Pressan - 09.01.1992, Page 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
TÓMSTUNDIR
N Á M S K E I
ÞÚ qETUR
MARq'
ÍAldAd
LeSTRAR'
LmAÓANN
Þarftu að lesa mikið vegna
vinnunnar? Liggja á skrif-
borðinu hjá þér skýrslur og
greinargerðir sem þú þarft að
lesa en hefur ekki getað gefið
þér tíma til að fletta hvað þá
meira? Er þetta eins með
skáldsögurnar, fullt af góðum
bókum en enginn tími til að
lesa þær? Reynirðu að tala af
visku um efni Kolkrabbans
þegar þú hefur bara lesið
bókarkápuna? Er þá ekki rétt
að láta verða af því að ráða
mann til að lesa þetta fyrir
þig og segja þér síðan helstu
atriðin?
Ef þér líst ekki á það væri
kannski ráð að fara á hrað-
lestrarnámskeið hjá Hrað-
lestrarskólanum og marg-
falda lestrarhraða þinn. Ef þú
ert duglegur er jafnvel ekki
óhugsandi að þú getir farið á
bókasafnið að ná í meira að
lesa fyrr en varir.
AÐ LESA MEÐ
PUTTANUM
„Tæknin sem beitt er er sú
að fólki er kennt að einbeita
sér meira og nota augað til að
skynja stærra svæði en venju-
lega,“ segir Ólafur Johnson,
skólastjóri Hraðlestrarskól-
ans. „Við kennum fólki að
skynja orðin en ekki kveða
að hverju orði eins og okkur
var kennt í barnaskóla," segir
Ólafur.
„Þegar ég byrjaði á nám-
skeiðinu fannst mér þessar
hugmyndir hans Ólafs um að
maður ætti að hætta að lesa
hvert orð fyrir sig og nota
puttann til ná betri einbeit-
ingu alveg út í hött, en eftir
námskeiðið hafði ég tífaldað
lestrarhraðann. Ég hafði sett
mér það markmið að auka
lestrarhraðann í 600 orð á
mínútu en ég fór upp í 1.500,"
segir Einar Jónsson nem-
andi.
„Um helmingur nemenda
er stjórnendur fyrirtækja
sem eru að kikna undan öllu
lestrarefninu sem þeir verða
að komast yfir. Svo er hér
venjulegt fólk sem langar til
að lesa meira og ellilífeyris-
þegar og námsfólk. Þetta er
gott fyrir námsfólk vegna
Ólafur Johnson.
þess að við kennum því að
lesa erfiða kafla, taka glósur
og ýinjslegt um námstækni,"
segir Ólafur.
„Mér hafði alltaf verið sagt
að fyrir próf ætti maður að
lesa í klukkutíma, fara síðan
að gera eithvað annað og
byrja svo aftur. En hér var
mér kennt að lesa í hálftíma
eða fjörutíu mínútur, rifja efn-
ið upp strax og hvíla mig svo.
Þessari aðferð er ég aiveg
sammála í dag,“ segir Einar.
LESTRARKUNNÁTTU
HRAKAR V
Ólafur segir að lestrar-
kunnáttu landsmanna hraki
sífellt. Hann hefur verið með
þessi námskeið í 12 ár og orð-
ið var við breytingarnar.
„Fyrir tíu árum las fólk hrað-
ar og meira en það gerir í
dag. Nú fer fjöldinn allur af
fólki í gegnum framhalds-
skólana án þess að lesa bók
sér til ánægju. Núna lesa um
tuttugu og fimm prósent af
fólki dagblöðin í klukkutíma
á dag en samt eru það einna
helst dagblöðin sem fólk les.
Fólk er ragt við að taka sér
bók í hönd og ber við tíma-
leysi. í dag er hægt að gera
svo margt annað en að lesa.
Og þegar fólk les ekki þá
minnkar iestrarhæfileikinn,"
segir Ólafur.
Þetta er kannski ráðið til að
fá bókmenntaþjóðina, eins
og við köllum okkur gjarnan
TuskubRÚðuqERð
Þær eru margar konurnar
sem nú eru farnar að full-
orðnast sem áttu tuskubrúð-
ur er þær voru litlar stúlkur.
Stúlkur í dag fá sjálfsagt fæst-
ar tuskubrúður heldur ný-
tískubrúður sem gráta, tala,
drekka úr pela og pissa á sig.
En ugglaust sakna margar
tuskubrúðunnar sinnar. Og
það er einhvern veginn þann-
ig að manni finnst eins og
þær hafi haft meiri persónu-
leika til að bera en nútíma-
dúkkurnar.
Langi fólk til að eignast al-
vöru og fallega tuskudúkku
til að gefa barni sínu, barna-
barninu eða bara sjálfu sér er
nærtækt að fara á námskeið
hjá henni Ólínu Geirsdóttur.
„Þetta eru brúður upp-
runnar frá svokölluðum Wal-
dorfskólum sem eru víðsveg-
ar um heiminn. Þær eru unn-
ar úr hundrað prósent nátt-
úruefnum og í þeim eru eng-
in gerviefni,“ segir Ólína og
heldur áfram: „Brúðurnar
eiga að vera hlutlausar á svip,
hvorki sorgmæddar né glað-
legar. Barnið á að geta látið
dúkkuna brosa eða vera sorg-
mædda eftir því hvernig því
sjálfu líður."
Waldorfbrúðurnar eru ekki
allar eins, því hver brúða á að
líkjast eiganda sínum. Hára-
litur og litur augna á að vera
sá sami hjá brúðunni og eig-
andanum. Ólína segir að það
veiti barninu öryggiskennd
og því líði vel með brúðunni.
Það tekur talsverðan tíma
að búa til eina brúðu og að
sögn Ólínu hjálpar það til ef
brúðugerðarmaðurinn hefur
eitthvað fengist við sauma.
Enginn karlmaður hefur
enn látið sjá sig á námskeið-
um Ólínu, en konurnar eru á
öllum aldri.
á tyllidögum, til að lesa. Bæði
sér til upplýsingar, fróðleiks
og skemmtunar. Ekki veitir af
einhverjum ráðum nú þegar
helsta lestrarefni fólks er text-
inn við erlent sjónvarpsefni.
Að LæRA TUNqUMÁl hRATT
Það er óumdeilanlegt að
menn þurfa að geta talað, og
skilið, fleiri en eitt tungumál í
dag. Ástkæra ylhýra gagnar
lítið þegar komið er út í hinn
stóra heim og fólk býr sig
undir að eyða peningum. í út-
löndum þarf nefnilega að
eyða peningum á útlensku.
Að vísu eru velflestir Is-
lendingar nokkurn veginn
barfærir í ensku og kunna
.helling í dönsku þótt enginn
Dani skilji þá. Margir eru líka
stúdentar í þýsku og frönsku
en treysta sér ekki til að setja
saman óbrenglaða setningu á
þeim ágætu málum.
Marga langar til að bæta úr
þessu en það er tíminn, hann
gefur engin grið og reynist
flestum ónógur. Málaskólinn
Mímir býr yfir svarinu. Nú er
sumsé hægt að læra tungu-
mál margfalt hraðar en menn
eiga að venjast úr öðrum
skólum.
LÆRA TUNGUMÁL MEÐ
HJÁLP TÓNLJSTAR
„Nýlegar uppgötvanir um
mannsheilann hafa sýnt fram
á að hægt er að læra tungu-
mál margfalt hraðar en áður
hefur verið talið mögulegt,"
segir Erla S. Kristjánsdóttir,
verkefnisstjóri hjá Málaskól-
anum Mími.
Erla S. Kristjánsdóttir
Þessi tækni var þróuð af
Búlgörum og Rússum og
byggist á því að hægra heila-
hvelið er virkjað ásamt því
vinstra. Hvort heilahvel
gegnir ákveðnu hlutverki;
vinstra heilahvel er sérhæft í
tungumálum, tölum og rök-
hugsun en hægra heilahvelið
í takti, tónlist, táknum, mynd-
um og heildarmynd.
„Tímarnir fara þannig fram
að þægileg tónlist er höfð í
bakgrunninum, síðan erum
við látin hvíla hugann á með-
an við brjótum heilann," segir
Emilía Jónsdóttir, nemandi í
þýsku. „Tíminn er brotinn
upp með æfingum fyrir augu,
hendur og fætur sem þýðir að
maður verður ekki þreyttur í
tímum. Ég er búin að fara á
eitt námskeið og farin að geta
bjargað mér á þýsku núna.“
Tónlistin sem er notuð við
kennsluna á að auðvelda
heilanum að meðtaka mikið
magn upplýsinga á skömm-
um tíma. „Þetta er barokk-
tónlist með sérstökum takti
sem nemendur fá á spólum
og taka með sér heim til að
nota með heimanáminu," út-
skýrir Erla.
„í tímum eru allir óþving-
aðir^ fjörugir og skemmtileg-
ir. Ég er viss um að maður
gæti gert miklu betur ef mað-
ur hefði nægan tíma til að
æfa sig með þessarj tækni
heima, en þetta kemur," segir
Emilía.
Þannig getur maður lært
tungumál á örskotsstund og á
öðrum stað í blaðinu er sagt
frá hraðlestrarnámskeiði.
Menn þurfa helst að passa sig
á að verða ekki óðamála og
halda ró sinni í þessum hraða
öllum. Það er helst umferðin
niður Laugaveginn sem fer
hægt yfir en á meðan maður
bíður þar rólegur má æfa sig
í hraðnáminu.
MÓDEL MYND! er nýtískuskóli,
sniðinn að þörfum fólks f nútíma þjóðfélagi
MÓDEL MYND! starfar
í 6 vikur í senn, ýmist einu
sinni eða tvisvar í viku.
Aðalkennarar skólans eru:
Guðrún Ólafsdóttir (Snúlla)
og Kolbrún Aðalsteinsdóttir
(Kolla) sem sameina nú
margra ára kunáttu sína
ásamt fjölda annarra
sérhæfðra kennara.
MYND
KRINGLUNNI
SÍMI677799
Athugið!
Við erum á besta stað í bænum.
Við erum í KRINGLUNNI
Afhending skírteina verður
laugardaginn 11. janúar
kl. 13-18 á 3 hæð.
Kennslan byrjar mánudaginn
13. janúar.
Mætum öll kát og hress.
Kærar kveðjur
Snúlla og Kolla.
7—9 ÁRA: Strákar og stelpur: Lærið á
skemmtilegum námskeiðum. Vantar börn til
sýningarstarfa. í boði er góð kennsla, mikið
og nytsamlegt nám:
10—12 ÁRA: Strákar og stelpur: Sett
upp tískusýning. Hverjir eru möguleikar
mínir? Feimni, ganga í takt við músík,
tíska, efni, hreyfing, dans, leiklist,
myndataka, myndbandsstund, auglýsingar.
13ÁRAOG ELDRI:
Módelnámskeið hjá MÓDEL MYND!
Okkur vantar stráka á skrá. Unglingar, ef þið
viljið læra, þá getum við kennt ykkur
spennandi námskeið með spennandi
nýjugum. Leitum að hæfileikaríku fólki.
Staða 1: Byrjendur, söfnun í möppu, að
bera sig vel, tíska, húð og hár, undirstaða.
Staða 2: Framhald af stöðu 1. Þyngra og
við ætlumst til meira af þér.
Staða 3: Módeling-auglýsingar,
myndataka, módelum komið á framfæri,
diploma, prófskjöl afhent.
V/SA' F
Aldursskipting:
7— 9 ára 10—12 ára
13—15 ára 16—20 ára
20—30 ára Eldri
Innritun hafin kl. 13 -18
Sími 677799.