Pressan - 29.08.1991, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991
9
hætti var fyrst og fremst sú að ég
fékk ekki þá aðstöðu sem ég óskaði
eftir, en það var skrifstofa á Borgar-
spítalanum. Þegar ég hafði beðið,
án árangurs, í fjóra mánuði hætti ég.
Eg sakna þessarar stöðu og vildi
óska að ég gegndi henni enn í dag.
Þörfin er enn umtalsverð og þýðing-
armikil. Ég hef heyrt því fleygt að
búið sé að ráða manneskju í þessa
„Eg var búinn að
hringja á alla mögu-
lega staði vegna
vinar míns, sem var
orðinn mjög veikur
og var einn að
staulast blindur og
á hækjum niðri í
kjallarakompu, en
talaði allsstaðar
fyrir daufum
eyrum,“ segir
Reynir Már
Einarsson.
stöðu frá og með haustinu, en verk-
svið hennar verður ekki það sama.
Mitt óskaskipulag var að reka mál
smitaðra, innan og utan sjúkrahúss-
ins, og það væri hægðarleikur að
koma því þannig fyrir ef vilji væri
fyrir hendi,“ sagði Auður Matthías-
dóttir.
NÝR FÉLAGSRÁÐGJAFI
Nú hefur verið ráðinn félagsráð-
gjafi á Borgarspítalann sem hefur
sérhæft sig í umönnun fólks sem
greinst hefur með smit af völdum al-
næmisveirunnar. Hennar starf mun
bæði eiga að nýtast þeim sem eru
rúmliggjandi svo og á göngudeild.
Ekki náðist í Steinunni Ásgeirsdótt-
ur en PRESSAN spurði Unni Unn-
steinsdóttur, félagsráðgjafa á Borg-
arspítalanum, um væntanlegt starf
Steinunnar:
,,Þetta verður í fyrsta skipti sem
það verður hér félagsráðgjafi í fullu
starfi til að sinna þessum málum,"
sagði Unnur. „Staða Auðar Matthí-
asdóttur var öðruvísi uppbyggð og
undir annarri yfirstjórn."
LÍTIÐ SEM EKKERT GERT
í FORVARNARMÁLUM
Fram til 31. mars 1991 hafði
greinst á íslandi alls 61 einstaklingur
með smit af völdum alnæmisveir-
unnar. Af þessum hópi hafa 16 feng-
ið alnæmi og tíu þeirra eru látnir. Af
öllum hópnum eru fjörutíu hommar
og níu til tíu fíkniefnaneytendur,
blóðþegar eru fjórir og smituðust
allir áður en sérstakt eftirlit varð
með blóðgjöfum hér á landi. Alls er
talið að sex hafi smitast við kynmök
gagnkynhneigðra.
Talið er að stunguefnaneytendur
séu um eitthundrað hérlendis.
Margir læknar hafa af því þungar
áhyggjur að útbreiðsla smits af völd-
um lifrarbólguveiru B á síðasta ári
var mjög hröð, en sú veira smitast
með blóðblöndun líkt og alnæmis-
veiran. Það er því líklegt að kæmist
alnæmisveiran fyrir alvöru inn í hóp
. stunguefnaneytenda mundi smitið
breiðast hratt út meðal þessara ein-
staklinga. í þessu sambandi má
einnig bénda á að reynslan hefur
kennt nágrannalöndunum að fjöldi
stunguefnaneytenda sé alltaf of var-
lega áætlaður.
„Þegar ákveðið var að dreifa
ókeypis sprautum til fíkniefnaneyt-
enda í Lundi í Svíþjóð tvöfaldaðist
áætlaður neytendahópur," sagði
Guðrún Gísladóttir.
LITLU FÉ VARIÐ TIL FORVARNA
í upplýsingariti Landlæknisemb-
ættisins fyrir árið 1991 er að finna
grein eftir Harald Briem lækni, þar
sem segir meðal annars:
„Reynslan sýnirá hinn bóginn að
ótrúlega erfitt er að fá menn til að
skilja hina brýnu nauðsyn þess að
halda vöku sinni. Þeir sem ráða fjár-
veitingum voru fljótir að draga úr
stuðningi sínum þegar fjölmiðlafár-
ið vegna alnæmis dvínaði"
í þessum orðum felst sú bitra stað-
reynd að litlu fjármagni er varið til
að hefta útbreiðslu alnæmis og
stjórnmálamenn sýna þessu máli af-
ar takmarkaðan áhuga. Landsnefnd
um alnæmisvarnir fékk á fjárlögum
tæplega níu og hálfa milljón króna.
„Það er dýrt að sinna fjölmiðla-
„í Ijósi þess hversu dýrt er að stunda
alnæmissjúkling er áhugaleysi
stjórnvalda óskiljanlegt," segir Guð-
rún Gísladóttir.
áróðri og fjölmiðlar hafa ekki sýnt
þessu máli neinn skilning," sagði
Guðrún Gisladóttir. „Þessir pening-
ar hafa átt að duga til, en þeir gera
það ekki. Það eru um það bil fjögur
þúsund unglingar sem byrja að lifa
kynlífi á ári hverju og áróður, sem
endurnýjar sig ekki, virkar sem olía
á eld. Á Norðurlöndum hefur
reynslan kennt að kynsjúkdóma-
smit hefur dvínað mjög meðal
homma, þar sem forvarnaáróður
hefur verið hvað mestur. Núna
breiðist smitið örast út meða! gagn-
kynhneigðra. í Ijósi þess hversu dýrt
er að stunda alnæmissjúkling er
áhugaleysi yfirvalda hérlendis
óskiljanlegt," sagði Guðrún.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
„Sú óregla og vanliðan sem smitaðir einstaklingar búa við er ekki komin
til af engu," segir Reynir Már Einarsson.
Folk rekur sig
á vegg í kerfinu
segir Reynir Már Einarsson, fyrsti íslendingurinn
sem greindist með smit af völdum
alnæmisveirunnar hérlendis
,,Margt afþví fólkisem hœst ber
í þessari eyöniumrœdu eru hrein-
lega félagsmálafrík sem aldrei
mundu láta svo lítið að dýfa fingri
í þann raunveruleika sem smitadir
einstaklingar báa við,“ sagdi Reyn-
ir Már Einarsson, en hann mun
vera sá fyrsti sem greindist með al-
nœmissmit hérlendis.
„Fólk getur komið manni í
hryllilegt ójafnvægi þó að það
meini vel. í flestum tilfellum stafar
framkoma þess hreinlega af fá-
fræði. Staðreyndin er sú að við
höfum ekki fengið lágmarksað-
stoð, — hvorki frá einstaklingum
né yfirvöldum. Sú aðstoð sem við
gátum fengið hjá Félagsmálastofn-
un hefur verið skorin að mestu
leyti niður og Samtök áhuga-
manna um alnæmisvandann hafa
ekki fengið nein viðbrögð við
beiðnum um fjárhagsstyrk. Það
þarf að vera starfsmaður eða
starfsmenn sem sinna þessum
málum eingöngu, því að þaö hefur
staðið okkur fyrir þrifum að þeir
sem vilja leggja málinu lið eru al-
mennt of flæktir persónulega inn í
málin til að hægt hafi verið að
vinna á einhverjum faglegum nót-
um. Það sem okkur vantar tilfinn-
anlega er einhverskonar félags-
legt kerfi, sem mundi veita fólki
aðstoð til að vinna úr persónuleg-
um vandamálum svo að það geti
nýtt sér það sem stendur því til
boða. Eftir að starf Auðar Matthí-
asdóttur var lagt niður höfum við,
sem erum smituð, ekki haft neinn
til að reka erindi okkar í kerfinu.
Við höfum myndað með okkur
stuðningshóp sem heitir HlV-já-
kvæði hópurinn og við hittumst
reglulega til að ræða málin og
styðja hvert annað. Við höfum átt
í erfiðleikum með að taka við
sprautusjúklingum sem hafa
greinst með smit vegna þess að
þeirra persónulegu vandamál eru
svo yfirþyrmandi að hæpið er að
þeir geti nýtt sér félagsstarfsem-
ina. Það eru þó að sjálfsögðu allir
velkomnir og við reynum að gera
okkar besta þó að okkur vanti sér-
fræðilega aðstoð í þessum efnum
sem öðrum. Við vitum að um það
bil tuttugu manns úti í bæ eru
smitaðir en nýta sér ekki þessa
fundi og vilja ekki gera það fyrr en
þeir veikjast. Þá heldur fólk að allt
standi því til boða, en rekur sig á
vegg í kerfinu.
Eg hef undanfarið ekki getað
stundað vinnu vegna slappleika
og er því á örorkubótum, sem,
eins og flestir vita, eru ekki upp á
marga fiska. Ungt fólk, sem veikist
og getur ekki stundað eðlilega
vinnu, á ekki upp á neitt annað að
hlaupa. Ég þurfti að skipuleggja líf
mitt algerlega upp á nýtt og fyrir-
myndirnar eru engar. Sú óregla og
vanlíðan sem smitaðir einstakling-
ar búa við er ekki komin til af
engu og í mörgum tilfellum er
þetta aðeins spurning um skilning
og vilja hjá yfirvöldum og öðrum
sem hafa með þessi mál að gera.
Ég var búinn að hringja á alla
mögulega staði vegna vinar míns,
sem var orðinn mjög veikur og var
einn að staulast blindur og á hækj-
um niðri í kjallarakompu, en talaði
alls staðar fyrir daufum eyrum.
Það fer að koma sá tími að maður
fer að kveðja marga vini sína á
nokkurra mánaða fresti, og það er
ekki laust við að ég finni til tóm-
leika þfcgar ég horfi fram í tímann.
Ég held líka að aðstandendur al-
næmissjúklinga ættu að reyna að
mynda einhverskonar sjálfshjálp-
arhóp, vegna þess að í mörgum tii-
fellum er um að ræða einstaklinga
sem fjölskyldan hefur haft lítið
samband við og verið ósátt við og
þá fer sektarkenndin oft fram úr
allri skynsemi. Það er ekki hægt
að álasa fólki fyrir fordóma eða fá-
fræði. Þeir eiga yfirleitt ekki upp-
tök sín hjá fólkinu sjálfu," sagði
Reynir Már Einarsson.
*
x
Xm.standið í rikisfjármalunum
verður æ svartara eftir því sem fleiri
upplýsingar koma fram. Samkvæmt
síðustu fjárlögum
Olafs Ragnars
Grímssonar var
gert ráð fyrir um
fjögurra milljarða
króna halla á ríkis-
sjóði á þessu ári, en
nú heyrist að hann
verði líklega ekki undir átta millj-
örðum. . .
1—lins og sagt hefur verið frá í
PRESSUNNI er líklegt er að miö-
stjórn Sjálfstæðisflokksins fjalli um
ólöglegar athafnir
stuðningsmanna
Sveins Andra
Sveinssonar borg-
arfulltrúa á þingi
Sambands ungra
sjálfstæðismanna á
ísafirði dögunum,
en þeir eru sakaðir um að hafa smal-
að á þingið fólki sem hafði ekki setu-
rétt. Ef miðstjórn tekur málið fyrir
gæti það í versta falli þýtt að þingið
yrði lýst ólöglegt og ályktanir þess
þar með ógildar. Það eru ekki bara
Sveinn og hans menn sem þykja
hafa beðið álitshnekki vegna þessa
máls, heldur líka Davíð Stefáns-
son, formaður SUS, sem sætir nú
vaxandi gagnrýni fyrir lágt ris á
samtökunum. Þannig heyrist að
innan forystu flokksins hafi menn
miklar efasemdir um dómgreind
forystu SUS. . .
*
x
xm. þingi SUS kom upp krafa um
að talið yrði upp úr peningakassan-
um og gengið úr skugga um að allir
hefðu greitt 3.000 króna þátttöku-
gjald. Þetta var gert og kom í ljós að
það var meira í kassanum en kjör-
bréf sögðu til um. Meðal óánægðra
þingfulltrúa heyrist, aö líkleg skýr-
ing sé sú að sumir hafi fleygt mála-
myndaávísunum í kassann sem þeir
áttu síðan að fá endurgreiddar um
kvöldið. . .
F
M. yrirtækið Vaktþjónustan, sem
nokkrir rannsóknarlögreglumenn
hugðust setja á laggirnar, hefur enn
ekki fengið grænt
ljós hjá dómsmála-
ráðuneytinu og
breytir þar engu
þótt Þorsteinn
Pálsson hafi tekiö
við af Óla Þ. Guð-
bjartssyni. Lög-
reglumennirnir munu hafa átt stutt-
an fund með ráðherranum fyrir
skömmu þar sem hann flutti þeim
afdráttarlaust „nei" á innan við
fimm mínútum. . .
F
* ormaðurbæjarráðsíKópavogi,
Gunnar I. Birgisson, á undir högg
að sækja. Þannig er að Ólafur Ax-
^ elsson lögmaður
hefur óskaö þess að
| hús Gunnars veröi
selt á nauðungar-
uppboði. Ólafur
krefst uppboðs
vegna rúmlega fjög-
J urra milljóna króna
skuldar, sem er í vanskílum.. .