Pressan - 29.08.1991, Side 28

Pressan - 29.08.1991, Side 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 Árum saman hafa íslenskir boltadrengir streymt úr landi til að leita sér frœgðar og frama með er- lendum liðum. Á hátíðarstundum köllum við þá víkingana okkar og þykjumst eiga í þeim hvert bein. Stöðugar fregnir berast heim af frœgðarverkum þeirra í fjölmiðl- um og ekki eru síðri þœr sögur 'sem ekki berast t gegnum fjöl- miðla. Þœr eru oftast um þeir hafa upp úr þessu. Sú umrœða fer að sjálfsögðu lágt, enda launamál íþróttamanna ekki vinsœlt umrœðuefni meðal þeirra sjálfra. PPESSAN fór á stúfana og reyndi að grafa upp nokkrar tölur, en þar sem þetta er eitt best geymda leyndarmál þjóðarinnar verður að hafa í huga að hér koma fram óstaðfestar tölur í flestum tilvikum. Hér er fyrst og fremst horft til knattspyrnu- og handknattleiks- manna, enda atvinnumenn okkar að stærstum hluta úr þeirra hópi. Stærsti atvinnumaöurinn í bolta- íþróttum er reyndar körfuknatt- leiksmaðurinn Pétur Guðmunds- son, sem nokkrum sinnum hefur reynt að hasla sér völl í banda- ríska körfuknattleiknum. Því er haldið fram að fyrir eitt tímabil þar fái hann um 10 til 15 milljónir króna og þegar hann lék hér á landi á siðasta tímabili kom fram í DV að hann var með 350.000 krónur á mánuði, eða 4,2 milljónir á ári. Þeirri tölu var ekki mót- mælt. Svo undarlega vill til að þar er um að ræöa upphæð sem margir knattspyrnu- og handknatt- leiksmanna okkar væru full- ánægðir með. ÁSGEIR FRÆGASTUR OG HÆSTUR Margir — en þó tæpast Asgeir Sigurvinsson, sem um langt árabil hefur gert garðinn frægan í Belgíu og Þýskalandi. Eftir því sem næst verður komist munu tekjur hans af knattspyrnunni liafa veriö á milli 25 og 30 milljónir króna þeg- ar mest var. Þetta hefur þó líkiega aöeins veriö á hápunkti ferils hans, til dæmis þegar hann varö meistari með Stuttgart. Má sem dæmi taka að þegar hann flutti sig yfir til Bayern Múnchen 1981 var talið að hann hefði 12,5 milljónir króna í laun fyrir utan auglýsinga- tekjur. Atvinnumannsferill Ásgeirs spannaði um 15 ár, hófst 1973, og hefur hann því væntanlega náð að safna dágóðum tekjum og er reyndar einn fárra leikmanna sem haldið hafa góðu starfi eftir at- vinnumennskuna. Þýskaland, áður V-Þýskaland, er líklega „hæstlaunaða" landið þar sem Islendingar hafa látið að sér kveða. Því miður hafa þeir aldrei komist í sjálfa paradísina á Ítalíu, þar sem upphæöirnar eru orönar stjarnfræðilega háar. Má sem dæmi taka að í fyrra endurnýjaöi Ruud Gullit samning sinn viö AC Mílanó, sem talinn er færa honum 85 milljónir á ári til 1993 — og það þrátt fyrir að hann væri meiddur! Þýsk atvinnumannaliö byggjast mjög upp á bónuskerfi og launabil á milli leikmanna er mikið. Piltar sem eru að reyna að komast inn í liðin þurfa í sjálfu sér ekki að gera ráð fyrir að hafa meira en um 100.000 krónur í nettótekjur á mánuði, en þá er búiö að draga frá skatta og tryggingar. Þeir sem koma utan að geta þó búist við meiru og er til dæmis talið að Eyj- ólfur Sverrisson, eini atvinnumað- ur okkar í þýsku knattspyrnunni, hafi um 6 til 8 milljónir í árslaun. Það fer að sjálfsögðu eftir því hve mikið hann fær að spila. Þegar menn hafa skapað sér nafn geta þeir farið fram á meira og er til dæmis talið að Klaus Augenthaler hafi haft um 50.000 þýsk mörk á ári í fyrra hjá Bayern Múnchen. Það gerir um 21 milljón króna fyrir utan bónusa, sem Hvað höfðu i tjöl- gulldrengirnir uamninoa Qí=»m upp úr krqfsinu? Launagreiðslur atvinnumanna okkar erlendis eru oft kallaöar best geymda leyndarmál þjóðarinnar. Þrátt fyrir að þessir kappar séu í fréttum sí og œ fá fáir að kíkja í launaumslag þeirra, enda má spyrja; hverjum kemur það við? gætu hafa hækkað upphæðina um 10 til 15 milljónir. Við höfum átt nokkra atvinnu- menn í Þýskalandi fyrir utan Ás- geir. Líklega hefur Atli Eðvaldssort náð þeirra lengst, en tekjur lians gætu hafa verið á milli 8 og 10 milljónir króna á ári þegar best lét, en það var á þeim tíma er hann spilaði með Bayer Uerding- en. Þar sem hann var um 10 ár í atvinnumennsku hefur hann vænt- anlega náð að koma bærilega undir sig fótunum. Þá hefur loka- árið í Tyrklandi ekki spillt fyrir, en öruggt er að hann lækkaði ekki frá |)ví sem var í Þýskalandi. LEIKMENN FYRIR EPLI OG APPELSÍNUR í BELGÍU Belgía var lengi vel mikið vígi íslenskra atvinnumanna. Þegar Ásgeir Sigurvinsson hóf feril sinn hjá Standard Liege var þar gósen- tíö. Síðan hefur hallaö undan fæti vegna offramboðs á knattspyrnu- mönnum frá Afríku og A-Evrópu. Er stundum sagt að þessir leik- menn komi nánast fyrir epli og appelsínur. Þá dró skattahneyksli, sem skók belgísk knattspyrnufélög fyrir nokkrum árum, mjög mátt- inn úr liðum þar. Kom þá í Ijós að mikill hluti launagreiðsina liðanna hafði farið undir boröiö (svartir peningar) og var liöunum gert að greiða gífuriegar upphæöir í skattasektir. Tveir íslendingar urðu að nokkru leyti fyrir baröinu á þeirri uppstokkun sem varð í kjölfar hneykslisins og mun þaö hafa flýtt fyrir burtför þeirra Lárusar Gttð- mundssonar frá Waterschei og Sævars Jónssonar frá Cl. Brugge. í dag eru leikmenn í Belgíu ekki hátt launaðir. Er talið að hæstlaun- uðu leikmenn stórliðsins And- erlecht hafi um 7 milljónir franka í laun eða um 12 milljónir króna. Skattar í Belgíu eru á bilinu 39 til 44%, þannig að ekki er nema von að Belgum gangi illa að halda í fremstu leikmenn sína. Reyndar hafa skattar í Hollandi verið enn hærri og var það gefiö upp sem ein af ástæöum þess að Pétur Pét- ursson fór frá Feyenoord. Einn þeirra sem leituðu burtu var Arrtór Guðjohrtsen, sem leikið hafði í Belgíu síðan hann var 16 ára eða í um 13 ár. Hann var án efa kominn í hóp hæstlaunuðu leikmanna Belgíu áður en hann fór, en dvölin hjá Bordeaux í Frakklandi hefur ekki hækkað laun hans. Bordeaux var dæmt niður í 2. deild vegna fjárhags- stöðu liðsins og hefur mjög þrengst um með launagreiðslur. Því hefur verið haldið fram að þessi breyting hafi lækkað laun hans um ríflega helming frá því hann var hjá Anderlecht, en á bestu árum hans þar hafa launin sjálfsagt verið á bilinu 14 til 18 milljónir. í Belgíu leikur okkar yngsti at- vinnumaður, Guðmundur Bene- diktsson, hjá Ekeren. Guðmundur var eftirsóttur, sem hefur liðkað fyrir samningum, en þar sem hann er ungur að árum hefur samningur hans frekar verið fé- lagsmálapakki með liðlegum end- urskoðunarákvæðum en fastar greiðslur. GUÐNI MEÐ BESTA SAMNING- INN í ENGLANDI England hefur aldrei verið hátt skrifað hvaö varðar laun leik- manna, eins og kemur fram í grein Kjartans Pálssonar í Sam.úel í desember 1983. Þar kom fram að Jóhannes Eðvaldssort var þá lægstur í launum af þeim atvinnu- mönnum sem þá voru erlendis, en hann lék meö Motherwell, sem var ekki stöndugt félag. Ljóst þyk- ir þó aö Guðni Bergssort hafi gert nokkuö góðan samning við lið sitt, Tottenham, og er hann talinn hafa betri samning en Sigurður Jórtsson hjá Arsenal, sem þó hefur meiri reynslu sem atvinnumaður. Tottenham er talið borga liða best í Englandi og er það hald manna að Guðni hafi um 10 til 12 milljón- ir á ári upp úr krafsinu, en þá er væntanlega eftir að greiða skatta. Sigurður mun vera nokkru lægri og Þorvaldur Örlygsson, sem var hjá Nottingham Forest þar til í vor, hefur trúlega verið enn lægri — ef til vill á bilinu 4 til 5 milljónir. Líklegt er þó að Sigurður Grét- arssort, sem leikur nú með fræg- asta liði Sviss, sé hæstur þeirra at- vinnumanna sem nú leika erlend- is. Hann er einn af launahæstu leikmönnum Sviss og má gera ráð fyrir að hann hafi á milli 10 og 15 milljónir á ári. Þess má geta að hann varð einn dýrasti leikmaður Sviss eftir að Grasshoppers tapaði málaferlum vegna kaupanna. í Sviss hafa leikiö nokkrir aðrir leik- menn og haft bærileg laun, þótt þau jafnist ekki á við það sem Sig- urður hefur. Má ætla að laun þeirra hafi verið á bilinu 4 til 8 milljónir og er sérstaklega rætt um að Guðmundur Þorbjörnsson hafi gert góðan samning, en hann dvaldi tvö ár hjá Baden. í gegnum tíðina höfum við átt marga knattspyrnumenn á Norð- urlöndum. Flestir hafa verið á nokkurs konar hálfatvinnu- manns-samningum þar og vinna hálfan daginn. Líklega hafa fæstir haft meira en góð mánaðarlaun fyrir erfiðið. Nokkrir hafa þó verið með ágæta samninga sem jafnast á við lægri tölur sunnar úr Evrópu, og eru þar helst tíndir til Teitur Þórðarson þegar hann var hjá Öster og reyndar þeir bræður núna hjá Lyn í Noregi. KRISTJÁN EINN HÆST LAUNAÐI HANDBOLTAMAÐUR í HEIMI Fram til þessa hafa verið allt aðrar Iaunatölur hjá handbolta- mönnum. Þróunin á Spáni síðustu ár hefur þó verið að breyta þessu, en þar verja iiðin nú verulegum fjármunum til að styrkja lið sín og þurfa um leið að greiða sífellt hærri laun. Má sem dæmi taka að Barcelóna keypti júgóslavneska leikmanninn Vujovic fyrir eina milljón dollara eða um 60 milljón- ir króna. Félagi Alfreðs Gíslasonar, Pólverjinn Bogdan Wenta, hjá Bid- asoa var keyptur á 30 milljónir króna og um leið þurfti liðið að greiða Sigurði Gunnarssyni nokkr- ar milljónir króna vegna samn- ingsrofs við hann. Samkvæmt upplýsingum frá Spáni er Kristján Arason talinn einn launahæsti leikmaðurinn þar. Má ætla að laun hans á síðasta vetri hafi verið á bilinu 10 til 12 milljónir, en fyrir síðasta tímabil náði hann að hækka samning sinn. Reyndar gekk sú saga fjöll- um hærra hér að hann hefði 19 milljónir fyrir tímabilið en það á tæpast við rök að styðjast. Alfreð Gíslason var ekki langt frá Krist- jáni, en þeir tveir hafa líklega verið í nokkrum sérfiokki. Júlíus Jónasson hefur nú tekið stöðu Alfreðs hjá Bidasoa og er því haldið fram að hann fái eitt- hvað svipað, eða í kringum 8 til 10 milljónir, fyrir timabilið. Július fer frá Frakklandi, en þar er talið að séu greidd næsthæstu launin i handknattleiknum. Þá fór línu- maðurinn Geir Sveinsson til Valencia og er talinn hafa fengið 6 milljónir fyrir þann samning, sem er nokkuð gott miðað við að hann er ekki í skyttuhlutverki. Þýskaland hefur heldur dregist aftur úr, en þó er rætt um að verkfræðingurinn Jón Kristjánsson hafi gert ágætan samning sem sé nálægt samningi Geirs. Einnig var Héðinn Gilsson í aðstöðu til að semja vel — eitthvað nálægt því sem Jón hefur. Sigurður Bjarna- son var nokkru lægri og Konráð Olavsson enn lægri. Um handknattleiksmenn á Norð- urlöndum gildir svipað og með knattspyrnumenn. Þar eru tölu- vert lægri upphæðir í boði en þó hægt að ná fram góðum samning- um. í Noregi hafa einstaka menn fengið góða samninga og er Stein- ar Birgisson gjarnan nefndur í því sambandi. VÆNLEGAST AÐ NÁ SÉR í UMBOÐ Þegar upp er staðið er að sjálf- sögðu mjög misjafnt hvað eftir stendur — það fer í raun eftir því hve forsjálir menn eru á þeim stutta tíma sem peningarnir streyma inn. Albert Guðmundsson bjó til dæmis ekki við háar launa- greiðslur á sínum ferli en lagði grunninn að heildsöluveldi sínu með þvi að ná sér í umboð. Marg- ir hafa fetað í fótspor hans. Má þar nefna sem dæmi Sævar Jóns- son, sem rekur heildverslun og hefur nýlega opnað úraverslun, Atli Eðvaldsson er að fara að opna teppaverslun í Skipholti og Ásgeir hefur fjárfest hér heima, en það er önnur saga. Sigurður Már Jónsson Asgeir Sigurvinsson er kóngurinn meðal atvinnumanna okkar og lík- lega sá eini sem kallast gulldrengur meö réttu. í silfurflokknum eru lík- lega þeir Atli Eðvaldsson (1) og Arnór Guðjohnsen (2). Sigurður Grétarsson (3) er talinn launahæsti atvinnumað- ur okkar i dag. Kristján Arason (4) náði að setja sig á landakortið yfir hæstlaunuðu handknattleiksmenn heims. Alfreö Gíslason (5) var ekki langt á eftir Kristjáni með um 10 milljónir fyrir síöasta tímabil. Júlíus Jónasson (6) fer frá næstbesta land- inu yfir í þaö besta þegar miöað er viö laun handboltamanna.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.