Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 29

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 29 NAMUSTERI A STA ALDURSÁRI JÓHANNES NORDAL sedlabankastjóri erannálaðurfagurkeri og segja sumirað vel sé við haefi að hann sé andlit bankans. Fyrir það fær hann 801.000 krónurá mánuði. Hér er hann glaður á góðri stund ásamt öðrum bankastjóra, Tómasi Árnasyni. Hvaö íer eiqinIeqa íram í Seöía- bANI<aHÚSÍNU? HvaÓ ERU þESSÍR 2 50 MENN, SEM þAR STARfA, Að qERA? SuMÍR SEqjA AÖ NAqA blýANTA, AðRÍR pRENTA seöÍa oq enn aörír IhaIcIa aö ^aöan SÉ EÍNAlrAqslífi ÍANdsÍNS STjÓRNAð. ENqÍNN VÍRÖÍST VÍTA þAÖ fyRlR VÍST, SEM ER SyNd, því þETTA ER ÁN eÍa EÍTT MEST SpENNANdi IhÚS Á ÍANdÍNU. Oq INNANdyRA ER MARqT AÖ SjÁ; MÁÍVErI<, MATSTAð, bljÓðÍÆRÍ, TÍMARÍTAÚTqÁÍu Oq SÍÖAST EN Ekki SÍST; qullfoRðA lANdsMANNA. milljónum króna en jöröina fékk hann á 4,2 milljónir. Eins og kom- ið hefur fram hér í PRESSUNNI var einn aðstoðarbankastjóra bankans, Björn Tryggvason, í sveit þar og er það ein af ástæðum kaupanna. JÓHANNES BANKASTJÓRI FRÁ UPPHAFI í augum landsmanna er gjarnan sett samasemmerki á milli Seðla- bankans og Jóhannesar Nordal bankastjóra. Það er ekki nema von; hann hefur verið bankastjóri Seðlabankans frá upphafi og fær fyrir það 801.000 krónur á mánuði — inni í þeirri tölu eru þó líklega þóknanir fyrir nefndarstörf, sem ekki eru ófá hjá Jóhannesi. Fyrir þá sem trúa á skúffukenn- inguna um Seðlabankann má segja að Jóhannes hafi stokkið úr skúffunni, því hann byrjaði feril sinn hjá Landsbankanum. Þar varð hann hagfræðingur á miðjum sjötta áratugnum eftir að hafa stundað nám við LSE (London School of Economics), þar sem fjölmargir íslendingar hafa stund- að nám. Meðal annars annar fræg- ur fjármálamaður, Ármann Reynis- son, en hann og Jóhannes voru einmitt saman í stjórn félags fyrr- verandi LSE-nemenda. Jóhannes hófst fljótlega upp í stöðu bankastjóra hjá Landsbank- anum. Þegar Seðlabankinn varð til tók Jóhannes við honum og hefur verið þar síðan. Það hefur verið sótt að honum, eins og fræg fyrirheit Jóns Baldvins Hannibals- sonar sýna, en Jón hafði á orði að reka ætti Jóhannes. Ekkert hefur orðið af því ennþá. HELMINGUR GULLSINS GEYMDUR í ÚTLÖNDUM Og auðvitað á Seðlabankinn gull. í lok síðasta árs var gulleign Seðlabankans 48.589 únsur. Þær voru metnar samkvæmt verð- skráningu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og samkvæmt því er verðgild- ið um 133 milljónir, en í raun er ekkert að marka það verð. Ef Seðlabankinn seldi gullið á frjáls- um markaði fengi hann líklega um milljarð fyrir það. En ekki er allt gullið geymt í fjárhirslum Seðlabankans. Um 20.000 únsur eru geymdar erlend- is, en það sem er geymt hér er í norskum gullkrónum og gulldoll- urum frá 1908. Þetta sýnir ef til vill hve miklir smekkmenn eru í Seðlabankanum, því þetta er auð- vitað mun listrænna gull en þessar hefðbundnu stangir sem aðrir seðlabankar notast við. Sigurður Már Jónsson VAR Seðlabankinn einu sinni ofan i skúffu íþessu húsi? FLYGILLINN góði sem Seðlabankinn keypti á 2,5 milljónir króna í apríl í vor. Þótti mörgum það vel við hæfi, um leið og píanóleikarinn Birgir ísleifur Gunnarsson settist í stól bankastjóra. Ekki spillir fyrirstemmningunni að fyr- ir ofan flygilinn má sjá olíumálverkið Kindur eftir Louisu Matthíasdóttur. s l^^vo virðist sem nu seu serstakar afmælisgjafir í tísku. Davíð Odds- son forsætisráðherra tilkynnti um bága stöðu Byggða- stofnunar sama dag og Matthías Bjarnason, stjórn- arformaður Byggða- stofnunar, varð sjö- tugur. Þjóðviljinn er kominn með greiðslustöðvun og hefur sagt upp öllu starfsfólki og þar með frétta- stjóranum, Sigurði Friðþjófssyni, sem varð fertugur í gær. Þetta eru huggulegar afmælisgjafir eða hitt þó heldur. . . lÍankaeftirlit Seðlabankans hef- ur veitt Fjárfestingarfélagi íslands blessun sína eftir að hafa skoðað yf- irlit um innlausnir hlutdeildarskír- teina dagana fyrir gengislækkun bréfanna, sem leiddi til 180 milljóna króna rýrnunar þeirra. Augu banka- eftirlitsins beindust ekki síst að því hvort helstu eigen dur Fjárfestingar- félagsins, starfsmenn og vensla- menn hefðu innleyst bréf í stórum stíl út frá vitneskju um trúnaðarmál, þ.e. vitað um gengislækkunina fyrir- fram. Þórður Ólafsson, forstöðu- maður eftirlitsins, komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Við heyrum að það hafi þvert á móti vakið furðu manna að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins keyptu hlutdeildarskírteini daginn fyrir gengislækkunina. . . s k-rtjorn Veitustofnana Reykjavík- urborgar hefur ráðið Martin Peter- sen til að stjórna fræðslumálum Rafmagns-, Hita- og Vatnsveitna borgar- innar. Martin var um langt árabil yfirmað- ur hjá Loftleiðum, Flugleiðum og ís- cargó, rak um skeið heildsölu og starfaði hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála við Ingólfsstræti... F JL ram hefur komið í frettum að fyrirtækið Vatnsberinn hefur náð samningum við bandaríska aðila um kaup á miklu magni íslensks vatns, svo milljörðum króna nemur. Um leið stendur y fir hlutafjársöfnun hjá fyrirtækinu og á að safna 150 milljónum króna. Ekki veitir af, því sem stendur eru eigendur fyrirtæk- isins aðeins tveir, Þórhallur Gunn- laugsson og Berta Richter, og hlutaféð aðeins 400 þúsund krónur. Eftir fréttunum að dæma mætti ætla að útflutningsmál þessi væru sama sem frágengin og er haft eftir Þór- halli að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafi tekið vel í mál fyrirtækisins varðandi aðstöðu fyrir tankskip og vatnstöku í Kapelluhrauni. Ekki munu mál þó vera alveg svo einföld. Bæjaryfirvöld hafa auðvitað tekið Vatnsberanum kurteislega, en hafa engu viljað lofa. Þannig mun nefni- lega hátta til, að aðrir aðilar hafa leitað til Hafnarfjarðar um vatnsút- flutning í enn meira mæli en hjá Vatnsberanum, og ræður endanleg- um úrslitum hvernig gögn koma til með að líta út um fjármögnun, tryggingar og fleira. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.