Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 LP LISTAPÓSTURINN UM ÞESSAR mundir eru tvö þúsund íslendingum aö ber- ast bréf frá Vöku-Helgafelli vegna útgáfunnar á Samtíd- armönnum, sem nú er í und- irbúningi. Ritstjórn þessa mikla verks er m.a. í höndum Þóru Kristjánsdóttur listfræð- ings, Gudlaugs Þorvaldsson- ar ríkissáttasemjara og Har- aldar Ólafssonar dósents. Ritstjórnin mun fyrst og fremst hafa valið samtíðar- menn sem eru áberandi en auðvitað verður spennandi að sjá hverjir eru ,,með“ — og hverjir ekki.. . * L—r-L, ■ NÚ ERU mörg gallerí langt komin með að skipuleggja sýningarhald vetrarins. í Gallerí Borg verða þrjár mjög athyglisverðar sýningar í haust. Slgrún Sverrisdóttir ríður á vaðið, en hún hefur búið og starfað í Svíþjóð síð- ustu ár. Þá verður HringurJó- hannesson með sýningu á pastel- og olíumyndum og í nóvember verður sýning á olíumyndum eftir Karólínu Eiríksdóttur. . . AF INNLENDU efni sjón- varpsins í vetur má nefna þátt um Herdísi Þorvaldsdótt- ur, sem verið hefur ein helsta leikkona Þjóðleikhússins um árabil. Herdís á hálfrar aldar leikafmæli um þessar mund- ir. Hún er móðir leikkonunn- ar Tinnu Gunnlaugsdóttur og kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar.... TÍMARIT Hending Nýju og glæsilegu bók- menntatímariti var hleypt af stokkunum á dögunum: Hending heitir gripurinn og er ritstýrt af Berglindi Gunnarsdóttur, Elísabetu Jökulsdóttur, Margréti Lóu Jónsdóttur og Valgerdi Benediktsdóttur. Þrátt fyrir að ritstjórnin sé einvörð- ungu skipuð konum er körlum ekki úthýst úr tíma- ritinu með öllu. Af efni blaðsins má nefna viðtal við Lindu Vilhjálms- dóttur, sem á síðasta ári Nú er verið að púsla saman vetrardagskrá sjónvarpsins og meðal þess sem er í undir- búningi af innlendri fram- leiðslu má nefna tvo þætti um Árna Magnússon; aðra tvo um Vestur-íslendinga og beina útsendingu á leiklestri Útvarpsleikhússins. Árni Magnússon og hand- ritin nefnast tveir þættir þar sem fjallað verður um hinn sögufræga prófessor í Kaup- mannahöfn sem var at- kvæðamesti handritasafnari allra tíma. Árni rataði inn í ís- landsklukku Laxness sem ein aðalpersónan og koma leikin atriði úr ævi hans fyrir í myndinni. Einkum er þó fjall- að um lífsverk Árna og litið inn á þá stofnun sem ber nafn hans, Stcifnun Árna Magnús- sonar á Islandi: þar eru þjóð- ardýrgripirnir geymdir. Jafn- framt er gengið um slóðir Árna í Kaupmannahöfn. ar Haraldsdóttur og Soffía Audur Birgisdóttir þýðir ljóð eftir Susan Ludvigson. Þá er í blaðinu bráð- skemmtileg grein eftir Geir Svansson um Kathy Acker, sem lét þessi fleygu orð falla: „Mig langaði að stinga rýtingi, þó ekki væri nema sjálfskeiðungi, upp í rassgatið á skáldsögunni.' Hending er vandað tíma- rit í alla staði og ber með sér lífsneista sem fá íslensk menningartímarit geta státað af í seinni tíð. Leikfélag Akureyrar: * Astir og örlög á hárgreiðslustofu sendi frá sér fyrstu ljóða- bók sína, Bláþrád', ljóð eftir Nínu Björk Árnadóttur, Rögnu Siguröardóttur, Val- geröi Benediktsdóttur, Geröi Kristnýju, Margréti Hugrúnu og Þóru Elfu Björnsson. Margrét Lóa skrifar grein um Látra-Björgu, það þjóð- sagnakennda skáldkvendi, og Berglind skrifar grein um Unni Eiríksdóttur skáld- konu, Stærðarinnar ögn af lífi. Ad minnsta kosti eitt nýtt ís- lenskt leikrit veröur á fjölun- um hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur, söngleikurinn Tjútt og tregi eftir Valgeir Skagfjörð. Leikurinn gerist árið 1955 á landsbyggðinni og í Reykja- vík og er fullur af þekktum minnum frá þessum tíma ís- landssögunnar þegar sveita- fólkið þyrptist til Reykjavíkur, atvinnu- og menningarlíf stóð á tímamótum, rokkið var á leiðinni og Vetrargarð- urinn blómstraði. Valgeir leikstýrir verkinu sjálfur og hljómsveit í anda sjötta ára- tugarins verður mikilvægur þáttur leiksins. Fyrsta frumsýning LA verður í októberbyrjun, Stál- blóm eftir Robert Harling. Þýðinguna gerði Signý Páls- dóttir leikhússtjóri en leik- stjórn er í höndum Þórunnar Magneu Magnúsdóttur. Karl Aspelund gerir leikmynd og búninga en lýsingu annast Ingvar Björnsson. Stálblóm er nýtt bandarískt leikrit sem gerist á hárgreiðslustofu í Louisiana, einu suðurríkja Bandaríkjanna. Fylgst er með hópi vinkvenna í sorg og gleði; í slúðri kvennanna um fæðingar, giftingar, dauðann og fleira kemur örlagasaga þeirra fram og gildi vinátt- unnar sannast þegar mikið liggur við. Leikritið var frum- sýnt á Broadway í New York 1987 og West End í London 1989 við miklar vinsældir og er nú sýnt víða um heim. Með aðalhlutverkin fara Bryndís Pétursdóttir, gestaleikari frá Þjóðleikhúsinu, Hanna Mar- ía Karlsdóttir, gestaleikari frá Leikfélagi Reykjavíkur, Vil- borg Halldórsdóttir, Þórdís Arnljótsdóttir, Þórey Aöal- steinsdóttir og Sunna Borg. Eftir áramótin verður 90 ára afmælis Halldórs Laxness minnst með sýningu á Is- landsklukkunni. Það er jafn- framt afmælissýning Leikfé- lags Akureyrar, sem fagnar 75 ára afmæli um þær mund- ir. í íslandsklukkunni er sögð píslarsaga Jóns Hreggviðs- sonar sem leitar réttar síns; jafnframt er sögð ástarsaga Snæfríðar íslandssólar og Arnas Arnæus, hvers fyrir- mynd er Árni Magnússon. Leikstjóri fslandsklukkunnar verður Sunna Borg. Af öðrum verkefnum má nefna Nœturgalann, sem er gestaleikur fyrir börn frá Þjóðleikhúsinu. Þetta er hóp- vinnuverkefni leikara Þjóð- leikhússins byggt á ævintýri H.C. Andersen. Leikarar í Næturgalanum eru Helga Jónsdóttir, Jón Símon Gunn- arsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir og Þórhallur Sigurösson. Auk alls þessa eru fleiri gestaleikir og minni verkefni á döfinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Guðbergur • / Nina Ari Gísli Ljoðrænt ættar- mót á Borginni Það verður heil fjölskylda með ljóðalestur á Hótel Borg í kvöld. Nína Björk Árnadótt- ir og synir hennar Ari Gísli og Valgaröur Bragasynir troða upp ásamt fleiri skáldum; en þeir Ari og Valgarður hafa báðir sent frá sér bækur ný- lega. Auk þeirra koma eftirtalin skáld fram: Guöbergur Bergs- son, Jónas Þorbjarnarson, Steinunn Ásmundsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir og Gunnhildur Sigurjónsdóttir. Ljóðakvöldið hefst klukkan níu og kynnir er Sœmundur Noröfjörö. Handrit samdi Sigurgeir Steingrímsson, sérfræðingur á Árnastofnun, en dagskrár- gerðin er í höndum Jóns Egils Bergþórssonar. Útvarpsleikhúsið hefur um þetta leyti starfað í 60 ár og af því tilefni verður sent beint út í leiklestri leikrit Kjartans Ragnarssonar, Ekki seinna en núna, sem er lýsing á fjöl- miðlaheimi nútímans. Úm svipað leyti heldur Félag ís- lenskra leikara upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Þess verður minnst með endursýningu á Jóni í Brauðhúsum eftir Hall- dór Laxness í leikstjórn Bald- vins Halldórssonar. Gömlu kempurnar Valur Gíslason og Þorsteinn Ö. Stephensen fara með aðalhlutverkin. Hugsaö heim til íslands er um Vestur-íslendinga sam- tímans. í fyrri þættinum er fjallað um vestur-íslenska kvikmyndagerðarmenn í Kanada, Helgu Stephensen, framkvæmdastjóra kvik- myndahátíðarinnar í Tor- onto, og leikstjórana Sturlu Gunnarsson og Guy Maddin. f síðari þættinum eru PállÁr- dal heimspekiprófessor og Maja Árdal dóttir hans tekin tali. Af þýðingum má til dæm- is taka ljóð eftir Pablo Neruda í þýðingu Ingibjarg- Sjónvarpiö: Hugsað heim * til Islands 2 O Œ •O |5URTUR?SKÆ5j LEÐA HVAÐ'íJ 'Vú HEFÐIR nú ALVEG MÁTTLESA , SM'AA letrið, KARLiN MtNN- 'AÖUR EN ÞO SKRtFAClR UNDIR,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.