Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 25
LISTAPOSTURINN ISLAND ÖÐRUVÍSI SKORIÐ Birgir Andrésson; lífskúnstner og sérfrœöingur í annars vegar fólki ,,Listin á það sameiginlegt mannlegri skynsemi og hegð- un að vera annaðhvort háð því þekkjanlega, þá kyrrsett innan ramma þess sem vitað er og samþykkt af fjöldanum, eða hins vegar því óþekkjan- lega og frábrugðna, sem kall- ast getur vegleysur og ófœrur á landakortum mannlegrar skynsemi. Að vera venjulegur krefst þess einungis að farið sé eftir settum reglum þess ástands sem varir hverju sinni. Sá, sem fetar ótroðnar slóðir og stikar utan vegar þeirra kortagerðarmanna er skrásetja vilja og skipuleggja með lögbundnu valdi „skyn- seminnar" gerðir fólks, er undarlegt fyrirbœri í augum fjöldans" Það er Birgir Andrésson myndlistarmaður sem er að segja frá myndröðinni „Ann- ars vegar fólki", sem m.a. verður á sýningu sem hann opnar á Kjarvalsstöðum um næstu mánaðamót. Hvað skyldi þetta gengna fólk eiga sameiginlegt; Pétur Hoffmann, Ingimundur fiðla, Sæfinnur með sextán skó, Oddur sterki af Skaganum og Sólon íslandus? Jú, þetta heiðursfólk, ásamt 57 öðrum, flestum þjóðkunnum ein- staklingum, telst til þeirra manneskja sem ekki fetuðu troðnar slóðir í lífshlaupi sínu. í myndröðinni eru ýms- ir kynlegir kvistir, þar eru samankomnir förumenn, listamenn, sjómenn, drykkju- menn, hugsuðir, rithöfundar, skáid og fræðimenn margs- konar, sem ekki fundu slóð á vegkortum hins venjulega manns. Birgir hefur unnið að myndröðinni „Annars vegar fólki“ síðustu fjögur ár. En hver er skýringin á þessum áhuga fyrir óvenjulegu fólki? „Það er fyrst og fremst sér- staða þessara einstakiinga sem heillar. Sumir þeirra hafa orðið að sýna mikinn kjark, öðrum var þetta áskapað. Mér finnst líka dálítið merki- legt að fólk skuli hafa flokkað þessar manneskjur svona til hliðar. Þetta fólk hefur hjálp- að mér til nýrrar sýnar og af- stöðu til lífsins; það hefur sprengt upp stöðnuð viðhorf og varpað ljósi á nýja mögu- leika tii að skynja og lifa á annan hátt, þar sem annað verðmætamat gildir. Sem dæmi get ég sagt sög- una af Pétri Hoffmann, sem sagði að öskuhaugar Reykja- víkur væru gullhaugar. Við getum skoðað þetta í margs konar myndum. Pétur sótti t.d. á haugana ýmiss konar hluti sem hann kom í verð. Ýmislegt í þessum dúr mætti nefna um hvernig mismun- andi sýn gerir lífið marg- breytilegra. Það má kannski segja að mikilvægast sé að sjá sköpunarmáttinn í öndverð- unni, því innst inni er það „heimskan" sem er sköpun- araflið. Það er að segja það sem í daglegu tali er talið heimskt, vitlaust; þar eru mestu möguleikarnir á að geta fundið fyrir einhverri sköpun, einhverju nýju.“ Birgir segir að fyrir nokkr- um áratugum hafi verið gefin út póstkort af sumum þessara einstaklinga, aðallega til að sýna fram á 'að þetta væru vit- leysingar, „en ég vil kynna þetta fólk með virðingu. Mik- ið af því var stórgáfað en fékk ekki að njóta sín á lífsleiðinni. Annað var bókstaflega hrak- ið og sett til hliðar, jafnvel ein- göngu vegna einhverra lík- amslýta. Það þurfti svo lítið til og það þarf enn svo lítið til að fólk sé sett til hliðar. Það er meðalmennskan sem er að drepa allt, það hefur alltaf verið þannig og kemur altaf til með að verða þannig". Birgir á sér sjálfur sérstaka sögu umfram það sem geng- ur og gerist. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur með blindum föður sínum og ólst upp í heimi þeirra sem ekki sjá veröldina á þann hvers- dagslega hátt sem þeim sjá- andi þykir svo sjálfsagður. Hann segist hafa tekið þátt í leikjum jafnaldra sinna eins og aðrir unglingar og að því leyti hafi æska hans ekki ver- ið öðruvísi en annarra ungl- inga. „Það var kannski helst á kvöldin, jafnvel þótt maður hafi ekki velt því fyrir sér, þá var þetta dálítið öðruvísi heimur en hjá öðru fólki. Það var mikill samgangur á milli íbúða og ég kynntist mörgu stórbrotnu fólki. Einn þeirra sem ég kynntist þarna sem drengur var Helgi nokkur Gunnarsson frá Grund. Helgi missti sjónina þegar hann rak augað í nagla í beitarhúsi og sjóninni á hinu auganu fór að hraka eftir það. Helga var komið fyrir á meðal blindra í stað þess að senda hann á elliheimili. Þetta er eiginlega mín veröld, þetta fólk hafði frá mörgu að segja og ég naut þess að hlusta.“ Það er Birgi greinilega sönn ánægja að rifja upp sög- ur af Helga þessum, sem hann segir að hafi að ýmsu leyti haft áhrif á myndiistina sína. „Helgi og fleira af þessu fólki gaf mér tækifæri á að sjá lífið nokkuð út frá öðru sjón- arhorni en almennt þekkist. Það er kannski ekki fyrr en löngu seinna sem ég átta mig á þeim fjársjóði sem felst í því að geta séð hlutina frá óvenjulegu sjónarhorni.“ Ein sagan sem Birgir segir af Helga er á þá leið að eitt sinn um jól hafi Helgi fengið þá hugmynd að láta sauma á þá vini jólasveinabúninga til að vera betur í stakk búnir að skemmta blinda fólkinu. „Það er fallega hugsað að vera sjálfur blindur en vilja fara í búning til að gera hlut- ina áhrifaríkari." HVERS VEGNA MYNDLISTARMAÐUR? „Að einhverju leyti vill maður hafa áhrif á umhverfi sitt eða reyna að koma sinni persónulegu skoðun í ljós á einhvern hátt. Síðan getum við hugsað okkur þann sem elst upp við þetta 100% jafnvægi; hann verður oftast nær ekki annað en einhverskonar verkfæri til að framlengja það þekkjan- lega. Hann kemst aldrei í þá aðstöðu að spyrja sig fáran- legra spurninga, því hann þekkir ekki „fáránleikann" nema sem klisju, og getur því aldrei gert annað en endur- taka það sem er algerlega þekkt og sýnilegt. Ég held því að einhverskonar sérstaða sé nauðsynleg til að koma auga á nýja fleti í tilverunni. Sko, ekkert er nýtt undir sólinni, málið snýst bara um að geta komið auga á þessa nýju sýn eða möguleika. í myndlistinni er ótrúlega mikið af jaðarlistamönnum. Þeir ríghalda sér í endurtekn- inguna, án þess þó að gera sér grein fyrir því. Menn hafa gleymt að spyrja sig spurn- inga, þekkja ekki listasög- una. Vita ekki heldur hvernig á að lesa hana. Þetta er ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er stöðug leit að þinni eigin nálægð. Hvernig þú rammar inn afstöðu þína og þitt eigið sjálf. Það efni sem ég nota í mína myndlist, mína nálægð, þykir svo ómerkilegt nú um stundarsakir að þú skynjar þig þar aleinan í kol- svarta-myrkri. Ég þarf ekki að vera hræddur um að fólk Hallbera hekla/allra gagn: förukona/tók til í húsum og Pétur prentari: prakkari/ þjóf- óttur Gísli Brandsson: spónasmiö- ur/drykkjumaður handleggsbrjóti sig af ein- skærum áhuga og ræktar- semi.“ Eru þá nær allir íslenskir myndlistarmenn að eltast við einhverja útlenda tísku, rekn- ir áfram af voninni um frægð í útlöndum? „Já, ég held það. Það hafa engir sigrað jafn oft heiminn og Islendingar. Og það merki- legasta er að þetta er alltaf sama fólkið. Einhverjir örfáir erlendir einstaklingar hafa komist nálægt því, en aldrei unnið fullnaðarsigur. íslenskir myndlistarmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir myndlistarmenn. Flestir elt- ast þeir við yfirborð endur- tekningarinnar. Það er ein- föld, auðtrúa leið sem er einnig upp á teningnum hjá þeim sem ráða markaðsmál- um myndlistarinnar í heimin- um í dag. Því meira yfirborð, því betra, því meiri meðal- mennska, því betra. Þannig halda þeir að í gegnum yfir- borðið magnist skilningur- inn. Endurtekningin gerir lít- ið annað en aukast. Þá koma „íslandsvinirnir" erlendis frá, í leit að því sérstæða, en þar sem þeir eru alveg jafn skyni skroppnir sjá þeir lítið annað en það sem þeir þekkja. Á þeim forsendum gæti glíman unnist og allir andað léttar, skálað svo á eftir fyrir því að það sé gott að til er menning á íslandi." SÉRVITRINGAR í SAMTÍÐINNI En hvað með samtíðina, eru svona menn og konur að hverfa úr sögunni? „Ef þú átt við þessa svoköll- uðu kynlegu kvisti þá vita náttúrlega allir að þeir eru að hverfa; allir þeir sem ættu möguleika á að vera sérstakir eru bara hreinlega lokaðir inni. En við eigum auðvitað stórspekúlanta eins og vin minn Bjarna Þórarinsson. Hann er mikill í mínum aug- um og undarlegur heimspek- ingur. Hann sagði mér t.d. um daginn að það væri vitleysa að æfingin skapaði meistar- ann, það væri uppgötvunin sem skapaði meistarann. Bjarni er með ímyndunarafl- ið á fullu, þegar hann leit inn um daginn sagði hann að það sem ég væri að fást við í myndlistinni væri eiginlega ísland öðruvísi skorið. Og af því hann er kúnstner vita menn ekki alveg hvernig þeir eiga að taka honum." En ert þú kannski sjálfur einn af þessum sérvitringum? „Ég held ekki, ekki nægj- anlega, þótt maður hafi kannski stundum komist í þær aðstæður að það hefði verið skrambi fínt að vera einhver magnaður sérvitr- ingur. En það hefur þá yfir- leitt aldrei tekist." Björn E Hafberg Trippa-Gísli: bóndi/hesta- braskari

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.