Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991
Sambandið
finnur ekki
skuldabréfið
Fyrir ríflega þremur árum
var gefið út verðskuldabréf
þar sem Sambard íslenskra
samvinnufélaga lánaði fram-
kvœmdastjóra Bakkalax hf.
700 þúsund krónur, sem
greiðast skyldu með mánað-
arlegum afborgunum á
tveimur árum. Lánið skyldi
tryggt rneð fyrsta veðrétti í bif-
reið af tegundinni Oldsmob-
ile Regency árgerð 1982.
Nú er SIS í vondum málum
út af skuldabréfi þessu. Lán-
takandinn greiddi fyrstu 8 af-
borganir af 24 en síðan ekki
söguna meir og lánið búið að
vera í vanskilum frá því í
janúar 1989. Hitt er verra að
þegar átti að leggja út í inn-
heimtuaðgerðir fannst frum-
rit bréfsins ekki, þrátt fyrir
ítrekaða leit, og meira að
segja hafði fyrir mistök
gleymst að þinglýsa bréfinu á
bifreiðina góðu.
Og nú hefur SÍS birt stefnu
í Lögbirtingablaðinu, þar
sem Sambandið biður þann,
sem kann að hafa bréfið und-
ir höndum, að vera svo væn-
an að hafa samband.
Af vorum
daglegu þörfum
Landbúnaðarnefnd Al-
þingis, undir forystu Egils
Jónssonar, bónda á Seljavöll-
um í Hornafirði, hefur sent
Halldóri Blöndal landbúnað-
arráðherra bréf. Leggja Egill
og félagar til að ríkisstjórnin
láti safna saman öllu frosnu
(gömlu) kindakjöti á einn
stað, svo það fari ekki á
markað.
í staðinn vill nefndin að
gert verði markaðsátak með
nýja kjötið í haust og það selt
á kostnaðarverði auk þess
sem „séð verði fyrir dagleg-
um þörfum neytenda um allt
land með greiðari dreifingu á
fersku kindakjöti og sláturaf-
urðum til matvöruverslana".
Þá vitum við það. Landbún-
aðarnefnd hefur komist að
þeirri niðurstöðu að lands-
menn séu ek. kindakjötsfíkl-
ar, sem geti vart lifað af án
þess að fá skammt af rollu
reglulega.
TENGSL
Davið Oddsson forsætis-
ráðherra ólst upp á Selfossi
eins og
Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegs- og dómsmálaráð-
herra sem kvæntist inn í
Steinnes- og Rafnar-ættirnar,
eins og
Jón Magnússon lögfræð-
ingur sem var einu sinni for-
maður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna eins og
Birgir Isleifur Gunnarsson
Seðlabankastjóri sem er
fyrrverandi ráðherra eins og
Matthías Bjarnason, for-
maður stjórnar Byggða-
stofnunar, sem er að vestan
eins og
Sverrir Hermannsson
Landsbankastjóri sem er
viðskiptafræðingur eins og
Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar,
sem er fyrrverandi efnahags-
ráðunautur ríkisstjórnar eins
Ölafur ísleifsson hagfræð-
ingur sem fór í framhalds-
nám í Englandi eins og
Hreinn Loftsson, aðstoðar-
maður forsætisráðherra,
sem fæddist í Vestmannaeyj-
um eins og
Árni Sigfússon borgarfull-
trúi sem er fyrrverandi
blaðamaður eins og
Davíð Oddsson, fyrrver-
andi borgarstjóri.
DAVÍÐ ER LÍTILL
OG HEIMSKUR
Meðfylgjandi mynd er at
forsíðufrétt Tímans nýverið.
Hún getur verið kennslugagn
hjá Sigrúnu Stefánsdóttur í
hagnýtri fjölmiðlun við Há-
skóla fslands.
Aðalfyrirsögnin er tilvitn-
un í Steingrím Hermannsson,
sem segir að Davíð Oddsson
forsætisráðherra skilji ekki
atvinnulífið. Með öðrum orð-
um: Davíð er heimskur og
um leið aldeilis ekki á réttri
hillu í lífinu.
Myndbirtingin hjá Tíman-
um undirstrikar síðan boð-
skapinn. Myndin af Stein-
grími sýnir formann Fram-
sóknarfíokksins, stóran og
ábúðarmikinn, með þrjá
míkrófóna fyrir framan sig í
■ræðupúlti. Myndin af Davíð
sýnir hins vegar lítinn karl,
sem vart nær upp fyrir ræðu-
púltið og er bara með einn
ræfilslegan míkrófón fyrir
framan sig. Ergo: Steingrím-
ur er mikilmenni en Davíð lít-
ill og heimskur.
Leifur
Eiríksson
er frá
Kaliforníu
Mitt í allri umrœðunni um
hvort Leifur Eiríksson vœri ís-
lendingur, Norðmaður eða
jafnvel Grœnlendingur nam
hér land um stundar sakir
Leifur „heppru' Eiríksson, 26
ára fíjörgunarsveitarmadur
frá Santa Cruz í Kaliforníu.
,,Ég er skírður í höfuðið á
frænda mínum, faðir minn
var íslenskur, móðir mín
dönsk, en ég fæddur í Banda-
ríkjunum. Eg er því tengdur
ýmsum löndum eins og Leif-
ur forðum. Nafn mitt er form-
lega stafsett eins og íslenska
Leifur Eiríksson áður en hann
fór til Ameríku
nafnið, en Bandaríkjamenn
eiga erfitt með að eiga við-
ur-endinguna, þannig að ég
er Leif ytra.“
Leifur frá Santa Cruz er
Leifur Eiríksson eftir Ameríku-
dvölina
ekki í vafa um hverrar þjóðar
Leifur Eiríkssonar rauða var.
„Hann hlýtur að hafa verið
Islendingur," segir hann og
bætir við: „It’s a gut feeling."
Spútnikkar sem muna fífil sinn fegri
Fyrir 10 árum birti Helgar-
pósturinn grein um
„Spútnikka viðskiptalífsins".
Þar var sagt frá fimm mönn-
um sem nýlega höfðu komið
á markaðinn og voru að gera
það gott.
Þessir menn voru Ólafur
Laufdal, Guðgeir Leifsson,
Ómar Kristjánsson, Steinar
Berg og Haukur Hjaltason.
Ólafur var þá nýbúinn að
gera Hollywood að stórveldi.
Síðar byggði hann upp mesta
veitingaveldi landsins með
Broadway, Hótel íslandi og
Hótel Borg og lagði út í ferða-
skrifstofurekstur, útvarps-
rekstur og áfram mætti vafa-
laust telja. Nú er Ólafur hins
vegar kominn niður á jörðina
aftur. Guðgeir Leifsson var þá
að gera það gott með inn-
flutningi á Superia-reiðhjól-
um, en lenti síðar á villigöt-
um í fjármálum sem leiddi til
þess að hann flúði land og
dvelst nú í Þýskalandi. Ómar
Kristjánsson var þá að rífa
upp fyrirtækið Þýsk-íslenska,
en var síðar dæmdur fyrir
sölu- og tekjuskattssvindl,
fékk sekt upp á tugi milljóna
króna og nokkurra mánaða
fangelsisdóm.
Haukur Hjaltason var þá,
ásamt Pétri Sveinbjarnarsyni,
að gera veitingahúsið Ask að
stórveldi. Pétur fór síðar út í
alls konar brask/kaupsýslu,
meðal annars fór hann á
hausinn með Veitingamann-
inn. Haukur rekur nú hins
vegar innflutningsfyrirtæki
sem sérhæfir sig í veitinga-
vörum. Loks er það Steinar
Berg í Steinum hf. Ja, hvað
skal segja?
KYNLÍF
Kvenleg ákveðni og smokkanotkun
„Þad vaeri
óskandi að
kynfræðslan í
grunnskólum
landsins miðaði
að því að fólk
þyrði að takast á
við raunverulega
atburði
kynlífsins..
Það gengur misvel að fá
fólk til að brúka smokkinn.
Reyndar eru sumir allir af
vilja gerðir eins og ungi,
kumpánlegi maðurinn sem
vatt sér að mér í heita pott-
inum í lauginni um daginn
og fór svona upp úr þurru
að segja mér hvernig versl-
unarmannahelgin hefði
gengið hjá sér. Hann birgði
sig upp af víni og smokkun
og skellti sér á þjóðhátíð í
Eyjum. Hann tæmdi vín-
flöskurnar en fékk ekki
einu sinni að smella kossi á
ungmeyjarkinn. „Það var
ekki nógu gott,“ sagði hann
og dæsti. Svo strengdi hann
þess heit að hætta við
Bakkus og reyna að finna
sér annan félagsskap.
Því miður er ekki allur
karlpeningur jafn áfjáður
og ungi maðurinn að
smeygja gúmmísokknum á
sig þegar þörf þykir. í allri
umræðunni um mikilvægi
smokkanotkunar til að
verjast alnæmi og öðrum
kynsjúkdómum hefur einn
þáttur alveg gleymst. Það
er að kenna fólki, já kenna
því að nota smokkinn. Það
er ekki nóg að geyma hann
i veskinu eða rassvasanum
en þora svo ekki að nota
hann vegna feimni eða
óframfærni.
Stelpur eru sérstaklega
ragar við að minnast á
smokkinn. Af einhverjum
undarlegum ástæðum hef-
ur það ekki þótt kvenlegt
að bera smokk á sér, hvað
þá að láta í ljós að maður sé
„við öllu búinn", eins og
sannur skáti. Það er segin
saga að þær stelpur sem
blygðast sín fyrir að tæpa á
nauðsyn verjunnar þegar
komið er upp í rúm eru þær
sömu stelpur sem helst eiga
það á hættu að fá alnæmi
eða aðra kynsjúkdóriia.
Það væri óskandi að kyn-
fræðslan í grunnskólum
landsins miðaði að því að
fólk þyrði að takast á við þá
atburði kynlífsins sem máli
skipta. Til dæmis gætu
stelpur tínt til í hóp algeng-
ustu frasana og mótbárur
stráka gegn þvi að nota
gúmmíið. Og síðan reynt að
finna heppileg svör. Æfing-
in skapar meistarann. Það
er ekki nóg að vita bara
hlutina. Stundum koma
mótbárur stráksins í veg
fyrir að verjan er notuð.
(Stundum getur hann líka
verið guðslifandi feginn að
hún bryddaði fyrst á
smokknum, en það er önn-
ur saga.) ímyndum okkur
eftirfarandi samtal milli
ungs, áfengismengaðs pars
sem var að koma úr Casa,
(reyndar hresstust þau við
að labba alla leiðina heim
vegna þess að það var
leigubílaskortur í miðbæn-
um):
Hann: En þú ert á P-pill-
unni!?
Hún: Ég get ekki notað P-
pilluna lengur. Ég vil að við
notum smokkinn svo ég
verði ekki ófrísk. Svo eru til
kynsjúkdómar sem maður
veit ekki alltaf af að maður
sé með (hafið engar áhyggj-
ur, orðið kynsjúkdómur
hefur ekki enn drepið ný-
vakinn kynlosta hjá fólki
svo vitað sé).
— En ég hefekki sofið hjá
neinni í langan tíma. Og ég
er sko ekki með neinn
vibba.
— Ekki ég heldur. En ég
vil samt að við notum
smokkinn. Við gætum þess
vegna verið með einhvern
vibba, eins og þú kallar
það, en ekki vitað af því
(þetta las hún í Kvenna-
fræðaranum níu ára göm-i
u1)- , j
— Eg trúi þessu ekki! Það'
er ekki smuga að ég sé með
„eids". Eg er ekki einn af
þeim ef þú heldur það
(hann veit greinilega ekki
að alnæmi er ekki homma-
sjúkdómur).
— Ég var ekkert að segja
það heldur. Mig langar bara
að við notum smokkinn
svo við setjum bæði
„öryggið á oddinn". Er ég
ekki með góða auglýsinga-
rödd? Ég er að hugsa um að
sækja um á FM.
— Fyrst þú sœkir það
svona stíft að nota sœnsku
blöðruna fer mér að hœtta
að standa á sama — og
standa, ef ég á að vera al-
veg hreinskilinn við þig.
Hvað hefur þú eiginlega
verið að bralla undanfarið?
Ég hélt að þú vœrir góð
stelpa?
— Mér þykir bara vænt
um sjálfa mig — og þig. Ef
þú hefur áhyggjur af Villa
þá skal ég hjálpa pér að
setja smokkinn á. Ég æfði
það einu sinni að koma
smokknum á á námskeiði
hjá Jónu kyn. Reyndar fékk
ég bara að æfa mig á putt-
unum á skólabróður mín-
um en það er sama.
— Ókei, ókei, ég gefst
upp. Kenndi hún ykkur
ekki að setja hann á með
munninum? Ég hélt hún
vœri svo fœr í faginu.
— Nei, reyndar ekki. Mik-
ið er ég fegin að þú vilt nota
hann. Eftir hverju erum við
þá að bíða!? Komdu hérna
og kysstu mig apinn þinn!
Spyrjiö Jónu i kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík