Pressan - 29.08.1991, Síða 21
Hallgrímur Marinósson kom til Moskvu daginn eftir valdaránið. Hann eyddi fyrstu nóttinni á götum
borgarinnar, í hópi Rússa sem vildu koma í veg fyrir að herinn næði rússneska þinghúsinu á sitt vald.
Þaö var ekki um annad aö
rœöa fyrir Hallgrím Marinós-
son en halda í fyrirhugaöa
ferö sína til Moskvu þriöju-
daginn 20. ágúst, þrátt fyrir
valdarániö. Þetta var viö-
skiptaferö, undirbúin meö
löngum fyrirvara, og Hall-
grímur ekki tilbúinn aö af-
iýsa henni, þrátt fyrir áköf
mótmœli fjölskyldunnar. I
Moskvu gisti Hallgrímur á
hóteli andspœnis rússneska
þinghúsinu, á bökkum
Moskvufljóts, og um nóttina,
aöfaranótt miövikudags,
ákvaö hann aö blanda sér
heldur í hóp íbúa borgarinn-
ar en sitja inni á hótelher-
bergi sínu og stara í fallbyssu-
kjaft skriödrekanna fyrir ut-
an gluggann. Þaö er nokkuö
áreiöanlegt aö þessi ferö á
ekki eftir aö líöa Hallgrími úr
minni.
Tilefni þessarar ferðar Hall-
gríms til Moskvu í síðustu
viku var að hitta rússneska
skotvopnaframleiðendur.
Hann hefur á prjónunum að
hefja framleiðslu á veiðibyss-
um á íslandi og er búinn að
skrifa undir samning við
Rússa um framleiðslu á þeirra
vopnum með „íslenskri stíl-
færingu".
Hvers vegna aö framleiöa
byssur á Islandi?
„Eg hef í fjöldamörg ár
fengist við að gera við byssur
og fyrir nokkrum árum lét ég
verða af því að fara í nám í
bandarískum skóla og læra
byssusmíði. Þegar ég var
meö verslunina Veiðihúsið
fór ég að flytja inn byssur og
skotfæri. í tengslum við það
sótti ég fjölmargar sýningar
erlendis, þar sem ég kynntist
iykilmönnunum í alþjóðleg-
um byssuviðskiptum. Mér
fannst ástæða til að reyna að
nýta mér þessi sambönd og
þannig fæddist þessi hug-
mynd, að koma á fót verk-
smiðju hér og selja byssur á
BandaríkjamarkaÁ
Byssuframleiðslan er svo
íhaldssöm, að það er lítið um
nýjungar og þróunin er hæg.
En það eru milljónir safnara
um alian heim, sem bíða eftir
nýjum byssum til að bæta í
safnið. Eg geri samning við
rússnesku framleiðendurna
um að fá frá þeim hráefnið og
tækniþekkinguna. Ég þarf
því ekki að leggja út í þróun-
arkostnað, en byssurnar sem
hér verða framleiddar verða
ekki nákvæmlega eins og
þeirra."
Af hverju rússneskar byss-
ur frekar en bandarískar eöa
ítalskar...?
„Af gamalli reynslu sem
viðgerðarmaður veit ég að
þótt rússneskar byssur séu
ekki fallegar eru þær þær
sterkustu á markaðnum.
Hafa lága bilanatíðni."
FIMM í FLUGVÉLINNI
TIL MOSKVU
Þig hefur ekki langaö til aö
hœtta viö Rússlandsferöina,
þegar fréttir bárust af valda-
ráninu?
„Fjölskyldan lagðist á eitt
um að hafa mig ofan af því að
fara og ég get ekki neitað því
að mér fannst þetta ógnvekj-
andi, var satt að segja hálf-
hræddur við að fara. En mað-
ur má ekki láta óttann ná tök-
um á sér. Þótt ég væri hrædd-
ur varð ég að fara.
Það sem ég óttaðist mest
var að samgöngur myndu
lamast og ég kynni að verða
strandaglópur."
Hvernig varsvo aö koma til
Moskvu þetta þriöjudags-
kvöld, 20. ágúst?
„í fyrsta lagi voru fáir með
vélinni frá Kaupmannahöfn,
ekki nema fimm farþegar.
Þar af tveir norskir blaða-
menn, sem drukku mikið
vodka á leiðinni.
Um leið og maður kom inn
í flugstöðvarbygginguna eftir
komuna fann maður að það
var mikil spenna. Starfsfólk,
til dæmis í vegabréfsskoðun-
inni, var mjög á varðbergi og
það var gengið nákvæmlega
úr skugga um að maður væri
sá sem maður sagðist vera."
Þú varst á hóteli, sem er
staösett gegnt rússneska
þinghúsinu, ekki satt?
„Já, Hótel Úkraína og þing-
húsið standa sitt hvorum
megin við bakka Moskvu-
fljóts. Brúin yfir fljótið sem
vegatálmarnir voru á var við
hornið á hótelinu."
Hvernig var aökoman?
„Það gekk hægt fyrir sig að
komast inn í borgina, því
skriðdrekar eða vegatálmar
lokuðu öllum helstu breiðgöt-
um. Það tók því fjóra tíma að
aka leið cem venjulega tekur
klukkustund. Við þræddum
hliðargötur og allskyns
krákustíga og þegar við loks-
ins komum að hótelinu voru
skriðdrekar við innganginn.
Mér leist ekki alltof vel á blik-
una að sjá þá, en þeir voru
átta við hótelið. Sjálfir voru
Moskvubúar önnum kafnir
við að koma fyrir vegatálm-
um.“
FALLBYSSUKJAFTAR
BEINDUST AÐ HÓTELINU
Gastu fariö aö sofa í öllu
þessu?
„Já, ég fór nokkuð rólegur
að sofa, en nokkru síðar
vaknaði ég upp við lætin úti á
götunni."
Hvaö var þá aö gerast?
„Það var allt að verða
geggjað fyrir utan og spenn-
an var mikil. Það hafði spurst
út að herinn ætlaði að ráðast
inn í þinghúsið og það var
greinilegt að fólk ætlaði jafn-
vel að fórna lífinu til að koma
í veg fyrir það.
Það sem vakti mig voru
hertrukkar með gjallarhorn
sem keyrðu um og hvöttu
fólk til að fara heim. Það var
líka búið að snúa skriðdrek-
unum sem voru upp við hót-
elið og beina byssunum í
ákveðnar áttir. Þrír sneru upp
að hótelinu, og þegar ég leit
út og í fallbyssukjaftinn
ákvað ég að það væri betra
að klæða sig og fara út en
verða fyrir skoti, sem
kannski yrði hleypt af í fáti.
Seinna sá ég í fréttum frá
CNN að þetta sama kvöld
höfðust leyniskyttur við uppi
á þaki hótelsins.
Þegar ég kom út fór ég út á
götuna og framhjá skriðdrek-
unum í átt að þinghúsinu.
Það var mikið um að vera og
fólk þusti fram og aftur. Þetta
var rétt eftir að mennirnir
höfðu orðið undir skriðdreka
undir brúnni og sá þriðji fyrir
skoti, sem einmitt var hleypt
af í fáti.“
Áttaöiröu þig á því hvaö
var aö gerast, þvínú skiluröu
ekkert í málinu?
„Maður skynjar jú and-
rúmsloftið og óttann. Það var
mögnuð æsing. Ég var úti
framundir morgun og alla
nóttina voru göturnar fullar
af fólki, æðandi fram og aftur.
Það var þónokkuð um að
fólk ávarpaði mig, því það sá
að ég var útlendingur, en
samt ekki fréttamaður. Það
vildi fá að tjá sig, enda athygli
umheimsins mikilvæg fyrir
það. Fyrir það var þetta bar-
átta fyrir að halda því frjáls-
ræði, sem það þó var búið að
fá. Það þyrmdi yfir það við þá
tilhugsun eina að þessir harð-
línumenn tækju við völdum.
Það sá fyrir sér Stalíntímana,
en það er tími sem það vill
gleyma og helst ekki upplifa
aftur."
Gátu Rússarnir einbeitt sér
aö viöskiptum í þessum œs-
ingi öllum?
„Þau gengu alveg eðlilega
fyrir sig, enda mönnum Ijóst
að lífið varð að hafa sinn
gang,
.Það var Ijóst að þessi átök
og slys um nóttina höfðu
ákveðnar afleiðingar. Þau
drógu mátt úr hermönnun-
um og þjöppuðu fólkinu sam-
an. Maður skynjaði betra
ástand daginn eftir, þrátt fyrir
þessi hörmulegu slys.
Fólk safnaðist saman kring-
um kyrrstæða bíla með út-
varpið í gangi. Það var að
hlusta á ólöglegar smástöðv-
ar. Opinberu stöðvarnar
fluttu ekki fréttir sem menn
tóku mark á.
Ég hafði samið um það áð-
ur en ég fór að fá bílstjóra til
að keyra mig á milli staða,
þar sem ég þurfti að sinna
erindum mínum. Ég kom til
Moskvu í nóvember á síðasta
ári, en sá nú nýjar hliðar á
borginni. Áður brunaði mað-
ur eftir breiðstrætum, en nú
var það ekki hægt, því alls
staðar voru tálmar. Við fórum
því um hliðargötur og jafnvel
bakgarða. Það sem mér
fannst mest áberandi var að
það vantar ýmislegt sem gef-
ur öðrum borgum líf. Það eru
engar litlar verslanir sjáan-
legar, veitingahús eða annað
það sem skapar stemmningu
og líf. Það er eins og húsa-
lengjurnar vanti andlit."
Hallgrímur var í Moskvu
fram á laugardaginn 24.
Föstudeginum, eins og hin-
um dögunum, eyddi hann í
bílnum á leiöinni milli stefnu-
móta. Óratíma tók aö keyra
stuttar vegalengdir, því um-
feröarteppa var alls staöar í
hliöargötum sökum vega-
tálmanna á öllum helstu
breiöstrœtum borgarinnar.
„Þá var Jeltsín búinn að
skrifa undir bannið á Komm-
únistaflokknum og nýjasta
blótsyrðið meðal bílstjór-
anna sem sátu fastir í umferð-
inni var: „Helvítis kommún-
istinn þinn“.“
Þegar þú komst heim,
fannst þér umfjöllun fjöl-
miöla hér ólík því sem þú
uppliföir úti?
„Aðallega held ég að við
getum aldrei skilið um hvað
málið snerist. Um nóttina var
allt eins útlit fyrir að þetta
gæti snúist upp í borgara-
styrjöld. Þá er fólk tilbúið að
berjast við eigin landa og
fórna lífinu til að halda því
frelsi sem það er þó búið að
fá. Það er hugsunarháttur
sem við getum ekki skilið, því
við þekkjum ekki hvað það er
að búa undir ógnarstjórn,"
segir Hallgrímur.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir