Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 18
18
GULA PRESSAN
Föstudagur 27. desember 1991
Sarajevo 28. júní 1914 Franz Ferdinand erkihertogi og kona hans Soffía ganga aö bifreið sinni. Áhrifamenn fylgjast meö, þar á meðal
fjármálaráðherra Bosníu. Mánuði síðar braust út heimsstyrjöld.
son, menningarfulltrúi ís-
lenska sendiráðsins í Lundún-
um. Gekk blaðið The Sun svo
langt að halda því fram að
bókin væri ekki annað en
áróðursbragð sem Jakob
Magnússon ætlaði sér að
nota til að laða erlenda ferða-
menn til íslands. Jakob Magn-
ússon vísar því hins vegar
harðlega á bug að hann hafi
haft nokkuð með bókarskrif-
in að gera:
„Því miður verð ég eigin-
lega að segja, því eftir lestur
bókarinnar er ég sannfærður
um að hvert orð í henni eigi
við rök að styðjast. Það
kemst enginn efi að í mínum
huga. Hins vegar hlýt ég að
lýsa yfir vonbrigðum með að
hvergi er minnst á hlut Al-
þýðuflokksins. Hitt er svo
annað mál,“ sagði Jakob í
samtali við GULU PRESS-
UNA, ,,að þessi bók er ein-
hver besta landkynning sem
við gætum fengið. Þar hafa
bresku blaðamennirnir lög
að mæla. Sendiráðinu hefur
þegar borist fjöldi fyrirspurna
frá fólki sem er óðfúst að
sækja ísland heim og kynna
sér málavöxtu af eigin raun."
Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra er á öðru máli og
íhugar að leita leiða til að
hefta útbreiðslu bókarinnar,
jafnt hér á landi sem erlendis.
Hefur hann boðað til ríkis-
stjórnarfundar um málið á
gamlársdag:
,,Ég sé ekki að það geri
landinu neitt gagn að vera
bendlað við svonalagað. Við
erum í djúpri kreppu og meg-
um ekki við frekari skakka-
föllum. Það má vel vera að
allt sé satt og rétt sem stendur
í bókinni, myndirnar tala sínu
máli og erfitt að rengja þær
beinlínis. Mér finnst hins veg-
ar engin ástæða til að halda
þessu á lofti meira en orðið
er. Nógur er skaðinn," sagði
Davíð Oddsson í viðtali við
blaðamann GULU PRESS-
UNNAR.
GULA PRESSAN hefur
ítrekað reynt að ná sambandi
við höfunda bókarinnar, þá
prófessor Nott og dr. Will-
helm, en ekkert orðið
ágengt. Janice, kona Notts,
sagði í samtali við blaðið í
gærkvöldi að hún teldi að
eiginmaður sinn færi huldu
höfði ásamt dr. Willhelm,
sem er ókvæntur. Hefðu þeir
sagst ætla að skreppa út á krá
fáeinum dögum fyrir jól, en
síðan hefði ekkert til þeirra
spurst. Sagði hún það mjög
bagalegt að vita ekki af
manni sínum svona yfir há-
tíðirnar; hann væri ákaflega
gleyminn og gæti því átt í
erfiðleikum með að rata aftur
heim. Því fór hún þess á leit
við GULU PRESSUNA að
blaðið bæði lesendur sína að
svipast um eftir prófessor
Nott á íslandi. Er því hér me<T
komið"á framfæri.
Moskva 1917 Byltingartímar í Russlandi, kommúnistar taka öll völd. Lenín ávarpar utifund, Trotskí
fylgist með. Verkamenn í Moskvu láta sér vel líka. Sovétríkin eru i burðarliðnum.
Southampton 10. apríl 1912 Vegfarandi fylgist með þegar Titanic leggur úr höfn í jómfrúrferð sína.
Tékkóslóvakía 22. júlí 1968 Vorið í Prag. Alexander Dubcek
heilsar upp á vonglaða landa sína.
Árið 12 þúsund f.Kr. Málverk frá steinöld þar sem nú heita Alt-
amira-hellar nærri Santilla del Mar á Norður-Spáni. Um þrjú
þúsund árum síðar leið menning steinaldarmannsins endan-
lega undir lok.
„Eg er búinn að sjá bókina,
en vil sem minnst tjá mig um
málið á þessari stundu," sagði
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins,
þegar GULA PRESSAN ræddi
við hann í gær. „Mér sýnist
hins vegar að erfitt gæti
reynst að vefengja niðurstöð-
ur þessara ágætu vísinda-
manna. Ég veit ekki betur en
þetta séu fræðimenn sem
njóta mikillar virðingar á
sínu sviði.“
Reykjavík 21. desember 1991. Alþingi Islendinga stuttu áður en
það fór i' jólafrí.
New York 27. október 1929 Samkvæmisfólk í New York dansar
áhyggjulaust í næturklúbbi meðan kreppan beið frammi í and-
dyri. Tveimur dögum síðar hrundi verð á hlutabréfum á Wall
Street.