Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 30
30 GULA PRESSAN Föstudagur 27, desember 1991 an&tvty' þá s4 tilö ■^^.lbanía Skítt með fátæktina þar, hungrið og flóttamanna- strauminn. Skítt með mannréttindabrotin og hóglífi yfirstéttanna. Það snerti okkur ekki. Það er sökum allt annars að Albanía er skrifuð svörtum stöfum í hörmungarsögu ársins 1991 og það er landsleikurinn í fótbolta sem fram fór á aðaleikvanginum í Tirana, skömmu eftir að hann lauk hlutverki sínu sem fjölda- fangelsi. Albanska landsliðið hafði ekki fengið að borða í heilan mánuð fyrir leikinn. Nokkrir voru með för eftir kylfuhögg þvert yfir andlitið. Sumir stungu af til Ítalíu í leikhléi. Samt tókst þeim að sigra íslenska liðið, sem þó tók með sér'bæði mat og klósettrúllur að heiman. Þetta var stærsta áfallið sem íslenska þjóðin varð fyrir á árinu. Þessi leikur er jafn- framt það eina ánægjulega sem gerðist í Albaníu. I raun er þetta það eina gleðilega sem hefur gerst þar síðan Ottóman-véldið féll. Byggðastof nun Þetta er staðbundin hörmung. í sjálfu sér kom •engum á óvart þegar í ljós kom á árinu að Byggða- stofnun hafði eytt að meðaltali um 50 milljónum í hvert ársverk sem hún bjó til (og að einu ársverkin sem voru til einhverrar frambúðar voru störf for- stjóra og aðstoðarforstjóra stofnunarinnar). Það hreyfði enginn mótmælum, enda allir fyrir löngu búnir að sætta sig við að byggðastefnan væri eins og önnur góðverk; það á ekki að telja þau eftir sér eða miklast af þeim. Hörmungin við Byggðastofnun var önnur og staðbundnari. Það upplýstist að stefnt væri að því að taka af henni heftið og flytja hana norður til Akureyrar. Og Guð hjálpi norðanmönn- um. Inntakið í ævintýri H.C. Andersen um eldfærin á eftir að sannast.á Guðmundi Malmquist og þeim. Það mun koma í ljós að það er hægt að þola hann á meðan hann hefur nógu mikla fjármuni til ráðstöfun- ar en hvað í andskotanum eiga Akureyringar að gera við hann blankan? D J_^/onar 1991 var hörmung fyrir dóna eins og reyndar mörg undanfarin ár. Enn víkkaði skilgreiningin á dónaskapnum og enn þrengdist hringurinn um dón- ana. Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas gekk endanlega frá því að hægt sé að tala um stærð kyn- færa í vinnutímanum. Hann lokaði líka fyrir allar umræður um myndbönd í kaffitímum. Og það sem verst er; það er hans sök að það má ekki segja tví- ræða brandara lengur og skiptir þá engu hvort þeir eru fyndnir eða ekki. A eftir gengur gervöll heims- byggðin um og blygðast sín fyrir dónann í sjálf- um sér. Það er ekki lengur hægt að láta sér detta neitt dónalegt í hug innan um annað fólk. Þegar það gerist lokar fólk að sér og á dónaskapinn fyrir sjálft sig. Ees Það sem einn daginn átti að verða allt fyrir ekk- ert varð næsta dag lítið fyrir helling af karfa og endaði með því að verða akkúrat ekkert fyrir akkúrat ekki neitt. Nema sex þúsund níuhundruð tuttugu og tvo dvalardaga í útlöndum, rétt rúmar tvær milljónir flugmílna, sextán tonn og áttahundruð fimmtíu og tvö kíló af pappír, sexfalda leiðina til Neptúnusar af lesmáli, tæplega fimm tonn af vínar- brauði og kaffi með því og gífurlegar sveiflur á blóðþrýstingi Bjarna Einarssonar í Byggðastofnun. En EES, sem eitt sinn átti að tryggja íslendingum bjarta framtið, reyndist ein hörmungin enn þegar upp var staðið. Eins og álið, fiskeldið, loðdýrin og lllugi Jökulsson. F, ,.Hl al hörmunga önnur ár rís Fiskiðjan Freyja hátt með- þessa árs. Og þar sem menn höfðu reitt 'Uúféíi fyúulhotjcuíjóUisi Árið 1991 er fyrsta árið sem styggðaryrði var sagt um Vig- dísi Finnbogadóttur á opin- berum vettvangi. Það var skrifað um hvað hún hefði ferðast mikið, hvað hún hefði farið margfalt fram úr fjárlög- um; Garri í Tímanum skamm- aðist út í hana og Sigmund á Mogganum teiknaði hana þar sem hún gekk úr einni flugvélinni og upp í þá næstu. Vigdís tók þessu illa og hætti Ráðherrapláea Það kosningaloforð sem var grimmilegast svikið á ár- inu var veitt eftir kosningar. Þá sögðu þeir Jón Baldvinpg Davíð, nýkomnir úr Viðey, að það fyrsta sem fólk tæki eftir þegar ný ríkisstjórn tæki við væri að ráðherrarnir hyrfu af sjónvarpsskjánum. Þessi rík- isstjórn ætlaði að starfa hljótt. Tveimur mánuðum eftir kosningar var það tekið sam- an að frá stjórnarskiptum hefðu að meðaltali fjórir ráö- herrar birst á hverju kvöldi í Jón Baldvin Hannibalsson Það gekk á ýmsu hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hann sveik Olaf Ragnar og gekk í stjórn með Davíð. Hann sagði að þeir Davíð hefðu smollið saman (það sama sagði hann reyndar um Steingrím á sínum tíma og líka um Ólaf Ragnar). Hann samdi um allt fyrir ekkert við Evrópubandalagið. Síðar kom í Ijós að þetta allt reynd- ist ekki neitt. Hann sagðist vera hrifinn af Jóhönnu. Jafn- vel líka þótt hún væri karl- maður. Hann kom Jakobi Frí- manni í utanríkisþjónustuna. Hann varð fyrstur til að við- urkenna Eystrasaltsríkin þótt enginn tæki eftir því. Hann reyndi að selja langhala sem var ekki til. Hann reyndi aö telja mönnum trú um að sér hefði tekist það. Hann seldi hattinn sinn. Það gekk á ýmsu hjá Jóni. sjónvarpsfréttunum. Þá var enn sumar og lögbundin gúrkutíð. Ekkert var á seyði á stjórnarheimilinu og ráðherr- arnir höfðu ekkert segja. Samt komu þeir í sjónvarpið. Þegar líða tók að hausti ágerðist innrás ráðherranna. Þeir tjáðu sig um allt. Þeir ósvífnustu kvörtuðu meira að segja undan því að viðtölin við þá væru stytt. Þessi plága, ráðherraplágan í sjónvarp- inu, hafði aldrei gengið jafn- hart að þjóðinni. Hún varð fegin þegar auglýsingunum fjölgaði þegar fór að líða að jólum. Þá komu smágrið. Ráðherrarnir hurfu því ekki af skjánum heldur sett- ust þar að. Þeir eru orðnir það stór þáttur í lífi íslend- inga að leita verður í innsta einkalífi til að finna samjöfn- uð. Fólk borðar til dæmis sjaldnar en það sér ráðherra. Það sér um 120 ráðherra milli þess sem það heimsækir for- eldra sína. Það sér ráðherra oftar en það pissar. Og það eru bara örgustu dónar sem hugsa oftar um kynlíf en ráð- herrana sína. að ferðast. Hún afboðaði komu sína á kvikmyndahá- tíðina í Lúbeck og var heldur ekki við vígslu útibús ís- lensku utanríkisþjónustunn- ar í Berjín. En hún sagði ekki neitt. Útflutningsráð, ferða- málafrömuðir, saltfiskútflytj- endur og Flugleiðamenn snerust hins vegar til varnar. Þeir sögðu Vigdísi hafa marg- faldað tekjur þjóðarinnar á ferðum sínum erlendis. Enn hefur ekki fengist úr því skor- ið hvað er hæft í því. Hins vegar fór Vigdís til írlands á árinu og í kjölfarið streymdu íslendingar þangað til að versla fyrir jólin. Kaup- mannasamtökin báðu toll- verðina í Keflavík að hjálpa sér svo gervöll verslunin í landinu færi ekki á hausinn um hábjargræðistímann. ✓ Ólafur Jóhann Ólafsson Árið 1934 tókst að sameina alla sósíalíska rithöfunda í andstöðunni gegn fasisman- um. Þegar herinn kom tók hann við þessu hlutverki. Þegar sósíalistarnir voru orðnir vinstrimenn og leiðir á endalausri andstöðu við her- inn sameinuðust þeir gegn sjónvarpinu, enskunni, heild- sölum og nýbyggingum inn- an borgarmarkanna. Þegar leið á níunda áratuginn fór samstaðan að gliðna en árið 1991 small hún saman á ný þegar samanlögð intellígen- sían sameinaðist gegn Olafi Jóhanni Ólafssyni. Það var eitthvað í fari hans sem hún þoldi ekki. Hann var of vel klæddur. Hann hafði álíka há laun og launasjóður rithöf- unda. Hann skrifaði í flugvél- um. Hann hafði heilsað Na- omi Campbell. Fram að þessu höfðu það verið heilög mann- réttindi íslendinga að skrifa vondar bækur. Það breyttist árið 1991. Þá misstu forstjórar í Ameríku þessi réttindi. „OKKARMAÐV ÍSAUDIARABÍl PERSAFLÓASTRÍÐIÐ er mikil fjölmiðlaraun. NútlmaUckni krefst þcss að atburðimir beríst inn á heimili um víða veröld um leið og þeir gerast og hvenær sem er sólarhringsins, cins og við höfum kynnst í gervihnattasendingum Sky- og CNN-stöðvanna. Þá er eins gott að hafa á staðnum á að skipa heimsvönu fólki með staðarþekkingu og tungumálakunnáttu. I Saudi Arabíu er einn slikur, „okkar mað- ur“, Jón Sveinsson frá Hofi í Vatnsdal, eins og hann nefnir sig hér á iandi og kynnir sig bannig hvenær sem hann kemst í tæri við Islending. Enda segir mikill vinur hans, Pét- ur Thorsteinsson, fyrrum sendihcrra, að af öllum þeim stöðum þar sem hann hafi verið — og þeir eru margir — hafi hann mest dálæti á lslnndi. fslenskuna talar hann rcip- rennandi og lýtalaust. Þetta er maðurinn sem við sjáum scgja á skjánum frá siðustu loftárásum og framvindu stríðsins í bcinni útsendingu á CNN stöðinni frá Saudi Ara- bíu. Á skjánum heitir hann John Sweeney, sem á sinn hátt er jafn mikið frávik frá hinu raunvcrulega nafni hans sem Jón Svcinsson. Maðurinn er af þekktum írskum ættum, ber ættarnafnið Sweeney og lagar svo fornafn sitt Sean að tungumáli og stað- háttum. gclaku h> iltofi Ofl. > 1958 Oft SCTöUt vrtntr- nuður hji Vtftdiai ÁgúttKUttur og Cltta PálMyni á Hoti I V«U» uin hafði vmð aö nmu I Kdinborg. «m Alr ttnn i HoC ein- þan|{ enda hofði I ■ » Irlandi of. . að kynna aér þjóðioga ttdi og mrnningu þor I landi. Kn þeUa hcfur Sean Swtcnry gert alla orvi, ' unnið I þrim löndum irm hann vildi kynnatt og lirrt tungumálhl um leið. X Iriondi á Qólakyldan. arm cr irek bandariak, Ittgarð. og fðr þangað mikið á aumrin. Knðir hona, Janica Johnaon Sweeney, var þekktur á alþjððavrtlvangi búk- mennta og Inta og kunnur fyrir framlag ttU til framgangs nútlma- Cuggenheim-safnslnk I Ncw York. eftir að hafa verið við Modeme-aaf- nið þar 1 borg og aUar Muarum of Kine Ait i llouaton. t blenaka svcit kom Sean þvl frá rútgrónu Leger og Mondrian. Sjálfur var Soan vd frá llanfard- hafði hann I fyrra akrifað Pítri Thoretcinsson þaðan og ttciklitt honum ’ | • — Ml bréf hlngað, Jft_____________ Arabiu og alvcg aestur að á tri- andi. Hann ráðgerði að koma I júnlmánuði tt. á niðslefnu til I* landa. Eiuhvað hefur skiljanlega brryat akyndilega hjá lunum á þoaau hausti og hann snúið aftur til Saudi Aral.iu, enda fengu fYtur og Oddný Thorttciiuoon I fyreu ■kipti ekkert jðiakurt frá honuin. Sean Sweeney hcfur þá haft um annad ad hugta. Itominn I ttrfðið við Pcnaflða. Jðn frá Hofi i Valnsdal Jóo Svemsaon var veturinn 1958 I gcgningum með Góia á llofl. þá — • a gamall. 1 viðtali við Alþýðu ISLANDSVINIIRINN 6001 Bretinn John Sweeney ber ábyggilega af öllum öðrum íslandsvinum þetta árið. Hann birtist okkur á sjónvarpsskerminum tal- andi kvöld eftir kvöld úr kaldri og dimmri eyði- mörkinni suður á landa- mærum Iraks. Menn þótt- ust kenna þar góðan vin; John Sweeney hafði nefni- lega verið vinnumaður á ís- lenskum sveitabæ fyrir ein- um þrjátíu árum. sýnt áhuga á íslenskum bók- menntum og menningu og vinsemd fólkinu sem bygg- ir þetta land. Mogginn sló upp fréttum af John Sween- ey; þarna hafði þjóðin tengst heimsviðburðum traustum persónuböndum. var eiginlega komin í hringiðu þeirra. Eini gall- inn var sá að íslandsvinur- inn góði. hann var einhver allt annar maður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.