Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 9 Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari. Lóðarleigusamningur hans var undirritaður í ágúst 1971 og lítið sumarhús byggt 1972. Guðlaugur var þá nokkru áður hættur sem ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og orðinn prófessor við viðskiptadeild Háskóla fslands. Guðmundur Sigþórsson, skrifstofu- stjóri landbúnaðarráðuneytis. Að frumkvæði Sigurðar Blöndal var und- irritaður samningur um lóðarleigu til handa Guðmundi Sigþórssyni í des- ember 1983. Liðlega mánuði áður tók Guðmundur við embætti skrifstofu- stjóra. Hann hefur enn ekki reist sumarhús sitt. 1979. Sumarhús Guðlaugs er sem fyrr segir lítið, aðeins um 55 rúm- metrar eða vart meira en 25 fer- metrar. Það var hins vegar í tíð Sigurðar Blöndal sem skógræktarstjóra (1977 til 1990) að gengið var frá nokkrum munnlegum samningum um lóðir undir sumarhús, sem risið hafa á undanförnum árum eða eiga enn eftir að rísa. Samningar þessir voru nokkrir lengst af aðeins munnlegir, en á síðustu tveimur til þremur ár- um hefur verið gengið frá skrifleg- um samningum um leigu á umrædd- um lóðum. ÞRÍR FYRRUM YFIRMENN í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU Fimm úthlutanir frá þessum tíma vekja sérstaka athygli. Nú er nýrisið sumarhús í eigu Höskuldar Jónsson- ar, forstjóra Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. Lóðarleigusamningur Skógræktarinnar við hann var und- irritaður í desember 1983. Þá var Höskuldur ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytis. Þá er í byggingu sumarhús í eigu Þórs Magnússonar, sem verið hefur þjóðminjavörður frá því 1968. Lóð- arleigusamningur við hann var und- irritaður í apríl 1990. ' í uppsiglingu eru framkvæmd-;. ir vegna byggingar sumarhúss í eigu Sigmundar Guðbjarnasonar, fráfar- andi háskólarektors. Þó hefur lóðar- leigusamningi vegna hans ekki ver- ið þinglýst. Ekki er ljóst hvenær samningur um lóðarleiguna var gerður upphaflega, en formlega mun hafa verið gengið frá honum fyrir tveimur eða þremur árum. í júlí 1981 var undirritaður lóðar- leigusamningur við Gunnlaug Sig- mundsson, núverandi forstjóra Þró- unarfélags íslands. Á þeim tíma var Gunnlaugur deildarstjóri gjalda- deildar fjármálaráðuneytisins. Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Þróunarfélags Islands. í júlí 1981 var undirritaður lóðarleigusamningur við Gunnlaug, sem þá var deildar- stjóri gjaldadeildar fjármálaráðu- neytis. Hann tók skömmu síðar við stöðu aðstoðarmanns aðalfram- kvæmdastjóra Alþjóðabankans í New York og hefur enn ekki byggt sumarhús. Þór Magnússon þjóðminjavörður. Lóðarleigusamningur við hann var undirritaður í apríl 1990. Fram- kvæmdir við sumarhúsið standa nú yfir. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. Nú er nýrisið sumarhús Höskuldar, en lóðarleigusamningur Skógrækt- arinnar við hann var undirritaður í desember 1983. Þá var Höskuldur ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis- ins. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrver- andi háskólarektor. Ekki er Ijóst hve- nær samningur var gerður við Sig- mund, en framkvæmdir vegna bygg- ingar sumarhúss munu standa fyrir dyrum. Nokkrir af nafntoguðustu embœttismönn- um ríkisins hafa fengið sérstaka lóðarúthlutun undir sumarhús innan girðingar Skógrœktar ríkisins á landi Stóru-Drageyrar við Skorradalsvatn Hann tók skömmu síðar við stöðu aðstoðarmanns aðalframkvæmda- stjóra Alþjóðabankans í New York og virðist enn ekki hafa hafið sum- arhússframkvæmdir. Sama dag og lóðarleigusamning- urinn var undirritaður við Höskuld Jónsson, eða í desember 1983, var undirritaður samningur um lóðar- leigu til handa Guðmundi Sigþórs- syni, skrifstofustjóra landbúnaðar- ráðuneytis. Liðlega mánuði áður en samningurinn var undirritaður tók Guðmundur við embætti skrifstofu- stjóra. Hann var áður deildarstjóri við ráðuneytið. í HÓPI 25 ÚTVALINNA EINSTAKLINGA Á þessu friðaða landi Skógræktar ríkisins er því að rísa sumarhúsa- kjarni útvalinna embættismanna •ríkisins. Þar af voru Höskuldur og Gunnlaugur yfirmenn í fjármála- ráðuneytinu og Guðlaugur nýlega hættur sem slíkur. Úthlutanirnar eru í öllum tilfellum til þessara manna sem einstaklinga, en ekki þeirra stofnana sem þeir veita eða veittu forstöðu. PRESSAN hefur áður fjallað um lóðaúthlutanir á jörðum Skógrækt- ar ríkisins til útvalinna einstaklinga. Skógrækt ríkisins á tæplega 60 jarð- ir eða lönd og samkvæmt upplýs- ingum stofnunarinnar eru alls um 45 leyfi fyrir sumarhúsum á þeim. í um helmingi tilfella er það stofn- unin sjálf sem hefur afnot af leyfun- um, en í hinum tilfellunum er um að ræða leigusamninga við einstakl- inga. Á síðari árum hefur mjög dregið úr samþykkt slíkra lóðar- leigusamninga stofnunarinnar. Að líkindum hafa um 10 slíkir samning- ar verið gerðir á síðustu 5 árum. Það eru því alls um 25 einstaklingar sem hlotið hafa lóðir undir sumarhús á friðuðum landspildum Skógræktar ríkisins. Þeirra á meðal eru ofan- greindir embættismenn. AÐRIR ÚTVALDIR: HALLDÓR H., JÓN INGVARS OG KENNEDY-BRÆÐUR Áður hefur meðal annars verið bent á sérstakar úthlutanir til handa Jóni Inguarssyni, stjórnarformanni Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og Halldóri H. Jónssyni, stjórnarfor- manni Eimskipafélagsins, í Jafna- skarðslandi við Hreðavatn. Þá fjallaði PRESSAN í desember síðastliðnum um lóðarúthlutun til Birgis Ágústssonar, eins hinna svo- nefndu „Kennedy-bræðra", í friðuðu landi Skógræktarinnar í Þórðar- staðaskógi í Fnjóskadal. Þar kom fram að samningurinn hefði verið gerður til að losna við stóra skuld Skógræktarinnar við bílaleigufyrir- tæki bræðranna. Þetta var í raun staðfest af Sigurði í kjölfarið á grein í Morgunblaðinu, en hann sagði að samningur við Birgi hefði verið gerður sumarið 1987 og Birgir hefði sýnt þakklæti sitt með því að fella niður skuld við Skógræktina „sem nam hátt í 400 þús. kr.“. Að núvirði hljóðar slík upphæð upp á um 700 þúsund krónur. SIGURÐUR BLÖNDAL: VAR AÐ FRAMFYLGJA GÖMLUM LOFORÐUM Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, sagði í samtali við PRESSUNA að hér væri á engan hátt um óeðlilegar úthlutanir að ræða. „Flestallir þessir samningar voru byggðir á gömlum loforðum frá því fyrir míná tíð. Ég hafði sjálfur frum- kvæði að því að úthluta lóðum til Ágústar Árnasonar skógarvarðar, sem er eðlilegt og sjálfsagt, og til Guðmundar Sigþórssonar í land- búnaðarráðuneytinu, sem ég hafði haft mikil og góð samskipti við. Aðr- ar úthlutanir voru vegna gamalla loforða. í minni tíð voru efnd gömul loforð vegna Höskuldar Jónssonar og Þórs Magnússonar. Ég skal ekki segja hvernig þessar eða aðrar út- hlutanir komu til, sumar eru frá tíð forvera míns og aðrar vegna loforða frá því áður en Skógrækt ríkisins tók við jörðinni. í einhverjum tilfellum var það séra Gísli Brynjólfsson sem kom að máli við mig, en hann var lengi forstöðumaður jarðeigna- deildar landbúnaðarráðuneytisins," sagði Sigurður. Sem fyrr segir hafa um 25 ein- staklingar fengið lóðir undir sumar- hús á löndum Skógræktar ríkisins, án þess að slíkar úthlutanir hafi ver- ið auglýstar. Að sögn Sigurðar eru leiguskilmálar vegna Stóru-Drag- eyrar, sem og vegna annarra sumar- húsalóða á jörðum Skógræktarinn- ar, mjög mismunandi. „Þetta er upp og ofan og mótast stundum af þeim skilmálum sem fyrir voru. Ég mót- aði enga meginreglu í þessu sam- bandi, en samningarnir síga, hvað leiguna varðar, í það sem er algengt á markaðinum." NÚVERANDI SKÓGRÆKTAR- STJÓRI: ÉG ER Á MÓTI ÞESSU Jón Loftsson, núverandi skóg- ræktarstjóri, er þessa dagana stadd- ur í Sovétríkjunum. Þegar PRESSAN ræddi við hann nýlega ítrekaði hann að slík mál hefðu legið á borð- inu þegar hann tók við embættinu, sem var í upphafi árs 1990. „Ég er sjálfur mjög íhaldssamur í þessum efnum og ætla ekki að fara út í úthlutun sumarbústaðalóða inn- an girðinga Skógræktar ríkisins í stórum stíl. Ég er satt að segja á móti slíku og verð lítið til tals um úthlut- anir af þessu tagi,“ sagði Jón. Friðrik Þór Guðmundsson s »s-rérkennileg uppakoma atti ser stað fyrir utan Bónusborgarann í Ármúla fyrir stuttu, en sá staður er sem kunnugt er rek- inn af Hrafni Bach- mann. Það mun hafa verið um há- degisbilið sem kom til átaka milli tveggja hópa. Tókst ekki að stilla til frið- ar fyrr en lögreglan kom og skakk- aði leikinn. Ekki fékkst uppgefið hver hleypti átökunum af stað en fremstur í flokki annars hópsins var enginn annar en ívar Hauksson, vaxtarræktarmaður og fyrrverandi starfsmaður Morgunblaðsins, sem nú er orðinn umsvifamikill inn- heimtumaður... JL að kom ekki öllum á óvart þeg- ar Þjóðviljinn þurfti að grípa til þess ráðs að óska eftir greiðslustöðvun. Þeir sem höfðu fengið greitt frá blaðinu um síðustu mánaðamót áttu t.d. von á ýmsu. Ástæðan var sú að ekki var hægt að skipta þeim ávís- unum, sem Hallur Páll Símonar- son framkvæmdastjóri og félagar höfðu gefið út, yfir í peninga þar sem búið var að loka ávísanareikn- ingnum. Viðskiptabanki Þjóðviljans er Landsbankinn, sem á síðasta ári lánaði Þjóðviljanum tugi milljóna tryggða með veði í þingflokkn- um... Ml egar vetrardagskrá Ríkisút- varpsins tekur gildi, 1. október, verða talsverðar breytingar á dag- 1—------—— skránni. Bjarni Sig- tryggsson, for- stöðumaður RÚV á Akureyri, ætlar að breyta morgunþætti svæðisútvarpsins og gera hann að dæg- urmálaþætti, svip- aðan þættinum Dagskrá á rás tvö... N A ^ u er altalað að Margeir Mar- geirsson, sem rekur Keisarann við Laugaveg, sé að fara að opna ek. spilavíti við Skipholt. Staðurinn er í raun tilbúinn, búið að innrétta allt og kaupa rúllettuborð frá Bretlandi. Margeir er þó ekki búinn að opna, því hann hefur enn ekki fengið svör frá dómsmálaráðuneytinu við fyrir- spurn um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Eftir því sem næst verður komist bíður Margeir ennfremur átekta í ljósi þess að spilaklúbbarnir tveir við Súðarvog hafa keypt sam- svarandi borð og ætlar Margeir að sjá til hvort þeir verða stöðvaðir... * Isfirðingar eru lítt hrifnir af þeirri ákvörðun Þorsteins Pálssonar að skipa Pétur Hafstein bæjarfógeta í embætti hæstarétt- ardómara. Ástæðan er ekki sú að ísfirð- ingar séu hræddir um að þurfa að mæta honum fyrir Hæstarétti, heldur hefur Pétur notið ' mikillar virðingar sem fógeti og heimamenn látið vel af störfum ' hans...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.