Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 19 s •s-Jérstakt leyfi þarf til að dreifa bjór og öðru áfengi í veitingahús og verður að greiða þokkalegt gjald fyrir slíkt leyfi. Þeg- ar Páll Jónsson í Polaris átti og rak Sanitas/Viking missti hann leyfið vegna vanskila og dreifði ÁTVR þá áfenginu sjálft. Það þykir miður gott, því að dreifingar- þjónusta stofnunarinnar er seinvirk. Werner Rasmusson keypti fyrir- tækin af Páli, sem kunnugt er, en einhverra hluta vegna hefur honum ekki tekist að gera upp þessi mál.og því enn ekki fengið dreifingarleyf- ið.. . • • o ruggt er talið að stjórn Kaup- félags Langnesinga verði að sækja um framlengingu á greiðslustöðvun þeirri sem fyrirtækið fékk í vor. Þá fékk Kaupfélagið þriggja mánaða greiðslustöðvun, sem rennur út um næstu mánaðamót. Ætlunin er að sækja um tvo mánuði í viðbót en það hefur komið í hlut nýs kaupfé- lagsstjóra, Garðars Halldórsson- ar, að semja. Óvíst er hvort fram- lenging fæst, því lítið hefur gengið að breyta skuldum fyrirtækisins. Helst að menn sjái breytingu í því að verslunninni á Raufarhöfn var lok- að, við litla hrifningu staðarbúa... F JL lestir bjuggust við tilþrifalitlu þingi ungra sjálfstæðismanna á ísa- firði á dögunum, en annað kom á daginn. Afar vand- ræðalegar uppá- komur urðu á síð- asta degi þingsins þegar gengið var til stjórnarkosninga. Þá kom í ljós að sæti þeirra þingfulltrúa, sem ekki mættu, höfðu verið fyllt af öðru fólki og greinilegt að smalað hafði verið í auðu sætin og nýjum mönnum afhent kjörbréf. Þannig kom það mönnum til dæmis spánskt fyrir sjónir að eiginkona Arna Sigfússonar, borgarfulltrúa og fundarstjóra síðasta daginn, var mætt á svæðið — sem fulltrúi Dala- manna! Talið er að allt að fjórðungi fulltrúa á þingið hafi þannig komið síðasta daginn á fölskum forsend- SÍMI13303 um. Ýmsir þingfulltúar brugðust ævareiðir við og kröfðust þess að stjórnarkosningin yrði lýst ógild. Eftir mikið japl, jaml og fuður varð Árni Sigfússon við því og eftir að kjörbréf allra fulitrúa höfðu verið yf- irfarin var hinum nýju fulltrúum gert að yfirgefa þingið og stjórnar- kosningin var endurtekin... L'OREAL Verskjnln _ HUéMBÆR HUÓMBÆJARHÚSINU HVERFISGÖTV 25 S'* all purpose grind ^AHINO rp r-p wihsa frESH NATURAL FLAVOR vacuum packéd Net vvt. íe 02:.<454 g) ■ Skútuvogi 10a - Sími 686700 Valkvætt fjórhjóladrif Hátt og lágt drif Vökvastýri Samlæstar hurðir Rafstillanlegir speglar Þriggja ára ábyrgð Hreint frábært verð 1.186.000.- stgr. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000 SUBARU STATION 1.8DL4WD

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.