Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 32

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 32
32 GULA PRESSAN Föstudagur 27. desember 1991 ‘J?(Í3vwuttKpvieiya, án&étty' faá /4 tcí Ö hátt til höggs á undanförnum árum til að bjarga fyr- irtækinu (án árangurs) var gripið til enn drastískari aðgerða á þessu ári. Akveðið var að bora 4,8 kíló- metra jarðgöng til að koma Fiskiðjunni Freyju í sam- band við veruleikann (það er álíka langt og frá Ell- iðaárbrú að Rakarastofunni á Klapparstíg). 4,8 kíló- metrar jafngilda 12 metrum og 60 sentimetrum á hvern íbúa á Súganda. Ef íbúar höfuðborgarsvæðis- ins ættu að fá jafnlöng göng þyrfti að bora út 1.825 kílómetra. Ef annar endi ganganna væri í Ártúns- brekkunni mundu bormennirnir koma út við Champs Elysées-breiðgötuna í París. Þangað gætu Reykvíkingar farið að kaupa sér súkkulaði í framtíð- inni, því hörmungar ársins eru ekki bundnar við eina Freyju heldur tvær. Ríkisstjórnin hefur nefni- lega ákveðið að láta Súkkulaðiverksmiðjuna Freyju (og aðrar sælgætisverksmiðjur) bragðbæta landbún- aðarvandann svo almenningur geti kyngt honum. Stjórnin hætti niðurgreiðslum á mjólkurdufti svo nú er það á sama verði og gull. Molinn mun kosta hátt í 2.500 krónur. Þeir sem kaupa súkkulaðið í París þurfa því ekki að kaupa sér nema eina Síríuslengju til að ferðin borgi sig. fi VJranges Enn einn happdrættisvinningurinn sem brást. Þetta sænska fyrirtæki gaf okkur von, ásamt Alum- ax og fleiri stórfyrirtækjum, en svipti okkur henni aftur. Þannig var allt þetta ár. Vonir og þrár sem urðu að engu. Og við sem áttum svo bágt allt árið og höfðum ekkert til að lifa fyrir nema vonina. Meira að segja Reyðfirðinga dreymdi um álver, eins óraun- sætt og það nú reyndist. En auðvitað hefði fólk átt að sjá í gegnum þennan klúbb stórfyrirtækja, sér- staklega fyrir að í honum var þetta sænska fyrirtæki. Svíar hafa aldrei fært okkur neitt sem ekki brást á endanum. Þannig fór um mengin. Þannig fór um öll sósíalpróblemin sem við fluttum hingað heim og reyndum að tileinka okkur. Og þannig fór Svíþjóðar- dvöl og -frægð Hrafns Gunnlaugssonar. Svíarnir skil- uðu honum aftur. Handbolti Eins og alltaf í lífinu, þá er það sárast þegar þeir bregðast sem maður hefur litið upp til. Þannig iék handboltinn þjóðina á árinu. Þá fékk hún reikninginn vegna fagnaðarlátanna í hausinn. Ævintýrið hafði kostað 50 milljónir og það þurfti 1.000 milljónir til viðbótar ef þjóðin átti ekki að verða að athlægi út um allan heim. Það er kannski sárast til þess að hugsa að meira að segja Nígeríumenn munu hlæja — jafnvel þótt við gæfum þeim 50 handbolta á sín- um tima gegn því að þeir greiddu því atkvæði að við fengjum að halda heimsmeistarkeppnina árið 1995. Þegar þetta lá fyrir spurði þjóðin: Hvernig stendur á því að við þurfum að reisa handboltaieikvang fyrir 8.000 manns? Hver kom okkur í þessi vandræði? Hver var eiginlega þessi Bogdan? Hvað fær menn af fornri menningarþjóð, eins og Pólverjar eru, til að koma hingað, hafa okkur að fíflum í 1.000 daga, stinga síðan af og skilja okkur eftir í súpunni? Hver var aftur afstaða íslensku rikisstjórnarinnar þegar Þjóðverjar gerðu innrásina árið 1939? lcelandic week of cultural contrasts Sem betur fer eru til dæmi um að hörmungar standi aðeins í skamma stund. Og þess eru líka dæmi að það sem í fljótu bragði virðist hörmung reynist hið besta mál þegar á reynir. Þannig léku Jakob Frí- mann Magnússon og búsklátturinn hans þjóðina á ís- landskynningunni í Gulbenkian-galleríinu. Kannski á þetta ekki við um Jakob sjálfan. En þetta á viö um búksláttinn og alveg örugglega um Gulbenkian karlinn. Hann kom sér út úr öllum húsum með vopnasölu á sínum tíma en reisti mannorðið við með því að ausa peningum í allra handa listir og mann- úð. Á svipaðan hátt snerist afstaða íslensku þjóðar- innar til búksláttarins. Þegar hann var sýndur í breska sjónvarpinu blygðaðist þjóðin sín. Þegar Ár dýranna Kýrnar stálu sen- unni eitt árið enn Eins og undanfarin ár áttu kýrnar árið 1991. Engin önn- ur dýr komust jatnoft í frétt- irnar — enda lögðu engin dýr jafnmikið á sig til þess — og beljurnar. Fyrir tveimur ár stal kýrin Huppa senunni þegar hún bjargaöi sér á flótta undan slátraranum og synti yfir Dýrafjörð. Hún var hetja þess árs. En í ár berjast tvær kýr um titilinn; Ófeig frá Skógar- hlíð og Von frá Fremsta-Gili. Báðar með nafn við hæfi. ÓFEIGARÞÁTTUR Ófeig reif sig lausa í Reykja- hverfinu þegar þrír menn héldu henni og ætluðu að slátra henni. Hún tók þegar á rás og stefndi til fjalla. Og mennirnir á eftir henni. Ekk- ert gat stöðvað Ófeigu, hvorki girðingar né illfærir skurðir. Það dró frekar sund- ur með henni og mönnunum sem eltu. Þeir gáfust loks upp undir myrkur. Síðasta sem þeir sáu til Ófeigar var þegar hún leit til þeirra, þá komin upp í rniðjar fjallshlíðar. Daginn eftir hófu þeir eftir- leitina í birtingu og nú á hest- um. Þeir sáu ðfeigu en tókst ekki aö fanga hana. Áfram var leitað, bæði úr lofti og af landi, en án árangurs næstu fimm daga. Þá skall á hret svo leit ná niðri en Ófeig var grunuð um að halda sig í um 500 metra hæö, í mikilli hagl- eysu þar sem leitarmanna var síst að vænta. Á tólfta degi sást til Ófeigar úr flugvél þar sem hún norp- aði sunnarlega á Langavatns- heiði. Kallað var á hjálpar- sveit skáta í Aðaldal og fóru þeir á vélsleðum, fjórhjólum og fleiri tækjum til að fanga Ófeigu. Þeir fundu hana, en hún hafði fært sig nokkuð úr stað frá því flugmennirnir komu auga á hana. Hún hef- ur auðsjáanlega ekki ætlað að láta fanga sig. Hún varð hins vegar að láta í minni pokann þegar hjálparsveitin elti hana um heiðina á vél- sleðum. Skátarnir keyrðu sleðana fram með henni og í þriðju tilraun tókst einum þeirra að stökkva á Ófeigu og snúa hana niður. Tólf daga baráttu var lokið. Ófeig var færð niður til byggða. Henni var gefið líf. VONARÞÁTTUR Næst víkur sögunni til Blönduóss. Þar átti að leiða kúna Von til slátrunar ásamt tveimur stöllum sínum. Þeg- ar reka átti þær í réttina sneri Von sér hins vegar við, stökk í fangið á manninum sem stóð fyrir gættinni, hrinti honum um koll og lagði á flótta. Hún hélt niður á sjáv- arkambinn. Þrír bændur fóru á eftir henni og reyndu að komast í veg fyrir hana en það gekk ekki. Von færði sig af sjávar- kambinum og inn í bæinn og gegnum nokkra garða. Bændurnir á eftir. Þá tók kýr- in á rás og þeysti út úr bæn- um. Davíð Oddsson Það hafa margir oröið til þess að kvarta yfir því að Davíð Oddsson sé töff og hann hafi flutt með sér hörku og óvægni inn í pólitíkina. Á þessu ári stendur það samt upp úr hjá Davíö að hann var ekki nógu töff. Auövitað hefði hann átt að slátra Þor- steini. Það er barnaieg væmni að leyfa líkinu að fljóta meö í lestinni. Það er dæmt til að ganga aftur og leita hefnda. Og auðvitað hefði hann átt að svínbeygja þingflokkinn í staö þess að beygja sig undir framsóknar- mennskuna og Þorsteins-ele- mentið í flokknum. Eftir allt bugtið og beygingarnar lifði minnst af töffheitunum af. í lok ársins var hann orðinn gísl ekki meiri manna en Bændurnir sáu að við svo búið mátti ekki standa og kölluðu á skyttu og meiri mannskap. Hersingin elti síð- an kúna yfir tún og móa í Langadalnum. Þegar kom að Grafarvatni synti Von út í mitt vatnið en sneri síðan til baka. Skyttan reyndi að komast í færi en Von hljóp hana af sér og hélt niður að Blöndu. Bændurnir töldu nú að Von ætlaði heim að Fremsta-Gili og sendu slátrarana heim. En Von lék á þá, fór yfir þjóðveg- inn, skurði og girðingar þar til hún kom að eyðibýlinu Björnólfsstöðum. Þar stopp- aði hún úti í haga í hópi hrossa á beit. MANNÆTUFISKAR OG SVANGIR FISKAR Fáar dýrategundir komust á árinu með tærnar þar sem kýrnar hafa hælana. Það er helst að einhverjar almenni- legar fréttir hafi borist af fisk- um. Hér skal ekki staldrað við langhalann heldur miklu háskalegri fiska sem gælu- dýrabúð ein hóf innflutning á. Það voru Pirena-fiskar frá Amazon; svokallaðir mann- ætufiskar. Þeir voru auglýstir til sölu en ekki fer sögum af kaupendum þeirra. A sama tíma fréttist af löxum í kvíum Atlantslax við Grindavík, sem ekkert höfðu fengiö að éta svo dögum skipti, — hvorki mannakjöt né fóður. Ástæðan var sú að laxarnir í landinu höfðu tæmt alla sjóði svo hvergi var aur að finna. Árna Johnsen. Einars Kr. Guðfinnssonar og slíkra nóta. Hann hafði samið af sér í stjórnarmynduninni. Kratar fengu sex ráðherra en sjálf- stæðismenn aðeins fjóra. Eigandi Atlantslax átti því ekki lengur fyrir mat handa löxunum. KONUR OG BÖRN DREPIN FYRST Kanínur komust einnig ör- lítið í fréttir þegar deila reis upp í félagi kanínubænda. Deilan var dálítið loðin eins og kanínurnar og fjaraði út. Rjúpan á sinn trygga sess í fjölmiðlum þegar líða tekur að jólum. Nú voru fréttirnar allar á einn veg; mikil eftir- spurn en þeim mun minna af rjúpunni til að skjóta. Óg nú rétt fyrir nýárið komst enn ein dýrategundin í fréttir þegar umhverfisráðu- neytið setti reglur um hrein- dýraveiðar. í þeim segir að einungis sé heimilt að skjóta kýr og kálfa felldra kúa. Með öðrum orðum fá karlarnir að vera í friði en heimilt er að skjóta konur og munaðarleys- ingja. Þegar hér er komið sögu voru bændurnir orðnir þreyttir og tíndust hver til síns heima. En um miðnættið hringdi síminn heima hjá eig- anda Vonar. Honum voru færðar þær fréttir að Von stefndi inn í Blönduósbæ og færi hratt yfir. Inni í bænum rakst hún á ungt fólk sem var að skemmta sér og fór það að hamast í henni. Það fór í skapið á henni, hún fyrtist við og þaut út úr bænum aftur. Þegar eigandinn kom að henni stóð hún við girðingu fyrir ofan bæinn, en um leið og hann gerði tilraun til að fanga hana var hún rokin á ný. Það var ekki fyrr en daginn eftir að næst fréttist til Vonar. Hún var þá aftur komin í fé- lagsskap hrossa, nú við Blöndubakka. Þar laumuðust menn að henni og skutu hana á færi. Þrátt fyrir að hafa lagt að baki um 30 kílómetra á ein- um degi tókst Von ekki að bjarga lífi sínu. AF ERLENDUM KÚM En það var ekki bara á ís- landi sem kýr voru í fréttum. Frænká Vonar og Ófeigar í Noregi, Rósalind, komst einn- ig í hann krappan á árinu. Þegar bóndinn var að leiða hana út í haga fyrtist hún við, reif sig lausa og tók á rás í átt að Frambakken-skíðastökk- pallinum. Þegar þangað kom vildi hins vegar svo slysalega til að hún rann til og niður eft- ir pallinum og síðan fram af. Hún æðraðist ekki, heldur hélt jafnvæginu í loftinu og kom niður á fæturna eins og þrautþjálfaður skíðastökkv- ari. Til að narra hana heim eftir ævintýrið lét bóndinn sprauta hana með róandi lyfj- um. „Nú." spvr fóik. ..hver var sjötti kratinn?" ,.É'g." svarar Davið sjálfur. búinn að kom- ast að því í lok ársins að hann á fátt sammerkt með þingliði Sjálfstæðisf lokksins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.