Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 23 JalaA uAÍuáluu cuJua en Ucum óJzA&pfUA/i nceái l ,,Gorbatsjov er í mikilli hœttu og framtíö hans sem leiötoga mjög tuísýn." Eru þetta nú einhverjar fréttir? Nei, ekki þessa dagana. En þessi ord lét völva Heims- myndar falla í spá fyrir árid 1991. Sem sagt spámannleg ord. Amy Engilberts sagdi líka í Nýju lífi ad haustiö yrdi Gorbatsjov erfitt — þad vœri hreinlega hœtta á borgara- styrjöld í Sovétríkjunum. Og Gunnlaugur stjörnuspeking- ur lét ekki sitt eftir liggja þeg- ar hann kortlagði árid fyrir lesendur PRESSUNNAR: Hann sagdi að kúrsinn yrði tekinn aftur til fortíðar, ein- rœðis og ritskoðunar... Um áramótin birtust spár í fjórum blöðum og tímaritum: Heimsmynd, Nýju lífi, PRESS- UNNI og Vikunni. Af ein- hverjum ástæðum sá völva Vikunnar ekki ástæðu til að fjalla um utanríkismál en aðr- ir spáðu miklum tíðindum í kringum Gorbatsjov. Gunnlaugur stjörnuspek- ingur leiddi að vísu hjá sér að Július Sélnes. Hverniq fóru allir spámennirnír að þvi að sjá örlög Borgaraflolcksins fyrfr? svara þeirri spurningu hvort Gorbatsjov yrði áfram við völd eða ekki; hann væri hvort sem er ,,kameljón“ sem skipti litum eftir því hvaðan vindurinn blési. Ekki alveg nógu gott hjá Gulla, en hann fær eina stjörnu fyrir að segja fyrir um að stefnan yrði aftur á bak. Amy Engilberts sagði held- ur ekkert um valdaránið en spáði óánægju í Sovétríkjun- um og jafnvel borgarastyrjöld seinni hluta ársins 1991. Við gefum Amy líka stjörnu. En Heimsmynd hefur vinn- inginn. Þar sagði að samband þeirra Gorbatsjovs og Sjev- ardnadses utanríkisráðherra byrjaði að „gliðna" fljótlega upp úr áramótum. Þetta gerðist og gott betur: Sjev- ardnadse sagði af sér skömmu eftir að Heimsmynd kom út í desember. ,,And- staðan við Gorbatsjov mun harðna," sagði völvan, „og auk Boris Jeltsín sé ég annan mann, sem nú er óþekktur á Vesturlöndum, sem mun koma fram á sjónarsviðið og láta til sín taka... Gorbatsjov mun eiga mjög í vök að verj- ast, það er mikið leynimakk, þaulhugsuð plön, gæti komið til valdaránstilraunar, sem eykur á ringulreiðina og óskapnaðinn.“- Efast einhver um spádóms- hæfileika þessarar völvu? gamlar fréttaskýringar þar sem stendur svart á hvítu að staða Gorbatsjovs sé tæp; upplausn sé yfirvofandi, her- inn geti gripið í taumana og allt sé á leiðinni til helvítis. En þá verðum við bara að mæla spásagnarhæfileikana betur. EKKERT STRÍÐ VIÐ PERSAFLÓA Hvað með Persaflóastríðið sem braust út um miðjan janúar? Maður skyldi nú ætla að völvur og spámenn færu létt með að sjá það í stjörnum og kristalskúlum. En það var nú eitthvað annað. „Ég sé samt ekki að það komi til styrjaldar. Skömmu eftir ára- mót endurheimtir Kúvæt sjálfstæði sitt á ný. Það verða átök, en þau eru ekki komin á það stig að alheiminum standi ógn af,“ sagði völva Heimsmyndar. Og Amy Engilberts sagði að árið liði án styrjaldar og Gulli stjarna að samið yrði um lausn. Manni getur nú skjátlast. „BJART YFIR ÞORSTEINI PÁLSSYNI“ En hvernig stóðu þau sig þegar kom að innanlands- málefnum? Mjög misjafn- lega, það verður að segjast eins og er. Amy Engilberts sagði að eftir kosningarnar í vor yrði mynduð vinsæl ríkis- stjórn með kvenráðherrum, tveimur eða fleiri. Því miður! Jóhanna Sigurðardóttir er sem fyrr eini kvenráðherr- ann. Amy sagði að Porsteinn Pálsson yrði að „hafa sig all- an við“ vegna mikillar valda- baráttu á árinu. „Andstaðan gegn honum er oft á bak við tjöldin svo hann á erfitt með að átta sig á henni.“ Nokkuð gott — en það var Ásmundur Stefánsson átti að koma storkur inn i stjérnmálin, jafn- vel i oorum flokki en Alþýðubandalaginu, sagoi völva Vikunnar. „GORBATSJOV ER í SKUGGA“ Stallsystir hennar á Vik- unni fjallaði ekkert um utan- ríkismál þetta árið — það gerði hún hins vegar í spá sinni fyrir árið 1990. Þar sagði að Gorbatsjov væri „í skugga og þýðir annaðhvort að hann fari frá eða verði ekki langlífur". Efasemdarmenn geta nátt- úrlega dregið fram misseris- í nmstu ríkisstjérn áttu að vera fleiri kvenráð- herrar en áður, sagði Amy Engilberts. Það var nú eitthvað annað: Jóhanna er eina konan i rildsstjérninni. hvergi minnst á mann að nafni Davíð Oddsson. En Gunnlaugur var svolítið seinheppinn: „Mér finnst að Þorsteinn Pálsson verði lykil- maður í komandi atburðarás og tel líklegt að Sjálfstæðis- flokkurinn muni leiða kom- andi ríkisstjórn. Davíð Odds- son mun halda sig baksviðs enn um sinn.“ Völva Heimsmyndar spáði því líka að Þorsteinn yrði for- maður áfram, það væri meiri'„birta“ yfir honum en áður. Völva Vikunnar fór hins veg- ar eins og köttur í kringum heitan graut þegar Davíð bar á góma: hanngæti farið hvert sem hann vildi og yrði for- sætisráðherra áður en yfir lyki — tæpast þó á þessu ári. Gunnlaugur var nokkuð viss um að viðreisnarstjórn yrði upp á teningnum eftir kosningar og völva Vikunnar var sömu skoðunar. Hún. spáði því að vísu að sjálfstæð- ismenn byðu Jóni Baldvini forsætisráðuneytið. FALLINN ÞINGMAÐUR LÆTUR TIL SÍN TAKA „Ásmundur Stefánsson mun koma sterkur inn í stjórnmálin og það jafnvel í nýjum flokki," fullyrti völva Vikunnar án þess að roðna. Völvan sú virtist líka halda mikið upp á Guðrúnu Hall- dórsdóttur, þingkonu Kvennalistans, sem að henn- ar sögn átti eftir að „láta til sín taka á þingi og gera góða hluti þar“, auk þess sem Guð- rún átti að taka höndum sam- an við Jóhönnu Sigurðardótt- ur og „stýra íslenskum stjórn- málum í átt til heilbrigði". Hið besta mál, eins og þar stendur — fyrir utan það að Guðrún Halldórsdóttir datt út af þingi í vor. Spámennirnir voru alveg samhljóða um eitt atriði: Borgaraflokkurinn mundi Enginn spáði fer- mannsskiptum i Sjálf- stceðisflokknum. þurrkast út af þingi. Svo geta menn velt fyrir sér hvort mikla spádómsgáfu þurfti í því tilviki... FJÓRIR FORSETAFRAM- BJÓÐENDUR GEGN VIG- DÍSI?! Svo er það Vigdís forseti. Völva Heimsmyndar sagði réttilega að Vigdís gæfi þá yf- irlýsingu að hún ætlaði að sitja til ársins 1996. Amy Eng- ilberts sagði að árið 1992 yrði „viðburðaríkt" hjá forsetan- um .sem tæki „afdrifaríkar ákvarðanir og fylgir þeim mikill léttir". Menn verða sjálfir að lesa út úr þessu það sem þeir vilja. Arftaki Vigdísar gerði hins vegar vart við sig í kristals- kúlunni hjá völvu Vikunnar. Hún sagði að fimm manns yrðu í framboði til forseta og sigurvegarinn kæmi úr röð- um stjórnmálamanna. Við verðum bara að bíða og sjá til Blessaður þorskurinn! Völva Heimsmyndar sá svörlu skýrsluna fyrir en Amy spáði géðu ári. hvort þetta gerist á næsta ári: Að fjórir kandídatar bjóði sig fram gegn Vigdísi. SKIPTAR SKOÐANIR UM ÖRLÖG ÓLAFS LAUFDAL Völvu Vikunnar er ekki alls varnað. Hún sagði að tveir stórjöfrar skemmtanaiðnað- arins mundu draga sig í hlé: annar þeirra vegna fjárhags- örðugleika. Og þarna hitti völvan naglann á höfuð Ólafs Laufdal, sem nú er horfinn úr hringiðu skemmtibransans. Gunnlaugur fullyrti hins vegar að „þenslukrafturinn" í sumar kæmi Ólafi Laufdal til góða. Ekki alveg nógu gott. VÖLVA HEIMSMYNDAR SÁ SVÖRTU SKÝRSLUNA FYRIR En blessaður þorskurinn? Hvað sögðu spámennirnir áður en „svarta skýrslan" kom frá fiskifræðingunum? Nú, Amy sagði að árin 1991 og '92 yrðu Islendingum hag- stæð í sjávarútvegi. Völva Heimsmyndar sá hins vegar svörtu skýrsluna fyrir og spáði miklum erfiðleikum í sjávarútvegi og vinnslu. Stjörnuspámaður PRESS- UNNAR lét sér nægja að fjalla i mörgum orðum um „óróa í undirstöðuatvinnuvegun- um“, nauðsynlega „uppstokk- un“ og annað í dúr ábyrgra stjórnmálamanna. ER EITTHVAÐ AÐ MARK ’ETTA? Og er eitthvað að marka þessa spádóma? Eru spá- mennirnir eitthvað betri en venjulegir fréttaskýrendur? Það vissu svo sem allir að það yrði ólga í Sovétríkjunum og það gæti hitnað undir mann- inum sem á sumarbústað á Krímskaga. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að einhver völva úti í bæ hafi framtíðina og framvindu sögunnar á hreinu — þá þurfum við ekki að ganga af göflunum næst þeg- ar hálfærir hershöfðingjar fara í forsetaleik úti í heimi. Og það gæti verið vissara fyrir félaga Mikaíl Gorbatsjov að slá á þráðinn til spákonu áður en hann skreppur í sum- arbústaðinn næst. Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.