Pressan - 09.01.1992, Page 20

Pressan - 09.01.1992, Page 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 Verður kaupum á Steindórl ritt? Niðurstöðu er að vænta í riftunarmáli vegna kaupa á strönduðum báti, Steindóri GK. Steindór fórst við Krísu- víkurbjarg í febrúar á síðasta ári. Er riftunarkrafan byggð á því að eigandinn, Njáll hf., hafi vanefnt kaupsamninginn fyrir strandið, en svo ein- kennilega vill til að verðmæti bátsins jókst mjög við strand- ið vegna kvótans sem á hon- um var. Edda aftur til ríkissaksóknara Rannsóknarlögreglan hef- ur sent ríkissaksóknara mál á hendur Eddu Sigrúnu Ólafs- dóttur í þriðja sinn. í fyrstu fékk saksóknari málið frá RLR sumarið 1990. Hann sá ekki ástæðu til frek- ari aðgerða. Eftir það var Edda Sigrún kærð til RLR af einum skjól- stæðinga sinna. Þegar rann- sókn var lokið var málið sent til saksóknara á ný. Nokkru síðar var málið endursent með beiðni um frekari rannsókn. Er þeirri rannsókn nú lok- id? „Að okkar dómi,“ sagði Bogi Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri í samtali við PRESSUNA. Örn Steinsen framkvæmdastjóri Sögu. Starfsmönnum Sögu sagt upp Öllu starfsfólki Ferðaskrif- stofunnar Sögu hefur verið sagt upp störfum. Ástæðan er sögð endurskipulagning hjá fyrirtækinu. Saga hefur verið rekin með talsverðu tapi að undanförnu. Örn Steinsen, framkvæmdastjóri og hlut- hafi, fékk uppsagnarbréf eins og aðrir. Eitt af því sem kem- ur til greina er að sameina Sögu og Úrval/Útsýn, en Flugleiðir eru stór hluthafi í hvorum tveggja ferðaskrif- stofunum. Gagnagrunnur- inn fannst í pappakössum Á næstu dögum verður tek- in ákvörðun um það hvort reynt verður að bjóða upp eigur í þrotabúi íslenska gagnagrunnsins hf. Aðal- kröfuhafi er ríkissjóður, en sem kunnugt er var tekið veð í eigum grunnsins vegna söluskattsskulda Svarts á hvítu hf. Er það álit Ríkisend- urskoðunar að afskrifa verði 35 milljónir króna vegna þessa. Áhöld eru um hvort nokkr- um tilgangi þjónar að bjóða upp eigur fyrirtækisins, sem munu vera í formi tölvudisk- ettusafns í nokkrum pappa- kössum. ÞRDTOBU KRDN TIL SAKSOKNARA Þegar rannsókn endur- skoðenda á þrotabúi KRON lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að at; hygli hans verði vakin á ógreiddum lífeyrissjóðsgjöld- um og jafnvel einhverjum fleiri atriðum. Eins blasir við að þrotabúið muni höfða riftunarmál, og það fleiri en eitt. Meðal mála sem freistað verður að rifta er skuldajöfn- un sem Samband íslenskra samvinnufélaga og KRON gerðu. Sambandið átti um 35 milljónir króna hjá KRON en eignarhlutur KRON í Sam- bandinu og sjóðum þess var um 45 milljónir króna. Kröfur Sambandsins á KRON eru fyrst og fremst tilkomnar vegna viðskipta KRON og verslunardeildar Sambands- ins. Allt eins er reiknað með að þrotabúið fari þess á leit að fá þessari skuldajöfnun rift. Ef það gengur eftir verður Sam- bandið að sitja við sama borð og aðrir almennir kröfuhafar. Staða þeirra er nánast von- laus. Eignir þrotabús KRON eru aðeins metnar á um 10 milljónir króna. Kröfurnar eru hins vegar fast að hálfum milljarði króna. Af þessu sést að ef skulda- jöfnuninni verður rift þarf Sambandið að greiða um 45 milljónir króna inn í búið og fær ekkert til baka. Stjórnendur KRON seldu eignir og gerðu fleiri ráðstaf- anir fyrir gjaldþrotið. Sum þeirra viðskipta voru við skylda aðila, þ.e.a.s. Sam- bandið og fyrirtæki tengd því, og þá um leið tengd KRON. Þegar um skylda að- ila er að ræða eru allir gern- ingar riftanlegir allt að tveim- ur árum aftur í tímann. Fyrirtæki tengd Samband- inu og Sambandið sjálft gætu átt á hættu að tapa samtals allt að eitt hundrað milljón- um króna, verði farið í riftun- armál og þrotabúið hefur sitt fram. Til að höfða riftunarmál verður þrotabúið að geta greitt tryggingar fyrir máls- kostnaði, en sá kostnaður gæti orðið svipaður og ailar eignir þrotabúsins, um tíu milljónir króna. Af þessu sést að ef riftunar- mál verður höfðað geta kröfuhafar átt á hættu að tapa allri eign þrotabúsins og þá á eftir að greiða áfallinn kostnað vegna skiptanna. Þannig að í versta falli, þ.e.a.s. fyrir þrotabúið, getur mála- rekstur leitt til þess að ekkert komi til skiptanna en í besta falli getur málarekstur orðið til þess að styrkja þrotabúið um 100 milljónir króna. Þröstur Ólafsson var stjórnarformaður og síðar framkvæmdastjóri á síðustu starfsárum KRON. Bryan Adams-tónleikarnir Enn bíður fólk eftir endurgreiðslum Nú í upphafi árs hefur verið mikið um fyrirspurnir hjá Neytendasamtökunum vegna rokktónleika Bryans Adams í Laugardalshöllinni í desember síðastliðnum. Eru þar á ferðinni tónleikagestir sem eru að velta fyrir sér hvernig þeir geti fengið end- urgreidda miða sína vegna tónleikanna fyrri daginn, en þeir féllu sem kunnugt er nið- ur vegna rafmagnsbilunar í höllinni. Borgarfoss hf. stóð fyrir tónleikunum og voru fyrstu viðbrögð fyrirtækisins að til- kynna að fólk gæti fengið miðana endurgreidda mánu- daginn 23. desember, en tón- leikar kanadísku rokkstjörn- unnar voru 17. og 18. des- ember. Þegar til átti að taka fékk enginn endurgreitt þá. Að sögn Smára Hreidars- sonar hjá Borgarfossi hefur nú verið ákveðið að endur- greiða miðana dagana frá 15. janúar til 18. janúar. Sagði hann að nú væri unnið að því að taka niður nöfn og heimil- isföng þeirra sem vildu fá endurgreitt. Borgarfoss var tryggður gegn skakkaföllum hjá erlendu tryggingafélagi Á skrifstofu Borgarfoss í Gerðubergi 1 er nú unnið að því að taka niður nöfn þeirra sem vilja fá endurgreitt vegna tónleika Bryans Adams. og er ætlunin að endur- greiðslur haldist í hendur við innborgun tryggingafjár. Smári sagðist ekki vita hve margir ættu rétt á endur- greiðslu. Þá sagði hann að ómögulegt hefði verið að endurgreiða miðana strax um kvöldið þegar tónleikarn- ir féllu niður. „Það var engin leið, með 4.000 tónleikagesti í höllinni," sagði Smári. Ólafur Davíðsson hagfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. D E B E T „Ólafur er með snjöllustu hagfræðingum þessar- ar þjóðar og hefur yfirburðaþekkingu á hagkerfi okkar. Mikið ljúfmenni og skemmtilegur félagi," sagði Víglundur Þorsteinsson hjá BM Vallá. „Hann er harðduglegur, vel gerður og áreiðan- legur maður á allan hátt,“ sagði Björn JFrið- finnsson ráðuneytisstjóri, sem var með Ólafi í hvalnum á yngri árum. „Sérstaklega duglegur, afskaplega góður og skemmtilegur félagi, lífleg- ur og traustur félagi. Hann er líka mjög fljótur að hugsa," sagði Garðar Gíslason hæstaréttar- dómari, skólafélagi og vinur frá barnæsku. „Það besta sem einkennir Ólaf er einfaldlega heiðar- leiki, réttsýni og gáfur," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlíkis. „Ég kann vel að meta hans góða, lágværa og skemmtiiega húmor. Hann er góður bróðir sem alltaf er gott að leita til," sagði Sigrún Davíðs- dóttir fréttaritari, systir Ólafs. „Hann er traust- vekjandi og traustsins verður, hefur góða yfir- sýn yfir það sem hann tekur sér fyrir hendur," sagði Ólafur Gísiason blaðamaður, frændi Ól- afs. Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri K R E D I T „Það er ekki hægt að segja að það sé honum til lasts ó nokkum hátt, en hann er kannski of eftirlátssamur við vini sína," sagði Garðar Gíslason. „Það versta við Ólaf er mjög alvar- legt. Hann er mikill nautnaseggur og getur borðað fitandi mat og sælgæti án þess að fitna. Þetta er alveg óþolandi eiginleiki hjá manninum," sagði Davíð Scheving. „Er ekki alltaf hætt við að þeir sem eru alúðlegir hafi tilhneigingu til að eiga erfitt með að segja nei? Hann er rúmlega 12 árum eldri og ég man að hann tók sem eldri bróðir óhikað í hnakkadrambið á mér ef svo bar undir, en líka leyfði hann mér að vera með,“ sagði Sig- rún Davíðsdóttir, systir Ólafs. „Hann er, eins og margir hagfræðingar, bundinn við hinar efnahagslegu stærðir í tilvemnni og það hefur kannski mótað lífsviðhorf hans um of,“ sagði Ólafur Gíslason, frændi Ólafs.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.