Pressan


Pressan - 09.01.1992, Qupperneq 33

Pressan - 09.01.1992, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 33 TÓMSTUNDIR & N Á M S K E I Ð HcbREskA, bíUviðqERðÍR, FIaMENCO, hRAðlESTUR oq öll hÍN NÁMskEÍðÍN SEM STANÖA FóLki TÍL boðA Hvert námskeiðið af öðru er að fara af stað þessa dag- ana og sjálfsagt fer stór hluti þjóðarinnar á einhverskonar námskeið sér til gagns og gamans. Úrval námskeið- anna er gríðarlegt og erfitt að finna eitthvað sem vantar upp á. Allir ættu því að geta ítölsku, tónlist, stafsetningu, leiklist, tölvukennslu, keram- ík, skíðanámskeið, ungbarna- nudd, heimspeki, markaðs- fræði, bókfærslu, listdans á skautum, flugukast, mat- reiðslu, ræðumennsku, köku- skreytingar, framkomu, lit- greiningu, reiki, dáleiðsiu, kínversku, myndbandagerð, grafík, postulínsmálun, skrautskrift, karate, skylm- ingar og fleira og fleira. Það er erfitt að ímynda sér á hverju sá hefur áhuga sem ekki finnur hér eitthvað við sitt hæfi. Það er helst að vanti fundið eitthvað við sitt hæfi. Það skiptir litlu hverju menn hafa áhuga á að kynn- ast — það er næsta örugglega boðið upp á það. Að minnsta kosti ef menn búa á höfuð- borgarsvæðinu. Fólk á lands- byggðinni lendir kannski í vandræðum með að finna ná- kvæmlega það sem hugur þess stóð til, en þó er boðið upp á mörg mismunandi námskeið út um allt land. í námskeiðaflórunni má finna dans, hebresku, fata- saum, bílaviðgerðir, líkams- rækt, myndlist, bókmenntir, brids, vélritun, ættfræði, flugeldagerð og bruggun. En ef svo heldur fram sem horfir verður þess sjálfsagt ekki langt að bíða að einhver framtakssamur taki sig til og fylli upp í þessar eyður og þegar það gerist þá fer ég sko á námskeið. ALÞINGI MIÐSTÖÐ ÞJÓÐLÍFS í ÞÚSUND ÁR Uppi í Háskóla verður Sig- urdur Líndal prófessor með kvöldnámskeið sem hann nefnir „Alþingi, miðstöð þjóðlífs í þúsund ár". Sigurður ætlar að fræða fólk um hið háa Alþingi, þróun þess, rétt- arsögu, stjórnskipulag og fleira. Þetta ætti ýmsum að þykja forvitnilegt námskeið því við íslendingar eigum elsta þjóð- þing sem um getur, en saga þess er kannski ekki öllum kunn í smáatriðum. BRIDSNÁM í NÁMS- FLOKKUNUM Áhugi íslendinga á brids hefur aukist gífurlega í kjöl- far sigurs bridslandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Jap- an. Nú þykir ekki lengur hæfa að dunda sér í óisen ói- sen eða manna, nei brids skal það vera. í Námsflokkum Reykjavík- ur er hægt að læra listina að spila brids. Mörgum virðist brids erfitt spil og flókið. Skal aftur á móti fullyrt hér að afar auðvelt er að læra brids þannig að gaman megi hafa af. NAUÐSYN AÐ KUNNA Á TÖLVU Tölvur gegna orðið gletti- lega miklu hlutverki í samfé- laginu. þær eru alls staðar og út um allt og gera líf okkar allra mun auðveldara og sjálf- sagt verður þess ekki langt að bíða að menn komist upp með að hætta að hugsa, þökk sé tölvunni. En það eru ekki allir sáttir við tölvurnar og þeir eru til sem eru dauðhræddir við þessi tækniundur. Það eru þeir sem kunna ekki á tölvur. En á þær má læra og mönn- um líður mun betur þegar þeir fara að ráða yfir tölvunni og hún hættir að ráða yfir þeim. Tölvuskóli Stjórnunarfé- lags íslands og IBM kennir, ótrúlegt en satt, fólki að nota tölvur. Skólinn býður upp á þjálfun fyrir alla notendur PC-einmenningstölva. Und- anfarið ár var aðsóknin mest á námskeið um hugbúnað í hinu svokallaða myndræna kerfi eða Windows og OS/2 (ef þú skilur þetta ekki og veist ekki um hvað verið er að tala ættirðu hiklaust að drífa þig á námskeið).

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.