Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 27.12.1991, Blaðsíða 14
14 GULA PRESSAN Föstudagur 27. desember 1991 Snyrfið yhhup meö Tyopieifi Skeggvöxtur og snyrting I þessum fyrsta þætti mín- um ætla ég að fjalla um skegg. Ótrúlega margir átta sig ekki á þeirri tjáningu sem felst í skegginu og freistast til þess að bera skegg sem hæfir ekki karakter þeirra eða tjáir allt aðrar tilfinningar en þeir vilja láta uppi. Mér hefur til dæmis alltaf fundist Björn Grétar Sveins- son með allt of hörkulegt skegg. Hann sker það eftir reglulegum línum svo hvergi sést fínleg lína. Þetta gerir hann hörkulegan, — sem er 1 synd því Björn er Ijúfur mað- ur og indæll. Arthúri Björg- vini Bollasyni hefur tekist miklum mun betur með sitt skegg. Það hvílir meiri kyrrð yfir andliti hans og Ijöst skegg finnst mér alltaf gefa til kynna ákveðna visku. En kannski eru það bara einhver áhrif frá bókunum um galdra- manninn Merlin, sem ég las í æsku, eða góðlegu bíblíu- myndunum. En skeggið tekur ekki bara mið af persónuleikanum heldur tískunni einnig. Þegar ég lít til baka og rifja upp hvernig mitt eigið skegg hef- ur breyst sé ég þetta glögg- lega. Um árið 1980 (sjá skýr- ingamynd) eimdi enn eftir af hippatískunni. Þá var nokkur gróska í skegginu þó ég liafi aldrei gengið svo langt að hafa það ósnyrtilegt, eins og Svavar Gestsson. Þegar líður á níunda áratuginn fer tíðar- andinn að breytast. Þá koma fínlegri línur í skeggið og skurðurinn verður léttari (sjá skýringarmyndir 2 og B). Undir lok áratugarins voru bartarnir og vangaskeggið al- veg horfin og ég lagði aðal- áhersluna á yfirvaraskeggið en lét smálínu halda sér undir hökunni, eins og til að ríma 2 við skeggið á efri vörinni (sjá skýringarmynd 4). í vor lét ég siðan hökuskeggið fjúka en lét yfirvaraskeggið þess í stað enda í ákveðnum punkti rétt undir kjálkabeinunum. Mér fannst það fallegra en að láta það fjara út í ekki neitt (sjá skýringarmynd 5). Þótt ég vilji ekki gera of mikið úr þessum breytingum á mínu eigin skeggi held ég að þróunin næstu árin verði einmitt í þessa áttina. Skegg- ið verði meira notað eins og til að undirstrika andlits- drættina hér og þar en verði ekki svo gróskumikið að það skyggi á hina náttúrulegu andlitsdrætti. Fyrir þá sem vilja athuga hvernig þeir líta út með þess- ar margvíslegu gerðir af skeggi væri sniðugt að skella skýringarmyndunum í ljósrit- unarvél sem getur stækkað. Ef þær eru stækkaðar um 50 prósent ættu þær að passa við andlit flestra fullorðinna. Og ef mönnum líst vel á það sem þeir sjá í speglinum geta þeir notað myndirnar sem skapalón þegar þeir raka sig næst. Góða skemmtun. Meira síð- ar- Með kveðju, ykkar Hjörleifur. SVISSNESKUR AUÐKÝFINGUR KAUPIR ESJUNA Genf, 27, desember__ Svissneski auðkýfingur- inn Giinther Hasse hefur fest kaup á Esjunni. Sveit- arstjórnarmenn í Kjósar- og Kjalarneshreppum skrifuðu undir sölusamn- inginn seint í gærkvöldi. „Auðvitað eigum við eftir að sakna fjallsins, sérstaklega þeir eldri sem hafa búið undir því alla sína hunds- og kattar- tíð,“ sagði Páll Hjartarson, bóndi og aðalsamningamað- ur hreppanna. „En Hasse bauð það vel að við gátum ekki hafnað." Að sögn Páls hyggst Hasse láta flytja Esjunna út og láta hana ofan á svissneska fjallið Matterhorn. Þar með verður það hæsta fjall Evrópu og hærra en Mont Blanc. „Salan á Esjunni blandast inn í einhvern hrepparíg þarna suðurfrá," sagði Páll. „Við höfum mótmælt en það hefur ekki verið hlustað á okkur," sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri. „Ut- anríkisráðuneytið segir að ekkert sé hægt að gera. Með EES-samningunum er tryggt frjálst streymi vinnu, fjár- Markús Örn falast eftir spón- um úr Vestfjarðagöngunum til aö búa til úr fjall. magns og fjalla yfir landa- mæri.“ Markús sagði Reykvíkinga koma til með að sakna Esj- unnar. „Við ætlum hins vegar ekki að vera fjalllausir lengi. Við höfum kannað kaup á Vaðla- heiðinni norðan úr Eyjafirði og fengið jákvæð svör. Eins höfum við hugsað okkur að gera samning við Vestfirð- inga um að fá spænina úr fjöllunum sem myndast við gerð jarðganganna. Verk- fræðingar segja hugsanlegt að hrúga upp fjalli úr hon- um.“ Jón Bárðarson, starfsmaður Þjóðleikhússlns, skoðar sprungur í veggjum. Ekki er talið sannað að þær séu vegna draugagangs. Draugagangur í Þjóðleikhúsinu Leikarar heyra pú og óánægjuraddir þaðan sem efstu svalir voru Reykjovík, 4, qpn'l „Stundum heyrir maður varla í sjálfum sér fyrir skvaldri, púi og allskyns óánægjuröddum,“ segir Arnar Jónsson leikari í samtali við GULU PRESS- UNA, en leikarar Þjóðleik- hússins hafa kvartað und- an draugagangi í sal Þjóð- leihússins í haust og vetur. Arnar, sem meðal annars liefur leikið í Gleðispilinu eft- ir Kjartan Ragnarsson í vetur. segir að strax við frumsýn- ingu hafi farið að heyrast óánægukliður frá efstu svöl- unum, en sem kunnugt er voru þær rifnar við breyting- ar á salnum. „Síðan hefur þetta magn- ast til mikilla muna,“ segir Arnar. „Upp á síðkastið hefur háreystin verið slík að maður hefur varla heyrt hvað fer fram á sviðinu. Á milli þess sem það er eins og reynt sé að púa niður sýninguna ætlar sælgætisbréfa-hávaðinn að æra mann." „Eg hef heyrt af þessu," sagði Árni Johnsen, formað- ur byggingarnefndar leik- hússins, í samtali við GULU PRESSUNA. „Flestir sem hafa tjáð sig hafa verið ánægðir með breytingar á salnum. Það er því helvíti hart ef við þurfum að taka til- lit til þessara radda, sem virð- ast koma að handan." Tók 5.000 krónur fyrir og spáði öllum því sama hótaði að breyta lögregluþjóni í ánamaðk Spákonan spáði öllum Akurnesingum að þeir færu í sjóferð til Reykjavíkur. Spákona á Akranesi Akranesi, 23. desember_ „Konan sýndi mótþróa við handtökuna og hafði í hótunum við lögregluna og þegar hún hótaði að breyta ungum lögreglu- þjóni í ánamaðk neydd- umst við til að handtaka hana. Hún fékk að gista hér í nótt, en lögreglu- þjónninn fór til sálfræð- ings í Reykjavík snemma í morgun," sagði Elías Þórð- arson, lögregluvarðstjóri á Akranesi, í samtali við GULU PRESSUNA. „Okkur hefur borist fjöldi upphringinga og kvartana vegna þessarar konu sem flutti hingað i bæinn í vor. Hún hefur þóst vera spákona og margir leitað til hennar. Spádómarnir hafa þó ekki verið beysnari en svo að hún spáir öllum því að þeir fari í sumarfrí á næsta ári og að þeir muni fara í sjóferð til Reykjavíkur. Fyrir þetta tók hún 5.000 krónur." sagði El- ías. „Mælirinn varð svo fullur nú í jólamánuðinum þegar hún spáði fyrir öllum aðþeir fengju Lífróður Árna Tryggvasonar í jólagjöf. Þá létum við til skarar skríða."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.