Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 8
8 GULA PRESSAN Föstudagur 27. desember 1991 Þorvaldur er nær óþekkjanlegur með gerviskegg og slaufu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Fékk sér gerviskegg og slaufu og flaug inn á þing ekki okkar vandamál lengur, -segir Geir Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna Reykjavík, 27. desember „Þetta mál er sérstætt og erfitt að finna einhver for- dæmi um viðbrögð við því í þingsögunni,“ sagði Sal- ome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við GULU PRESSUNA, en í Ijós kannski segja aö ef við hefð- um átt aö átta okkur á þessu fyrir kosningar þá hefðum viö svo sannarlega átt að sjá í gegnum þetta eftir að þingið hófst. Það hefur verið með ólíkindum hvernig þessi Öss- ur hefur látið." Rafmagnið fór af Höllinni vegna trúarhita ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ GERA ÞETTA segir Grettir Unnarsson, ungur maður í Krossinum, sem hélt að Bryan Adams væri sendur af djöflinum Reykjavík, 26. desember____ Nú er komið í ljós að ástæða rafmagnsleysis í Laugardalshöll þegar fyrri tónleikar bandaríska popp- söngvarans Bryan Adams áttu að fara fram var ekki tæknileg bilun. Niðurstöður rannsóknar Rafmagnseftirlits ríkisins benda eindregið til þess. A sama tíma og þær lágu fyrir gaf ungur maður, Grettir Unnarsson, sig fram við lögreglu og sagðist bera ábyrgð á rafmagnsleysinu. „Hann segist hafa legið á bæn allan daginn og beðið drottin að koma í veg fyrir tónleikana," sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri i Reykjavík, við GULU PRESS- UNA. „Ég veit ekki hverju á að trúa, en þetta er sjálfsagt allt eins góð skýring og hver önnur." „Ég hef áttað mig núna. Ég veit ég gerði mistök," sagði Grettir í samtali við GULU PRESSUNA. „Ég taldi herra Adams vera dauðarokkara og sendiboða djöfulsins. Ég frétti ekki fyrr en rafmagnið var farið að herra Adams er trú- rækinn maður og kominn af trúuðu fólki. Ég biðst fyrir- gefningar" í yfirlýsingu sem trúfélagið Krossinn hefur sent frá sér vegna þessa máls segir: „Þótt Grettir sé mannlegur og geti gert mistök þá er Drottinn það ekki. Hann þekkir sína sauði og hefði varla bæn- heyrt Gretti ef umræddur tónlistarmaður færi á Guðs vegum." Grettir Unnarsson telur sig valdan að rafmagnsleysinu í Laugardalshöllinni þegar fyrri tónleikar Bryan Adams áttu að fara fram. hefur komið að Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem felldur var út af lista sjálf- stæðismanna á Vestfjörð- um fyrir síðustu kosning- ar, náði kjöri á lista AI- þýðuflokksins í Reykjavík undir nafninu Össur Skarphéðinsson. Geir Haarde. „Þetta er ekki okkar vandamál.“ „Þetta er ekki okkar vandamál," sagði Geir Haar- de, formaður þingflokks sjálf- stæðismanna, við GULU PRESSUNA. „Við felldum Þorvald og losnuðum við hann. Það er ekki okkar vandamál að hann skuli hafa komist á þing hjá krötunum. Það er þeirra mál, — og veröi þeim að góðu." „Ég segi ekki að mig hafi grunað þetta, en þegar maö- ur hugsar aftur var margt ein- kennilegt við það hvernig þessi Össur dúkkaði upp á listanum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, við GULU PRESSUNA. „Og það má Ofsóknir á hendur sjoppueiganda VILJA SKIPTA Á STÓRFYRIR- TÆKJUM OG SJOPPU Mosfellsbæ, 27.desember „Þeir mega koma til mín nótt eftir nótt þessir herr- ar, en ég fer ekkert að láta mig,“ segir eigandi sölu- turns í Mosfellsbæ sem hefur orðið fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að helstu frammámenn í íslensku viðskiptalífi birt- ast honum í draumi og bjóða stórfyrirtæki í skipt- um fyrir sjoppuna. „Ég skil ekki hvað vakir fyrir þessum mönnum," segir eigandi söluturnsins, Gott- freð Einarsson. „Þeir reyna að beita fortölum, en þegar þaö dugir ekki grípa þeir til hótana." Meöal þeirra sem hafa birst Gottfreð í draumi með þess- um hætti eru Hörður Sigur- gestsson, Óli Kr. Sigurðsson, Herluf Clausen, Halldór H. Jónsson og Werner Rasmus- son, sem hefur veriö mjög ágengur. „Ég skil ekki hvað Werner er að vilja, liann hlýtur að hafa nóg með sitt," sagði Gottfreð Einarsson sjoppu- eigandi í samtali við GULU PRESSUNA. Werner lætur mig ekki í friði á nóttunni, segir Gottfreð Einarsson sjoppueigandi. Friðrik Sophusson Færði útibús- stjóran- um blóm hefðum þurft að taka upp fjárlögin ef hann hefði ekki stöðvað þjófinn Hofnarfirði, 26. desember -y~ ■" ■ ---■ „Eg ætla ekki að lýsa því hvað mér létti þegar ég heyrði að þjófurinn hefði ekki náð þessum 8 til 10 milljónum. Ef það hefði gerst hefðum við þurft að rífa upp öll fjárlögin og skera niður á móti þessu tekjutapi," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra þegar hann færði útibússtjóra ÁTVR í Hafn- arfirði blóm í gærdag. „Án þín værum við sjálf- sagt enn niðri á þingi og hefð- um ekki komist í jólafrí. Með þessum blómum fylgja kveðj- ur frá fjölskyldum allra þing- mannanna." sagði Friðrik.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.