Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 21
Föstudagur 27. desember 1991 GULA PRESSAN 21 Ungur maður í Breiðholti setti hraðsuðuketil í samband FÉKK 3.500 VOLTA SPENNUí GEGNUM SIG OG LIFÐIAF hafði greitt of mikið til Rafmagnsveitnanna Reykjavík, 4. apríl „Við höfum verið að þangað til að fá að vera í reyna að hækka þjónustu- stigið hjá fyrirtækinu. Einn liðurinn í því er að láta fólk ekki eiga neitt inni hjá okkur. Þegar þessi greiðsla barst inn á reikn- ing mannsins hjá okkur fannst okkur eðlilegt að láta hann fá það sem hann hafði greitt fyrir,“ sagði Karl Armannsson, vakt- stjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins, í samtali við GULU PRESSUNA eftir að ungur maður í Breiðholti fékk í sig 3.500 volta spennu á heimili sínu. „Auðvitað þykir okkur miður að svona fór,“ sagði Karl. „Við teljum þetta hins vegar skárri kost en þann að sitja sífellt undir því að við sé- um að hlunnfara kúnnann eins og ríkisfyrirtæki hafa þurft að gera.“ Vegna mistaka hjá ÍSAL fór greiðsla félagsins fyrir raf- orku fyrir síðustu þrjá mán- uði ársins óvart inn á við- skiptareikning unga manns- ins í Breiðholti. Eins og áður sagði settu starfsmenn Raf- magnsveitnanna þá aukinn straum á hús mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. „Eg veit ekki hvað skal segja," sagði ungi maðurinn, Bárður Ingvarsson, í samtali við GULU PRESSUNA. „Ég er bæði reiður yfir því hvernig fór og eins er ég feginn að ég átti ekki neitt inni hjá Hita- veitunni. Ég væri þá eflaust bæði soðinn og drukknaður þar sem ég ligg hér.“ Markaðsmaður ársins 1988 Man ekki hvað nýjasta fyrirtækið mitt heitir segir Hjalti Pálsson viðskiptajöfur, en fjármálaveldi hans er nú týnt Garðabæ, 26. desember „Það er alveg sama hvað ég reyni að hugsa, ég get ómögulega munað hvað ég skírði fyrirtækið síðast,“ sagði Hjalti Pálsson við- skiptajöfur, sem leitar nú logandi ljósi að fyrirtæk- inu sínu. Forsaga málsins er sú að Hjalti hefur reglulega losað um skuldir fyrirtækja sinna með því að skipta um nafn á þeim og skilja skuldirnar eft- ir. Þetta hefur gengið vel fram til þessa og honum tekist þetta í einum nítján tilfellum. Síðast skipti hann um nafn á fyrirtækinu á Þorláksmessu. „Ég gleymdi mér hins veg- ar um jólin. Þegar ég ætlaði að senda út reikninga og ann- Hjalti Pálsson ásamt syni sínum Páli Hjaltasyni. að slíkt á annan í jólum var gersamlega stolið úr mér hvað ég hafði skírt fyrirtækið. Það eina sem ég man var að það byrjaði á K-i,“ sagði Hjalti. Að sögn starfsmanna hluta- félagaskrár geta þeir ekki lið- sinnt Hjalta. Þeir segja það lágmarkskröfu að aðstand- endur fyrirtækja viti hvað fyrirtækin þeirra heiti. „Þetta er grábölvað. Það var enn margt gott eftir í þessu fyrirtæki; uppsafnað skattalegt tap, nokkuð af úti- standandi skuldum og fleira gott,“ sagði Hjalti. „Strakarmr okkar“ hafa veitt mer margar anægjustundir, -segir Ævar Sæberg. Aldraður heiðursmaður í Grindavík BÝÐST TIL AÐ HALDA HM í HANDBOLTA HEIMA HJÁ SÉR Grindavík, 26. desember „Eg hef fylgst með „strákunum okkar“ í mörg ár og þeir hafa veitt mér marga ánægjustund- ina. Því lít ég á það sem skyldu mína að leggja þeim lið þegar aðrir bregðast sem ættu að standa þétt að baki hand- knattleikslandsliðinu. Það er þjóðarskömm. Hér heggur sá er hlífa skyldi.“ Svo mælir Ævar Sæberg, aldraður heiðursmaður í Grindavík, sem hefur sent stjórn Handknattleikssam- bands íslands bréf þar sem hann býðst til að halda heimsmeistarakeppnina í handknattleik 1995 heima hjá sér,- Ævar starfaði um ára- bil hjá fiskverkun Hópsness í Grindavík, en síðar á skrif- stofu fyrirtækisins. Hann er nú kominn á eftirlaun. í samtali við GULU PRESS- UNA sagði Ævar að hann hefði átt viðræður við Jón Hjaltalín Magnússon, for- mann HSÍ, og hefði hann sýnt hugmyndinni mikinn áhuga. Aðspurður sagði Ævar Sæ- berg að heimili sitt væri reyndar ekki sérlega rúm- gott, eða tvö herbergi, eldhús og bað. „Ég er hins vegar einn í heimili, svo várla ætti fólkið að vera að þvælast fyr- ir handboltastrákunum. Þeim er velkomið að halda keppn- ina heima hjá mér ef þeir vilja,“ sagði þessi mikli hand- knattleiksáhugamaður að lokum. Davíð vonast til að geta orðið nýr og betri maður. Davíð Oddsson forsætisráðherra ÉG VEIT ÉG HEF BREYTT RANGT lofar bót og betrun Reykjavík, 25. desember „Eftir að hafa átt erfiða nótt hef ég ákveðið að snúa við blaðinu. Héðan í frá mun ég reyna að auðga líf samferðamanna minna og hugsa minna um sjáifan mig,“ segir í yfirlýsingu sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra sendi frá sér á jóladagsmorgun. I henni kemur fram að ráð- herrann hafi haft erfiðar draumfarir þar sem honum hafi birst ýmsar táknmyndir sem allar stóðu fyrir einhvern þjóðfélagshóp sem hann hafði beitt hörku; ein stóð fyrir sjómenn, önnur stúd- enta, þriðja barnafólk, sú fjórða háskólakennara, sú fimmta Guðmund Malmquist og svo framvegis. „Þegar ég vaknaði hafði ég áttað mig. Þetta fólk hafði ekkert gert mér en ég reynst því illa. Ég get ekki ætlast til þess að þeir sem ég hef beitt ranglæti fyrirgefi mér. Ég get aðeins vonað að mér takist að bæta fyrir brot mín,“ segir í yfirlýsingu ráðherrans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.