Pressan - 09.01.1992, Síða 28

Pressan - 09.01.1992, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 Veglegustu skemmtibátar landsins Sval Steinu Stærstur hluti íslendinga hefur sjálfsagt einhvern tíma stigið á skipsfjöl, þótt kannski hafi ekki verið um annað að ræða en stutta ferð með Akraborginni, flóabátnum Baldri eða jafnvel Viðeyjar- ferjunni. En hversu mikið sem menn hafa verið á sjó mundu sjálf- sagt fæstir slá hendinni á móti skemmtisiglingu á flottri snekkju. Margir sjá ef- laust í hillingum hversu nota- legt væri að sigla um Miðjarð- arhafið og geta verið á einum stað í dag og öðrum á morg- un, allt eftir því hvernig vind- arnir blása og skaplyndið er. Það þarf jafnvel ekki Mið- jarðarhafið til. Tilhugsunin um siglingu á Faxaflóa í stillu á fögru sumarkvöldi er sjálf- sagt ekki mörgum á móti skapi. Þó er það svo að fæstir gera annað en láta sig dreyma um svona ævintýri. Tala kannski um, rétt meðan auglýsingarnar eru í sjón- Hilmar Þorbjörtisson við bát sinn Ósk. varpinu, að gaman væri að gera eitthvað þessu líkt ein- hvern tíma. Einhvern tíma seinna þegar um hægist. Þorri fólks teiur sig sjálfsagt ekki hafa efni á slíkum mun- aði sem skemmtibátur er. Tel- ur þetta leikföng ríka fólksins og sér fyrir sér skemmti- snekkjur kvikmyndastjarna og auðkýfinga sem ekki vita aura sinna tal og virðast eiga í vandræðum með að láta tímann líða. En er þetta munaður? Svar- ið er að stærstum hluta nei. Það má fá mjög failega og skemmtilega mótorbáta og kjölbáta fyrir viðráðanlegt verð. Sérstaklega ef fleiri en ein fjölskylda eru um hituna. Fjölskyldur og hópar eiga sumarþústaði bæði hér á landi og annars staðar og hví skyldu þau ekki alveg eins geta átt fallegan bát? 20 MILLJÓNA KRÓNA SKÚTUR Verð fleyjanna er mjög mis- munandi eftir stærð og út- búnaði. Minnstu mótorbát- arnir kosta um það bil 1,2 milljónir en verðið hækkar jafnt og þétt og eigi menn 13 milljónir má fá mjög glæsi- lega báta. Sama er að segja um kjölbátana; 21 fets kjöl- bátur kostar um 1,7 milljónir en þeir dýrustu eru á um 20 milljónir og eru þá orðnir 51 fet. Sigfús B. Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Titans hf., sem selur þessa farkosti, segir menn sníða sér stakk eftir vexti en algengustu bátarnir hér á landi kosti frá þremur til sex milljónum. Ekki er mjög algengt að menn sigli héðan til útlanda, þótt bátarnir hafi margir hverjir alla burði til þess, menn hafa þó siglt til Færeyja og Skotlands, en ekki er al- gengt að lagt sé upp héðan í lengri ferðir. Ástæða þess er fyrst og fremst hvað það er tímafrekt að sigla héðan til Miðjarðarhafsins til að mynda. Þeir sem stunda sigl- ingar geta ekki gefið sér þann tíma sem til þarf. Ekki er þar með sagt að menn geti ekki siglt um suð- ræn höf. Að sögn Ara Berg- manns Einarssonar, sem ver- ið hefur viðloðandi siglingar lengi, er mjög algengt að menn fari héðan til Grikk- lands, Tyrklands eða annað og taki sér skútu á leigu til lengri eða skemmri tíma. Oft- ar en ekki eru þetta fjörutíu til fimmtíu manna hópar sem fara og eru þá sex til átta á hverri skútu. í þessum hóp- ferðum er með í för auka- skúta hinum til aðstoðar, í sambandi við viðgerðir og annað sem upp á getur kom- ið. Menn þurfa því ekki endi- lega að vera fullskólaðir sjó- menn til að fara í slíkar ævin- týraferðir. MEÐ HÖFRUNGA OG HNÍSUR ALLT í KRINGUM SIG Hilmar Þorbjörnsson er formaður Snarfara, félags sportbátaeigenda. Hilmar hefur haft siglingar að áhuga- máli „alltof lengi" eins og hann segir sjálfur. Hann á norskan vélbát af gerðinni Saga 8000, 26 feta langan með botnskrúfu og gerðan fyrir lengri siglingar. Hann heitir Ósk en Hilmar gefur þá skýringu á nafninu að hann hafi lengi haft augastað á honum áður en hann réðst í að kaupa hann og hafi hann verið hans óskaskip. Sjálfsagt gæti hann farið á bát sínum til útlanda þótt hann hafi ekki látið reyna á það. „Mest hef ég notað hann til siglinga í Faxaflóanum, Breiðafirði og Jökulfjörðunum. Farið út á land og farið í frí og þá búið alveg um borð í bátnum," seg- ir Hilmar. En er þetta ekki dýrt sport? „Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað menn telja dýrt. Kostnaðurinn liggur í að kaupa hlutinn og festa í þessu' fé. Én eftir það þá er þetta svona skikkanlegt. Ætli þetta sé ekki svipað og að stunda annað sumarsport, ég á ekki von á að þetta sé neitt dýrara en til dæmis þetta jeppasport og ferðalög inn á hálendið. Ég held að þetta sé alveg sambærilegt, nema hvað við skiljum ekki eftir okkur nein hjólför." Hilmar segir menn vissu- lega þurfa að læra bæði sigl- ingafræði og veðurfræði til að geta siglt þessum tækjum skammlaust, þótt mest komi þetta með reynslunni. Og fari menn varlega og séu ekki með neina fífldirfsku sé þetta ekki hættulegt. En menn geta lent í slæmum veðrum og þá þarf að kunna að bregðast rétt við. „Þeir sem ekki verða einhvern tíma hræddir eiga ekki að vera til sjós," segir Hilmar. En með til- komu nýrra og fullkomnari tækja, svo sem lórantækja og staðsetningartækja, er listin að sigla alltaf að verða auð- veldari og auðveldari. En hvað fá menn út úr þessu? „Það er kyrrðin og að vera í námunda við náttúr- una. Mér finnst mest gaman að vera úti þegar komið er Steinunn, bátur Jótts Víglundssonar, stniðaður 1987 í Noregi og þykir eittn sá fallegasti hér á landi. undir kvöld og allt lifnar. Og allt í kring eru höfrungar, hnísur, háhyrningar og hvalir sem eru að dúlla í kringum mann meðan maður dregur ýsu og þorsk. Þarna er kyrrð Svalan, stærsti kjölbátur landsins. 34 fet og klár í hvað setn er. og rólegheit og maður heyrir niðinn frá landi," er svar Hilmars. í Snarfara eru um 400 manns og af þeim eru 200 til 250 mjög virkir, segir Hilmar. SVALAN STÆRSTI KJÖLBÁTUR LANDSINS Stærsti kjölbátur landsins, og einn sá glæsilegasti, er Svalan. Hún er 34 fet á lengd af gerðinni Satler 34 raiser cruiser og er ensk. Það eru fjórir einstaklingar sem eiga Svöluna og Gardar Jóhannsson er einn þeirra. Hann segir Svöluna gott sjó- skip en þeir félagarnir hafa bæði notað hana til keppni og eins til skemmtiferða. Svaian hefur sannað sig í sigl- ingum milli landa því þegar hún var keypt hingað á sínum tíma var henni siglt hingað utan úr heimi. Svalan er útbú- in öllum þægindum sem nauðsynleg eru góðri skútu. í henni eru tvö svefnherbergi, setustofa, salerni, sturta og eldunaraðstaða og heitt og kalt vatn svo eitthvað sé nefnt. Með góðu móti geta sjö manns sofið um borð. Garðar segir vel hægt að sigla héðan til útlanda á minni bátum en Svalan er. „Stærðin er spurning um þægindi frekar en öryggi," segir hann. Þeir sem PRESS- AN ræddi við töldu allir að ekki væri ráðlegt að leggja í millilandaferðir á minna fleyi en 25 til 27 feta löngu, þótt sjálfsagt væri hægt að fara á minni bát. Að sögn Garðars er aðstað- an fyrir siglingamenn nokk- uð góð og ekki hægt að kvarta yfir henni eftir að sigl- ingaklúbburinn Brokey kom upp flotbryggjum í Reykja- víkurhöfn. Aðspurður um kostnaðinn við þessa íþrótt sagði hann stofnkostnaðinn töluverðan en sjálfur rekstur- inn væri ekki svo dýr. Eins og áður sagði eru eigendur Svöl- unnar fjórir og deilist kostn- aðurinn niður á þá. Garðar segist geta ímyndað sér að skúta eins og Svalan kosti ný um sjö milljónir í dag. FALLEGASTI MÓTORBÁTURINN Einn glæsilegasti mótor- bátur landsins er í eigu Jóns Víglundssonar bakarameist- ara en hann hefur haft sigl- ingar að aðaláhugamáli und- anfarin sjö ár. Jón átti áður 7 metra langan Sómabát en sá sem hann á í dag er heldur stærri eða 9,5 metrar að lengd og 10,4 tonn. Það er norskur bátur smíðaður árið 1987 af gerðinni Sandvik 945 og heitir Steinunn, í höf uðið á konu Jóns. Hann er útbúinn öllum nauðsynlegum tækjum, svo sem GPS-staðsetningartæki, radar og fleiru. í honum eru tvö svefnherbergi, tveggja og fjögurra manna, setustofa, salerni, sturta, heitt og kalt vatn og önnur þau þægindi sem nauðsynleg eru til að hægt sé að búa í bátnum á ferðalögum. Jón segir langan aðdrag- anda að því að eignast bát eins og þennan og kveður það ekki ósvipað því þegar menn kaupa alltaf dýrari og dýrari bíla. Jón keypti bátinn í Noregi og fór þá í sex vikna siglingu í kringum Danmörku og nið- ur til Þýskalands meðal ann- ars. Hilmar Þorbjörnsson var einmitt með Jóni á því ferða- lagi. Meiningin var að sigla Steinunni hingað heim, en af því varð ekki vegna tíma- skorts. Kostnaðinn segir Jón fara eftir því hvað menn eru til- búnir til að leggja í þetta. Hann segist telja að bátur eins og hans kosti eitthvað í kringum sex milljónir frá framleiðanda en þá eiga eftir að bætast við tollar og aðrar álögur. SJÓSTANGVEIÐI OG FJALLGÖNGUR Skemmtibátarnir eru af öll- um stærðum og gerðum og það er langt frá því að eigend- urnir séu eintómir stórlaxar og efnamenn. Það á við um þetta áhugamál eins og önn- ur að menn verða að sníða sér stakk eftir vexti. Menn byrja smátt og stækka síðan við sig með tíð og tíma, en eins og fram hefur komið þarf það ekki að kosta neitt óhemjufé að láta drauminn um að vera skipstjóri á eigin skipi rætast. Viðmælendur PREISSUNN- AR kváðu það engu líkt að sigla um spegilsléttan hafflöt- inn á kyrrlátu kvöldi. Sumir hafa áhuga á siglingafræð- inni, aðrir vilja stunda sjó- stangveiði og enn aðrir hafa mestan áhuga á að skoða landið frá hafinu og jafnvel bregða sér í land og ganga á fjöll. Svo eru þeir sem láta sér ekki skemmtiferðirnar nægja, heldur vilja etja kappi við aðra siglingamenn, fara jafnvel utan til að keppa. Utan af hafi má sjá ýmsa hluta landsins sem ekki er svo gott að komast að eftir öðrum leiðum. Menn sigla út í eyjarnar ailt í kringum land- ið og komast eiginlega hvert sem þeir vilja — hvenær sem þeir vilja.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.