Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
21
Erlendar skuldir orðnar 55 prósent
af landsframleiðslu
80 Þúsund króna
bakreikningur
á fjölskyldu á
hverju ári
Þjóðin skuldar nær 200 milljarða erlendis. Þar
af skulda ríkissjóður og ríkisfyrirtæki um 100
milljarða og sjóðakerfið nær 40 milljarða.
Erlendar skuldir lands-
manna voru um síðustu ára-
mót um 190 milljarðar króna.
Þetta er um það bil 730 þús-
und á hvern íbúa eða um 3
milljónir króna á hverja fjög-
urra manna fjölskyldu.
Af þessari upphæð skulda
ríkissjóður og ríkisfyrirtæki
um 100 milljarða. Greiðslur
þessara opinberu aðila í af-
borgunum og vöxtum af er-
lendum lánum hafa á örfáum
árum vaxið úr 12 milljörðum
á ári i 17 milljarða. Það sam-
svarar um 77 þúsund króna
skattahækkun á hverja fjöl-
skyldu. Til að mæta þessari
hækkun með niðurskurði
þyrfti að skerða framlög til
allra sjúkrahúsa landsins um
þriðjung — eða lækka ellilíf-
eyri Tryggingastofnunar úr
12 þúsund krónum í 8 þúsund
krónur.
Erlendar lántökur þjóðar-
búsins — ríkissjóðs, ríkisfyrir-
tækja, lánastofnana og einka-
aðila — hafa aukist til muna á
nokkrum árum. Árið 1986 sló
þjóðin 20 milljarða erlendis,
en á nýliðnu ári benda bráða-
birgðatölur til yfir 30 millj-
arða króna lántöku. Á aðeins
þremur árum hafa erlendu
lánin vaxið úr því að vera 41
prósent upp í 55 prósent af
vergri landsframleiðslu —
sem er íslandsmet.
17 MILLJARÐAR í
AFBORGANIR OG VEXTI
í ÁR
Af erlendum skuldum þjóð-
arbúsins skuldar ríkissjóður
um 66 milljarða, ríkisfyrir-
tæki um. 35 milljarða (að
langmestu leyti Landsvirkj-
un) og sveitarfélög um 6 millj-
arða, samtals 107 milljarða.
Ef aðeins er litið á þessar
skuldir kemur í ljós að lang-
stærstur hluti á að jjreiðast á
næstu 10 árum. I ár á að
greiða 8,4 milljarða í afborg-
anir og 8,6 milljarða í vexti,
en gróft reiknað eiga þessir
aðilar að greiða að jafnaði 10
milljarða í afborganir og 6
milljarða í vexti á ári næsta
áratuginn af fyrirliggjandi
lánum. Og er þá horft fram-
hjá áframhaldandi erlendum
lántökum, hvers afborganir
og vextir næðu til þessá tíma-
bils.
Er þá ekki meðtalin hugs-
anleg yfirtaka ríkissjóðs á
lánum vegna opinberra/hálf-
opinberra fjárfestingarlána-
sjóða á borð við Fram-
kvæmdasjóð, Byggðasjóð,
Atvinnutryggingadeild,
Hlutafjárdeild og Ábyrgða-
deild fiskeldis. Ríkisendur-
skoðun telur að á afskriftar-
reikningum þessara sjóða
ættu að liggja um 6 milljarðar
króna, sem ríkissjóður yrði
að axla og taka á sig sem
beint framlag eða yfirtekin
lán.
BYGGÐASTOFNUN OG
FRAMKVÆMDASJÓÐUR
SKULDA 23 MILUARÐA
En það eru fleiri en opin-
berir aðilar sem skulda er-
lendis. Bankar og sparisjóðir
skulda um 25 milljarða, fjár-
festingarlánasjóðir um 38
milljarða, þar af Byggða-
stofnun og Framkvæmda-
sjóður um 23 milljarða, og
einkaaðilar skulda um 22
milljarða til viðbótar, þar af
samgöngufyrirtækin um 16
milljarða.
Greiðslubyrðin af skuldum
þessara aðila er þyngri en hjá
ríkisaðilum, þ.e. afborganir
eru þyngri fyrstu árin. Lána-
stofnanir eiga á næstu 7 árum
að greiða að jafnaði rúma 12
milljarða á ári með vöxtum
og einkaaðilar yfir 3 millj-
arða.
Þegar heildin er skoðuð
blasir við að þjóðarbúið á
næstu 10 árin að borga af fyr-
irliggjandi erlendum lánum
um 30 milljarða á ári að jafn-
aði. Þetta er nálægt þeirri
upphæð sem nær yfir ný lán
á hverju ári undanfarin 3 til 4
ár.
ÍSLANDSMET í ERLEND-
UM SKULDUM MIÐAÐ
VIÐ LANDSFRAM-
LEIÐSLU
Hlutfall langra erlendra
lána af landsfamleiðslu hefur
vaxið ógnvænlega eftir að
hafa þó lækkað um skeið. Ár-
in 1983—1985 var hlutfallið
um 50 prósent, 1987 til 1988
um 40 prósent, 1989 til 1990
um 52 prósent, náði 55 pró-
sentum á nýliðnu ári, sem er
íslandsmet. Hlutfallið á að
haldast svipað í ár miðað við
að áætlanir standist. Þetta
hlutfall er óvíða hærra í vest-
rænum þjóðfélögum. Þó má
nefna að það fór yfir 100% á
írlandi, en hefur lækkað.
Lánstraust íslands er enn
nokkuð gott — en blikur á
lofti vegna skuldahlutfallsins
og svo gjöldum við þess með
óbeinum hætti að Norður-
löndin hafa almennt verið að
falla (sem tengist bankakrís-
um í Noregi og Svíþjóð).
Kjörin hafa orðið heldur lak-
ari og alveg ljóst að ef haldið
verður áfram að taka 25 til 30
milljarða í erlendum lánum á
ári lendir þjóðin í vandræð-
um.
* Ríkissjóður skuldar ekki
bara um 66 milljarða erlend-
is, heldur einnig um 50 millj-
arða á innlendum markaði.
Skuldir sjálfs ríkissjóðs eru
því um 116 milljarðar. Tekjur
ríkissjóðs eru um 110 millj-
arðar á ári og heildarskuldir
ríkissjóðs íslands sem hlutfall
af ,,veltu“ því um 105 prósent.
GREIÐSLURNAR SAM-
SVARA ÚTGJÖLDUM TIL
ALLRA SJÚKRAHÚSA
Sem fyrr segir þurfa ríkis-
sjóður og ríkisfyrirtæki
næsta áratuginn að standa ár-
lega skil á nálægt 16 milljörð-
um í afborgunum og vöxtum
vegna fyrirliggjandi langra
erlendra lána. Til saman-
burðar má geta þess að í fjár-
lögum fyrir 1992 er gert ráð
fyrir 106 milljarða tekjum (A-
hluta). Þetta samsvarar um
leið að nálægt 15 prósentum
af fjárlögum hvers árs fari í af-
borganir og vexti af erlend-
um lánum og er þá ekki
reiknað með neinum nýjum
lánum.
Þessir 16 milljarðar eru um
leið milljarði hærri upphæð
en áætlað er að verja til
rekstrar sjúkrahúsa landsins
á þessu ári. Þá er þetta svipuð
upphæð og fer í allar stofnan-
ir menntamálaráðuneytisins;
Háskólann, framhaldsskól-
ana, grunnskólana, sérskól-
ana, LÍN og alla menningar-
starfsemi.
Til að lesendur geti enn
betur áttað sig á upphæðinni
má geta þess að afborganir
og vextir af erlendum lánum
á þessu ári dygðu til rekstrar
Alþingis í 20 ár.
77 ÞÚSUND KRÓNA
REIKNINGUR Á HVERJA
FJÖLSKYLDU
Árin 1988 til 1989 námu af-
borganir og vextir af erlend-
um lánum ríkissjóðs og ríkis-
fyrirtækja um 12 milljörðum
króna að núvirði, en verða
um 17 milljarðar í ár (8,4
milljarða afborganir og 8,6
milljarðar í vexti) og næsta ár.
Þessi fimm miiljarða hækkun
á greiðslubyrði ríkissjóðs og
ríkisfyrirtækja samsvarar
skattahækkun upp á 77 þús-
und krónur á hverja fjögurra
manna fjölskyldu á ári —
6.400 krónur á mánuði.
Matthías Bjarnason,
formaður stjórnar
Byggðastofnunar. Erlendar
skuldir Byggðastofnunar og
Framkvæmdasjóðs eru
álíka miklar og allra
einkaaðila. Samanlagt
skulda sjóðirnir um 23
milljarða erlendis. Skuld
sjálfs ríkissjóðs er 66
milljarðar.
Miðað við tvær fyrirvinnur
er hækkunin að meðaltali
3.200 krónur á mánuði. Með-
allaun eru talin vera í kring-
um 100.000 á mánuði og eru
skattgreiðslur af þeirri upp-
hæð um 40.000 krónur. 3.200
krónur þýddu þá 8 prósenta
hreina skattahækkun að jafn-
aði og það að skatthlutfall
væri 43,2 prósent en ekki 40
prósent eins og nú.
Miðað við að stjórnvöld
mæti þessari aukningu ekki
með skattahækkun blasir við
niðurskurður á þjónustu um
sömu upphæð. Fimm millj-
arða niðurskurður samsvarar
því að framlög til allra sjúkra-
húsa landsins yrðu skorin
niður um þriðjung, eða því að
lífeyrisgreiðslur Trygginga-
stofnunar yrðu skertar um
sama hlutfall. Ellilífeyrir úr
ríkissjóði er nú um 12.200
krónur á einstakling en
mundi samkvæmt þessu
skerðast um 4.000 krónur.
Friðrik Þór Guðmundsson
Þórður Friöjónsson, formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs.
Sá sjóður ásamt Byggðastofnun skuldar þriðjung á við
ríkissjóð erlendis.
40 milljorÁor-króna-
Erlendar skuldir,
tekjur & gjöld
30-
20-
Afborganir og vextir af erlendum
skuldum ríkissjóðs og ríkisfyrir-
tækja á einu ári samanborðið við
útgjöld ríkisins til nokkurra
____málaflokka og nokkurra gildra j
tekjustofna þess.
Aíborgfinir ^ króna 6 núvirðr
& vextír
Til hægri sést þróun
afborgana og vaxta
síðustu ár hjá ríki, ^ q
ríkisfýrirtækjum og
fjárfestingalána- 5
sjóðum til erlendra
lánadrottna.
Hlutfall aff landsfframleiðslu
Að neðan sést staða erlendra lána frá
1982 til 1991 sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu.
Ó0 %
50
40
30
20
10
'89 '90