Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 2
2
GULA PRESSAN
Föstudagur 27. desember 1991
Mannræktarfélagið
Geldur varhug
við innflutningi
á sæði frá EB
þverskallast við að svara
bréfum okkar. Ráðherra
hefur ekkert viljað við
okkur tala,“ segir Kjartan
Grönfeldt, ritari Mann-
ræktarfélags íslands.
„Okkur var því nauðugur
einn kostur að leita ásjár hjá
landbúnaðarráðuneytinu og
það verður að segjast eins og
er að þar mættum við meiri
skilningi en hjá utanríkis-
ráðuneytinu. Halldór Blöndal
hefur lofað að tala máli okkar
í ríkisstjórninni, enda telur
hann eins og við að þessi af-
urð hljóti að flokkast með
landbúnaðarvörum," segir
Kjartan.
„Það þarf engum að bland-
ast hugur um afstöðu okkar í
þessu máli. Við höfum gott
eitt um Evrópubúa að segja,
þetta er upp til hópa prýðis-
fólk og kynblöndun við þá
hefur tekist bærilega vel.
Okkur finnst hins vegar að ís-
lendingar eigi að sitja fyrir
þegar sæði er annars vegar,
ekki síst nú þegar íslenskir
karlmenn eru tvö þúsund
fleiri en konur og þar af leið-
andi flestir dæmdir til einlífis.
Þess vegna finnst okkur að
stundarhagsmunir megi ekki
stjórna þessum mikilvæga
málaflokki," segir Kjartan
Grönfeldt.
Jón Óttar Ragnarsson. Engri bók hefur verið skilað í
jafnmiklum mæli og nýju skáldsögunni hans.
Skáldsaga Jóns Óttars Ragnarssonar
FLEIRI BÓKUM
SKILAÐ EN VORU
PRENTAÐAR
Reykjovík, 23. desember_
„Við erum mjög áhyggju-
fullir. Við höfum ekki séð
ne<tt sem tryggir að við-
skipti með sæði verði ekki
gefin Qáls með þessum
EES-samningum. Við höf-
um reynt að koma skoðun-
um okkar á framfæri við
ráouneytið, en það hefur
Kjartan Grönfeldt: Teljum aö
sæði hljóti aö flokkast sem
landbúnaöarafurö í
EES-samningunum.
Reykjovík, 27. desember________
Fljótlega eftir að bóka-
búðir voru opnaðar í
morgun kom í ljós að fleiri
eintökum af bókinni
„Fimmtánda fjölskyldan“
hafði verið skilað en höfðu
nokkurn tímann selst í
bókabúðunum.
„Við erum hætt að taka við
þessari bók," sagði Gyða
Kjartansdóttir, afgreiðslu-
kona í bókabúð Máls og
menningar. „Við seldum þrjú
eintök fyrir jólin en við höf-
um fengið 35 í hausinn aftur.
Það bara gengur ekki.“
Jón Karlsson hjá lðunni,
sem gaf bókina út, sagðist
ekki hafa skýringar á þessu.
„Samkvæmt athugun okk-
ar voru 12 bækur seldar i það
heila fyrir jólin. Nú þegar hef-
ur hins vegar um (>5 bókum
verið skilað. Það er meira en
við prentuðum nokkru sinni,"
sagði Jón.
„Eina skýringin sem ég hef
á þessu er sú að fólk hafi bara
alls ekki viljað þessa bók.
Jafnvel þeir sem fengu hana
ekki í jólagjöf hafa skilað
henni til öryggis," bætti Jón
við.
Risastyttan sem rak á fjörur vestan við Straumsvík. Ef myndin prentast vel má sjá að hún ber svip iðnaðarráðherra.
RISASTYTTU REK-
UR A FJORUR
VIÐ STRAUMSVIK
að kanna hvort Jón hafi látið
smíða þessa styttu fyrir al-
mannafé á meðan enn voru
líkur á að samningar um ál-
ver tækjust.
„Eg vil ekki fullyrða neitt,"
sagði Páll, „en ég hef séð
teikningar þar sem gert var
ráð fyrir stórri styttu við ál-
verið á Keilisnesi og því er
eðlilegt að maður spyrji þeg-
ar fimmtán metra af iðnaðar-
ráðherra rekur á iand."
Guðmundur Einarsson, að-
stoðarmaður iðnaðarráð-
herra, neitaði í samtali við
GULU PRESSUNA að ætlunin
hefði verið að reisa styttu af
Jóni.
„Mér finnst líklegast að
þessi stytta hafi verið af feit-
ari manni en hafstraumarnir
hafi sorfið hana til og mótað
þannig að hún líkist Jóni,"
sagði Guðmundur.
Það á aö selja ríkissáttasemjara.
ber svip Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra
Guðmundur Einarsson.
„Mér finnst líklegast að
þessi stytta hafi verið af
feitari manni..."
Reykjavík, 25. desember
----3--------------------------
„Eg var að frétta af
þessu,“ sagði Guðlaugur
Þorvaldsson ríkissátta-
semjari þegar GULA
PRESSAN óskaði eftir við-
brögðum hans við þeirri
ákvörðun Alþingis að selja
ríkissáttasemjara.
„Eg ætti kannski ekki að
kvarta. Það verða fleiri seldir
en ég, til dæmis Óli Þ. hjá um-
ferðarráði. Auðvitað hefði
,verið meira gaman að vera
meðal þeirra sem ríkið ætlar
að halda eftir, en ég verð bara
að vonast til að einhver ær-
legur maður kaupi mig."
sagði Guðlaugur.
Stroumsvík, 24. desember____
Risasty ttu úr áli, um fjór-
tán metra á hæð, rak á fjör-
ur við Straumsvík seint á
jóladag. Um tíma lónaði
styttan í hafnarmynninu
og var óttast að hún mundi
hefta skipagöngur um
hana. En þegar vindur
snerist rak styttuna upp í
fjöru vestan við höfnina.
Engar upplýsingar eru um
hvaðan þessi stytta kemur
en það hefur vakið athygli
hversu lík hún er Jóni Sig-
urðssyni iðnaðarráð-
herra.
„Þetta hlýtur að vera tilvilj-
un," sagði Jón Sigurðsson
þegar GULA PRESSAN
hringdi til hans snemma í
morgun. „Það eru margar
styttur líkar mér. Það þarf
ekki að merkja neitt sérstakt
þótt þessi beri svip af mér."
Ekki eru allir tilbúnir að
sættast á þessa skýringu. Páll
Pétursson, þingmaður og full-
trúi Eramsóknar i stjórn
Landsvirkjunar, hefur farið
fram á opinbera rannsókn til
Jón Sigurðsson. „Það eru margar styttur líkar mér.“
Ríkis-
sátta-
semjari
seldur