Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 36

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 36
36 GULA PRESSAN Föstudagur 27. desember 1991 an&ivty' þá /4 tei ó eina leiðin til að losna við kjötið ofan í útlendinga var að fá alþjóðlega glæpona í markaðssetninguna. Díllinn gekk upp. Mexíkanarnir fengu kjötið, glæp- onarnir umboðslaunin og Sláturfélagið og Sam- bandið losnuðu við birgðirnar úr fyrstigeymslunum og gátu farið að stafla upp nýju kjöti. íslendingar þurftu hins vegar að borga eitthvað á annað hundrað milljónir til að liðka fyrir kaupunum. Sjálfsagt hefði verið ódýrara að urða skrokkana í þjóðargraf- reitnum á Þingvöllum en það hefði ekki verið jafn smart. Naisbitt Ráðstefnu-uppinn horfði fram á endalok sín á ár- inu. Það gerðist þegar Árni Bergmann pakkaði Nais- bitt og megatrends hans saman á ráðstefnu Stjórnun- arfélagsins. Uppinn sem lífsstefna var liðinn undir lok. Allt sem Naisbitt hafði skrifað var fyrir löngu orðið almælt tíðindi; hjákátleg bjartsýni og barnalegt raus. Uppamennskan var orðin geld og hafði ekkert frekara fram að færa. Endanleg sönnun þess birtist þegar hið lægsta af öllu lágu frá sjónarhóli uppans, Árni Bergmann, blés á fræðin og gerði þau púkaleg, — jafnvel í augum uppanna sjálfra. Þar með geta þeir farið að losa um hálstauið. Stjórnunarfélagið getur farið að pakka saman. Framkvæmdastjórar geta farið að snúa sér að vinnunni og gleymt ráð- stefnunum. Þar hefur allt verið sagt sem hugsanlegt var að sagt yrði á slíkum samkomum. Árið 1991 féll uppinn á hlálegan hátt. pinberir sjóðir Þetta var mikið hörmungarár fyrir alla opinbera sjóði. Þeir voru unnvörpum lýstir gjaldþrota á árinu. Fyrstur flaug Framkvæmdasjóður, síðan byggingar- sjóðirnir, þá Byggðastofnun, atvinnutryggingarsjóður, hlutafjársjóður, ríkisábyrgðarsjóður og gott ef ekki ríkissjóður sjálfur. Landsbankinn stóð líka tæpt og ríkisstjórnin vildi helst af öllu selja Búnaðarbankann áður en hann færi sömu leið. í reynd voru þeir sem héldu að hér væri til þjóðfélag með stofnunum, sjóðum og traustum grunni skrúfaðir aftur á núll- punkt. Hér er ekkert slíkt til. Framundan er nýtt landnám. Og munurinn á þessu landnámi og því fyrra er að Ingólfur og félagar gátu komist upp með að skilja skattskuldirnar eftir úti í Noregi. P ersaflói Fáar þjóðir urðu jafnilla úti í Persaflóastríðinu og íslendingar. Þorbjörn Broddason fylgdist með því hvernig ungviðið tapaði tungunni. Verst af öllu var að það skyldi verða fyrir tilverknað félaga Svavars. Hann hafði smitast af Jack Lang og var kominn á fjölþjóðlegt lágmenningarfyllerí og fannst ekkert at- hugavert við að demba CNN yfir þjóðina. Og það var ekki nóg með að ungviðið tapaði tungunni. Þeir eldri misstu svefn og töpuðu einbeitingunni í leik og starfi. Sjónvarpið hafði úthýst kynlífinu úr svefn- herberjunum. Þjóðfélagið var að því komið að flosna upp út frá sjónvarpsskjánum. Verst var hversu lítið hún gat lagt af mörkum til að koma Saddam fyr- ir kattarnef. Ríkisstjórnin bauð íslenskt vatn og lambakjöt en fjölþjóðaherinn fúlsaði við því. Irösku flóttamennirnir flúðu meira segja undan Rauða krossinum og íslensku ullarteppunum. íslenska þjóðin var dæmd á áhorfendabekk. Hún sat þar og stríðið helltist yfir hana úr sjónvarpstækjunum. fmagn Eins og með handboltann þá töldu allir að rafmagn væri af hinu góða langt fram eftir árinu. Það breytt- ist hins vegar heldur betur til hins verra með hvarfi álversins og Blöndu. Blanda er í raun sérstakur kap- ítuli í hörmungarsögu þessa lands. Hún var vígð við hátíðlega (og rándýra) athöfn. Jóhannes Nordal kveikti á virkjuninni og um 5 þúsund megavött hófu hringferð sína um byggðalínuna. Hvergi, allan hringinn, fundust nokkur not fyrir orkuna. Hún Hvað sagði hver um hvern ? „Hann átti til að detta í stuttbuxnadeildina fram eftir öllum aldri," sagði Þorbjörn Broddason lektor um Birgi ísleif Gunnarsson seðla- bankastjóra. „Ég er ekki viss um að hann gæfi mér sjampó í sturtu eftir æfingar ef ég bæði hann um það. Hann kom alltaf með sjampó í lóf- anum í sturtu. Við höfðum alltaf gaman af að biðja hann um sjampó, vissir um að hann gæfi okkur ekki,“ sagði Sig- urður Gunnarsson um Guðmund Guðmundsson, þjálfara Víkings í handbolta. „Hann drekkur ekki mikið áfengi," sagði fyrrum sam- starfsmaður Sigurðar Helgasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Flugleiða, um hann. „Hann er þrígiftur hvort sem það telst galli eða ekki,“ sagði Karl Ragnars um bróður sinn, Gunnar Rajgn- ars, framkvæmdastjóra UA. „Afstaða hans til fíkniefna og afbrota er mjög einstreng- ingsleg. Hann er á móti þeim,“ sagði Einar Rafn Haraldsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins á Egils- stöðum, um Björn Halldórs- son, yfirmann fíkniefna- deildar lögreglunnar. Kynlífið FÁIR GERÐU ÞAÐ, ALLIR TÖLUÐU UM ÞAÐ Fáir voru að gera það, all- ir voru að tala um það. Kvennablöð birtu greinar um tippi sem annaðhvort gerðu lítið gagn, ekkert gagn eða mikið gagn. Þau héldu áfram leitinni að g-blettinum. Þau uppá- lögðu konum að skiija lík- ama sinn, kenndu þeim ótal ráð til að draga athygli eiginmannsins frá sjón- varpinu. Vöruðu við því að snerta forboðin epli, það er háskalegt, en hvöttu konur til að láta sig dreyma um þau. í útvarpsþáttum síðla kvölds hvísluðu áræðnir hlustendur kynlífsvanda- málum sínum í eyru skiln- ingsríkra plötusnúða, sem vissu mætavel að það er ekki gott að fá of fljótt úr honum eða enga fullnæg- ingu. Vandamál kynlífsfíkla þóttu sérstaklega umhugs- unarverð; á þessum erfiðu tímum er það eins og sjúk- dómur að þurfa að þefa uppi kynlíf út um allan bæ. Og bækur um öll birting- arform kynlífsins; líkt og grunnskóli þess, framhalds- skóli og háskóli. Myndbönd til frekari skýringa eins og í allri lifandi kennslu. Miðað við framboðið hlýtur eftir- spurnin að vera ofboðsleg. Grundvallarspurningin var auðvitað og er: Hvernig ertu í rúminu? Náttúrlega hlýtur hún að vera tímabær í Ijósi þeirrar óvefengdu töl- fræði að 13 þúsund íslensk pör séu að baksa við að gera það á hverri nóttu. Ekki nóg með það, heldur hefur líka verið staðhæft að meðalkarlmaður hugsi um kynlíf eða eitthvað sem því tengist um 200 sinnum á klukkutíma, semsagt á átj- án sekúndna fresti, konur öllu sjaldnar. Og kynlífið var allsstaðar, ekki sem frjálsar ástir, ekki í framkvæmd; heldur sem erting, umtal, frábær sölu- vara. Til umhugsunar og örvunar fyrir hjón sem mega láta sig dreyma um allar lystisemdir kynlífsins, hugsa um þær og stúdera þær, en sýna að öðru leyti hvort öðru trú og tryggð. Því þetta er ekki kynlífs- bylting, í venjulegri merk- ingu þess orðs; lauslæti er úti og verður þar þangað til finnst lækning við alnæmi og mesta lauslætistímabil mannkynssögunnar hefst. Ekkert svoleiðis. í ein- veru svefnherbergisins þræðir konan nælonsokka á fæturna, hneppir sokka- bönd, tekur upp svarta brjóstahaldarann sem hún fékk í gjöf frá manni sínum. Því þetta er árið þegar toguðust á tvö gjörólík við- horf: annars vegcir að kyn- þokkinn hafi fyrst orðið til með nælonsokkum og sokkaböndum og hins veg- ar að allt þetta nærfata- stand hafi ekki annan til- gang en að veiða konuna í lífstykkið aftur. Eða voru magabeltin og sokkaböndin kannski alveg jafn huglæg og allt hitt; öll- um þorra manna lítið ann- að en mynd í blaði, útstill- ing í glugga. Þetta er semsagt árið þegar reynt var að selja allt sem tengdist kynlífi og minnti á það, nema kynlífið sjálft, hina eiginlegu at- höfn. Vöðvatröll með pung- bindi dönsuðu fyrir fliss- andi og skríkjandi kvenfé- lagsfundi. Saumaklúbbar létu sig dreyma um að fá svoleiðis menni í heim- sókn. Glanstímaritin tóku við- töl við lesbíska fóstru, lesbískan dýralækni. Hefði nokkur viljað lesa viðtöl við fóstru eða dýralækni með alveg normalt kynlíf? Á einni af sóðalegri búll- um bæjarins dönsuðu strákar í stelpufötum við undirleik grammófóns. Það var vinsælasta skemmtun sumarsins. Eitthvað hefðu gestirnir, verið færri ef strákarnir hefðu verið í strákafötum. Fatafellur voru sóttar út um allar jarðir, en Matte Larsen, fatafellunni sem hneykslaði Norðmenn, tókst ekki að hneyksla ís- lendinga. Það besta var þó að íslendingar eignuðust sína eigin fatafellu og sína eigin Playboy-stúlku. Óll nektin og hálfnektin hélt innreið sína í úthverfin þegar fatafella dansaði fyr- ir gesti á veitingastað í Garðabæ. Það gerðist reyndar ekki aftur. Kvennalistinn sá sig knú- inn til að endurvekja starf- semi „klámhópsins" góða, en hefði ekki þurft að gera það, því klám þykir óvið- felldið og er eiginlega á svörtum lista; í kláminu er gengið hreint til verks, aldr- ei tvínónað, sokkabönd og fatafellur ýja að hlutunum, fara hárfínt í kringum þá. Og rétt eins og klámið var úti í kuldanum, þá þóttu dónabrandarar síð- asta sort og þeir sem hafa svoleiðis húmor annað- hvort aumingjar eða glæpamenn. Við leyfðum okkur að brosa út í annað að skapahárinu í kókinu hans Clarence Thomas, svo ekki söguna meir. „Hann er íslensk útgáfa af Jóakim frænda," sagði pólit- ískur andstæðingur Jóhann- esar Nordal um hann. „Mér hefur líka fundist hann vera feiminn," sagði Þráinn Jónsson um Sverri Hermannsson bankastjóra. „Það er spurning hvort tölva gæti ekki sinnt ráð- herrastarfinu jafn vel eða bet- ur en hann,“ sagði fyrrver- andi samherji Sighvats Bjðrgvinssonar um hann. „f samningum hefur sá ókostur komið fram að hann hefur ekki starfað sem flug- freyja," sagði Gréta Önund- ardóttir, formaður Flug- freyjufélagsins, um Sigurð Helgason, forstjóra Flug- leiða. „Við lékum körfubolta saman og Jón var lítið fyrir að gefa boltann eftir að hann hafði einusinni fengið hann" sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, um Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.