Pressan - 09.01.1992, Page 4

Pressan - 09.01.1992, Page 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 Á L I T Tekjutenging ellilífeyris ÖGMUNDUR JÓNASSON, FORMAÐUR BANDALAGS STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA „Athugasemdir mínar við þessi áform eru þær helstar, að tekjutengingin liggur lágt og að auki er einungis miðað við vinnutekjur en ekki ! eignatekjur. Þannig sigla fjármagnseigendur og stóreignafólk frían sjó, en launafólk borgar brúsann sem endranær. Ljósi punkturinn er sá að lífeyrissparnaður er und- anþeginn skerðingu, enda hefði verið fráleitt að skattleggja hann með þessum hætti. Þessar ráðstafanir fá slæma einkunn hjá mér, því það er aðeins verið að skerða kjör lífeyrisþega. Ekki bæta þau. Þetta er fyrst og fremst tekjutengdur niður- skurður og ekkert annað en skattlagning á lífeyrisþega." DAVÍÐ ÓLAFSSON, FYRRVERANDI SEÐLA- BANKASTJÓRI „Mér finnst það ekki óeðlilegt þó að þessi grunnlífeyrir falli niður þegar menn hafa at- vinnutekjur umfram einhverja tiltekna upp- hæð. Þetta er bara einn liður í því að reyna að vinda svolítið ofan af óraunhæfu velferðarkerfi." c^h MAGNÚS H. MAGNÚSSON, FORMAÐUR SAMTAKA ALDRAÐRA OG FYRRVERANDI FÉ- LAGSMÁLARÁÐHERRA „Ég er algerlega andvígur því að skerða grunnlífeyri almannatrygginga. Um er að I ræða áunninn rétt eftir greiðslur sérstaks al- mannatryggingagjalds í hverjum mánuði í þrjá áratugi eða lengur. Það er fráleitt að skerða grunnlífeyri hjá þeim, sem hafa atvinnutekjur yfir 65.000 krónur á mánuði en snerta ekki á fjármagnstekjum. Menn geta allt eins haft milljón krónur á mánuði í fjármagnstekjur og haldið samt óskertum grunnlíf- eyri, fullri tekjutryggingu, heimilisuppbót og hvað þær nú heita allar þessar bætur almannatrygginga." 1 PÁLL GÍSLASON, YFIRLÆKNIR OG BORGAR- FULLTRÚI „Mér finnst það siðferðislega rangt að skerða ! grunnlífeyrinn. Menn eru búnir að leggja inn | og eiga þar af leiðandi rétt á að fá greitt aftur. I Grunnlífeyririnn er ekki nein ölmusa. Hann er ekki greiddur af því að menn eru fátækir eða ríkir, heldur af því að menn hafa til hans unnið. í þeim efnahagserfiðleikum, sem þjóðin á við að etja núna, er hins vegar kannski ekki óeðlilegt að þeir, sem enn hafa tekjur, gefi eitthvað eftir af hlut sínum og þess vegna get ég fellt mig við tekjutenginguna." á JÓHANNES NORDAL SEÐLABANKASTJÓRI j „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að nauð- synlegt væri að samræma lífeyrissjóðagreiðsl- | ur og greiðslur almannatryggingakerfisins. í j því þarf meðal annars einhver tekjutenging að I koma til. Mér finnst óeðlilegt að menn, sem eru í starfi, fái lífeyri frá almannatryggingunum. Ég hef til dæmis ekki tekið minn lífeyri frá því ég fékk þann rétt, þó svo að þið hafið slegið hinu gagnstæða upp um daginn. Ég geri ráð fyrir að svo sé um fleiri. En það er tæknilegt vandaverk að framkvæma þetta þannig að það komi jafnt niður. Þess vegna held ég að nauðsynlegt sé að gera átak til þess að samræma eftirlaunagreiðslur lífeyrissjóða og greiðslur úr almannatrygg- ingasjóðum." cfb HRAFN GUNNLAUGSSON er nýskipaður formaður Menningarsjóðs útvarpsstöðva til tveggja ára. Hann segist vonast til að sér takist að láta sjóðinn þjóna upphaflegu hlutverki sínu; að styðja við sjálfstæða, ínnlenda dagskrárgerð sjónvarps- og útvarpsstöðva. Ætlar að hætta að styrkja Sinfóníuna og láta kvikmyndagerðarmenn fá þær 50 milljónir sem hafa runnið til hljómsveitarinnar Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur skipað Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmann for- mann Menningarsjóðs út- varpsstöðva. Hrafn ætlar að breyta þessum sjóði, sem hann segir að hafi ekki þjón- að hlutverki sínu. Sjóðurinn var stofnaður þegar útvarpsrekstur var gef- inn frjáls. Þá óttuðust menn að nýjar stöðvar útvörpuðu einvörðungu erlendu efni, eins og raunin hefur orðið á um Stöð 2, að sögn Hrafns. „Þegar sjóðurinn var stofn- aður varð hins vegar slys, af því að í reglugerð um hann sagði að einungis mætti út- hluta til útvarps- og sjón- varpsstöðva. Okkar hug- mynd var alltaf að sjóðurinn væri nokkurs konar áfrýjun- armöguleiki, að þangað gætu einstaklingar sótt um fé til að gera dagskrárefni án þess að vera ritstýrt að ofan. Þessu hefur nú verið breytt. Það var legið í Svavari Gestssyni að breyta reglugerðinni og hann gerði það skömmu áður en hann hætti sem menntamála- ráðherra og það er þakkar- vert. í framhaldi af því hefur Ólafur G. Einarsson ákveðið að reyna að láta sjóðinn þjóna því hlutverki sem hon- um var upphaflega ætlað, það er að efla sjálfstæða ís- lenska dagskrárgerð. Ráð- herra tók þetta mjög skýrt fram við setningu Málþings Félags kvikmyndagerðar- manna í nóvember. Þar sem ég þekki til hvernig sjóðurinn varð til og hef verið baráttu- maður fyrir þessum sjóði alla tíð féllst ég á að taka að mér formennsku nú fyrsta kastið á meðan verið er að móta honum nýjan farveg." Geturðu núna látið kvik- myndageröarmenn hafa pen- inga beint? „Já, nú geta ekki bara stöðvarnar, heldur dagskrár- gerðarmenn sótt um fé úr sjóðnum. Við ætlum að end- urskoða þá vinnuhefð, sem hefur skapast, að stöðvarnar fengju fé í hlutfalli við fram- lag sitt, og við munum veita úr sjóðnum eftir þeim hug- myndum og handritum sem berast. Það verður alveg óháð því hvaðan sú hugmynd kemur. Við munum ekki horfa á það, heldur spyrja: hvernig er hugmyndin? Ég hef með mér prýðisfólk í stjórn, þau Guðna Guð- mundsson rektor og Björgu Einarsdóttur rithöfund, og við höfum á okkar fyrsta fundi ákveðið að marka þá meginstefnu að meta um- sóknir út frá handritinu." Annað mál sem hefur tengst sjóðnum er Sinfóníu- hljómsveit íslands. „Já, þegar hugmyndin um sjóðinn var komin langleið- ina í gegnum þingið varð annað slys. Því var skotið inn í lögin um sjóðinn að hann skyldi árlega greiða hlut Rík- isútvarpsins í rekstri Sinfón- íuhljómsveitarinnar, sem er 25 prósent. Þarna var í raun vísað á sjóðinn óútfylltum tékka og mesta óréttlætið í því er að Sinfónían spilar svo endurgjaldslaust fyrir Ríkis- útvarpið, þannig að hinar stöðvarnar eru í raun að greiða niður Sinfóníuna svo hún geti spilað frítt fyrir Rík- isútvarpið. Þetta benti ég á slag í slag þegar ég var starf- andi dagskrárstjóri á Sjón- varpinu og sagði að Sinfónían ætti ekki heima í þessum sjóði og það þyrfti að opna hann fyrir kvikmyndagerðar- mönnum og dagskrárfólki við útvarp. Reynsla mín sem dagskrárstjóri var sú að þetta fé nýttist ekki nógu vel með því að það væri fært af einu skrifborðinu á annað, frá Sjónvarpinu til sjóðsins og svo til baka, heldur ætti féð að fara til lifandi kvikmynda- gerðar." Þarftu ekki að fá lögum breytt til að gera eitthvað í PRESSAN stækkar og tekur breytingum Með þessu tölublaði hefur PRESSAN stækkað. Blaðið hefur einnig lítillega breytt um útlit og áherslur. Nýir liðsmenn hafa bæst í hóp skríbenta og ýmsir nýir þættir hafið göngu sína. Með þessum breytingum er ætl- unin að gera PRESSUNA að fjölbreyttara blaði og þjóna betur ört stækkandi les- endahópi. í þessu blaði birtast er- lendar fréttir í fyrsta sinn í PRESSUNNl. Vonum seinna, er ef til vill óhætt að segja, því heimurinn er sífellt að skreppa saman og það sem gerist í nágrannalöndum okkar hefur æ meiri áhrif á líf okkar. Erlend umfjöllun blaðsins mun bæði byggjast upp á fréttum og dálkaskrif- um heimsþekktra penna. Af þeim ríður Jeane Kirkpatr- ick, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, á vaðið. Auk þess birtist útdráttur úr leið- urum helstu heimsblaða í PRESSUNNI. Lesendur munu því bæði fá fréttir og geta fylgst með hvernig þeir sem lifa í hringiðunni melta þær. PRESSAN mun áfram leggja mikla áherslu á inn- lendar fréttir. Blaðið hefur markað sér nokkra sérstöðu meðal annarra fjölmiðla á þeim vettvangi og mun halda henni. Með þessu blaði fjölgar fréttasíðum auk þess sem margir fréttatengd- ir þættir hefja göngu sína. Eins og í erlendu fréttunum munu sérfræðingar velta fyrir sér mönnum og mál- efnum. í þessu blaði eru það Birgir Árnason, hagfræðing- ur hjá EFTA, og Óli Björn Kárason, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. í næsta blaði munu þeir Mörður Árnason, blaða- maður og íslenskufræðing- ur, og Hreinn Loftsson, að- PRESSUNNAR. stoðarmaður forsætisráð- I næsta blaði bætist Guð- herra, skrifa í sömu dálka og mundur Andri Thorsson rit- á næstu vikum sest enn nýtt höfundur einnig í hóp dálka- fólk við þetta hringborð höfunda blaðsins. Eldri kunningjar lesenda, Flosi Ólafsson og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynlífsfræðingur, halda áfram, en þeir Óttar Guðmundsson læknir og Ól- afur Gunnarsson rithöfund- ur fara í frí um stundarsakir. Þá munu teiknarar blaðsins; Jón Óskar, Ingólfur Mar- geirsson, Omar Stefánsson og Þórarinn Leifsson, halda ótrauðir áfram og nýr liðs- maður hefur einnig bæst í þann hóp, Helgi Sigurðsson. Blaðamönnum við PRESS- UNA hefur og fjölgað. Nýir liðsmenn eru; Andrés Magn- ússon, Anna Haraldsdóttir Hamar, Egill Helgason, Karl Th. Birgisson og Telma Tóm- asspn. A næstum vikum má síð- an búast við fleiri nýjum pennum á síðum blaðsins auk annarrar nýlundu. Það er von okkar að lesendum falli vel við nýjan svip blaðs- ins. framlögunum til Sinfóníunn- ar? „Málið er í skoðun og ég hef lagt ákveðnar tillögur fram um að það dæmi verði endurskoðað. Það er hugsan- legt að koma málinu í betri farveg án þess að komi til lagabreytingar ef það er vilji hjá ráðherrum fyrir því. Ég hef orðið var við skilning hjá menntamálaráðherra og met það traust sem hann sýnir mér og það að hann ætli sér að láta á það reyna hvort sjóðurinn getur þjónað því hlutverki sem honum var ætlað. Þá er það náttúrlega gífurlegt fagnaðarefni fyrir ís- lenska kvikmyndagerðar- menn, því þetta gæti hleypt miklu lífi í heimilda- og fræðslumyndagerð, svo og gerð sjálfstæðs útvarpsefnis." Hvað hefur sjóðurinn mikla peninga til ráðstöfun- ar? „Samkvæmt áætlun munu renna um 80 milljónir í sjóð- inn á næsta ári, þar af tæpar 50 til Sinfóníunnar og rúmar þrjátíu til dagskrárgerðar. En þessi sjóður er hugsaður til að styrkja dagskrárgerð, en ekki til að fjármagna Sinfón- íuna. Hún er allra góðra gjalda verð, en hún ætti að hafa sinn eigin tekjustofn óviðkomandi þessum sjóði. Ef það yrði leiðrétt gæti sjóð- urinn orðið til þess að hér myndaðist mjög öflug grasrót í kvikmyndagerðinni og það vantar okkur.“ Ertu hœttur við að verða aftur dagskrárstjóri hjá Ríkis- útvarpinu? „Nei, ég er í fimm ára launalausu leyfi, tengist Rík- isútvarpinu ekkert á meðan og hef það opið hvort ég kem aftur til baka. Það væri nátt- úrlega óeðlilegt ef á þeim tíma gæti ég ekkert komið nálægt þessum málum. Það traust sem félagar mínir í kvikmyndagerðinni hafa sýnt mér, með því að kjósa mig formann Sambands ís- lenskra kvikmyndaframleið- enda — sem er einn helsti viðsemjandi Sjónvarpsins — og traust ráðherra, verður til þess að ég tek þetta starf að mér, þótt ég viti að það verði aldrei vinsælt. Ég hef von- andi nógu þykkan skráp og þá reynsiu á þessu sviði að ég get gert þetta með góðri sam- visku. Ég lít svo á að ég hafi þarna ákveðnu hlutverki að gegna, en störf mín verða að vera minn dómur.“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.