Pressan - 09.01.1992, Síða 46

Pressan - 09.01.1992, Síða 46
Gífurlegar biðraðir við verslanir á Hvolsvelli -þær mynduðust bara um leið og blðraðirnar hurfu í Moskvu,-segir Hjörtur Ellertsson kaupmaður Korteri eftir aö Hjörtur opnaði höföu húsmæður á Suðurlandi tæml verslun hans og starfsfólkið þurfti að glíma við þær sem ekkert höfðu fengiö. Yfirmenn hjá ÍSAL borða kransakökur í morgunmat -þeir starfsmenn í kerskálunum sem hafa kvartað yfir jólakökunum ættu að prófa það sem okkur er boðið, -segir Christian Roth forstjóri Á sama tíma og áliðnaður á Vesturiöndum skreppur saman tútna starfsmenn (SAL út vegna baráttunnar um kökurnar. Forsíðustúlka GULU PRESSUNNAR Átti alls ekki von á að vinna -kom mér sérstaklega á óvart þar sem ég tók ekki þátt í keppninni, -segir Bára Grönfeldt. Petta kom mér þægilega á óvart, -sagði Bára þegar hún tók á móti sigurlaununum. 1. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 9. JANÚAR 1992 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Jón Hjaltalín segir skauta- svellið minna á hvar keppnin er haldin. Handknattleiks- sambandið Heimsmeistara- keppnin sett á skautasvellið -hangir á samþykki alþjóðahandknattleiks- sambandsins, -segir Jón Hjaltalín Reykjavík, 9. janÚQr „Þetta er góð og hag- kvæm lausn,“ sagði Jón Hjaltalín, formaður Hand- knattleikssambands ís- lands, um þá hugmynd að reisa handboltahöll yfir skautasvellinu í Laugar- dal. „Það eina sem getur komið í veg fyrir að við höldum mót- ið er að alþjóðahandknatt- leikssambandið setji sig upp á móti því að leikmennirnir verði á skautum. Ég veit til þess að sumir hafa haft efa- semdir og talið að menn gætu meitt sig ef þeir fengju skautajárnin í sig. En ég held það sé fyrst og fremst fyrir- sláttur," sagði Jón. Hann sagði fleiri hugmynd- ir vera uppi á borðum. „Það kemur til greina að halda keppnina í frysti- geymslum Granda þótt þar kunni að verða dálítið kalt. En bæði það og eins skauta- svellið mundi setja skemmti- legan svip á mótið og minna fólk á hvar það er haldið," sagði Jón. Halldór Blöndal samgönguráðherra KEYPTI SOVÉSKA RÍKISSKIPAFÉLAGIÐ það er mun minni taprekstur á því en Ríkisskip, -segir ráðherrann Moskvu, 9. jonúar „Ég þurfti ekki ánnað en líta á pappírana til að sjá að þetta voru góð kaup,“ sagði Halldór Biön- dal samgönguráðherra, sem festi kaup á sovéska ríkisskipafélaginu í gær. „Ég kem með það mér til landsins og læt það taka yfir rekstur Ríkisskips. Það er miklu minna tap á sovéska skipafélaginu og því ætti þessi ráðstöfun að draga um- talsvert úr halla ríkissjóðs. Við munum síðan annað- hvort leggja Ríkisskip eða reyna að selja það,“ sagði Halldór. Ráðherrann sagði að það væri margt annað í hinum fyrrverandi Sovétríkjum sem íslenskir ráðamenn ættu að skoða. Hann hefði til dæmis séð ullarverksmiðjur sem væru reknar með þolanlegu tapi — að minnsta kosti í sam- anburði við Álafoss heitinn. „Þótt Rússar og aðrir þjóðir í sambandsveldinu fúlsi við þessum fyrirtækjum þá gætu þau gert kraftaverk í íslensku efnahagslífi. í fljótu bragði tel ég að það mætti helminga tap íslenskra ríkisfyrirtækja með því að skipta þeim út fyr- ir hin sovésku," sagði Halldór. Halldór Blöndal keypti sov- éska ríkisskipafélagið og vill kaupa fleiri sovésk fyrirtæki. Bandalag háskólamanna hjá ríkinu Kristinn Pálsson lysir jólahaldi háskólamanna fyrir blaða- Fengum mun lakari jólagjaf- ir en fólk í einkageiranum manni GULU PRESSUNNAR. segir Kristinn Pálsson, formaður kjararannsóknanefndar háskólamanna Reykjavík, 8. jonúor „Auðvitað eru þetta vonbrigði, það hljóta allir að skilja,“ sagði Kristinn Pálsson, formaður kjara- rannsóknanefndar Banda- lags háskólamanna hjá ríkinu, þegar hann kynnti niðurstöður sínar í saman- burði á jólagjöfum há- skólamanna hjá ríkinu annars vegar og háskóla- manna í störfum hjá einka- geiranum hins vegar. „Sjálfsagt eru einhverjir sem vilja túlka þessar niður- stöður svo að okkar nánustu meti okkur á svipaðan hátt og fjármálaráðherra, en ég tei svo ekki vera," sagði Krist- inn. „Ég vil meina að þetta skýri almennt viðhorf til kjara okkar. Fólk veit að við berum lítið úr býtum og telur okkur fagna yfir litlu." Kristinn sagði samninga- nefnd háskólamanna vera að meta niðurstöðurnar og taldi víst að þær yrðu notaðar í komandi samningum. „Það er auðvitað sárgræti- legt og verður ekki þolað ef láglaunastefna fjármálaráð- herra er farin að eyðileggja fyrir manni jólin," sagði Krist- inn. Eigendur hundsins Kóps SKRÁÐU HANN SEM SKIPSHUND OG FENGU SJÓMANNAAFSLÁTT Hvammstanga, 9. janúar „Ég hlusta ekki á svona bull. Kópur er einn af skipshöfninni og það væri fáránlegt ef hann nyti ekki sömu fríðinda og aðrir. Ég var að minnsta kosti ekki alinn upp við slík viðhorf gagnvart dýrum,“ sagði Kári Garðarsson, stýri- maður á Trausta frá Hvammstanga, þegar GULA PRESSAN bar undir hann fréttir um að fjár- málaráðuneytið hefði gert athugasemdir við sjó- mannaafslátt Kóps, hunds í eigu Kára. „Þessir menn fyrir sunnan virðast vera gersamlega blindir á líf okkar úti á landi. Það er ekki bara þetta tilfelli sem sannar það heldur mörg önnur. En þetta fyllti mælinn og ég mun ekki gefast upp,“ sagði Kári. „Auðvitað verður Kópur af ýmsu sem hundar í landi fá að njóta," sagði Stefán Guð- Stefán Guðmundsson hefur samiö frumvarp til varnar Kópi. mundsson þingmaður, en hann hefur tekið upp hansk- ann fyrir Kóp á þingi. „Það er til dæmis engin tík um borð og þar er fátt um þau nútíma- þægindi sem hundar fá að njóta í dag," bætti Stefán við. == cordata IO óro cifmœli/lilboð 80386-16 örgjörvi 1Mb minni 42Mb diskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa lyklaborð Genius mús Windows 3.0 MS-DOS 4.01 kr. 99.900 staðgreitt Sumum finnst 10ára afmælistilboðið okkarlyginnilíkust, enda jafn . ótrúlegt og annað á þessari siðu. Þú getur komist að hinu sanna í þessu dularfulla tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, líttu við eða hringdu! MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.