Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 Nokkrir af helstu embættismönnum ríkisins hafa feng- ið úthlutað lóðum undir sumarhús á ríkisjörðinni Stóru-Drageyri í Skorradal. Jörðin er í eigu ríkisins, en sumarhúsin eru á friðuðu landi sem Skógrækt ríkisins hefur til ráðstöfunar. Þegar Skógrækt ríkisins fékk jörðina til ráðstöfunar, 1967, var þar fyrir sumarhús, sem nú er skráð á Pál Ólaf Pálsson, kaupmann í Garðabæ. Síðan hafa verið veitt leyfi fyrir sumarhúsum til handa Guölaugi Þorvaldssyni ríkissáttasemjara, Gunnlaugi Sigmundssyni, núverandi forstjóra Þróunarfélagsins, Höskuldi Jónssyni, forstjóra ATVR, Guðmundi Sigþórssyni, skrifstofustjóra landbán- aðarráduneytisins, Þór Magnússyni þjódminjaverði og Sigmundi Guðbjarnasyni, fyrrum háskólarektor. Loks hefur Agúst Árnason skógarvörður lóðarleigusamning. 'mmmmmammmmm^mm^mmamm^mmm^m^m^mmmm Jörðin Stóra-Drageyri er í eigu rík- isins, en skráð á Hvanneyrarkirkju. Jörðin fór i eyði 1966 og árið eftir ráðstafaði þáverandi landbúnaðar- ráðherra Skógrækt ríkisins jörðinni til friðunar og ræktunar. Lóðarleigu- samningum ofangreindra aðila hef- ur í sumum tilfellum verið þinglýst, öðrum ekki, og ekki hafa allir reist sumarhús enn. Skorradalurinn er að verða eitt- hvert allra eftirsóttasta sumarhúsa- svæði landsins. Skógræktin á lönd á sjö jörðum eða jarðarhlutum í daln- um, en lóðarleigusamningar ná að- eins til Stóru-Drageyrar. Skilyrði til skógræktar í dalnum eru mjög góð og hafa á síðustu árum vaxið þar upp gróskumiklir barrskógar og lúp- ínubreiður. Það er til marks um vinsældir Skorradals að búið er að samþykkja lóðir undir á fimmta hundrað sumarhús í dalnum. Það skal hins vegar tekið fram að jörðin Stóra-Drageyri er við sunnanvert vatnið, en mesta sumarhúsaþyrp- ingin hins vegar við norðanvert vatnið. GÖMUL MUNNLEG LOFORÐ í TÍÐ SIGURÐAR BLÖNDAL Ráðherraleyfi þarf fyrir úthlutun lóða undir sumarhús á jörðum sem Skógrækt ríksins á eða hefur til um- ráða, en alla jafna kemur frum- kvæðið að slíkri úthlutun frá emb- ætti Skógræktarstjóra. Þegar Skóg- rækt ríkisins fékk umrædda jörð var Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. Þá var fyrir eitt sumarhús á jörðinni, sem nú er skráð á Pál Ólaf Pálsson. í desember 1965 var undirritaður lóðarleigusamningur við Gunnar Hrafn Agústsson og reis bústaður hans 1981. Gunnar er nú látinn. Árið 1968 fékk Skátafélag Akraness að byggja skátaheimili á jörðinni. Lóðarleigusamningur Skógrækt- ar ríkisins við Guðlaug Þorvaldsson var undirritaður í ágúst 1971. 1972 byggði síðan Guðlaugur Þorvalds- son lítið sumarhús. Guðlaugur var þá nokkru áður hættur sem ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var orðinn prófessor við viðskipta- deiid Háskóla íslands og var m.a. stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bænda. Hann tók árið eftir við rekt- orsembætti Háskólans. Guðlaugur hefur verið ríkissáttasemjari frá

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.