Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 16
I ___________________FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 FJÖLMIÐLAR Þarf reglur um nafnbirtingar? 16 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Rltstjórnarfulltrúi Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Ritstjórn, skriístoíur og auglýsingar: Hveríisgötu 8-10. sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun skiptiborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395. tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi. Verö í lausasölu 170 kr. eintakiö. Eiga ríkis- forstjórarnir ísland? í PRESSUNNl í dag er sagt frá sumarhúsabyggð útvalinna emb- ættismanna i friðuðu skógrækt- arlandi i Skorradal í Borgarfirði. Þar hefur Skógrækt rikisins út- hlutað nokkrum rikisforstjórum og háttsettum embættismönn- um eftirsóttu landi innan skóg- ræktargirðingar. Oðrum lands- mönnum hefur ekki staðið þetta land tii boða og í raun ótrúlegt að venjulegu íólki hefði dottið í hug að falast eftir þvi. Það er óvið- kunnanlegt að ríkisforstjórar skuli fá þá flugu í höfuðið að embætti þeirra veiti þeim rétt til að fá slikar lóðir. Þótt menn séu ráðnir forstjórar ÁTVR eða for- stöðumenn Þjóðminjasafns geta þeir byggt sína sumarbústaði innan um annað fólk. En náttúrlega eru það for- stöðumenn Skógræktar rikisins sem bera sök í þessu máli. Þeir eiga að hafa dug í sér til að hrista af sér sníkjur og suð í einhverjum ríkisforstjórum. Og því miður er dæmið frá Skorradal ekki það eina um furðulega ráðstöfun á því landi sem forstöðumönnum Skóg- ræktarinnar hefur verið trúað fyrir. PRESSAN hefur áður sagt frá svipuðum málum. Fátt er jafn þreytt og leiðin- legt og umræða um nafnbirt- ingar í blöðum og sorglegt til þess að vita hversu fyrirferð- armikii hún var um langan aldur, en sem betur fer hefur umræða um fjölmiðla snúist um fleiri þætti á undanförn- um árum. Þó stingur hún allt- af annað slagið upp koili, nú síðast hjá Magnúsi Bjarn- freðssyni í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Magnús fjallar þar um birt- ingu á nöfnum þeirra sem far- ast í slysum og vill að fjöl- miðlar komi sér saman um reglur í því sambandi. Hann efast um að þeir geti haldið sig innan velsæmis með öðr- um hætti. Hann er hræddur ÞAD ER EINS GOTT AÐ HÚN Á BENZ „Þú segir að ég tali hratt, en það er ekki nóg með það, ég er farin að borða hratt, aka hratt og hugsa hratt.“ Hjördís Glssurardóttlr verslunarkona Davíð fékk afsoktin aldaiítutðt* „Ég vil því biðja þig að afsaka það hve ummæli mín í þessu viðkvæma máli voru óskýr enda er mér fullkunnugt um afstöðu þína til afskipta stjórnmálamanna af lánveitingum." Guðmundur Malmquist forstjóri Ðyggðastofnunar Þetta vissi Gorbi ekki „Pólitíkusar eiga ekki að fara í sumarfrí." Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um að án reglna verði freist- ingin að verða fyrstur til að birta nöfnin yfirsterkari tillits- semi við aðstandendur hinna látnu. Nú kannast ég ekki við þau dæmi sem Magnús hlýtur að taka mið af. Mér vitaniega hafa íslenskir fjölmiðlar ekki orðið uppvísir að því að kepp- ast við að birta nöfn þeirra sem farast í slysum. Mér vit- anlega hafa þeir ekki heldur birt nöfn þeirra óeðlilega stuttu eftir slysin. Og á með- an svo er sé ég ekki ástæðu til að fjölmiðlar komi sér saman um reglur um þessi mál. Auk þess má benda á að það stendur fjölmiðlum nær að setja slíkar reglur fyrir sjálfa HVAÐ MEÐ ÁRMANN? „Það má nefna að gengisbreytingar sem þessar eru algengar í verðbréfasjóðum erlendis en þetta er í fyrsta skipti sem slík breyting verður hér á !andi.“ Frlðrlk Jóhannsson forstjórl Fjárfestingarfélagsins Væri ekki nær að safna peningum? „Við munum á greiðslustöðvunartímanum vinna að söfnun áskrifta til þess að tryggja grundvöll fyrir áframhaldandi útgáfu blaðsins.“ Hallur Páll Jónsson framkvæmdastjórl Þjóðvlljans sig en samtökum þeirra eða blaðamanna. Það er hlutverk hvers fjölmiðils fyrir sig að byggja upp traust lesenda og tiltrú á góðan smekk. Og þetta á ekki einungis við um birtingu nafna, bæði látinna og eins þeirra sem grunaðir eru um eitthvað misjafnt, heldur og um önnur álitamál um siðferði og smekk. Það verður betur leyst úr þeim á ritstjórn hvers blaðs en í siðanefnd blaða- manna eða einhverri annarri álíka stofnun. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það ábyrgð sérhvers blaðs að byggja upp traust lesenda. Gunnar Smári Egilsson Ep landlæknir í Sovét? „Gorbatsjov er veikur.“ Gennadi] Janajev valdaræningi \\i „Við vorum varla komnar á stað- inn þegar við þurftum að máta kjóla sem nota átti á lokakvöld- inu en hver mínúta var fyrirfram skipulögð. Mikill timi fór i förð- un, greiðslu og myndatökur og oft var biðin lönq." BIRNA BRAGADÓTTIR FORD-STÚLKA Kotungskrónan Eitt athyglisverðasta ákvæði hinnar örstuttu stefnuyfirlýsingar ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar er að kannað verði hvort ekki beri aö tengja íslenska krónu við Evrópumyntina, ecu. Yrði það gert yröi veruleg breyt- ing í íslenskum peningamál- um. íslenska krónan á sér dap- urlega sögu. Hún hóf raunar göngu sina með reisn, en það var vegna þess að stjórnvöld voru fram til 1914 bundin af gulltryggingu. Menn gátu hvenær sem er skipt krónum sínum í gull. Það hafði í för með sér að bankar gáfu ekki út nema takmarkað magn peninga. En strax og gull- trygging var afnumin í stríðs- byrjun 1914 var voðinn vís. Verðbólga, offramleiðsla peninga, hófst, ýmist opin eða dulin. Árin 1924—1925 reyndi Jón Þorláksson að vísu að endurreisa krónuna. Hann taldi hana tákn sjálfstæðisins og vildi ekki að hún yrði kot- ungskróna, eins og hann nefndi það. Eftirmenn hans hafa ekki haft sama metnaö eða búið við önnur stjórn- málaskilyrði, og krónan hef- ur oftast síðan verið eins kon- ar afgangsstærð. Þegar illa hefur árað eða aðilar vinnu- markaðarins samið um ein- hverja vitleysuna hefur stundarfriður verið útvegað- ur með gengisfellingum: Launþegar hafa þá fengið jafnmargar eða fleiri krónur í vasann, en getað keypt jafn- lítið eða minna fyrir þær. Fastgengisstefna hefur að vísu stöku sinnum verið reynd, en gefist illa, vegna þess að stjórnvöld hafa alltaf átt þess kost að bregða út af henni. Ekki þarf nema eitt frystihús að ramba á barmi gjaldþrots til þess að krafist er gengisfellingar. Fastgengis- stefna er svipuð því að of- drykkjumaður heiti því að hætta að drekka, en geymi samt sem áður vinflösku inn- an seilingar. Auðvitað fellur hann við fyrsta tækifæri. Tenging íslenskrar krónu við Evrópumyntina væri í raun og veru nýtt afbrigði fastgengisstefnunnar, sem hér var fylgt 1983-1988. Hið eina, sem væri frábrugðið, er viðmiðið. Nú yrði það ecu, en áður var það svokallað vegið meðaltal nokkurra gjald- miðla. Hættan er þess vegna hin sama og af fastgengis- stefnu: Þegar á móti blési myndu strax heyrast raddir um að afnema tenginguna. Hugsunin að baki tillög- unni um tengingu íslensku krónunnar við Evrópumynt- ina er góðra gjalda verð. Hún er að útvega íslensku krón- unni fótfestu eða aðhald eins Smekklausi hlustandinn í ráduneytinu Sagt hefur verið að einn að- alkostur Ólafs G. Einarssonar sem ráðherra sé sá að hann geti hlustað. Hann ætli sér ekki að vaða inn í mennta- málaráðuneytið og móta þar allt í sinni mynd heldur sé til- búinn að hlíta ráðum þeirra sem betur vita. Það er fagn- aðarefni að slíkur maður skuli hafa komist í ráðherra- stól. í versta falli er það til- breyting frá offramboðinu á hrokafullum framatittum sem fylla hin ráðuneytin. En til að það sé kostur að kunna að hlusta þarf sá sem það gerir að vera góð skil- vinda. Hann þarf að geta skil- ið hismið frá kjarnanum. Og hann þarf að geta skilið þá sem hafa eitthvað að segja frá hinum sem ferðast áfram á belgingslegum fagurgala. Þótt Ólafur hafi verið skamman tima í ráðherra- embætti er ástæða til að efast um að hann sé nógu góð skil- vinda. Að minnsta kosti og gulltryggingin var fyrir 1914. En róttækari aðgerða er þörf að mínum dómi. Leggja ber niður Seðlabank- ann og öll önnur tæki, sem stjórnvöld hafa til beinnar og óbeinnar peningaprentunar, og nota gjaldmiðil einhverrar annarrar þjóðar sem fast og órjúfanlegt viðmið, til dæmis þýska markið. Þá yrðu gefin út íslensk mörk jafngild hin- um þýsku og í föstu hlutfalli við þau, en auðvitað með myndum af íslenskum sjálf- stæðishetjum í stað þýskra. Eg fæ ekki séð að þetta sé óþjóðlegra en hitt að nota metrakerfið franska til lengd- armælinga! bendir ráðning hans á Heimi Steinssyni sem útvarpsstjóra til þess að Ólafur hafi einfald- lega slæman smekk og hafi talið sig vera að gera rétt þeg- ar hann réð Heimi. Þrátt fyrir að þúsundir manna hafi legið undir feldi við að leita að ein- hverju djúpstæðu samsæri á bak við þessa stöðuveitingu hefur enginn fundið raun- hæfa lausn. Niðurstaðan er því sú að Ólafur hafi ráðið Heimi samkvæmt bestu vit- und. Og þá fara fagnaðarlætin yfir hlustandanum í mennta- málaráðuneytinu að hjaðna, því sjálfsagt er smekklaus hlustandi hvergi verr kominn en einmitt þar. Ekki bara vegna þess að hann geti gert eitthvað af sér, heldur vegna þess að líklega er hvergi meira um belgingslegan fag- urgala en einmitt í kringum menninguna í menntamála- ráðuneytinu. Ólafur verður kannski sterkari á svellinu í skólamál- unum og þá sérstaklega í sambandi við Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Þar snúast málin meir um tölur og samlagningu en smekk og annað þvíumlíkt. Eftir olíu- malar-ævintýrið forðum hlýt- ur Ólafur að vilja fara vel með fé. Af þeim sem verða gjald- þrota eru aðeins til tvær gerð- ir. Þeir sem lenda aftur og aft- ur í slíku og hinir sem læra sína lexíu. Þar sem Ólafur hefur ekkert fyrirtæki sett á hausinn í heilan áratug verð- ur hann að flokkast með þeim síðarnefndu. Og það er nóg af samlagn- ingar-verkefnum í mennta- málaráðuneytinu. Ef Ólafur leysir þau vel af hendi tekst honum kannski að láta fólk gleyma stöðuveitingunum. Hann mun jafnvei læra það af ráðningu Heimis að hlusta eftir ráðum um mannaráðn- ingar, — þ.e.a.s. frá einhverj- um öðrum en þeim sem eru að sækja um. ÁS o o get ic, Á verrtpu EiWSíXr 7ESÚÍ£# M/AJ2. EK NÚ rí<XAF6LKí£>-2* Í£r )ÁDt\ TÍL AB> Hi Tíft?. 03 t€TTA LfafiSlÍHlv t6r irtnwHeMA NBi WAÐSB. £&j A14PME Á FIS&‘ \ IJI , '."s II JTVIT.-UIL.. .1 ■* GoOM PÆÍN HER8A MíNA/. E& EfZ fiAWiUTU{lfByÁj VeIST E& KEMSr AFTUTL TiL MoSKVU C re •O ro TÓ 8 c 2 ro

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.