Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 35

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 35
Föstudagur 27. desember 1991 GULA PRESSAN 35 sem lágu frammi í búð Sæv- ars Karls og kúnnarnir kipptu með sér ásamt Boss-fötunum á velmektarárum verðbréfa- salanna. Gleymum ekki kynþokkan- um. Að loknum mussutímanum var því haldið fram að þá hefði verið ókynþokkafullsta tíska fyrr og síðar. Hún kæmi þó aldrei aftur. Þá var engin leið að hafa nema óljósan grun um hvernig stúlkur væru í laginu, svo voru þær vendilega innpakkaðar í belgvíð tuskupils, handprjón- aðar peysur sem náðu niður á hné og slitnar loðkápur ofan af háalofti. Svona klæðnaður undirstrikaði ekki vöxtinn, hann strikaði yfir hann. Það er tímanna tákn að þennan stíl má líka sjá meðal Reykjavíkurstúlkna. Og af því allt má, af því það er í raun- inni engin tíska, getur einnig að líta andstæðu hans: níð- þrönga kjóla, flegna niður á bak og brjóst, ofboðslega stutt pils, stuttbuxur, skó með pinnahælum — kynþokka sem er sýnd veiði en kannski ekki gefin. Þetta var semsagt árið þeg- ar við rótuðum á öskuhaug- um tískunnar. Ekkert bendir til annars en að við höldum því áfram. Séra Pálmi Matthíasson Þetta ár var ár séra Pálma Matthíassonar. Það er margra mánaða biðtími eftir giftingu hjá honum. Hann er orðinn eins og Michael Jackson prestastéttarinnar. Hann selst í milljónaupplagi. Hann er prestur sem hefur áhuga á handbolta, brids og skíðum. Hann er allra. Hann hefur fært trúna inn í stórmarkað- ina, þættina hjá Hemma Gunn, skíðabrekkurnar, Ed- en og Guð má vita hvert. Hann er hinn vandrataði meðalvegur — ef það er veg- urinn sem meðalmaðurinn fetar sig eftir. ,Alþýduflokkurinn er upp á dag jafngamall Alþýöusam- bandi /slands og jafneldri þeirra er öldungis engin til- uiljun. Pau voru stofnud sama daginn." HELGI SKÚLI KJARTANSSON sagnfræðingur í mars. „Ég keypti þennan hatt þrátt fyrir ad Jón Baldvin gangi med hatt." FRIDRIK SOPHUSSON í mars, nýbúinn að kaupa sér hatt. ,,Varist eftirlíkingar." JÓN BALDVIN i mars, um Friðrik og hattinn. ,, Auövitað vœri þad óhrein- skilni af mér ef ég segöi þaö ekki hreint út ad ég hef ord- id fyrir svolitlum vonbrigd- um.“ ÞORSTEINN PÁLSSON eftir tapið fyrir Davíð. „Madur sem kallar fjár- málarádherra skúrk getur varla búist vid neinum vett- lingatökum." ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON þáverandi fjármálaráðherra, um deilur sínar við lækna i april. ,,Fyrir um þad bil ári vörud- um viö menn viö þessum kosningum." EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON í apríl, skömmu fyrir kosningarnar. ,,Fýlukratarnir veröa bara aö frjósa úti." SIGBJÖRN GUNNARSSON nýkjörinn alþingismaður fyrir Al- þýðuflokkinn, i sigurvímu eftir kosningarnar í apríl. gán Stefán Baldursson Þangað til á þessu ári var Stefán Baldursson einhver óumdeildasti maður á Is- landi. Flestallir voru sam- mála um að hann væri Ijúf- menni, kurteis með afbrigð- um, en þó dugandi. Semsagt ágætur og enginn kvartaði þegar hann var skipaður í embætti Þjóðleikhússtjóra. Öðruvísi nú. Stefán tók nefni- lega upp á því að spyrja grundvallarspurningar, og lét sér það ekki nægja, heldur fann hann líka við henni af- dráttarlaust svar:. Að reka úr Þjóðleikhúsinu alla þá sem hann taldi ekki hafa dug eða listræna getu til að starfa þar. Þetta var sumsé svar Stefáns við þeirri spurningu hvort listamenn ættu að njóta full- komins starfsöryggis — rétt eins aðrir starfsmenn hjá rík- inu — eða hvort slíkt starfsör- yggi væri yfirleitt samræm- anlegt skapandi list. Og ef eitthvað er að marka þau fleygu ummæli fyrrum list- dansstjóra Þjóðleikhússins að það sé sjúk stofnun og flestir sem komi þangað inn fyrir dyr smitist, þá hafði Stefán á hárréttu að standa og í raun furðulegt að nokkur skyldi láta sér detta í hug að mót- mæla. Það gerðu hins vegar kerfiskarlar sem blöskraði að notalegum friði skyldi spillt með svo óþarfri athafnasemi; leikararnir sem enginn vildi notast við fengu vinnuna aft- ur og Stefán situr hjóður inni í sundursprungnu musterinu i hálfgerðri gíslingu hjá kerf- inu sem hafði hann undir. Stefán gat þó ekki staðist mátið að kaupa eins og eitt leikrit af konunni sinni — svona af því enginn er alveg saklaus og af því ísland er ís- land- ,,Þjóöleikhúsiö er ríkisfyrir- tœki og mér finnst þetta vera dálítiö fasísk vinnu- brögö." BENEDIKT ÁRNASON leikari eftir að hann var rekinn í mars. „Mér viröast allar dyr vera lokaöar. Þaö er ekki nema eölilegt eftir þá meöferö sem ég hef fengiö." STEINGRÍMUR NJÁLSSON kynferðisafbrotamaður daginn áð- ur en hann losnaði úr fangelsi í mars. „Þorsteinn Pálsson er í póli- tík fyrir fjöldann en fyndinn fyrir sjálfan sig og örfáa aöra. Davíö er hins vegar fyndinn fyrir fjöldann en í pólitík fyrir sjálfan sig og örfáa aöra." STUÐNINGSMAÐUR ÞOR- STEINS PÁLSSONAR í formannskjöri Sjálfstæöisflokks- ins i mars. Jón Sigurðsson kom sér í ónáð hjá þjóðinni á mjög kerfisbundinn hátt á árinu. Hann byrjaði á Austfirðingum og Norölendingum. Taldi þeim trú um að það væri inni á kortinu aö þeir fengju álver. Þeir urðu fúlir þegar í Ijós kom að það hafði aldrei nokkurn tímann komið til greina. Síðan leið árið. Jón kom á sjónvarpsskjá- inn að meðaltali tvisvar í viku. „Það er landsýn í malinu," sagði hann og átti viö álverið. Hann sagðist ætla að binda síðasta hnútinn á morgun. Ef hann var spurð- ur um tafir sagði hann að málið hefði steytt á skerjum en væri á leið í höfn. Nokkru síðar sagðist hann ætla að höggva á síðasta hnútinn. Þetta var lygilegt, — svo lygilegt að fólk gat ekki annað en trúað því að álverið væri að koma. Það gat enginn maður reynt að Ijúga á svona ósannfærandi hátt. Þegar Jón loks læddi þvi út úr sér að þetta hefði allt verið í plati trylltist þjóðin. Hún áttaði sig á því að hún hafði aldrei þolað þennan Jón. — Honum tókst að búa svo um hnútana aö hann verður aldrei tekinn í sátt. „Hann mun þannig hafa ógnaö nokkrum, sem voru aö reykja, meö brunaslöngu og hótaö aö slökkva í.“ STARFSMAÐUR Á LANDSPÍTAL- ANUM í febrúar um reykingaeftirlitsmann stofnunarinnar. „Mér er ekki kunnugt um aö þetta hafi valdiö notend- um miklum óþœgindum né aö réttir eiginmenn lendi á vitlausum konum." GUNNAR JÚLÍUSSON deildarstjóri jarðsimadeildar Pósts og sima, um símkerfið í Kópavogi í febrúar. Tískan Hvaða ár er eiginlega? Reykjavíkurstúlka sumars- ins var hugsanlega klædd eitthvað á þessa leið: Hún var í háhælaskóm með kubba- hæl, með fullt af glingri um hálsinn, stóra eyrnalokka, marga hringa. Kannski var hún í hvítum Levis-buxum eða gömlum röndóttum íþróttabuxum eða jafnvel níðþröngum stuttbuxum. Hárið var túperað, hún var farin að prófa að setja rúllur í það eins og mamma hætti að gera fyrir löngu. Hárið hafði hún kannski litað ljóst, en annars voru litasamsetning- arnar æpandi: í belg og biðu bleikt, appelsínugult, Ijós- grænt, gyllt og silfrað. Hvaða ár er eiginlega? Það var reynt að smiða kenningu: Öll börn fermast í fötum foreldra sinna. Hún er sjálfsagt vitlaus, en ekkert verri en hver önnur þegar árið 1991 á í hlut. Önnur kenning var líka sett fram: Engin tíska er svo öm- urleg að hún snúi ekki aftur í einhverri mynd. Vorum við ekki öll sam- mála um að mussutískan mundi aldrei sjást aftur á göt- um Reykjavíkur eða heims- ins; og þegar við skelltum upp úr yfir glimmertísku átt- unda áratugarins eða diskó- tískunni sem kom ögn seinna, vorum við þá ekki hundrað prósent viss um að í þessu mundi enginn heilvita maður láta sjá sig framar? Allt þetta höfum við fengið að sjá aftur i einni eða ann- arri mynd, eitt sér eða í ein- um hrærigraut, og líka: túper- að hár líkt og fyrir daga Bítl- anna, plankaskó eða plat- form-skó eins og um það leyti sem Bítlarnir voru nýhættir, nælonsokka og sokkabönd sem hurfu þegar kynslóð mæðra okkar og jafnvel amma frelsaðist fyrir tilstuðl- an sokkabuxnanna. Allt er tekið og rifjað upp í einhverri mynd, þvi stolið og það stælt; nostalgían virðist eins og óskiljanlegur glundroði, en kannski er hún næstum orðin tilgangur í sjálfu sér, meginþemað sem leikið er með harla hug- myndasnauðan nútíma að baksviði. Allt má, svo fremi sem ein- hverjum dettur í hug að muna eftir því. Nema að vera uppalegur. Tískubylgjur koma og fara með ógnarhraða. Við höfum séð þær allar birtast áður með einhverju móti. Vísindasöguhöfundar for- tíðarinnar héldu að á geim- ferða- og tækniöld mundi tískunni miða áfram í beinni línu líkt og öllu öðru, hún mundi taka framförum eins og sjálft lífið: í gömlum sjón- varpsþáttum sem gerast á geimöld framtíðarinnar eru allir klæddir í sparsamlega hannaða búninga, lausa við óþarfa og prjál, kragalausar blússur, þröngar buxur, mjúka fótlagaskó. Þeir höfðu á röngu að standa. Það er eins víst að fyrsti maðurinn sem stígur á Mars verði í platform-skóm, útvíðum buxum, með festar um hálsinn og pípuhatt, eins og prófessorarnir í geim- ferðasögum Jules Verne. Tískan harðneitar að verða jafn karakterlaus og japansk- ir bílar. Og það sem yfirgnæfði allt annað fyrir fáeinum árum og okkur fannst að hlyti að verða varanlégt; hefðbundin snyrtimennska, jakkaföt, hálstau, fín og góð vöru- merki, siglir hraðbyri á ösku- haugana, að minnsta kosti um stundarsakir. Alltént bregður fólki nú- orðið í brún ef það sér menntaskólaungling í jakka- fötum. Fyrir fáeinum árum hefði það þótt sjálfsagt og bera vott um skynsemi og þroska; nú er það líkt og var í eina tíð merki um að ung- lingurinn sé kúristi, kúgaður af foreldrum sínum eða ætli að reyna að stytta sér leið inn á þing. Auðvitað er þetta einföld- un. Ekki fóru eldri og ráðsett- ari borgarar í hippaföt eða plankaskó, þótt börnin og unglingarnir gerðu það. Varla fara feðurnir að kasta hálsbindunum eins og kín- verjar fléttunum eftir fall keisaradæmisins. Fatatíska fullorðna fólksins hefur hins vegar orðið laus- beislaðri og áreynsluminni en var á uppaárunum svo- kölluðu: nú eru það varla nema melludólgar og nýríkir braskarar sem nota klæðnað- inn til að útvarpa ríkidæmi sínu. Cartier og Rolex eru úti. Gleraugu með skjaldböku- skel líka. Það er ekkert fínt við að ganga með 200 þús- und krónur í andlitinu. Kasm- ír-frakkar eiga heima þar sem þeir hafa alltaf verið, á herð- unum á Halldóri H. Jónssyni. Uppatískan er semsagt orð- in jafn lítið æsandi og gömlu árgangarnir af Wall Street Journal og Financial Times

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.