Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. desember 1991 GULA PRESSAN 5 Um leið og við þökkum frábærar móttökur, þá viljum við óska hlustendum okkar og viðskiptavinum árs og friðar. Aðalstöðin er stöð bjartsýni og framfara. Af því tilefni helgum við dagskrá stöðvarinnar um áramót framtíðinni, bjartsýni, von og kærleik. „Sjá dagar koma" Á gamlársdag kl. 13.00 mun Ingvi Hrafn Jónsson ræða við fulltrúa stjórnmálaflokkana um framtíðarsýn þeirra. Hvert stefnir í íslenskum atvinnumálum, menningarmálum og hvernig sjá þeirframtíð þjóðarinnar. Þátttakendur í þessum umræðum verða: Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson, Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson „ Leðurblakan " Kl. 20.00 á gamlárskvöld verður á dagskrá Óperettan Leðurblakan eftir Jóhann Strauss. Það er víða hefð í óperuhúsum að flytja Leðurblökuna á gamlárskvöld. Aðalstöðin ætlar að tryggja sanna Vínarstemmningu þetta kvöld með flutningi þessarar skemmtilegu óperettu. „Nýárstónleikar" Við viljum benda sérstaklega á Nýárstónleika Aðalstöðvarinnar, sem hefjast kl. 10.00 á nýársdag. Þar verður m.a. flutt „Klukkusinfónía“ Haydn's og Óratorían Sköpunin eftir sama höfund. Séra Karl Sigurbjörnsson flytur ritningaorð. „Ávarp forseta Islands" Ávarp forseta íslands frú Vigdísar Finribogadóttur verður útvarpað á Aðalstöðinni kl. 13.00 á nýársdag. Það er Aðalstöðinni kærkomið að flytja áramótaávarp frú Vigdísar. „Framtlðarspá" Aðalstöðin lætur sér framtíð þjóðarinnar miklu skipta og hefur sýnt það í verki í þáttum sínum. Á nýársdag að loknu ávarpi forseta íslands munu nokkrir valinkunnir menn flytja sína framtíðarspá í samnefndum þætti. Meðal þeirra sem fram koma eru: Sigurjón Sighvatsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Brynjólfur Bjarnason, Jóhannes Kristjánsson, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Orri Vigfússon og Sveinbjörn Björnsson. „ Framtíðarsýn " Ríkisstjórn íslands á úr vöndu að ráða í efnahags- og atvinnumálum. Forsætisráðherra Davíð Oddsson mun í sérstökum þætti “Framtíðarsýn", sem hefst kl. 14.30 ræða um það hverjum augum hann lítur framtíðina. Stjórnandi þáttarins er Óskar Magnússon. „La Boheme" Að lokum viljum við benda á að kl. 18.00 á nýársdag verður á dagskrá óperan La Boheme eftir Puccini og flytjendur ekki af verri endanum m.a. Luciano Pavarotti og Mirella Freni. Af þessu má sjá að Aðalstöðin leggur metnað sinn í vandaða dagskrá. Við munum á nýju ári bæta um betur og vanda dagskrá stöðvarinnar eftir megni. Adalstödin óskar hlustendum sínum og viðskiptavinum gleðilegs árs og þakkar ánægjulegar samverustundir á liðnu ári.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.