Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 Loft í þremur frystiklefum sem Teiknistofa Sambandsins hannaði hafa hrunið, auk þess sem loft í einum klefa til viðbótar var endurbyggt. Grunur leikur á að um hönnunargalla sé að rœða og hætta sé á að loft í fimmtán klefum til viðbótar geti hrunið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. FRYSTKUHM HYNJII naui UGI Teiknistofa Sambandsins hannaði á árunum 1974—84 tuttugu frystiklefa fyrir jafnmörg fyrirtæki. Frá árinu 1987 hafa loft í þremur af þessum tuttugu klefum hrunið; fyrst á Drangsnesi, síðan Þingeyri ’87, og nú síðast í Hrað- frystihúsinu í Grundarfirði. Einnig þurfti Osta- og smjör- salan að gera verulegar endurbætur á sambærilegum klefa sem Teiknistofan hannaði fyrir fyrirtækið eftir að þakið var farið að síga undan ísingu. Fyrir hrunið í Grundarfirði hafði klefinn verið yfirfar- inn og taldi framkvæmdastjóri hússins að ekki stafaði hætta af honum. Mikil mildi var að óhappið átti sér stað um verslunarmannahelgina þegar vinna lá niðri í hús- inu. Nýja teiknistofan, ádur Teiknistofa Sambandsins, aö Siðumúla 20. Loftin, sem um ræðir, hafa þann galla að rakavarnarlagið gefur sig og einangrunin, sem er í flestum til- fellum steinull, safnar smám saman í sig raka sem frýs og margfaldar þyngd sína, með þeim afleiðingum að loftið hrynur. Deildar meiningar eru á milli aðila í málinu um hvort um er að ræða hönnunargalla af hálfu Teiknistofunnar eða mistök við uppsetningu klefanna. Arið 1986 var Teiknistofu Sambandsins breytt í nýtt hlutafélag, sem ber nafnið Nýja teiknistofan og er nú í meirihlutaeign einstaklinga, en auk þess SÍS og sambandsfyrirtækja. SEXTÁN SLÍKIR KLEFAR ENN í NÖTKUN Auk ofantalinna klefa sem Teikni- stofa Sambandsins hannaði eru nú sextán klefar í notkun. Vinnueftirlit- ið sendi bréf, þar sem vísað var til óhappanna á Þingeyri og Drangs- nesi, og gaf hlutaðeigandi aðilum frest til að fyrirbyggja frekari óhöpp fram til fyrsta september á þessu ári. „Við rituðum bréf til þeirra fyrir- tækja sem hlut eiga að máli og gerð- um grein fyrir slysahættunni," sagði Gudjón Sólmundsson hjá Vinnueft- irliti Vesturlands. „Gefinn frestur rennur út í september." Guðjón kvaðst ennfremur ekki geta svarað því hver viðbrögð Vinnueftirlitsins yrðu ef fresturinn yrði hunsaður. Að sögn Sigfúsar Sig- urdssonar hjá Vinnueftirliti ríkisins verður efni dreifibréfsins sem sent var út ítrekað með heimsóknum í fyrirtækin og eftirliti. Efni bréfsins var í meginatriðum þau tilmæli til eigenda og rekstrar- aðila viðkomandi vinnslustöðva að þeir létu opna loftin og skoða ísingu. I bréfinu er greint frá hruninu í frystiklefum Kaupfélags Dýrfirð- inga og í Hraðfrystihúsinu á Drangs- nesi og þeirri slysahættu sem af þessu stafaði. í einu tilfellinu, í Nið- ursuðuverksmiðjunni hf. á ísafirði, þótti eftirlitsmanni ástæða til að ítreka kröfuna, þar sem ísing var þar orðin ískyggilega mikil í lofti. FJÓRTÁN AÐRIR KLEFAR Onnur fyrirtæki sem fengu sent bréf voru: Haförn hf. á Akranesi, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., Sláturhús Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga, Hrað- frystihúsið Oddi hf. á Patreksfirði, Sláturfélag Suðurlands vegna tveggja klefa á Kirkjubæjarklaustri og Hvolsvelli, Fjallalamb hf. á Kópa- skeri, Fiskiðja Raufarhafnar hf., Bú- landstindur hf. á Djúpavogi, Slátur- hús Kaupfélags Þingeyinga, Fisk- iðjusamlag Húsavíkur hf., Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, Sláturhúsið á Svalbarðseyri, sem var í eigu Kaupfélags Svalbarðseyr- ar sem nú er komið á hausinn, og sláturhúsið á Norðfirði. í sumum þessara klefa hefur ástandið verið kannað og í fáeinum öðrum þykir ekki ástæða til að- gerða, þar sem einangrað er með múrhúð og plasti. Enn aðrir hafa ekki gripið til neinna ráðstafana þó að gefinn frestur renni út fyrsta sept- ember. SLYSAHÆTTA FYRIR HENDI En nú eru flestir þessir klefar enn- þá í notkun. Skapar þetta ekki gífur- lega slysahættu fyrir starfsmenn? „Jú, hún er auðvitað fyrir hendi," sagði Guðjón Sólmundsson. „En það er þó tiltölulega lítil umferð um klefana; það eru mest lyftarar og til- tölulega lítið um að menn séu þar á gangi, þótt auðvitað sé það til í dæminu. Fiskinum eða kjötinu eftir atvikum er síðan staflað upp á bretti, oft alveg upp undir loft, og það hefur auðvitað sitt að segja um slysahættuna ef loftið hrynur. Þá er frágangur einnig misjafn og misjöfn umgengni um klefana og það getur haft sitt að segja líka um hvort raki myndast. Það kostar sitt að skipta um klæðningu í lofti og fyrirtæki gera það ekki nema að vel athug- uðu máli.“ KLEFINN í GRUNDARFIRÐI HAFÐI VERIÐ YFIRFARINN í samtali við Guðjón kom einnig fram að loftið í frystiklefa Hrað- frystihúss Grundarfjarðar hafði ver- ið kannað áður en það hrundi nú um verslunarmannahelgina. Megin- áherslan var þá lögð á hvort raki hefði myndast við útskipunarhurð, þar sem mestar líkur þóttu á að hann gæti myndast. Ekki þótti nein ástæða til aðgerða þá. 1 samtali við PRESSUNA sagði Atli Vidar Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar, að hann hefði kannað klefann sjálfur eftir að hann heyrði um óhappið á Drangsnesi: „Það sem núna stendur uppi er akkúrat það svæði sem ég yfirfór," sagði Atli. „Skömmu eftir að ég hafði yfirfarið þetta eftir bestu vit- und fékk ég bréf frá Vinnueftirlitinu, en þótti þá ekki ástæða til frekari aðgerða." ÁSTÆÐA TIL AÐ KANNA UPPTÖKIN En hvað heldur þú að valdi þessu? Er um hönnunargalla að ræða hjá Teiknistofu Sambandsins eða stafar þetta af frágangi við uppsetningu klefanna? „Það er erfitt að segja," sagði Atli Viðar Jónsson. „Það þarf mjög lítið frávik í frágangi til að út af bregði. Ég held að menn hafi ekki almennt farið fram á bætur, en það er ástæða til að upptökin séu könnuö og það eina sem ég get sagt er að málið er í skoðun. Eg prísa mig sælan að vinna lá niðri í húsinu þegar þetta átti sér stað, annars er ómögulegt að segja til um hvernig hefði farið. Ég held að þungamiðjan í þessu máli sé ekki sú að finna einhvern sökudólg, heldur koma í veg fyrir að slys á mönnum hljótist af,“ sagði Atli Við- ar. ENGAR BÓTAKRÖFUR Á HENDUR SÍS Að sögn Gudmundar Sigmunds- sonar hjá Nýju teiknistofunni hf. hafa Sambandinu ekki borist neinar bótakröfur vegna þessa. Hann sagði ennfremur að í einu tilviki, þegar einangrun og klæðning úr lofti klef- ans á Þingeyri hrundu, hefðu fulltrú- ar frá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins verið kallaðir til, en hann vildi ekki segja til um niður- stöður rannsóknarinnar í fljótu bragði. Heimildir PRESSUNNAR herma að deildar meiningar séu um raun- verulegar orsakir þess að loftin í klefunum gefa sig, en eftir því sem fleiri klefar sigli í kjölfarið aukist lík- urnar á að um hönnunargalla sé að ræða. Viðmælandi PRESSUNNAR sagði ennfremur að Teiknistofan hefði borið fyrir sig slæman frágang verktaka við uppsetningu klefanna, en slíkt er hæpin skýring þar sem um marga verktaka er að ræða. Þá er einnig álitamál hvort nægilega vel hafi verið gengið frá því í hönn- un klefanna hvernig setja ætti upp rakavarnarlagið. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR var það Kaupfélag Dýrfirð- inga sem óskaði eftir rannsókn vegna hugsanlegrar bótakröfu, ann- aðhvort á hendur verktakafyrirtæk- inu er annaðist uppsetninguna, sem nú er farið á hausinn, eða Teikni- stofu Sambandsins. Málum lyktaði þannig að Kaupfélag Dýrfirðinga lagði ekki fram bótakröfu og fékk ekkert út úr tryggingunum. Hrað- frystihús Grundarfjarðar hf. hafði allar hefðbundnar tryggingar, en engin þeirra nær yfir það tjón sem hlaust á frystiklefanum um verslun- armannahelgina. Það er útgjaldasamt fyrir fyrir- tækin að skipta um klæðningar í lofti klefanna og kann það aö vera skýringin á seinaganginum. Einnig er óhægt um vik að tæma klefana í smærri plássum þar sem enginn annar frystiklefi er á staðnum, en það er nauðsynlegt til að viðgerð geti farið fram. Þóra Krístín Ásgeirsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.