Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 33
Föstudagur 27. desember 1991
GULA PRESSAN
33
Ingólfur
Margeirsson
Það sannaðist á Árna
Gunnarssyni á árinu að sjald-
an er ein báran stök. Hjá hon-
um var árið samfella af mis-
tökum og ótrúlegri óheppni.
Árni er svokallaður eins kjör-
tímabils-maður. Hann á auð-
velt með að kynnast fólki en
hins vegar erfiðara með að
halda kunningsskapnum við.
Þegar hann fann hvernig far-
ið var að fjara undan honum
á Norðurlandi flutti hann sig
yfir í Suðurlandskjördæmi og
ætlaði að fljúga inn á þing á
því að hafa verið þar í sveit
sem krakki. Því voru allir
búnir að gleyma og Árni kol-
féll. Sigbjörn Gunnarsson
fékk hins vegar gamla sætið
hans Árna þótt hann tapaði
stærstum hluta atkvæðanna.
Eftir að hafa jafnað sig á áfall-
inu datt Árna í hug að fella
Jón Hjaltalin Magnússon og
gerast formaður Handknatt-
leikssambandsins. Stuttu síð-
ar kom í Ijós að HSÍ var á leið
í risagjaldþrot. Þá réð Árni sig
til Slysavarnafélagsins og um
leið sameinuðust Hjálpar-
sveitir skáta og flugbjörgun-
arsveitirnar og tóku foryst-
una í björgunarmálunum.
Núna vill hann verða fasta-
fulltrúi hjá Sameinuðu þjóð-
unum. en því embætti ætlar
Jón Baldvin að halda volgu
fram á næsta vor fyrir Stein-
grím Hermannsson.
Ingólfur Margeirsson fór i frí
sem ritstjóri Alþýðublaðsins
og gaf út metsölubókina í ár.
Hún seldist i um ellefu þúsund
eintökum. Það er tuttugu og
tvöfalt upplag Alþýðublaðs-
ins. Bókin er 350 siður. Al-
þýðublaðið er fjórar. í bókinni
eru þvi87,5 sinnum fleiri siður
en i Alþýðublaðinu. Þegar
þetta tvennt er lagt saman,
upplagið og blaðsíðufjöldinn,
kemur i Ijós að Ingólfur seldi
jafnmargar siður í jólabóka-
flóðinu og hann hefði getað
búist við að selja á sjö árum,
fjórum mánuðum og 24 dög-
um sem ritstjóri Alþýðublaðs-
ins. Efhann byrjaði i dag næði
hann sjálfum sér 20. júni árið
1999. Ingólfur er því á uppleið
— en jafnframt á útleið frá Al-
þýðublaðinu. I haus blaðsins
stendur (i starfsleyfi) við nafn
Ingólfs. Síðustu mánuði ársins
var það gefið út af þremur
blaðamönnum og einum i frii.
Arni (jmnW'SSon
Menningin
ívar Valgarðsson
Sannaði að það er sem betur
fer ennþá hægt að hneyksla.
Fór í Byko, keypti spýtur og
málningardósir og raðaði
snyrtilega upp á Kjarvalsstöð-
um. Fáir voru tilbúnir að fall-
ast á að þetta væri líka list. . .
Súsanna Svavarsdóttir
Skrifaði leikdóm um upp-
færslu Leikfélagsins á Dúfna-
veislunni. Huguð kona. Hing-
að ti.l hafa flestir krítíkerar
látið bugast. Stenst hún reiði
leikarastéttarinnar til fram-
búðar?
Hilmar Örn Hilmarsson
Hreppti alþjóðleg verðlaun
fvrir kvikmyndatónlist og var
heimsfrægur í 15 mínútur úti
í Berlín. Við tökum fagnandi
allri heimsfrægð sem okkur
hlotnast — hversu lítil sem
hún er.
Sigurbjörn Aðalsteinsson
Færði heim sanninn um að
kvikmyndir þurfa ekki að
vera tveggja tíma langar, rán-
dýrar og mannaðar leikara-
stóði. Stuttmyndin Okunn
dufl er kannski ekki besta
mynd ársins en örugglega sú
sem kom skemmtilegast á
óvart.
Sigrún Eðvaldsdóttir
Stúlkan sem þjóðin elskar að
elska. Falleg, fjörug,
skemmtileg og kannski kom-
in langleiðina með að verða
mesti afburða hljóðfæraleik-
ari sem við höfum eignast.
Langvinsælasta leikrit árs-
ins var þrjátíu ára gamall
söngleikur; hálf þjóðin fór og
sá Söngvaseið í Þjóðleikhús-
inu, rétt eins og öll þjóðin sá
Julie Andrews í bíómyndinni
Sound of Music fyrir aldar-
fjórðungi. Tónskáld ársins
lést fyrir tæpum mannsaldri;
tónlistarmenn voru í óða önn
að reyna að fá botn i hvað Jón
Leifs var að fara með verkum
sínum. Fáar myndlistarsýn-
ingar voru eftirminnilegri
eða bitastæðari en sýning á
verkum Sigurðar Guðmunds-
sonar í Listasafni íslands; það
voru mestanpart myndir
gerðar á árunum 1960—70.
Poppstjarna ársins, Rúnar
Júlíusson, var líka popp-
stjarna ársins 1970. Hinir
poppararnir létu sig flestir
dreyma tuttugu ár aftur í tím-
ann. Líkt og í öðrum greinum
mannlífsins horfðu listamenn
um öxl á þessu ári, ekki reiðir,
heldur fullkomlega sáttir.
Lítum framan í nokkra
listamenn og menningarvita.
Flestir þeirra áttu velgengni
að fagna á árinu, aðrir kunna
ef til vill að minnast þess með
hryllingi.
Arngunnur Ýr Gylfadóttir
Sýning á Kjarvalsstöðum,
ógnvekjandi og óhugnanlega
fallegar my ndir sem minntu á
að það er ekki nema næfur-
þunn himna milli lífs og
dauða.
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Söngdrottning íslands. Var
óborganleg sem Gilda í Rigol-
etto, aftur sem Papagepa í
Töfraflautunni og enn aftur í
hlutverki Næturdrottningar-
innar.
Sigurður Guðmundsson
Kannski mestur íslenskra
listamanna, mældur í hreinu
skemmtanagildi. Dásamlega
fyndinn, tvíræður, skáldleg-
ur, mátulega gegnsær, en um
leið listamaður sem vinnur
vinnuna sína af alvöru og
vandvirkni.
Tómas R. Einarsson
Tómas er himnasending fyrir
íslenskan djass, hvort heldur
er sem skipuleggjandi, spilari
eða tónsmiður. Platan hans,
íslandsför, er frábærilega
áheyrileg, hugsanlega tíma-
mótaverk.
Guðmundur Andri/ Thors-
son
Andri setti sér það mottó að
skrifa helst ekki neitt nema
honum þætti það skemmti-
legt sjálfum. Það reyndist vit
í því.
Kæra Jelena
Enn einu sinni setti Þjóðleik-
húsið upp sýningu sem varð
til vandræða; í þetta sinn sök-
um þess að hún var svo prýði-
leg að aðsóknin riðlaði öllum
áætlunum.
Yoko Ono
Kannski engin tímamótasýn-
ing, en fór langleiðina með
að slá aðsóknarmet á Kjar-
valsstöðum. Var ekki líka rétt
mátulegt að fá hingað ekkju
Johns Lennon á þessu ári
enduruppgötvana.
Söngvaseiður
Tugþúsundir íslendinga sáu
þessa sýningu. Kannski var
hún bara svona góð og
skemmtileg, kannski líka af
því leikstjórinn var rekinn
stuttu fyrir frumsýninguna.
Jón Leifs
Gekk aftur með offorsi á ár-
inu og er ekkert á leiðinni
burt aftur. Við spáum þvi að
næsta ár verði líka árið hans.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Reyndi að segja okkur að við
ættum að lesa það sem stend-
ur í bókum, ekki það sem við
viijum að standi í þeim. Gerði
í tímaritsgrein ærlega tilraun
til að slá á þá hugmyndafræði
kvennabókmenntafræðinga
að mestallar bókmenntirnar
fjalli um heimsstyrjöld milli
karla og kvenna.
Börn náttúrunnar
Friðriki Þór tókst ætlunar-
verk sitt; að fá liðið sem fer á
sýningar hjá Leikfélaginu í
bíó. Þar að auki; loksins ís-
lensk mynd sem verðskuld-
aði lofið sem hún fékk.
Sigrún Stefánsdóttir
Fjölhæfasta kona ársins.
Kenndi í Háskólanum, las
fréttir og gerði sjónvarps-
þætti um arkítektúr, Snorra
Sturluson og leikfimi.
Perlan
„Manndrápsperlan með
dauðalyftunni kostaði 1.300
milljónir — 12.754.089 kaffi-
pakka," skrifaði einn óvinur
þessarar miklu byggingar.
Samt verður því varla neitað
að arkítektúrinn er góður og
sniðugur, alveg burtséð frá
gagnsemi hússins.
Hrafn Gunnlaugsson
Teygði sig of langt. Eftir Hvíta
víkinginn nennir þjóðin varla
lengur að láta Hrafn fara í
taugarnar á sér.
Kjartan Ragnarsson
Lengi þótti eitt alveg víst í ís-
lensku leikhúsi; að alþýða
manna flykktist á kassa-
stykkin hans Kjartans. Eftir
sýningu Þjóðleikhússins á
Gleðispili er það langt í frá ör-
uggt-
Ryð
Það kom í ljós að þjóðin er
búin að fá yfir sig nóg af
myndum um ruglað lið sem
manni skilst að búi í gleymd-
um afkimum sveitanna.
Meira að segja gulldrengnum
Sigurjóni Sighvatssyni tókst
ekki að breyta því.
Dúfnaveislan
Annaðhvort er Halldór Lax-
ness vont leikskáld eða sýn-
ingin vond. Nema hvort
tveggja sé. Það fannst þó ekki
Silju Aðalsteinsdóttur sem
uppgötvaði nýja Laxnesstúlk-
un þarna um kvöldið í Borg-
arleikhúsinu; að pressarinn
og allir hinir meinhægu ta-
óistarnir hans Halldórs hefðu
ef til vill verið örgustu fýlu-
pokar og leiðindagemsar.
Sjónvarpið
Hreina satt, það var ekkert í
því á árinu. Fjaðurpenna var
skipt út fyrir sjálfblekung,
vaðmálstreyju fyrir vesti,
sauðskinnsskóm fyrir lakk-
skó, lýsingin stillt ögn, og
þáttur þar sem Árni Magnús-
son paufaðist við að koma sér
að verki breyttist í þátt um Jó-
hann Jónsson. Fólkið sem
velur kvikmyndirnar á föstu-
dags- og laugardagskvöldum
ersvoekki meðrétturáði . . .
Islenski dansflokkurinn
Þraukaði, en ekki nema rétt
svo, þrátt fyrir að danshöf-
undurinn Guy Verendon seg-
ið að dansmeyjarnar væru of
gamlar og ættu í erfiðleikum
með vigtina.
,,Auk þess var litnum á bíln-
um sem ég fór med í burtu
ekki rétt lýst.“
FANGI AF LITLA-HRAUNI
gagnrýnir fréttaflutning af stroki
sínu frá fangavörðum i DV i janúar.
,,Ég hef enga ákvördun tek-
ið um það hvort ég tek sœti
á listanum en hef þó ekki
gefið það írá mér enn."
LINDA PETURSDÓTTIR
i janúar, aðspurð hvort hún ætlaði
í framboð fyrir Framsókn i Reykja-
vík.
„Þetta er slœmt því nýi eig-
andinn keypti auðvitað hús-
ið með trjánum sem nú er
búið að saga niður."
ÖRN ÞÓRHALLSSON
i febrúar, eftir að nágranni hans
hafði tekið sig til og sagað niður
tré i garði Arnar.
„Það er fjarri öllu lagi að
kunningsskapur minn við
Gorbatsjov og andstaða mín
við að styggja hann eigi ein-
hvern þátt t að við hikum
við að viðurkenna sjálfstœði
Litháens."
STEINGRÍMUR HERMANNSSON
i febrúar.
„Það eru eftir allt saman
við sem eigum peninga og
höfum menn á þingi.“
JÚLÍUS SÓLNES
að reyna að heilla smáflokka til
liðs við Borgaraflokkinn í febrúar.
„Okkur fannst þetta vera
orðið í meira lagi."
GÚSTAF LILLENDAHL
fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, um
hassneysluna á Hrauninu eftir að
fimmtíu grömm af hassi fundust í
einum klefanum í febrúar.
„Við vonumst til að samn-
ingsgerð verði lokið innan
þriggja mánaða."
JÓN SIGURÐSSON
álmálaráðherra í febrúar.
„Menn hafa vissulega rœtt
þetta við mig.“
DAVÍÐ ODDSSON
febrúar um líkurnar á þvi að hann
færi í formannskjör i Sjálfstæðis-
flokknum.
„Ég hef ekkert heyrt um
þetta."
ÞORSTEINN PÁLSSON
í febrúar, um hugsanlegt framboð
Davíðs.
„Eg kýs að kalla mig far-
andverkamann."
JÓHANNESJÓNSSON
kaupmaður í Bónus, i febrúar.
„Sem einn af frumbyggjun-
um í efra Breiðholti, og eini
þingmaður Reykvíkinga sem
býr í hverfinu, tel ég mig
vera í góðum tengslum við
fólkið þar.“
ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON
í febrúar að útskýra áform sín um
sérstakt Breiðholtsframboð.