Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 32

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 32
 ..tkyggvagotu cTWAVURjT) 0- ' v‘* v 3 1 m UVVK I A\/Ik' s^STAURÍ^. 101 RKYK.IAVIK SÍMl 15520 Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SÍDUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 É Íreentínskt 1/9/ eldhús vSö5=^OC^5s2/ -á íslenska uísu HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 621373 ið sögðum frá því í síðasta blaði að vegna þess að Guðmund- ur G. Þórarinsson, fyrrum þing- maður, væri orðinn úrkula vonar um að verða aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fram- kvæmdasjóðs hefði hann stofnað nýja verkfræðistofu. Eitt- hvað eru málin þó flóknari. Nú hefur fengist staðfest að Guðmundur hefur verið ráðinn til starfa hjá Landsbanka íslands. Guð- mundur starfar í deild sem heitir „útlánastýring", en hún var stofnuð á síðasta ári og er forstöðumaður hennar Þór Þorláksson. Sá aðal- bankastjóri sem fer með viðkom- andi svið er hins vegar Halldór Guðbjarnason, flokksbróðir Guð- mundar. Það hljómar óneitanlega einkennilega að Guðmundur skuli vera farinn að stýra útlánum hjá Landsbankanum. Ekki er langt síð- an Landsbankinn tók fyrir lán til fiskeidisfyrirtækisins lsþórs í Ölfusi, þar sem Guðmundur er meðal hlut- hafa, og í kjölfarið lenti ísþór í erfið- leikum sem nýlega leiddu til þess að fyrirtækið fékk greiðslustöðvun. . . Inn er óvíst hver verður næsti þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Til þessa hafa aðallega þrír prestar sýnt áhuga sinn; séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sem er eiginkona séra Einars Sigur- björnssonar pró- fessors, séra Baldur Kristjánsson, sókn- arprestur á Höfn, og séra Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Þá hefur og heyrst að séra Þórir Stephensen, staðar- haldari í Viðey, hafi áhuga. Það er verk Þingvallanefndar og biskups- ins, herra Ólafs Skúlasonar, að til- nefna í embættið en kirkjumálaráð- he/rann, Þorsteinn Pálsson, skipar í gtöðuna. Umsóknarfrestur er til tólfta september... lí þeim þremur sem þykja lík- legust til að fá embætti þjóðgarðs- varðar á Þingvöllum hefur séra Kristján Björnsson einn starfað í þjóðgarðinum. Hann sker sig úr hin- um tveimur þar sem hann hefur að- eins eitt háskólapróf. Séra Baldur Kristjánsson er bæði guðfræðingur og félagsfræðingur og séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir er guðfræð- ingur og jarðfræðingur. Veðjað hefur verið á að séra Sigurður Sigurðar- son, sóknarprestur á Selfossi, sæki um Þingvelli. Það er talið ólíklegt, þar sem hann mun hafa meiri áhuga á að verða vígslubiskup í Skálholti, en séra Jónas Gíslason vígslubisk- up lætur af embætti innan fárra M. réttir vikunnar hafa komið frá Sovétríkjunum. Vestrænir fjölmiðl- ar hafa kappkostað að greina frá andspyrnu Boris Jeltsíns og félaga. Dagblaðið Tíminn, undir stjórn Indriða G. Þorsteinssonar, tók hinsvegar öðru- vísi á málunum. 1 opnu blaðsins á þriðjudag var risamynd af Kreml og undir henni var birt yfirlýsing átt- menningakjíkunnar á kjarnyrtri ís- lensku. Áttmenningarnir hafa sennilega hvergi á Vesturlöndum fengið aðra eins þjónustu og velvild og hjá íslenska dagblaðinu Tíman- um. . . Go lf verður sífellt vinsælli íþróttagrein. Golfklúbbur Reykja- víkur er hættur að taka á móti nýj- um félögum, að minnsta kosti um sinn. Þeir sem óska inngöngu verða að fá tvo félaga til að mæla með um- sókninni, en eins og áður sagði er ekki nóg að fá meðmælendur þar sem nýir félagar eru ekki teknir inn. . . MT að var margt fyrirmanna í af- mælisveislu Matthíasar Bjarna- sonar í Bíldudal í síðustu viku. Þar -sem afmælisveislan var haldin utan al- faraleiðar urðu flest- ir gestanna að hafa talsvert fyrir því að mæta. Flugvél Flug- málastjórnar flutti landbúnaðar- og samgönguráðherrann, Halldór Blöndal, vestur á Bildudal og Þor- steinn Pálsson sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra var staddur á Grænlan di fyrr um daginn og kom með leiguvél þaðan. Mikil umferð var um flugvöllinn á Bíldu- dal þennan dag og hefur ekki áður verið meiri. . . Jftir þetta keppnistímabil lætur Ásgeir Elíasson af störfum sem þjálfari Fram, en eins og kunnugt er er Ásgeir orðinn landsl iðsþjálfari. Ekki mun ákveðið hver tekur við af honum sem þjálfari Fram. Tvö nöfn heyrast oftast í því sambandi; nafn Marteins Geirssonar, þjálfara Fylkis og fyrrum fyrirliða Fram og landsliðsins, og nafn fyrirliða Fram, Péturs Ormslev. Þegar er ákveðið að Marteinn hætti sem þjálfari Fylk- is í haust, enda hefur árangur liðsins valdið miklum vonbrigðum. . . Budweiser UMBOÐIÐ Verðlauna- peningar bikarar FANNAR LÆKJARTOROI - O 16488 MT að eru fleiri en Davíð Odds- son sem viljasetjast við hreint borð. Eins og kunnugt er lét hann ríkis- endurskoðun gera úttekt á þeim sjóð- um sem heyra undir ráðuneyti hans. Nú hefur nýráðinn borgarstjóri í Reykjavík, Markús Orn Antonsson, fyrirskipað að gerð verði úttekt á Perlunni, þ.e. hversu mikið hefur verið farið fram úr áætlunum á þessu ári. Þá hefur borgarstjórinn fyrirskipað að allri vinnu við Perl- una verði hætti þar til niðurstöður liggja fyrir. Davíð var ekki fyrr bú- inn að fá úttekt á verkum Stein- gríms Hermannssonar en Mark- ús fyrirskipaði úttekt á verkum Dav- íðs. . . ■1—Jnn segir af Almenna bókafé- laginu. Eftir að PRESSAN birti frétt um erfiðleika félagsins hafa margir haft samband við blaðið. Flestir eru undrandi á því að al- menningshlutafélög eins og Eimskip, Sjó- vá/Almennar og Skeljungur skuli hafa tekið þátt í að auka hlutafé í Almenna bókafélag- inu. Eimskip jók sinn hlut um 20 milljónir króna, Sjóvá/Almennar um tíu milljónir og Skeljungur um fimm milljónir króna. Menn hafa bent á að Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, er í stjórn Al- menna bókafélagsins, og honum hafi því átt að vera kunnugt um að mjög vafasamt væri að fjárfesta í fyrirtækinu. Á það skal einnig bent að Eimskip er meðal stærstu hlut- hafa bæði í Sjóvá/Almennum og Skeljungi... Ms Leðal knattspyrnuáhuga- manna ganga margar sögur um KR-liðið. Ein þeirra er á þá leið að á meðan leikmenn annarra liða slöppuðu af þegar keppnin stöðvað- ist um verslunarmannahelgina hafi leikmenn KR verið sendir til sál- fræðings. Hver leikmaður á að hafa verið í eina klukkustund hjá sála. Eins og kunnugt er töpuðu KR-ingar fyrsta leiknum eftir verslunar- mannahelgi en í næsta leik rúlluðu þeir yfir Blikana. Hvort sálfræðing- urinn á einhvern þátt í góðri frammistöðu liðsins í síðasta leik skal ósagt látið. . . Umhyggja. Sólveig Eggerz Gleðistund íglæsilegu umhverfi ómantísk stund eða glæsilegur viðskiptamálsverður? Gullni Haninn sérhæfir sig í að uppfylla væntingar þínar um öndvegis veitingar og úrvals þjónustu í glæsilegum húsakynnum þar sem ekkert hefur verið til sparað. Gullni Haninn er sem nýr í hólf og gólf, en andrúmsloftið og veitingamar bera enn aðalsmerki fagmennsku og þjónustu í fremstu röð. Við sérstök tækifæri er sjálfsagt að gera kröfur - Gullni Haninn uppfyllir þínar óskir og gerir stundina ógleymanlega. aífniL. ctninTL’i SIMI 67 99 67 LAUGAVEG 178 - 105 REYKJAVÍK

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.