Pressan - 09.01.1992, Side 11

Pressan - 09.01.1992, Side 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 11 ann 30. desember voru opnuð tilboð vegna hafnarframkvæmda í Keflavík og Njarðvík. Vita- og hafn- armálastofnun stóð að útboðinu en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 68.299.000 krónur. Öll stærstu fyrirtæk- in skiluðu inn tilboð- um en hæsta tilboð- ið kom frá Hauki Guðmundssyni í Njarðvík, 104 milljónir. Jóhann Bergþórsson og fyrirtæki hans, Hagvirki, áttu aftur á móti lægsta til- boðið eða 39.700.000 krónur, sem er ekki nema 58 prósent af kostnað- aráætlun .. . LAUSN A KROSSQÁTU Á BLS. 40 BlBlEiHBEI EEIi3EHa EEiHI SENDUM FRITT HEIM ALLA DAGA VIKUNNAR Heimsending Frá sunnudegi til fimmtudags 11.00 til 23.30 föstudaga og laugardaga frá 11.00 til 06.00 Pöntunarsimi 679333 Skútuvogi 10a - Sími 686700 F JL rjals verslun valdi þá feðga Þorvald Guðmundsson í Síld og fisk og Skúla Þorvaldsson á Hótel Holti menn við- skiptalífsins árið 1991. Ástæðulaust er að ætla að deilur standi um valið. Það ber hins vegar þess merki að menn vilji fara varlega í sakirn- ar og láta ekki söguna þegar Jón Óttar Ragnarsson var valinn markaðsmaður Norðurlanda end- urtaka sig. Jón Óttar var valinn í nóvember og hann hafði misst fyrir- tækið frá sér rúmum mánuði síð- ar... T JL vær af fjórum rækjuverksmiðj- um á ísafirði eiga nú í miklum erfið- leikum. Niðursuðuverksmiðjan er með greiðslustöðvun og ísver er gjaldþrota. Rækjustöðin á í erfið- leikum án þess að vera í „meðferð". Bakki í Hnífsdal stendur hins vegar sæmilega. ísafjörður er helsti rækju- vinnslubær iandsins og þessar vinnslur skipta verulega miklu máli í atvinnulífi bæjarins ... ✓ I PRESSUNNI fyrir nokkru var grein undir heitinu Nútímasjóræn- ingi, þar sem birtist viðtal við Ólaf Ólafsson sem smíð- ar sjóræningjaaf- ruglara fyrir Stöð 2. í greininni var Ólafur titlaður rafeinda- virki. Vegna þessar- ar greinar hefur stjórn Meistarafé- lags rafeindavirkja haft samband við blaðið og vill taka fram að Ólaf- ur hefur ekki heimild til að nota starfsheitið rafeindavirki. . . MT á hefur fvar Hauksson verið kærður enn eina ferðina. Hann mun hafa ráðist að þremur ungum mönn- um á skemmtistaðn- um Paradís á nýárs- nótt og veitt þeim áverka. Ungu menn- irnir þrír voru fluttir á slysadejld og fvar í tukthús. í fyrstu ætl- uðu ungu mennirnir ekki að kæra fvar en eftir að lög- regla lagði hart að þeim að kæra skiptu þeir um skoðun og kærðu hann. Deilt er um upptök slagsmál- anna. ívar heldur því fram að ungu mennirnir hafi byrjað ... ✓ ^^^lafsvík er einn þeirra bæja sem hafa orðið hvað verst úti hvað varðar atvinnulíf að undanförnu. Ekki eru allir heimamenn á því að best sé að snúa bökum saman og taka sameiginlega á vandanum. Þetta sést kannski best á því að í Öl- afsvík eru nú tveir fiskmarkaðir. Sá fyrri var opnaður nokkru fyrir ára- mót og síðari markaðurinn var sett- ur í gang í gær, miðvikudag. Að eldri markaðinum standa nokkrir einstaklingar og félög í Ólafsvík. Að hinum standa Héraðsnefnd Snæ- fellsness, Ólafsvíkurkaupstaður, Verkalýðsfélagið Jökull í Olafsvík og fleiri. Þátttaka bæjarins og verkalýðsfélagsins í nýrri markaðin- um hefur farið fyrir brjóstið á bæjar- búum, ekki síst þeim sem standa að eldri markaðinum ... Stóri kosturinn við að greiða a.m.k. helming ferðakostnaðar með VISA eða VISA-raðgreiðslum fyrir brottför er sá að þú og fjölskylda þín nýtur FERÐATRYGGINGAR VISA á öllum ferðalögum - jafnt innanlands sem utan: A FERÐASLYSATRYGGING alltað USD 100.000 A SJÚKRATRYGGING allt að USD 25.000 A ENDURGREIÐSLA ORLOFSFERÐAR ef stytta þarf ferð áður en hún er hálfnuð, vegna slyss eða veikinda A HEIMSÓKN AÐ HEIMAN eða HEIMFLUTNINGUR ef alvarleg veikindi steðja að A VIÐLAGAÞJÓNUSTA OG NEYÐARHJÁLP allan sólarhringinn - árið um kring EUROP ASSISTANCE Með einu símtali átt þú kost á aðstoð og ráðgjöf 200 umboðsmanna í 160 löndum. Ef eitthvað bjátar á eru þeir sannir vinir í raun. TRYGGINGAMIÐSTÖÐINHE VISA-VIÐAUKATRYGGING fæst með einu símtali: A Farangurstrygging A Ferðarofstrygging A Ábyrgðartrygglng A „Heilt-heim"-trygging A Sfysadagpeningar Einstakt tilboðsverð. Nánari upplýsingar og skilmálar fást hjá TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI HF. (sími 91-26466) og Vaktþjónustu VISA (sími 671769). Einnig á hinum 175 afgreiðslustöðum VISA-banka/sparisjóða og á ferðaskrifstofunum. 9 cv s * 3 <

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.