Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 12
12 I FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGl’ST 1991 Þrjátíu verkamannabústaðir í Breiðholti HÖNNUNARGALLAR HAFA KOSIAD 45 TIL 60 MlliJÓNIR Þessi mynd sýnir fram kvæmdir í einu húsanna. Myndin er tekin innum glugga, þar sem Ijósmyndaranum var meinaður aögangur. Eins og sjá má á myndinni er nánast ótrúlegt að hún skuli vera tekin í tíu ára gömlu húsi. Þrjátíu íbúdir í verkamannabú- stödum í Breidholti í Reykjavík hafa reynst meingalladar, svo mjög ad vidgerdir á húsunum hafa kostad tugi milljóna króna. Sennilegt er ad alls hafi þœr kostað 45 til 60 millj- ónir króna. Stjórn verkamannabú- staða hefur verið treg til að viður- kenna bótaskyldu sína. í nokkrum tilfellum féllust eigendur íbúðanna á að fá greiddar bœtur, sem í fœst- um tilfellum dugðu til að gera við það sem óhœft var. I þeim tilfellum þar sem íbúarnir vildu ekki fá greitt ípeningum, heldur kröfðust þess að gert yrði við, greiddi stjórn verka- mannabústaða endurbœturnar. í matsgerð, sem gerð var þegar húsin voru svo til ný, kom fram að þök reyndust lek, gólf, lagnir og fleira voru nær úr sér gengin; þök láku, gólf voru óþétt og svo fram- vegis. Sem dæmi má nefna að park- et sem var á gólfum var sett beint of- an á sand. Þessa dagana er verið að vinna að miklum endurbótum í einu hús- anna. Mikil leynd hefur hvílt yfir framkvæmdunum. Sem dæmi um leyndina má nefna að Ijósmyndara PRESSUNNAR var meinað að taka myndir í húsinu. ATHUGASEMDIR GERÐAR STRAX Þau hús sem um ræðir eru parhús við Hólaberg og Hamraberg í Breið- holti í Reykjavík. Húsin eru rúmlega tíu ára gömul, en strax á fyrstu árun- um eftir afhendingu kom í Ijós að þau voru illa byggð. Fyrstu eig- endur gerðu athugasemdir fljót- lega. Samið var við flesta eigend- urna, þannig að þeir fengu greitt í peningum og sáu síðan sjálfir um að annast þær viðgerðir sem nauðsyn- legar voru. Snemma kom í Ijós að sú upphæð, sem fólkið gekkst inn á að taka við, var hvergi nærri nógu há til að standa straum af kostnaði við endurbyggingu húsanna. Eins voru brögð að því að sumir íbúðareigend- anna eyddu peningunum í eitthvað allt annað og byggju áfram í „hálf- byggðum" húsum. Það eru síðan þeir sem eignuðust þau hús síðar sem átt hafa í hvað mestum vandræðum með að fá leið- réttingu sinna mála. í kaupsamningum þess fólks er þess getið að vegna hugsanlegra vankanta sé íbúðarverðið lækkað um 50 þúsund krónur. Þegar síðar kom í ljós hversu mikið þurfti að gera við húsin var óskað eftir að gerð yrði úttekt á þeim. í þeirri út- tekt kom fram að mjög miklar breyt- ingar þyrfti til að húsin væru íbúðar- hæf. SANDURINN GENGUR UPP ÚR GÓLFINU Við byggingu húsanna var ákveð- ið að bregða út af vananum hvað varðaði frágang á gólfum. í stað þess að steypa gólfplötu var ákveðið að leggja parket beint ofan á sand^ Kannski ódýrt, en ekki sniðugt. í matsgerðinni, sem gerð var árið 1982, kemur fram að frágangurinn hafi með öllu verið ófullnægjandi og ekki til frambúðar. Þess ber að geta að annað mat var gert á nokkr- um húsanna fyrr á þessu ári og þar kemur fram að ástand þeirra hefur ekki breyst til hins betra. í nýja mat- inu er vísað í matið frá 1982 og tekið undir þá gagnrýni sem þar er að finna. I matsgerðinni segir að áður hafi komið í Ijós, í öðrum húsum, að hámarksendingartími gólfa sem þessara væri fimm til sex ár. I upp- runalegu matsgerðinni segir svo um gólfin: „Gólf húsanna er parketgólf, að undanskildu baðherbergi og for- stofu. Parketið er 14 millimetrar að þykkt og lagt á þann hátt, að það hvílir á 4 sentímetra sandlagi. Mats- menn hafa fengið í hendur teikning- ar af frágangi gólfanna." Síðar segir: „Sameiginlegur galli á gólfum allra húsanna er, að parketið hefur sigið á nokkrum stöðum, einkum á gangi, í borðkróki eldhúss, í hjóna- herbergi og víðar, þar sem lagnir eru undir." Og áfram: „Margt bendir til, að ástand gólfanna fari stöðugt versnandi, hvað þennan galla varð- ar. Sandurinn gengur víða upp með gólflistum í námunda við þá staði, er að ofan greinir. Þegar á gólfinu er gengið og það svignar þrýstist upp loft og sandur við gólflistana, og er kvartað undan þessu í nánast öllum íbúðunum. Bæði húseigendur og byggingaraðilar hafa reynt að stöðva þetta án viðunandi árang- urs.“ FÚKKALYKT OG ÓFÆR FRÁGANGUR Eina leiðin sem dugað hefur til að stöðva þennan vanda hefur reynst dýr. í henni felst að rífa upp gólf, innréttingar, hurðir og lagnir, moka út tonnum af sandi og möl, skipta um lagnir og steypa síðan gólfplötu. Þessar framkvæmdir kosta, á núver- andi verðlagi, eina og hálfa til tvær milljónir á hvert hús. Eins og áður sagði eru húsin þrjátíu, og því hafa þessar framkvæmdir og aðrar við húsin kostað alls 45 til 60 milljónir króna. Með veggjum eru raufar þar sem lagnirnar eru. Lagnirnar liggja í malaðri grús. Lesum aftur úr mats- gerðinni: „Enn alvarlegra er þó, að mikil fúkkalykt gaus upp, þegar grúsin og rakavarnarlagið voru fjar- lægð.“ Og síðar: „Matsmenn telja óyggjandi, að athuganir þessar hafi leitt í ljós, að þessi frágangur lagna í gólfraufum sé með öllu ófær til frambúðar. Reynsla annars staðar hefur margsinnis sannað, að við þessar aðstæður er það aðeins spurning um tíma, hvenær lagnir tærast í sundur. Fjölmörg dæmi eru því til sönnunar á undanförnum ár- um, að lagnir í gólfraufum hafi tærst í sundur þegar að fimm til sex árum liðnum." REGNVATN KOMST VÍÐA INN Þök húsanna ollu strax miklum vandræðum. Þau voru þannig gerð að þakjárn var neglt beint á sperr- urnar, en bæði pappa- og þakklæðn- ingu sleppt. Þakrými var mann- gengt og hugsað sem geymslur. Þar sem mjög fljótlega eftir að flutt var í húsin varð vart mikils leka nýttist þakrýmið aldrei sem geymslur. Regnvatn átti greiðan aðgang og sama var að segja um snjó. Ibúarnir þurftu oftsinnis að moka snjó af loft- inu. Vegna alls þessa blotnaði allur viður og myglaði og það allt saman rann síðan niður í íbúðirnar. í fyrstu var þakrýmið loftræst með venjulegum hætti. Sú loftræst- ing dugði ekki og þá var gripið til þess ráðs að auka loftræstinguna. Það var gert með því að settar voru fjórar allstórar túður á mæni hvers húss. Endurbótin gerði ekki það gagn sem ætlast var til, heldur betur ekki. Hún varð til þess að snjór átti greiðari leið í þakrýmið eftir en áð- ur. í áliti matsmanna segir meðal annars: „Matsmenn hafa skoðað þökin við hinar margvíslegustu að- stæður á liðnum vetri og hafa full- vissað sig um, að frágangur þaksins er algjörlega ófullnægjandi." 40 FERMETRAR EKKI í VERKAMANNABÚSTAÐ Þegar gert var við þökin fékkst leyfi til að lyfta þeim upp og stækka þar með íbúðirnar. Ibúðareigend- urnir kostuðu stækkunina. En það einkennilega er að ekki var lánað til þeirra framkvæmda úr sjóðum Byggingarsjóðs verkamanna, held- ur úr almenna húsnæðiskerfinu, það er Byggingarsjóð ríkisins. Fyrir voru íbú'ðirnar rétt rúmir eitt hundr- að fermetrar. Eftir breytingarnar bættust fjörutíu fermetrar við. Því eru um eitt hundrað fermetrar í verkamannabústað en fjörutíu fer- metrar ekki. PRESSUNNI er ekki kunnugt um að reynt hafi á sölu íbúða sem breytt hefur verið. Það er forvitnilegt að sjá hvernig uppgjöri til seljenda verður háttað, þar sem allur hluti íbúðanna fellur ekki und- ir lög um verkamannabústaði, eða hvað? HVAÐ SEGJA FAGMENN? Matsmenn telja að nauðsynlegt hefði verið að pappaleggja og klæða þökin eins og venja er til hér á landi. Þá var það mat þeirra að endurbæta þyrfti ísetningu glers. Þá þyrfti að laga útihurðir þar sem þær hefðu víða bognað. Varðandi gólfin komust fagmennirnir að þeirri nið- urstöðu að taka þyrfti upp öll park- etgólf og gera verulegar breytingar á frágangi þeirra. Undirlag gólfanna hefði gefið sig og eins væri einangr- un lagna í gólfi ófullnægjandi. Þegar unnið var að viðgerð í hús- unum, það er að segja þeim sem bú- ið er að gera við, þurfti að rýma hús- in, fjarlægja skápa og innréttingar og hurðir. Fjarlægja varð sand og möl og steypa gólfplötu. í matsgerð- inni frá 1982 segir að þetta verk verði að vinna innan tíðar. Nú, nærri tíu árum síðar, er ekki lokið viðgerðum í öllum húsanna. Það var Ármannsfell hf. sem byggði húsin fyrir Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar. Eftir að nefndin lagðist af tók stjórn Verka- mannabústaða í Reykjavík við og nú er það Húsnæðisnefnd Reykjavíkur sem hefur lögsögu yfir húsunum. SMÁHÖNNUNAR- EÐA FRAMKVÆMDAGALLI „Það má segja að það hafi orðið smáhönnunar- eða framkvæmda- galli varðandi sandlögn. Hún dróst upp með parketi, það hefur ekki verið nógu vel gengið frá henni í stokkum. En þetta er frágengið mál nema varðandi þrjú hús,“ sagði Rík- harður Steinbergsson hjá Húsnæð- isnefnd Reykjavíkur. — En hvers vegna eru þrjú hús enn eftir? „Það er vegna þess að við endur- keyptum þau og seldum aftur." — Selduð þið þau í sama ástandi? „Já. Það má segja að það sé bara eitt eftir af þessum þremur húsum. Það er verið að ganga frá næstsíð- asta húsinu." Ríkharður sagði að nú sæi fyrir endann á þeim viðgerðum sem staðið hafa meira og minna í tíu ár, og allt vegna smáhönnunar- eða framkvæmdagalla, eins og hann orðaði það. Sigurjón Magnús Egilsson Þetta er húsið sem nú er unnið viö. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur á aðeins eftir að endurbyggja eitt hús þegar vinnu við þetta er lokið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.