Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 SEÖUbANkÍNN LIFSNAUT ÞRITUGA SEÐLABANKINN ergjafmildur, en á síðasta ári notaði hann 4,3 milljónir króna i gjafir og styrki. Hér kemur Jó- hannes Nordal bankastjóri í veislu með pakka undir hendinni. Sedlabanki íslarids er nú þrjótíu úra. Þrútt fyrir tiltölulega stutta œui hefur honum tekist úgœtlega ad koma undir sig fótunum, búinn að byggja og farinn að leita að œðri markmiðum. í þeirri leit sinni hefur hann sýnt mikla smekkuísi, enda mú segja að það geri leitina auðueldari þegar mað- ur ú suolítið af peningum. En það er smekkuísin sem gerir það að uerkum að ústœða er til að kíkja inn og fú að líta herlegheitin aug- um. Maðurinn lifir ekki ú brauð- inu einu saman, segir í mœtri bók, og það gœtu suo sannarlega hafa uerið einkunnarorðin í lífsnautna- musterinu uið Kalkofnsueg. í Seðlabankahúsinu vinna 245 manns, þar af 160 hjá Seðlabank- anum, en í húsinu eru auk þess Þjóhagsstofnun og Reiknistofa bankanna. Rekstrarkostnaður Seðlabankans á síðasta ári nam 521 milljón króna og þar af voru laun 233 milljónir. Er ekki nema von að menn spyrji; hvernig byrj- aði þetta allt saman? SKÚFFAN í LANDSBANKANUM OG PARKINSONSLÖGMÁLIÐ Það er gömul lumma þegar sagt er að Seðlabankinn hafi þróast úr því að vera í einni skúffu í Lands- bankanum í það sem hann er núna, nokkurskonar risavaxin sönnun á því að Parkinsonslög- málið er í fullu gildi. Eins og aðrar góðar sögur er hún ekki alls kost- ar rétt og ómögulegt reyndist að finna skúffuna sem Seðlabankinn kom úr. Því miður. Eins og áður sagði er Seðla- bankinn 30 ára, en hann var skil- inn frá Landsbankanum 1961. Frá 1927 til 1957 var Seðlabankinn innan Landsbankans, en þá var Landsbankanum skipt upp í tvær sjálfstæðar einingar, viðskipta- banka og seðlabanka. Seðlabankahlutinn óx og óx á meðan hann var innan Lands- bankans og það varð til þess að mönnum fannst tilhlýðilegt að sleppa dýrinu iausu. Var stofnaður ríkisbanki með einkarétt til seðla- útgáfu. Var það gert með lögum no. 10 frá 1961. Fyrst í stað var Seðlabankinn í Hafnarstræti 10 til 12 en fór síðan að þenjast út og var meðal annars í Austurstræti 11, 12 og 14 og þegar flutt var í nýja Seðlabankahúsið var bankinn í raun á fimm stöðum í miðbæn- um. SEÐLABANKAHÚSIÐ KOSTAÐI 2,7 MILLJARÐA Bygging Seðlabankahússins við Kalkofnsveg 1 hófst 1982 og var þegar frá upphafi dálítið umdeild, enda vilja Islendingar alltaf vera að rífast um hús og híbýli. Húsið ÖRYGGISHURÐIR Seðlabankans eru hrein listaverk, enda hæfir ekki annað jafn listasinnuðum banka. Þar fyrir ut- an má geta þess að bankinn eyddi 5,5 milljónum í fyrra í öryggisgæslu. KALKOFNSVEGUR 1 — Hús Seðla- bankans. Það kostaði2.682 milljónirað núvirði að byggja húsið. þótti dýrt og þar að auki fannst mönnum það skemma Arnarhól. Á byggingartímanum fóru meira að segja að berast sögur um slys meðal þeirra sem unnu við húsið og fór einstaka úrtölurödd að tala um álög á framkvæmdunum. Síð- an hefur fátt gerst sem beinlínis rennir stoðum undir það, nema kannski þróun krónunnar. En hvað kosta herlegheitin? Þegar Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra var spurður um þetta á Alþingi í maí 1988 af fróðleiks- þyrstum framsóknarmanni kom hann líklega með stysta svar þing- sögunnar: „Hæstvirti forseti. Svar- ið er 1.273 milljónir kr. miðað við síðastliðin árarnót." Lengra svar fékk Ólafur Þ. Þórðarson ekki og það spaugilega við þetta var að svarið sagði í raun ekki alla sög- una því upphæðin var ekki fram- reiknuð. Nú kemur hins vegar svarið: Bygging hússins kostaði 2.682,8 milljónir miðað við byggingarvísi- tölu í lok júlí síðastliðins. í ársskýrslu bankans kemur fram að brunabótamat húsins — það er að segja hvað við fengjum ef kviknaði í honum — er 1.813 milljónir. En bankinn á ýmislegt annað: Hann á 1.500 fermetra hús við Einholt 4, sem hefur brunabóta- mat upp á 112 milljónir, en þar er mynt-, seðla- og bókasafn bank- ans. Einnig á bankinn hús á Ægi- síðu 54 sem einn af fyrrverandi bankastjórum hans, Jón G. Marías- son, ánafnaði sínum gamla vinnu- stað. Nú, vélar, tölvur og húsbún- aður hússins eru metin gagnvart tryggingum á 273 milljónir. EIGA HÁTT í 200 LISTAVERK Annar fróðleiksþyrstur fram- sóknarmaður, Finnur Ingólfsson, spurði um listaverkaeign bank- anna á Alþingi fyrir rúmu ári. Þá kom fram að Seðlabankinn átti 158 listaverk. Fylgdi sögunni að tryggingamatsverð þeirra þá væri 35,1 milljón króna. Safnið er úr ýmsum áttum en þess má geta að þar eru átta verk eftir Jóhannes S. Kjarual, þrjú eftir Ásmund Jónsson, 10 eftir Gunn- laug Scheuing, þrjú eftir Jón Stef- únsson en vinsælastur er Þoruald- ur Skúlason; bankinn á 18 verk eftir hann. Erfitt er að meta verð- gildi safnsins í dag, en nokkur verk hafa verið keypt síðan Finnur fékk svarið. Listfræðingur, sem haft var samband við, taldi varlegt að áætla verðmæti safnsins á milli 40 og 50 milljónir króna. Þess má geta að alltaf hefur verið dálítill leyndarhjúpur yfir því hverjir eru listfræðilegir ráðgjafar Seðlabank- ans. MENN geta einnig hugsað hlýlega til Seðlabankans, eins og þetta hús við Ægisíðuna sannar, en það var ánafnað bankanum af fyrrverandi bankastjóra. MÁLVERKASAFN Seðlabankans telur hátt á annað hundrað myndir, samtals að verðmæti 40 til 50 milljónir. BÓKA- OG MYNTSAFNIÐ VEKJA ÖFUND í Einholti 4 er umfangsmikil starfsemi á vegum Seðlabankans. Þar er bókasafn hans og seðla- og myntsafn. Seðla- og myntsafnið er einstakt hér á landi, enda bankinn í frábærri aðstöðu til að safna þessum gripum. Fær hann meðal annars myntútgáfur víða að úr heiminum, í samvinnu við aðra seðlabanka. Tryggingamat safnsins var 45,1 milljón króna um síðustu áramót. Bókasafnið þykir líka sérlega vel úr garði gert og er til þess tekið meðal bókaáhugamanna að mikill hluti bókakostsins er bundinn inn. Safnið einbeitir sér að ritum um samfélags- og þjóðfélagsmál og að sjálfsögðu fjármál. Þá á safnið gott safn ferðabóka. Þá má geta þess að töluverð út- gáfustarfsemi er á vegum Seðla- bankans og lætur nærri að á milli 15 og 20 milljónir króna fari í hana á ári. Bankinn gefur út Hag- tölur mánaðarins og Fjármálatíð- indi og að sjálfsögðu Ársskýrsluna, sem töluvert er vandað tii. Fjórum sinnum á ári gefur bankinn út á ensku yfirlit um efnahagsstærðir. Þá er eitt verkið nokkuð óvenju- legt og gefið út aðeins einu sinni á áratug. Það er mjög viðamikið rit um land og þjóð upp á um 500 blaðsíður. Það er gefið út á ensku og er nánast kynningarbók um ís- land! MÖTUNEYTI OG SUMARHÚS FYRIR STARFSMENN Það er gott að vinna í Seðla- bankanum. Fyrir utan að geta virt fyrir sér listaverk í vinnunni er rekið mötuneyti í húsinu sem aðr- ir ríkisstarfsmenn tala um með virðingu. Þegar mötuneytið í Arn- arhvoli lokar vegna sumarleyfa fá Seðlabankanum. Er sagt að sumir hlakki allt árið til þess og tímasetji sumarleyfin út frá því. Þar borða starfsmenn bankans niðurgreiddar máltíðir en kostnað- ur bankans við mötuneytið í fyrra var um fimm milljónir króna, sem er fyrst og fremst hráefniskostnað- ur. Þá hugar bankinn vel að orlofs- málum starfsmanna og á töluvert af sumarhúsum fyrir starfsfólk. Þau eru á Þingvöllum, Borgarfirði, Varmahlíð í Skagafirði og Múla- stekk á Austurlandi. Þar að auki ætlar bankinn að reisa sumarhús í Grímsnesi og þá eru sumarhúsin orðin sex. Nú, ekki má gleyma landareign bankans, en fyrir stuttu keypti bankinn heilan dal í Holti í V-Skaftafellssýslu, en landsvæðið sem bankinn tryggði sér þar er um 917 hektarar. Kostnaður bank- ans vegna þess nemur nú um 5,5

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.