Pressan - 09.01.1992, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
*
Aburðarverksmiðjan í Gufunesi
KRAFIN UM 20
MILLJÚNIR KRÚNA
VEGNA MENBUNAR
M E N N
Hjalti Úrsus Árnason
Genískur lyfja-
prófsfallkandídat
Það á ekki af Hjalta Úrsusi
Árnasyni að ganga. Það hef-
ur verið sorglegt að fylgjast
með því hvernig óheppnin
hefur elt Hjalta allan hans fer-
il. Það er eins og hann sé
dæmdur til að vera númer
tvö — í skugganum af sigur-
vegaranum. Það var því
ánægjulegt að sjá hann loks-
ins ná gullinu og ekki
skemmdi það fyrir að hann
varð heimsmeistari um leið.
Eina von Hjalta
er að einhver
taki sig til og
haldi heims-
meistaramót
manna með
óeðlilegan
hormónabúskap
í líkamanum
En það leið ekki á löngu áður
en kom í ljós að þarna var
óheppnin bara að henda
gaman að Hjalta. Og ti! þess
hafði hún beitt ótrúlegum
brögðum. Óheppnin hafði
smeygt sér inn í genin á
Hjalta. Hún er orðin honum
eðlislæg.
Það er ekki hægt að skilja
niðurstöður lyfjaprófsins,
sem framkvæmt var eftir
heimsmeistaramótið í kraft-
lyftingum, á annan hátt. Þeg-
ar vísindamenn höfðu rýnt í
þvagsýnið úr Hjalta kom í ljós
að það var einn hormóna-
grautur. Hjalti hefur hins veg-
ar aldrei tekið inn hormóna.
Óheppnin hafði bara leikið
Hjalta þannig að hann fram-
leiðir þá; Og það í miklu
magni. Á meðan kirtlar í
venjulegum manni framleiða
slettu og slettu ganga hor-
mónarnir í bunum niður úr
Hjalta.
Það væri ef til vill sök sér ef
Hjalti hefði ekki áhuga á
íþróttum. Hormónar eru dýr-
ir og sjálfsagt gæti Hjalti orð-
ið stórríkur á að láta vinna þá
úr þvaginu. En þar sem Hjalti
er íþróttaáhugamaður eru
þetta slæm tíðindi fyrir hann.
Allt þetta hormónamagn í
þvaginu gerir hann óhæfan
til þátttöku á stórmótum.
Eina von Hjalta er að einhver
taki sig til og haldi heims-
meistaramót manna með
óeðlilegan hormónabúskap í
líkamanum.
Þangað til getur Hjalti ekk-
ert gert nema haldið um gull-
ið sem hann vann og reynt að
hindra það að alþjóðlega
kraftlyftingasambandið taki
það af honum. Og það ætlar
hann að gera. Sá sem lenti í
öðru sæti þarf því að safna
liði ef hann ætlar að ná gull-
inu af Hjalta.
Við sem höfum fylgst með
Hjalta Úrsusi undanfarin ár
skiljum hann vel. Hann var
alltaf í skugganum af Jóni
Páli, allt þar til Jón slasaðist
og gat ekki lengur keppt í
kraftakeppni. Þá ætluðu flest-
ir að Hjalti hreppti hnossið.
En þá kom Magnús Ver og
enn þurfti Hjalti að sætta sig
við annað sætið og skugg-
ann. Og þótt Hjalti sætti sig
við að bæði Jón og Magnús
hefðu hann undir er skiljan-
legt að hann spyrni við fótum
þegar hann á orðið í baráttu
við sinn eigin líkama og líf-
ræna uppbyggingu hans.
ÁS
Eigendur Haflax hf. krefja
Áburðarverksmiðju ríkisins
um 20 milljónir króna í
skaðabætur vegna seiða-
dauða í sjókvíum fyrirtækis-
ins. Dauðinn er rakinn til
ammoníaksmengunar sem
forráðamenn Haflax telja
Áburðarverksmiðjuna bera
ábyrgð á. Það var árið 1988
að megnið af fiski fyrirtækis-
ins drapst í kvíum þess, sem
eru skammt frá Áburðarverk-
smiðjunni. Málið er rekið í
Bæjarþingi Reykjavíkur.
Mál þetta er í raun prófmál
því aldrei áður hefur verið
höfðað hér á landi mál gegn
fyrirtæki vegna mengunar-
slyss. Vátryggingarfélag ís-
lands, sem er tryggingarfélag
Áburðarverksmiðjunnar,
rekur málið fyrir hennar
hönd en Skarphédinn Þóris-
son hæstaréttarlögmaöur
fyrir Haflax.
Rannsókn leiddi í ljós að
fiskurinn drapst af ammon-
íaksmengun. Forráðamenn
Haflax telja yfirgnæfandi lík-
ur á að mengunin hafi komið
frá Áburðarverksmiðjunni.
Verksmiðjan telur það ekki
rétt og verst af hörku. Mál
þetta hefur verið nokkuð
lengi að veltast í kerfinu, sem
mun af nokkru stafa af því
hversu ítarlegar rannsóknir
hafa farið fram vegna þess.
Fasteignin Smiðjuvegur
14d í Kópavogi, í eigu barna
Hreidars Svavarssonar í
Smiðjukaffi, var sl. þriðjudag
slegin á uppboði fyrir samtals
31 milljón króna. Hæstbjóð-
andi var Hátorg hf„ en stofn-
endur þess eru Grétar Har-
aldsson lögfræðingur, Jó-
hannes Jónsson, kaupmaður
í Bónus, og sonur hans, Jón
Ásgeir. Kaupverðið er langt
yfir fasteignamati, sem er
samtals 24 milljónir króna. Á
uppboðinu atti Grétar kappi
við Fjárfestingarfélagið. Það
bauð fyrst samtals 22,5 millj-
ónir og síðan 29,5 milljónir
eftir móttilboð Grétars, sem
síðan bauð betur og fékk
eignina fyrir verð sem er 8,5
milljónum króna yfir fyrsta
tilboði. Grétar er lögfræðing-
ur Hreiðars Svavarssonar.
Fasteignin var í eigu Sverr-
is, Smára og Arndísar Hreid-
arsbarna. Fjárfestingarfélag-
ið er handhafi bréfa á nafni
Grétars og Hreiðarsbarna.
Uppreiknaður höfuðstóll
þeirra bréfa er alls um 27
milljónir króna. Hreiðars-
börn eignuðust fasteignirnar
í febrúar 1988, en Hreiðar var
skráður eigandi austurhlut-
TELJA ÁBURÐAR-
VERKSMIÐJUNA ÁBYRGA
„Við teljum yfirgnæfandi
líkur á því að mengunin hafi
komið frá Áburðarverksmiðj-
unni. Hún fer með, notar og
framleiðir ammoníak," sagði
Skarphéðinn Þórisson í sam-
tali við PRESSUNA. Málið er
rekið sem skaðabótamál og
þykir mjög snúið, bæði lög-
fræðilega og tæknilega. Ekki
er hægt að benda ákveðið á
skaðvaldinn og orsakatengsl
verður að sanna. Eins og áð-
ur segir þykir Haflaxmönn-
um allar líkur benda á Áburð-
arverksmiðjuna. Menn þar á
bæ benda aftur á móti á sorp-
haugana í Gufunesi og þann
möguleika að eiturefnum
hafi verið hent þar og einnig
geti verið að ammoníakið
hafi komið í gegnum skolp-
ieiðslur. Þá segja þeir hugsan-
ans fyrir þann tíma, en
Sveinn Jónsson að vestur-
hlutanum.
JÓHANNES í BÓNUS
STJÓRNARFORMAÐUR -
KOM AF FJÖLLUM
Hátorg hét áður Vonar-
neisti og var stofnað í mars
1990. Hlutafé var við stofnun
skráð 900 þúsund og vekur
athygli að Jón Ásgeir var
skráður fyrir 800 þúsundum,
en Grétar og Jóhannes 50
þúsundum hvor. Þótt feðg-
arnir ættu nær allt hlutaféð
kom Jóhannes af fjöllum þeg-
ar hann var spurður um þessi
mál og vildi ekkert tjá sig ut-
an að þeir feðgar ættu 33 pró-
sent í Hátorgi. Jóhannes er
þó enn skráður stjórnarfor-
maður Hátorgs hf„ en Grétar
framkvæmdastjóri. Það er
því ljóst að stjórnarformaður-
inn vissi ekki að félagið hefði
efnt til 31 milljónar króna
fasteignakaupa.
9. september sl. var per-
sónulegt bú Hreiðars Svav-
arssonar tekið til gjaldþrota-
skipta og lauk skiptum 17.
desember síðastliðinn. Búið
reyndist eignalaust. Fyrir
Hæstarétti er ennfremur
legt að skip hafi losað á þessu
svæði einhver efni sem vald-
ið hafi skaðanum og benda
líka á að ammoníak myndast
fljótt í fiski þegar hann
drepst.
Haflaxmönnum finnst
þessar skýringar ekki líkleg-
ar og telja sig hafa hrakið þær
að mestu.
ENGIN SÝNI
TEKIN ÚR SJÓ
Itarlegar rannsóknir hafa
farið fram vegna þessa máls.
Á Keldum varð niðurstaðap
sú að fiskurinn hefði drepist
vegna ammoníakseitrunar,
en mikið magn ammoníaks
fannst í fiskinum. Það var
Haflax sem lét gera þá könn-
un, en niðurstöður hennar
voru sendar til Noregs og
Skotiands til frekari athugun-
áfrýjað uppboð frá 1988 á
einbýlishúsinu Háholti 3 í
Garðabæ í eigu Hreiðars.
Höfuðstóll veðskulda sem
hvíla á því húsi er 58 milljónir
króna að núvirði, þar af 42
milljónir vegna bréfa á nafni
Grétars. Málflutningur í máli
þessu fer fram 17. janúar.
Málið er talið gjörtapað fyrir
Hreiðar.
TAPA SMIÐJUKAFFI EN
KAUPA GERÐUBERG 1
FYRIR 105 MILUÓNIR
Á sama tíma og uppboðs-
málið vegna einbýlishúss
Hreiðars er fyrir Hæstarétti,
hann sjálfur í gjaldþrotaskipt-
um og fasteign barna hans
slegin á uppboði er fyrirtæk-
ið Borgarfoss hf„ í eigu fyrir-
tækja og barna Hreiðars, að
kaupa verslunarhúsið Gerðu-
berg 1 af Fjárfestingarfélag-
inu á 104 milljónir að núvirði.
Samkvæmt upplýsingum
frá Fjárfestingarfélaginu hef-
ur Borgarfoss hf. staðið í skil-
um. „Tilboð félagsins vegna
Smiðjuvegar 14 var til að
gæta hagsmuna félagsins og
það gekk eftir. Það tengist á
engan hátt sölunni á Gerðu-
bergi 1, þar sem kaupendur
ar. VÍS lét gera könnun í Há-
skólanum, en niðurstöður
hennar munu ekki hafa verið
jafnafgerandi.
Eingöngu voru tekin seiða-
sýni, engin sýni tekin úr sjó.
Ástæða þess mun einfaldlega
sú að mönnum datt ekki
mengun í hug heldur var
ástæðan fyrst talin einhvers
konar sýking í fiskinum. Það,
að ekki voru tekin sýni úr sjó,
gerir allt málið og málarekst-
urinn erfiðari og flóknari.
Sönnunarbyrði í málum
sem þessum er mikil og hvílir
nú á stefnendum. Það mun
þó vera von þeirra að þeim
takist að snúa sönnunarbyrð-
inni við; að þeir geti leitt það
miklar líkur að því að Áburð-
arverksmiðjan beri ábyrgð-
ina að henni verði gert að
sanna að svo sé ekki.
í ljósi þess hversu snúið
málið er, og þar sem ljóst þyk-
ir að enginn finnist sem hægt
er að sanna á sök, verður að
telja liklegt að málið verði
dæmt á líkum. Dómur ætti að
falla um miðjan febrúar, en
hver svo sem niðurstaðan
verður í Bæjarþingi þykir
ljóst að málinu verði áfrýjað
til Hæstaréttar.
Ekki náðist í neinn hjá VÍS
eða Áburðarverksmiðjunni
sem hefur með þetta mál að
gera.
Hátorg hf„ í eigu
Jóhannesar Jónssonar í
Bónus, Grétars
Haraldssonar, lögmanns
Hreiðars, og fleiri, yfirbauð
Fjárfestingafélagið og
keypti húseignina að
Smiðjuvegi 14 á 31 milljón.
Fasteignamatið er 24
milljónir. Smiðjuvegur 14
var í eigu Hreiðars
Svavarssonar.
hafa staðið í skilum," sagði
Fridrik Jóhannsson, forstjóri
félagsins. Miðað við full skil
hefur Borgarfoss því greitt
um 20 milljónir vegna Gerðu-
bergsins á sama tíma og
Smiðjuvegareignin hefur ver-
ið til uppboðsmeðferðar og
nú slegin á 31 milljón króna.
Friðrik Þór Guðmundsson
Jðhannes í Bónus elgnast
Smiðjukaffi ð uppboði
Eigendur Haflax krefjast bóta frá Áburðarverksmiðjunni
vegna dauða laxa af völdum ammoníaksmengunar.