Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAl 1992 NAUBGUNARDOMURINN EKKISÁ EINISEM HEFIIR DAGAB UPPI í HAFNARFIRDI Rúm tvö ár liðu frá því fyrra vitnið í málinu kærði nauðgun þar til dómur var kveðinn upp af Guðmundi í Hafnarfirði. Þær upplýsingar fengust hjá dómsmálaráðuneytinu að gengið hefði verið í málið. „Við erum að bíða eftir skýrslu embættisins og dómarans, sem er á leiðinni að mér skilst," sagði Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri. Ef litið er á ákvæði í lögum má draga þá ályktun að embætt- ið í Hafnarfirði hafi ekki staðið við ákvæði um æskilegan vinnslutíma mála. Þar að auki kveða lög á um að forstöðumað- ur dómaraembættis geti áminnt dómara. Þó svo að ný lög, sem ganga í gildi nú í sumar, kveði á um breyttan tímafrest er ekki laust við að orðalag í því sam- bandi sé loðið og hægt að túlka á fleiri en einn veg. MÖGULEIKIAÐ VEITA ÁMINNINGU í lögum er gert ráð fyrir að dómarar geti fengið áminningar vegna vanrækslu í dómarastarfi. Það eru ákvæði um þetta atriði í lögunum um meðferð einkamála í héraði, sem svo eru nefnd, en samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR gildir þetta atriði líka um sakadómara. Þar er gert ráð fyrir því, að ef dómari gerir sig sekan um van- rækslu í dómarastarfi, án þess að refsing liggi við að lögum, skuli veita honum áminningu. Síðan er kveðið á um hver eigi að veita áminningar. I Hafnarfirði kæmi það í hlut forstöðumanns dóm- araembættisins, en hann er bæj- arfógetinn í Hafnarfirði og sýslu- maðurinn í Kjósarsýslu, Mcír Pétursson. Þá ber honum að til- kynna dómsmálaráðuneytinu um veitta áminningu. Ef talið er að áminning hafi ekki komið að haldi, þannig að meira þurfi að koma til, er gert ráð fyrir að ráðherra geti vikið dómara frá embætti um stundar- sakir en eigi þá að höfða mál á hendur honum til embættismiss- is. Það er aðeins í Reykjavík sem mismunandi embætti fara með sakamál annars vegar og einka- mál hins vegar. Utan Reykjavík- ur eru það sömu embættin sem taka málin að sér. Eins og fram kom í frétt PRESS- UNNAR í síðustu viku hefur dómur yfir tvöföldum nauðgara legið í skúffu Guðmund- ar L. Jóhannes- sonar, héraðs- dómara í Hafnar- firði, í fjögur ár auk þess sem upptökur varð- andi málið týnd- ust. Þá þurfti annað vitnið í málinu að bera vitni tvisvar rétt áður en dómur var kveðinn upp í febrúar 1988. Nú stendur til að birta ákærða dóminn en þá verður honum gefinn kostur á að áfrýja dómn- um, sem var 18 mánaða fangels- isvist. Samkvæmt núgildandi lög- um kemur það í hlut for- stöðumanns dómaraembætt- isins að veita áminningu, en í Hafnarfirði er það bæjarfóg- etinn og sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Már Pétursson. Þegar til kom að setja dóms- forseta yfir nýjan héraðsdóm Reykjaness, sem tekur til starfa 1. júlí í sumar, ákvað dómsmálaráðherra að skipa ekki Má sem dómsforseta, þar sem hann hafði ekki tek- ið sig á þrátt fyrir ávítur. Ólöf Pétursdóttir var því sett dómsforseti þótt hún fengi fæst atkvæði en Már flest. KVEÐASKALUPP DÓM SVO SKJÓTT SEM AUÐIÐ ER I lögum um meðferð opin- berra mála er vísað í lög um meðferð einkamála og kemur fram að ákvæðin eigi lika við um meðferð opinberra mála. Þar segir: „I munnlega fluttum mál- um skal venjulega kveða upp dóm áður en annað mál er tekið til flutnings, og jafnan svo skjótt sem við verður kornið." Þá segir einnig: „I skriflega fluttum málum skal kveða upp dóm svo fljótt sem kostur er á, og ekki síðar en þremur vikum eftir dómtöku." Þess eru dæmi að dregist hafi að kveða upp dóm í Hafnarfirði og sem dæmi má taka ákæru yfir Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari dró í rúm fjög- ur ár að birta og senda frá sér uppkveðinn dóm og dómsgerðir í gömlu nauðg- unarmáli. Allt bendirtil að dómurinn hafi verið birtur síðastliðinn mánudag en þá fékk lögfræðingur ákærða boð frá embættinu í Hafnar- firði. Nokkur dæmi eru um að dregist hafi að ganga frá dómsgerðum og má í því sambandi nefna fangelsis- dóm yfir Ólafi Hrólfssyni og sýknu Valgeirs Kristinssonar vegna meintrar fölsunar á vottorði erfðaskrár. Guð- mundi ber nú að senda skýrslu um nauðgunarmálið til dómsmálaráðuneytis. manni fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri, mál sem var flutt 30. janúar 1987. Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna að dómur féll í því máli. Samkvæmt venju er reynt að láta ekki lengri tíma líða en mánuð frá málflutningi þar til dómur fellur í opinbemm málum. ALLMÖRG TILVIK í HÆSTARÉTTI ,Mér er kunnugt um það í all- mörgum tilvikum að Hæstiréttur hafi ómerkt málsmeðferð í einkamálum,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður. „Það er þá einkurr, í mál- um sem hafa verið flutt munn- lega í héraði. Of langur tími hef- ur þá verið talinn líða frá mál- flutningi til dóms. Allmörg Eins og fram hefur komið í PRESSUNNI eru embættis- störf Finnboga Alexanders- sonar, dómara í Hafnarfirði, til sérstakrar skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins. Það sem af er árinu hefur Hæstiréttur tvisvar fundið að vinnubrögðum dómara og svo virðist sem aðfinnslur Hæstaréttar snúi að því að Finnbogi hefur frestað því að kveða upp dóma. Dómsmála- ráðherra skipaði Finnboga dómara við nýjan héraðsdóm Reykjaness. dómafordæmi eru fyrir því að málsmeðferð sé merkt ómerk og málinu vísað heim aftur til lög- legrar meðferðar." Samkvæmt núgildandi lögum hefur ákærði fjórtán daga til að áfrýja dómi eftir birtingu dóms- ins og Ríkissaksóknari hefur þijá mánuði til að ákveða áffýjun eft- ir að dómsgerðir hafa borist hon- um í hendur. Þetta þýðir að eftir að dómarinn hefur birt dóm sinn em dómsgerðir útbúnar í málinu. Þær em sendar til Ríkissaksókn- ara og hefst þá áfrýjunarfrestur hans, burtséð frá því hvort töf varð á að dómari sendi gögnin frá sér eða ekki. NÝJU LÖGIN ÓSKÝR Þessum regium er breytt í nýj- um lögum sem taka gildi fyrsta júlí næstkomandi. Aðalbreyting- in er sú að ákæruvaldið fær styttri tíma en ákærði aftur lengri. Orðrétt stendur í lögunum að „ef Ríkissaksóknari hyggst áfrýja máli að eigin frumkvæði skal það gert innan átta vikna frá því endurrit dóms í málinu var til reiðu". „Hvað þetta þýðir getur þú sagt þér alveg eins vel og ég,“ sagði Jón Steinar þegar tfðinda- maður PRESSUNNAR bað hann að skýra ákvæðið nánar. „Ætli það sé ekki miðað við að búið sé að útbúa endurrit í málinu við viðkomandi dómaraembætti. að það sé það sem skipti máli en ekki að það hafi í reynd borist Ríkissaksóknara. Svo virðist sem verið sé að gera því skóna að hann verði þá að kynna sér það sjálfur. Það er greinilega verið að auka kröfumar og efitir- litið." „Ég veit nú varla hvort það er megineinkennið, en það verður gert,“ sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneyti, þegar hann var spurð- ur hvemig túlka mætti orðalag um áffýjunarfrest Rikissaksókn- ara í nýju lögunum og hvort ver- ið væri að auka effirlit með dóm- umm. „Ríkissaksóknari getur náttúrulega ekki áfrýjað nema hafa dóminn í höndunum. Þetta er auðvitað breyting en það segir í sjálfú sér ekki annað en þama stendur. Það er ætlast til þess, samkvæmt hinum nýju lögum, að dómstjóri fylgist grannt með störfum dómara innan dómstóls- ins. Hann fær agavaldið kannski í meira mæli en nú er, að minnsta kosti formlega. Auðvitað hefði hann átt að fylgjast með,“ sagði Þorsteinn. HAGSMUNAMÁL ALLRA AÐ FARIÐ SÉ EFTIR LAGAREGLUM Afstaða þeirra lögfræðinga sem PRESSAN ræddi við til slíks hægagangs í dómskerfinu var augljós. „Það er hagsmunamál allra þeirra, sem starfa að dómsmál- um, að farið sé eftir réttum laga- reglurn um meðferð mála. Auð- vitað er það hagsmunamál allra sem að máli koma og í raun grundvallaratriði," sagði Jón Steinar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.