Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 27 hpósið .. .fær Rolf Johansen fyrir að hafa fært okkur allar góðu sígaretturn- ar og fallegu dæturnar ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI Þótt þetta sé kannski ekki rétti timinn til að endurtaka þau almæltu sannindi að ferðaiög austur fyrir járn- tjaidið séu í tísku er ef til vill rétt að hnykkja á því þegar þetta margfræga tjald hefur verið endurreist. (Þetta á þó ekki við sumarhús á Krím- skaga.) Það er ekki bara að ferðir austur fyrir tjald bjóði upp á ánægjulegri heimkomu, þar sem hægt er að slá um sig sem sérfræðingur í málefnum viðkomandi þjóðar (það er ekki hægt að selja neinum sérfræðinga í Spáni eða Ital- íu), heldur er matur og drykk- ur mun ódýrari þarna fyrir austan. Við, negrar norðurs- ins, getum því slegið um okk- ur eins og prinsar og prins- essur. Og það segja fróðir menn að sé eitt af því holiasta sem hægt er að gera, — finna til yfirburða sinna gagnvart meðbræðrunum. ÁÐUR INIMI NÚNA ÚTI Gleraugu. Ekki sem hjálpar- gagn heldur sem aðalskrautið á andlitinu. Ævintýraleg lög- un og litir eða þykkir svartir kassar eru því úti. Gleraugu eru einfaldlega á of viðkvæm- um stað til að fólk geti reynt að tjá sig í gegnum Iögunina. Og þau eru líka á of viðkvæm- um stað til að fólk geti verið að auglýsa mjög áberandi inn- stæðuna á heftinu. Augun eru spegill sálarinnar og það fyr- irbrigði er of merkilegt til að lúta í lægra haldi fyrir vesk- inu eða stíiæfingum tisku- hönnuða. Því segjum við: Húrra fyrir Cary Grant. KROSSGÁTAN »——— LÁRÉTT: 1 þrútna 6 fána 11 feiti 12 óráð 13 úldið 15 hrufur 17 for- föður 18 skinnbfelgur 20 erlendis 21 urg 23 óhróður 24 kjötbitar 25 rani 27 andvarp 28 heimska 29 myrkur 32 hljóðuðum 36 eggjárn 37 lón 39 kvelji 40 kraftur 41 tannstæði 43 kvabb 44 brydding 46 telja 48 rýra 49 nudda 50 harmar 51 keyrandi. LÓÐRÉTT: 1 deyja 2 stjórastreng 3 vatn 4 blekking 5 sníkjudýrið 6 losti 7 silakeppi8þraeta9 holóttu 10 jarðhrun 14 uppi 16auk 19auð- æfi 22 nægtir 24 deilur 26 óðagot 27 fönn 29 handarhalds 30 am- boða 31 skjögrar 33 siðurinn 34 ánægja 35 sigtaði 37 krókar 38 nirfill 41 maður 42 ráf 45 atorku 47 flökta. ÍÓIN tLICE HÁSKÓLABÍÓI ■nn reynir WoodyAllen að gera meistaraverk. Og enn getum við sker \r yfir tilraunum hans. \mt okk- LÍFIÐ ER ÓÞVERRI Life Stinks BÍÓHÖLLINNI Hreint ótrúlega vond mynd; nánast ekkert fyndin, drepleiðinleg, væmin og vemmileg. Hún er óþverri (It Stinks). Þeireru engum líkir, VinirDóra og adrir íslenskir blúsarar sem hafa haldið dúndurtón- leika trekk í trekk upp á siðkastið. Og nú er enn ein blúshelgin framundan: Vinir Dóra verða á Púlsinum á föstudagskvöldið og Blúsmenn Andreu troða upp á sama stað kvöldið eftir. SJÓNVARPIÐ VEITINGAHÚSIÐ Uppáhalds vínið Ingi Bjöm Albertsson alþingismaflur og knattspyrnuþjálfari ..Hennessy XO er mitt uppá- haldsvín og hefur verid það lerigi. Þaö er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Það er dýrt vín, en gœdi eru oft dýr- keypt.“ Birgitta Osk Oskarsdóttir opnar Ijósmyndasýningu í Ás- mundarsal við Freyjugötu á fimmtudaginn kl. 18. Myndirnar eru svarthvítar, 40x50 sm að stærö, áritaðar, númeraðar og í mjög takmörkuðu upplagi. Birg- itta var við nám í Bandaríkjun- um og hefur meðal annars hald- ið sýningar í New York. HÚSRÁÐ Eger nýkomin heim úr sum- arbústaðnum mínum og er nær dauða en lífi af þreytu. Þótt ég hafi ekki verið þar nema sex daga í þetta sinn held ég að ég hafi tekið á móti um sautján ættingjum. Ég vissi ekki einu sinni að sumir þeirra væru til, — hvað þá skyldir mér. Eg gerði því lítið annað en hella upp á könnuna fyrir þetta fólk, búa um það og horfa á lambakótiletturnar mínar hverfa niður um kokið á því. Ef mér tekst ekki að finna ráð til að losna við þetta fólk held ég að ég neyðist til að selja bústaðinn. Það væri synd því mér þykir vænt um hann og hef ekki alveg misst trúna á að ég geti hvílst í honum. Hvað á ég að gera? Aður en þú ferð í bústaðinn skaltu tilkynna öllum sem vilja heyra að þú ætlir að stækka rotþróna og gætir vel þegið hjálp. Það ætti að tryggja að enginn komi í heimsókn. VIÐ MÆLUM MEÐ Að næst þegar fólk verður skotið í einhverjum falli það fyrir maka sínum það er auðveldara og hefur ánægjulegri eftirköst Bumbu-, rass- og læra- leikfimi fyrir stærstan hluta karl- þjóðarinnar Að fólk hætti að tuða yfir tryggingaiðgjöldum það er engum til gagns, veit- ir takmarkaða útrás og er öðrum til leiðinda Gjaldþrotum fyrirtækja slík hundahreinsun er for- senda þess að þúsundir nýrra bióma fái að blómstra Að Silli Pétur reyni að tjá sjálfsimynd sína á nýjan hátt ekki fyrir það að sú gamla (Hann er alveg ofboðslega frægur. . . sjúddirallilei sjúddirallilei. . . og svo nýja í næstu höfn) sé röng heldur bara helst til of oft kveðin Enn auglýsum við eftir veit- ingahúsi. Nú viljum við fá há- degisstað þar sem hægt er að borða almennilegan mat án þess að þurfa að bíða eftir honum í hálftima og annað eins eftir reikningnura. Stað með fáum réttum þar sem maður borgar matinn um leið og maður pantar og hægt er að gripa appelsínu á leiðinni út til að borða þegar komið er í vinnuna. MYNDLISTIN_________________ Nordic Light og Hafnarborg opna sýningu á teikningum, bak- grunnum og hlutum úr teikni- og hreyfimyndum frá íslandi, Dan- mörku, Sviþjóð, Finnlandi, Eist- landi, Lettlandi og Litháen föstu- daginn 23. ágúst kl. 18. í Hafnar- borg verða sýndar teikningar úr teiknimyndum en í Bæjarbíói verða sýndar teiknimyndir. Þarna verður fjörið — Hafnar- fjörður er orðinn Mekka allra lista á þessu tandi. Við þangað. LJÓÐIÐ_____________________ I kvöld á Borginni: Ari Gísli Bragason, Elísabet Þorgeirs- dóttir, Guðbergur Bergsson, Gunnhildur Sigurjónsdóttir, Jónas Þorbjarnarson, Nína Björk Árnadóttir, Steinunn Ásmundsdóttir og Valgarður Bragason. Kynnir er Sæmund- ur Norðfjörð. Upplögð Ijóðræn lending inn í helgina. Athuganir hafa leitt í Ijós að skegg þeirra karlmanna sem eru í föstu sambandi vex ör- litlu hraðar en hinna ein- hleypu. Það vex því örlitlu hraðar en sem nemur hálfri tommu á mánuði. Að meðal- tali hefur hver karlmaður um 30 þúsund skegghár. Saman- lagt framleiöir þvi meðalkarl- inn um 96 mílur af skegghár- um á ævinni. POPPIÐ Og svo verður blúsað og blús- að. Á föstudagskvöldið mæta Vinir Dóra og á laugardags- kvöldið eru það Blúsmenn Andreu; þeir voru líka á ferð um síðustu helgi og þá var dúndur- stuð. NÆTURLÍFIÐ Það verður rokkað á Tveimur vinum um helgina. Á fimmtu- dagskvöldið verður þar stór- sveitin Síðan skein sól með Helga Björnsson í broddi fylking- ar. Sólin verður á Tveimur vinum næstu þrjú fimmtudagskvöld. Sem sagt bókað stuð. Á föstudags- og laugardags- kvöldið verður Loðin rotta í að- alhlutverki — er það ekki ennþá sætasta bandið í bænum? Jæja! Nú verða allir að byrja að undirbúa sig fyrir stórhátíðina PIPARINN ’91 sem haldin verður á Akureyri helgina 13. og 14. september. Þetta er í þriðja skipti sem piparsveinar koma saman með lúðraþyt og söng og nú tek- in upp sú nýbreytni að pipar- myntur slást í hópinn. íslenski piparsveinninn á fátt sameigin- legt með kollegum sínum í sið- menntuðum löndum og er yfir- leitt margfráskilinn. Þess vegna getur nánast hver sem er sótt Ak- ureyrarhátíðina og menn ættu að byrja að æfa sig strax um helgina. Munið bara þegar á bar- ina er komið: Hinn sanni pipar- sveinn er ekki slefandi tlólgur sem reynir að taka hverja ein- ustu dömu á löpp. Hann er sið- fágaður, prúður, skemmtilegur heimsborgari — og hann verður ekki „ástfanginn" klukkan hálf- þrjú að nóttu. Gangi ykkur vel, drengir! óiatan MOCK TUfíTLES — TWO SIDES Eitt besta nýja breska bandið sem fram hefur komiö siðustu ár. Undir sterkum Bitla-Birds- Kinks-Doors-áhrífum en með sterkum danstakti. Góð plata! Við gefum henni 7 af 10. Það er mikil fótboltahelgi fram- undan: Á laugardag kl. 14 verður bein útsending frá úrslitaleik kvenna í bikarkeppninni. Þar eigast við ÍBK og ÍA, en Keflavík- urstúlkurnar leika í 2. deild. Áfram stelpur! Á sunnudag kl. 16 verður svo sýnt frá úrslitaleik Vals og FH (ekki bein útsend- VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. Reversal of Fortune 2. Memphis Belle 3. Almost an Angel 4. Rookie 5. Navy Seals 6. Havana 7. Funny About Love 8. Narrow Margin 9. Don't tell Her it's Me 10. Neverending Story II ing). Þá fáum við að vita hvort Hörður Magnússon stendur við stóru orðin um að skora í öli- um bikarleikjum FH í sumar. STÖÐ 2_______________________ Zúlú-stríðsmennirnir Zulu laugardagskvöldið kl. 23.00. Hér segir frá viðureign Breta og Zúlú- manna í snotru frumskógar- drama þar sem Michael Caine er í aðalhlutverki. Myndin fær þrjár stjörnur af fjórum hjá Malt- in. Það verður líka nóg um að vera á Púlsinum. Á fimmtudags- kvöldið treður Fríða sársauki upp: athyglisvert band. Það er svona skipað: Andri Örn Clausen söngur, Páll Ólafsson gítar, Guðmundur Höskulds- son gítar, Friðrik Sturluson bassi, Eðvarð Vilhjálmsson f) 1 r-i b- j trommur. Það er mikill meyjar- blómi í kringum Fríðu sársauka: Kristjana Stefánsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir syngja bakraddir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á hljóm- borð. Hljómsveitin leikur frum- samin lög við eigin texta. Við mælum með þeim.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.