Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 5 Ifasemdir hafa vaknað um að ályktanir og lagabreytingar sem samþykktar voru á þingi SUS stand- ist. I sumum tilvik- um var mjög naum- ur meirihluti en á síðasta degi kom í ljós að allt að fjórð- ungi þeirra sem mættu hafði ekki seturétt á þinginu og var því ekki atkvæðisbær. Nú er lík- legt að þessu máli verði skotið til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem kemur saman í september. Það yrði mikið áfall fyrir Davíð Stef- ánsson, formann SUS, en potturinn og pannan í smölun þessara ólög- legu fulltrúa var Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi í Reykja- vík. Hann mun hafa staðið fyrir því að heill flugvélarfarmur af fólki var fluttur vestur á síðasta degi til að taka þátt í stjórnarkosningunum... A J. m.kureyringar hafa matt þola mikil áföll í atvinnulífinu og sjá enn fram á vaxandi erfiðleika. Nú er í at- hugun að Vik- ing-Brugg verði flutt til Reykjavíkur. Ef það verður eykst at- vinnuleysi á Akur- eyri enn frekar. í þessari viku var Björgólfur Guð- mundsson, nýráðinn fórstjóri Gos- an hf., á ferðalagi fyrir norðan ásamt ráðgjöfum. Þeir eru að hefja athugun á hvar ölverksmiðjan verð- ur í framtíðinni. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR er helst rætt um að flytja ölgerðina til Reykjavík- ur og hafa þá bæði öl- og gosgerð á sama stað. Akureyringar geta þó haldið í vonina eitthvað áfram, þar sem enn er í myndinni hvort hag- kvæmt er að hafa báðar verksmiðj- urnar fyrir norðan. . . JL jóðviljinn mun ekki hafa verið í verulegum vanskilum við Lands- bankann þegar heftinu var lokað, ef mið er tekið af því sem gerst hefur á síðustu árum. Viðbrögð bankans voru hörð, sérstaklega vegna þess að þegar nýju útgáfufélagi var veitt brautargengi um síðustu áramót höfðu forráðamenn Þjóðviljans mörg orð um að nú væru öll vand- ræði að baki og framundan beinn og breiður vegur. Þegar það gekk ekki eftir var brugðist við með hörku... F JL-linn þingmanna Borgaraflokks- ins sáluga er nú kominn í sínar fyrri stellingar. Guðmundur Ágústsson ------------ opnaði nýverið lög- fræðistofu í Síðu- múla 31. í sama hús- næði er með skrif- stofu Kristinn Bernburg við- skiptafræðingur, en . ekki er þó um sam- flot milli þeirra að ræða. . . N X ^u þykir mörgum stefna í að hafbeit hér við land sé að syngja sitt síðasta. Það virðist blasa við að end- urheimtur verði um 3%, sem er Iangt fyrir neðan það sem þær þyrftu að vera til að stöðvarnar bæru sig. Er oftast miðað við 6 til 10% í því sambandi, þannig að ekki er nema von að hafbeitarstöðvarnar reyni að eigna sér alla laxa sem finn- ast í sjónum... lin af ályktunum þings Sam- bands ungra sjálfstæðismanna hef- ur vakið furðulitla athygli: þar var sem sagt hvatt til að- skilnaðar ríkis og kirkju. Helsti and- stæðingur þessa mun hafa verið for- maður Heimdallar, Ólafur Stephen- sen — sonur séra Þóris Stephensen. . . LAUSN A SIÐUSTU KROSSGÁTU eitilQEEjH BEaBQEía BBHEIBH BBBEIDB LITLA BÓNSTÖÐIN SF. Síðumúla 25 (ekið niðurfyrir) Sími 82628 Alhliða þrif á bflum komum inn bílum af öllum stæröum Opið 8:00—19:00 alla daga nema sunnudaga ÞJÓWUOT* I ÞlMA MAOU CHESTERFIELD 3ja sæta + 2 stólar í leðri. Kr. 197.800,- stgr. FAIRFAX 3ja sæta sófi + 2 stólar í leðri. Kr. 215.800,- stgr. CLASSIC 3ja sæta sófi + 2 stólar frá WAGNER í Þýskalandi. Kr. 239.850,- stgr. Borðstofuborð + 6 stólar kr. 179.800,- stgr. Veggskápur m/bar kr. 129.860,- stgr. Standlamoi kr. 24.630,- l_______:__________.ffétðyvt. y_______________________________________;________ 3ja sæta + 2 stólar kr. 197.640,- stgr. Sófaborð kr. 17.640,- stgr. Hliðarborð kr. 17.640,- stgr. Borðlampi kr. 21.420,- stgr. Barborð kr. 35.460,- stgr. Barstóll m/baki kr. 9.570,- stgr. Barhilla kr. 21.360,- stgr. HUSGAGNAVERSLUN Síðumúla 20 — sími 688799

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.