Pressan - 09.01.1992, Síða 15

Pressan - 09.01.1992, Síða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 15 Kaupleiguíbúðir á Siglufirði í nærri heilt ár hafa einu kaupleiguíbuðirnar sem byggðar hafa verið á Siglufirði staðið ónotaðar. Húsnæðisstofnun hefur lánað til þeirra tæplega 60 milljónir króna þótt engin þörf virðist vera fyrir þær. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra afhjúpar þetta misnotkun á félagslega kerfinu. Hún telur að kaupleigukerfið snúist oft á tíðum meira um verklegar framkvæmdir en húsnæðisskort. Jóhanna Siguröardóttir „Menn hafa þá veriö aö nota þetta sem atvinnuskapandi fram- kvæmd frekar en húsnæðislausn." Frá því í vor hafa sex par- húsaíbúðir staðið ónotaðar á Siglufirði þrátt fyrir að þær séu tilbúnar til íbúðar. Þær eru byggðar í almenna kaup- leigukerfinu og hefur Hús- næðisstofnun greitt út 57 milljónir króna vegna bygg- ingar þeirra. íbúðirnar virð- ast óseljanlegar, enda orðnar mun dýrari en markaðsverð íbúða á Siglufirði segir til um. Eina ráðið virðist vera að koma þeim inn í félagslega kerfið þrátt fyrir að þær séu mun stærri en staðlar þar segja til um. Bygging parhúsanna þriggja hófst 1988. Var þá stofnað byggingarfélagið Grásteinn hf. í þeim tilgangi að byggja og reka almennar kaupleiguíbúðir. Til að fá út- hlutað úr kaupleigukerfinu þurfti félagið að sýna fram á að kaupendur væru að íbúð- unum og sala þeirra væri tryggð. Húsnæðisstofnun var sendur ákveðinn listi og voru meðal annars á honum Krist- ján L. Möller, núverandi for- seti bæjarstjórnar og fyrrver- andi formaður Grásteins, verkalýðsfélagið Vaka og Þormóður rammi hf. Allir þessir aðilar hafa nú hætt við. í samtali við PRESSUNA sagði Kristján að ekki hefði verið sendur kaupendalisti í upphafi heldur hefði aðeins legið fyrir viljayfirlýsing nokkurra aðila um að þeir hygðust kaupa. Um eigin um- sókn hafði hann þetta að segja: „Ég sótti um íbúð síð- asta sumar en síðan hefur ýmislegt breyst í högum mín- um þannig að ég kaupi ekki íbúð í bráð.“ Samkvæmt útboði átti að skila íbúðunum haustið 1990 en verktakinn, Berg hf., gat ekki staðið við tímamörkin og voru íbúðirnar ekki tilbún- ar fyrr en vorið 1991. Síðan hafa húsin staðið auð og óseld og allir skráðir kaup- endur fallið frá kaupunum. Kristján sagðist þess reyndar fullviss að íbúðirnar mundu seljast, það sem hefði hins vegar gerst væri að aðstæður allar á Siglufirði hefðu breyst þannig að nú væri ekki eftir- sókn eftir húsnæði. ÓSELJANLEGAR ÍBÚÐIR Þar sem verð íbúðanna er þetta hátt, 10 til 11 milljónir króna, ef tekið er mið af byggingarkostnaði, er ljóst að þær verða ekki seldar á al- mennum markaði. Hver íbúð er 130 fermetrar. Heima- menn telja einnig víst að þær verði ekki seldar í kaupleigu- kerfi og því mun nú vera unn- ið að því að flytja þær inn í fé- lagslega kerfið — annaðhvort félagslega kaupleigukerfið eða verkamannabústaða- kerfið. Byggingarframkvæmdirn- ar hafa vakið upp spurningar um tilgang þessara fram- kvæmda, en til þeirra hefur nú verið varið 57 milljónum króna frá Húsnæðisstofnun, sem lánar 90 prósent af bygg- ingarverðinu. „Þetta snerist fyrst og fremst um að útvega verk- taka vinnu, enda engin þörf fyrir þessi hús. Mörgum þykir óeðlilega staðið að þessu. Framkvæmdunum var þrýst af stað án þess að til væru kaupendur," sagði Axel Ax- elsson, varabæjarstjórnarfull- trúi á Siglufirði, einn þeirra sem gagnrýna bygginguna. Undir þetta tekur Baldur Fjölnisson, sem hefur skrifað um málið í Siglfirðing. Hann sagði í samtali við PRESS- UNA að þetta snerist bara um að spila á félagslega kerfið. Axel benti einnig á að eng- inn skortur væri á húsnæði í bænum og þessar fram- kvæmdir hefðu í raun orðið til þess að lækka fasteigna- verð. Þetta eru einu kaup- leiguíbúðirnar sem byggðar hafa verið á Siglufirði. „Það hefur verið farið út í að byggja þó að það væru til íbúðir á stöðunum til kaups. Menn hafa þá verið að nota þetta sem atvinnuskapandi framkvæmd frekar en hús- næðislausn,“ sagði Jóhanna Siguröardóttir félagsmála- ráðherra. „Það er þá á stöð- um þar sem hefur verið at- vinnuleysi eða atvinnuskort- ur og þá hafa menn freistast til að fara út í þetta. Það er auðvitað mjög slæmt ef það er verið að koma óorði á fé- lagslega kerfið með þessum hætti. Við höfum haft af þessu áhyggjur og vinnum að því að breyta þessu. Við næstu úthlutun verða sett mjög ströng skilyrði og þá sérstaklega varðandi þetta, þannig að þeir geti ekki verið að byggja ef það er nóg fram- boð af íbúðum á stöðunum,“ sagði félagsmálaráðherra. Aðsögn Yngva ArnarKrist- inssonar, formanns húsnæð- isstjórnar, er ljóst að ráðist hefur verið í alltof stórtækar íbúðarbyggingar á Siglufirði. Hann sagði að nú væri verið að kanna möguleika á að selja íbúðirnar með öðrum hætti — jafnvel í gegnum verkamannabústaðakerfið eða félagsiega kaupleigukerf- ið. Eftir því sem PRESSAN kemst næst er rætt um að væntanlegir kaupendur geti fengið að setja eldri íbúðir upp í kaupin. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur þetta fyrirkomulag verið gagnrýnt innan Húsnæðisstofnunar. Sérstaklega sá þáttur sem lýt- ur að byggingarfélögunum sjálfum. „Þetta eru bara pappírsfyrirtæki og þó að þau hafi starfsleyfi frá félags- málaráðuneytinu hefur það ekkert að segja. Þeirra ábyrgð er engin,“ sagði starfs- maður Húsnæðisstofnunar. 70 MILLJÓNA BLOKK Á ÍSAFIRÐI ÓNOTTUÐ En þetta tilfelli á Siglufirði er síður en svo eina dæmið um framkvæmdagleði í tengslum við kaupleigukerf- ið. Á ísafirði hefur Byggingar- félag ísafjarðar hf. byggt 27 íbúðir í þremur blokkum á undanförnum árum. Allt var þetta byggt í almenna kaup- leigukerfinu. 17 íbúðum hef- ur verið ráðstafað, en reyndar þurfti að selja nokkrar þeirra samkvæmt verkamannabú- staðakerfinu til að þær gengju út. Ein blokkin er við Polla- götu og hefur hún staðið ónotuð í um það bil ár. í henni eru 10 íbúðir og hefur Hús- næðisstofnun lánað 70 millj- ónir til framkvæmdarinnar. Frágangi er nánast lokið en lokahnykkurinn virðist stranda á deilu á milli verk- takans, Guðmundar Þórðar- sonar, og Byggingarfélags ísafjarðar. Ibúðirnar 10 standa á meðan óseldar og ónotaðar. Reyndar virðist hafa verið ráðist í framkvæmdina fyrir misskilning á lögum um kaupleiguíbúðir. Það var nefnilega skilningur bygging- araðilans að fyrirtæki mætti eiga íbúðir en þegar kom í ljós að það var ekki heimilt var búið að byggja blokkina! Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.