frímerkja- söfnun er heillandi tóm- stundaiðja. Nú horfi ég með hryllingi á sókn stimplaðra burðargjalda og þráðlausra samskipta. Ég vona að frí- merkin eigi ekki eftir að detta upp fyrir." Helgi á barmmerki frá svo gott sem öllum aðildarsam- böndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem eru tæpíega 170 talsins, og hefur safnað alls konar hlutum frá knattspyrnuferlinum. „Maður hendir helst Ég á blaðaúrklippur frá öllum mínum ferli í knattspyrnunni. Þær eru að mestu frágengn SJÚKDÓMAR OG FÓLK Hávaði og sjúkdómar Við lifum á öld hávaðans. Hvarvetna glymur eitthvað í eyrum frá morgni til kvölds; umferðarniður frá bílum og mótorhjólum, glymjandi út- varpsstöðva, væl í lögreglu- og sjúkrabílum, byggingar- framkvæmdir með loftpress- um og sleggjuhöggum, glamur frá ritvélum, hávær niður frá uppþvottavélum, hárþurrkum, þvottavélum og hrærivélum og sjónvarpi. Fólk vaknar upp um nætur við bílflaut og hnegg mótor- hjóla og leigubíla og fagnar nýjum degi við undirleik morgungjallanda í fjölmiðl- um. Dagurinn líður við véla- háreysti og umferðargný og lýkur með samleik allra hugsanlegra heimilistækja. Stundum lætur fólk stereó- græjurnar sínar keppa við vélarnar til að yfirgnæfa þær. Glymurinn er alls stað- ar; spillir friði manna og ró, og eyðileggur fyrir fólki heyrn og veldur sennilega miklum fjölda sjúkdóma og krankleika. ÖLL ÞESSI DECIBEL Hávaði er mældur í deci- belum (db), á lógaryþmísk- um skala, sem þýðir að þeg- ar hærra er farið á honum verður munurinn meiri milli einnar tölu og þeirra næstu fyrir neðan. Hávaði í Con- corde-þotu er talinn vera 120 db en háreysti frá venjulegri þotu 115 db. Samt sem áður er Concordinn helmingi háværari. Manns- eyrað er viðkvæmt líffæri. í innra eyranu eru örsmá bif- hár sem nema hljóðbylgjur og flytja hljóð til heyrnar- tauganna. Stöðugur hávaði veldur sífelldu áreiti á þessi hár og skemmir þau með tímanum og veldur varan- lega skertri heyrn. Þegar þessi hár hafa orðið fyrir hnjaski finnur fólk fyrir þrýstingi inni í eyrum, suði og heyrnarleysi sem mark- ast af minnkandi hæfni til að heyra háa diskant-tóna. Ein- kenni slíks heyrnarleysis eru þau að menn eiga bágt með að fylgjast með samræðum þar sem margir sitja saman og tala og geta tæpast greint orðaskil. Áður fyrr var elli langalgengasta orsök bilaðr- ar heyrnar en nú á tímum er hávaði einn helsti sökudólg- urinn og margt ungt fólk leit- ar til lækna vegna byrjandi heyrnarleysis sem rekja má til stöðugs glymjanda dag- legs lífs. Eyðileggjandi áhrif hávaða á eyrun eru talin byrja við 75 db sem mælist á meðalgatnamótum í Reykja- vík á hverjum degi. Víða á vinnustöðum glymja 90 db stöðugt allan daginn en það er talið mjög skaðlegt til langframa. Mælanlegur hávaði upp í 115 db í yfir 15 mínútur er hættulegur fyrir eyrun og getur valdið mikilli vanlíð- an. Til hliðsjónar má nefna að hvísl er mælt 25 db, mót- orhjól er 90—110 db, diskó- tek er 100—140 db, rokktón- leikar 90—130 db, garð- sláttuvél 96 db, ryksuga 85 db og rafmagnsrakvél 90 db. Vasadiskó sem glymur inni í eyrum gegnum hátalara hef- ur mælst um 110 db. Þetta þýðir að unglingur sem gengur með vasadiskó á maganum og lætur það rymja gegnum höfuðið á sér leggur heyrn sína að veði í hvert skipti sem hann hækk- ar í tækinu sínu. SVEFNTRUFLANIR, SÁLIN OG LÍKAMINN En afleiðingarnar eru fleiri en heyrnarleysið eitt. Stöðugur hávaði veldur svefntruflunum, jafnvel þótt fólk vakni ekki upp við hann. Rannsóknir hafa sýnt að svefnjafnvægi raskast og draumar breytast ef mikið gengur á í námunda við svefnstað. Slikir einstakling- ar vakna þreyttir að morgni og kvarta undan spennu og minnisleysi. Mikill gjallandi er talinn valda alls konar geðrænum einkennum og mikilli andlegri þreytu og kvíða. Háreysti veldur streituviðbrögðum í mann- legum líkama eins og mörg önnur hættuleg áreiti. Adrenalín losnar úr læðingi, hjartsláttur eykst, blóðþrýst- ingur hækkar og blóðflæði eykst til hjarta og vöðva. Mikill hávaði getur því vald- ið sömu einkennum og önn- ur streita; aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og meltingartruflunum. Ófædd börn í móðurkviði hreyfa sig meira í hávaða og hjartsláttur eykst, sem sýnir hversu frumstæð og rótgróin þessi viðbrögð líkamans eru. AÐGERÐIR Fólk ætti að gæta sín á allri háreysti sem er allt í kring- um okkur. Sálin þarf á hvíld að halda og líður sennilega best þegar slökkt hefur ver- ið á öllum þeim tækjum og tólum sem menga umhverf- ið. Mannseyrað var ekki hannað fyrir þetta hávaða- sama amstur sem er alls staðar. Einhvern tíma verð- ur kannski hægt að slökkva og kveikja á heyrninni eins og algengt er í framtíðarsög- um, en fram að því verðum við að ganga með eyrna- tappa eða heyrnarskjól þeg- ar skarkali daglegs lífs virð- ist óbærilégur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.