Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 25
Föstudagur 27. desember 1991
GULA PRESSAN
25
KLISJUR ÁRSINS
Sægreifar
(sem feröuðust á saga-class
en hinir í lestinni)
Fortíðarvandi
(ekki einu sinni nefndin um
hann fattaði hvar hann byrj-
aði, kannski við landnám)
Það er landsýn í málinu
(Jón Sigurðsson um álmálið)
Kolkrabbinn
(og fjölskyldurnar fjórtán)
Nú er lag
(Jón Sigurðsson og Þorsteinn
Pálsson um tækifærið sem
við íslendingar gætum misst
af)
Við verðum að nauðhemla
(Einar Oddur (minni spámenn
láta sér nægja að stíga á
bremsurnar))
Aldrei verið betri
(sagt um alla skemmtikrafta
sem voru rifjaðir upp eða rifj-
uðu sjálfa sig upp á árinu)
Kostnaðarvitund
(eitthvað sem fólk fær þegar
ríkið tekur af því peningana)
Það þarf að smúla dekkið
(höfundur: Árni Johnsen.
Merking: Óljós. Fæddist and-
vana)
Ögmundur Jónasson
(er eins og Einar Oddur, ótæmandi
brunnur af klisjuml
KAPPHLAUP ÁRSINS
Um að viðurkenna sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna
(íslendingar urðu fyrstir en
vinaþjóðir leyfðu okkur ekki
að njóta sigursins)
Um að viðurkenna sjálfstæði
Slóveníu og Króatíu
(Aðalatriðið er að taka þátt,
ekki hver sigrar)
VEISLUR ÁRSINS
Opnunarhátíð við Blöndu
(Jóhannes Nordal var ekki fyrr
búinn að opna fyrir strauminn
en þeir fóru að velta fyrir sér
hvemig mætti afrafvæða
sveitirnar)
Sjötugsafmæli Matthíasar
Bjarnasonar
(flugumferð þúsundfaldaðist
yfir Vestfjörðum og út úr einni
flugvélinni steig Davíö með
stærstu gjöfina; að svipta
Byggðastofnun fjárræðinu og
flytja hana til Ákureyrar)
Síðkjóla- og smókingpartíin
á Ægisíðu 88
(enginn fær að koma inn
nema hann hafi meðlimskort i
Kolkrabbanum; restin verður
að fara í bíltúr að kikja á
gluggana)
Opnunarhátíð Perlunnar
(fyrst var sest til borðs; viku
síðar flutti séra Þórir Stephen-
sen borðbæn)
Boð fjármálaráðherra fyrir
Valsara
(og svissneskt handboltalið;
landsmenn föttuðu að nýir
ráðherrar voru ekki endilega
það sama og nýir siðir)
Brúðkaupsveislur
(tólf talsins í Perlunni eitt
kvöldið; matargestir þurftu að
skála fyrir þeim öllum og
dauðsáu eftir að hafa ekki far-
ið á Holtið)
GESTIR ÁRSINS
Þýsku skátarnir
(sem reyndust vera meðlimir i
einhvers konar Hitlerjugend)
Robert de Niro
(sem fékk sér hvítvín og súpu
á Hóltinu, tók með sér brenni-
vínsflösku og tertusneið,
keyrði niður Laugaveginn og
velti því fyrir sér hvort allar
vændiskonurnar væru að
hvíla sig — ók síðan á ólög-
legum hraða til Keflavíkur)
Austurríski fararstjórinn
(sem ætlaði að stela landinu,
stykki fyrir stykki, stein fyrir
stein)
Geitungar
(sem settust að í garðinum
hjá Steingrími Hermannssyni
og komu honum enn einu
sinni í fjölmiðlana)
Tom Cruise
(hann var ekki næstum jafn-
sætur og í bíó)
STÆKKAÐI Á ÁRINU
Hörður Sigurgestsson
(fram eftir ári. Þá fór hann að
minnka aftur)
Brjóstin
BÆJARFÉLÖG ÁRSINS
Suðureyri
(læknirinn fór, hjúkrunarkonan
líka. Presturinn var einn eftir)
Kópavogur
(hvenær verður fólki borgað
fyrir að flytja þaðan?)
FÓRU í FÝLU
Kristján Jóhannsson
(út í Moggann og nesja-
mennskuna á íslandi: „Það
skiptir minn feril engu máli
hvað íslensk blöð og fjölmiðl-
ar segja um mig, — eða yfir-
leitt Islendingar.")
Ingi Björn Albertsson
(út í Davíð)
Valsmenn
(út í Davíð, fyrir hönd Inga
Björns)
Leigubílstjórar
(líka fyrir hönd Inga Björns.
Þeir fylgdu honum úr Borg-
araflokknum)
Einar Hákonarson
(Kjarvalsstaðir voru fullir allt
sumariö nema þegar Einar
sýndi. Allt var það Gunnari
Kvaran að kenna)
Matthías Bjarnason
(var fúll fyrir, en varð ennþá
fýldari vegna Daviðs, ungra
þingmanna, fréttamanna, lífs-
ins og tilverunnar)
KR-ingar
(komust ekki úr fýlunni)
Helgi Þorláksson sagnfræð-
ingur
(út í Hrafn Gunnlaugsson
vegna þess að íslenska þjóð-
veldið leit ekki svona út! Kvik-
myndagagnrýnandi Moggans
var hins vegar hæstánægður
og vildi láta sýna myndina í
grunnskólunum)
FLÍK ÁRSINS
Rauði jakkinn hans Hjörieifs
(þjóðin mændi á jakkann en
heyrði ekki orð sem Hjörleifur
sagði)
VEITINGAHÚS ÁRSINS
Hafmeyjan
(Gagnrýni Jónasar Kristjáns-
sonar um staðinn byrjaði
svona: „Þú vilt verða sjálf-
stæður. Þú ferð i bankann og
slærð lán. Þú kaupir veitinga-
aðstöðu, sem er laus vegna
flutnings eða eins af hinum
tíðu gjaldþrotum í greininni.
Þú lætur inn frystikistu og ör-
bylgjuofn og fyllir kistuna af
alls konar fiski. Þú ferð á Hót-
el Holt og skrifar upp verð af
matseðlinum. Þú setur Dóra
trukk í eldhúsið og opnar
staðinn. Enginn kemur. Þar
sem enn er eftir hluti af
bankaláninu ferðu i sumarfrí
og biður Öddu frænku að
passa sjoppuna á meöan. Þú
kemur aftur. Enn kemur eng-
inn. Þú gerist einn af mörgum
fyrrverandi veitingamönnum."
Þar sem Hafmeyjan var á
Laugaveginum i sumar er nú
Steikhús Pottsins og pönn-
unnar.)
Vígdís Finnbogadóttir
(það var fundið að ferðagleð-
inni um mitt sumar; hún sat
heima það sem eftir lifði árs)
Vesturbæingar
(út í Faxamjöl; stofnuðu sam-
tök um fýlu til að forðast við-
loðandi fýlu)
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son
(út í Matta Bjarna, sem gabb-
aði hann til að detta út af
þingi)
Guðmundur G. Þórarinsson
(út í Finn Ingólfsson, svo út í
Steingrím, svo út í alla fram-
sóknarmenn; einn almóðgað-
asti maður ársins)
EYÐSLUKLÓ ÁRSINS
Árni Johnsen
(hann fór framúr á hverjum
morgni)
ÞEIR STUDDU EKKI
DAVÍÐ
Einar Oddur Kristjánsson
Vígiundur Þorsteinsson
ALÞÝÐUHETJUR ÁRSINS
Tælandsfararnir
VERST KLÆDDU
KONURNAR
samkvœmt könnun
PRESSUNNAR
1. Björk Guðmundsdóttir
söngkona
Stundum með skemmtilegan
stíl en alltaf Ijótan.
2. Guðrún Helgadóttir þing-
maður
Ótrúlega smekklaus og gam-
aldags
3. Bryndís Schram ráð-
herrafrú
Kann ekki að klæða sig upp i
hlutverkið.
4. Katrín Pálsdóttir frétta-
maður
Fylgist ekkert með og aðhyll-
ist hryllilegar samsetningar.
5. Jóhanna Sigurðardóttir
ráðherra
Minnir á Margréti Thatcher í
Marks og Spencer-drögtun-
um.
6. Valgerður Matthíasdóttir
sjónvarpskona
Drusluleg. Gamaldags.
7. Dóra Einars fatahönnuður
Ekki hægt að lýsa henni með
orðum.
INNI
Volkswagen-bjöllur
Kolkrabbinn
Rústrauð málning
Fortíðin
Heimspeki
Steinsteypt hús frá því fyrir
1950
Túperað hár
Rauðvín
Rúnar Júlíusson
Öruggt kynlífsdútl
Gamlir peningar
Fyrirsætur
Þunglyndi
Antíkmublur
Frakkland
ÚTI
Jeppar
Viðskiptafræðingar
Cartier og Rolex
Nýöldin
Gleraugu úr skjaldbökuskel
Sævar Karl
Þórarinn V. Þórarinsson
Magnús Gunnarsson
Þorsteinn Pálsson
VINIR DAVÍÐS
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson
Björn Bjarnason
Kjartan Gunnarsson
Hrafn Gunnlaugsson
VINIR JÓNS BALDVINS
Ámundi Ámundason
Kiddi rótari
Birgir Dýrfjörð
Styrmir Gunnarsson
ÞAÐ BESTA Á ÁRINU
Sumarið 1991
l
Skák
Álver
Gömul timburhús
Páll Magnússon
Heilsubyltingin
Vodka
Klámbrandarar
Nýir peningar
8. Sigurveig Jónsdóttir
fréttastjóri
Púkaleg og ósmekkleg. Ætti
að leita sér ráðgjafar.
9. Málmfríður Sigurðardóttir,
fyrrverandi þingkona
Ósnyrtileg. Hörmuleg ímynd
fyrir þingheim.
10. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir þingkona
Ein af þeim sem virðast
klæða sig blindandi.
ÓDÝRUSTU ÞINGMENNIRNIR
Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir 443 atkvæði
Kristinn H. Gunnarsson 619 atkvæði
Gunnlaugur Stefánsson 803 atkvæði
Vilhjámur Egilsson 892 atkvæði
Sighvatur Björgvinsson 893 atkvæði
Hundar
Mjúki maðurinn
Námslán
Einar Oddur Kristjánsson
Bandaríkin
Handbolti
Stálhúsgögn
VONLAUSUSTU
FRAMBJÓÐENDURNIR
1. Jón Oddsson, Heimastjórn-
arsamtökunum
(0,23 prósent á Reykjanesi)
2. Eiríkur Björn Ragnarsson,
Verkamannaflokknum
(0,26 prósent á Reykjanesi)
3. lngi G. Ársælsson, Heima-
stjórnarsamtökunum
(0.26 prósent á Suðurlandi)
4. Tómas Gunnarsson,
Heimastjórnarsamtökunum
(0,29 prósent i Reykjavík)
5. Kjartan Jónsson,
Græningjum
(0,29 prósent á Reykjanesi)
MESTA FYLGISHRUNIÐ
Júlíus Sólnes
(hafði 10,9 prósent á Reykja-
nesi en missti það niður í 0,8
prósent. 93 af hverjum hundr-
að sneru við honum baki)
KOM INN EN DATT ÚT
AFTUR
Giftingarmyndir
Blústónlist
Steggjapartí
Hipp hopp
Brúðkaupsveislur í Perlunni
Drag Show
Björn Bjarnason
Ráðstefnur