Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 7 F R E M S T Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir þingkona Konanmeð ókvenlegu skoðanirnar Þrátt fyrir heilagan ásetning Kvennalistakvenna um að ganga fram sem breið fylking og for- ingjalausar hefur almenningur alltaf tekið eina þeirra framyfir hinar og gert að nokkurs konar formanni. Sigríður Dúna var í þessu hlutverki um tíma og líka Guðrún Agnars. Síðustu misseri hefur Ingibjörg Sólrún verið fremst meðal jafningjanna í Kvennalistanum. Ef til vill er það sökum þess að þetta óopinbera forystuhlutverk stígur þeim til höfuðs, en það er að minnsta kosti svo að þessar konur eiga það til að hlaupa út undan sér og frá margsamþykktri landsfundarstefnu annarra kvenna í landinu. Þannig sveik Sigríður Dúna kynsystur sínar og gekk til liðs við Friðrik Sophus- son. Og nú hefur Ingibjörg Sólrún einnig svikið þær og gengið til liðs við Evrópusinna. Um tíma voru konurnar að hugsa um að bannfæra Ingi- björgu, eins og Sigríði forðum, og bola henni úr utanríkismálanefnd. Þeim fannst hún hafa fjarlægst hina uppsöfnuðu, samkvenlegu reynslu og misst við það sjónir á kvenlegum gildum. Að minnsta kosti ætti flestum að vera ljóst að EB, EES og önnur Evrópusamtök eru fyrst og fremst karlaklúbbar og þangað hafa konur ekkert að sækja (meira að segja Margaret Thatcher sá í gegnum þetta). En Kvennalistakonur í Reykjavík komu saman, ræddu málin og komust að því að sumar konur geta haft aðra skoðun en aðrar konur og því væri það svo sem í lagi að Ingibjörg Sólrún hefði aðra skoðun en Kristín Ástgeirsdóttir. Þetta hafði þingkonum listans ekki dottið í hug áður. Eftir að hafa ígrundað málið ákváðu þær að bíða með að sparka Ingibjörgu Sólrúnu úr utanríkismálanefnd; að minnsta kosti framyfir lands- fund, sem mun taka afstöðu til þessarar uppgötvunar Reykjavík- urkvennanna. Þessi staða gefur manni tilefni til að veltu ýmsu fyrir sér. Úr því að uppsöfnuð samkvenleg reynsla Ingibjargar Sólrúnar kemur fram í því að hún hefur sömu skoðun á EES og Þórarinn V. Þórarinsson en uppsöfnuð samkvenleg reynsla Kristínar Ástgeirsdóttur kemur fram í því að hún hefur sömu skoðun á EES og Bjarni Einarsson hjá Byggðastofhun; er þá nokkuð hægt að treysta þessari reynslu? Og ef konur mega hafa mismun- andi skoðanir á málum (og þá sér- staklega stærri málunum ef marka má Reykjavíkurkonurnar) er þá fyrrnefnd Thatcher ekkj allt eins góð Kvennalistakona og Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir? Hún er að minnsta kosti á móti Evrópu eins og flestar þingkonur Kvennalista. Og í framhaldi afþessu má spyrja: Úr því konur geta haft hvaða skoðanir sem er á öllum stærri málum án þess að vera að svíkja kyn sitt; er þá ekki allt eins gott fyrir þær að starfa í stjórnmála- flokkum með skoðanasystkinum sínum (sem eru kannski af allt öðru kyni) eins og að starfa í flokki með kynsystrum sínum (sem hafa kannski þverólíkar skoðanir)? Svona hefur Ingibjörg Sólrún Funda um sln „ Úr því konur geta haft hvaða skoðanir sem er á öllum stærri málum án þess að vera að svíkja kyn sitt; er þá ekki allt eins gottfyrir þœr að starfa í stjórn- málaflokkum með skoðanasystkinum sín- um eins og að starfa í flokki með kynsystrum sínum?“ hleypt vafanum inn í Kvennalist- ann og í raun svipt hann eining- unni. Úr þessu munu allar konur ekki hafa eina skoðun heldur get- ur hver kona haft sína prívatskoð- un. Öðruvísi mér áður brá._______ ÁS Landsmönnum hafa að undan- förnu borist fregnir af frómum umræðum á Fiskiþingi, Kirkju- þingi og Búnaðarþingi. Á þessum þingum koma saman fulltrúar hagsmunaaðila til að fjalla um hagsmunamál sín og semja álykt- anir þar sem ekki síst ber á spjóta- lögum á ríkið. Þingið „harrnar" þetta og „fordæmir“ hitt sem ríkið hefur gert. Ríkið, þ.e. skattgreiðendur, borgar þessum mönnum fyrir að halda fundina og lætur þeim í té dagpeninga svo þeir geti haft það notalegt á meðan þeir skamma ríkið og ráða ráðum sínum að öðru leyti. Þeim mun lengri tíma sem það tekur að skamma ríkið og álykta um allt milli himins og jarðar, þeim mun meira borgum við skattborgararnir. Skoðum Búnaðarþing. f vor komu saman 25 fulltrúar bænda hvaðanæva af landinu til að fjalla um málefni landbúnaðarins og skora á stjómvöld að gera þetta og hitt. Við borguðum þeim 4,3 milljónir í gegnum ríkissjóð fyrir fundahöldin. Þetta er hluti af þeim 80 milljónum sem við borgum Búnaðarfélaginu fyrir að vera til. Hver þingfulltrúi fékk yfir 100 þúsund krónur í dagpeninga á meðan á þinginu stóð. Með þá dagpeninga hafa bændurnir vænt- anlega getað skoðað borgina á milli funda, auðvitað í því skyni að hneykslast á spillingunni. Svo hafa okkar andans menn setið á kirkjuþingi og spurt spurn- inga eins og „hver hjálpar prest- um í þeirra vandræðum?" og við borgum þeim vænar upphæðir fyrir að koma e.k. svörum í álykt- un. Reikna má með að kostnaður- inn við Kirkjuþingið verði um 4 milljónir króna og við það má kannski bæta 900 þúsundum króna vegna kirkjuráðs og 600 þúsundum vegna prestastefnu. Loks skömmuðu hagsmunaað- ilar í sjávarútvegi ríkið fyrir kvót- ann og fleira. Það var gert á Fiski- þingi og þingsetumenn notuðu tækifærið til að brölta með for- mannskosningu. Við borgum þeim 2 til 3 milljónir fyrir að gera þetta, hið minnsta. Við borgum því 11 til 12 milljónir í þetta froð- usnakk hagsmunaaðilanna. Ætli komi að því að ríkissjóður borgi brúsann þegar ASf heldur sín þing? En ríkið borgar ekki bara þing- setumönnum, heldur einnig nefndarsetumönnum í misjafn- lega lífsnauðsynlegum nefndum. Á næsta ári ætlar ríkissjóður að verja .7,3 milljónum króna í að halda uppi „Verðlagsnefnd land- búnaðarafurða". Á sama tíma er ætlunin að láta 1,5 milljónir í „Verðlagsráð sjávarútvegsins". Hugsið ykkur: Það kostar fimm sinnum meirá að verðleggja rollu- kjötið en fiskinn og dæmi hver fyrir sig um æskilega forgangsröð. Nýja hvunndagshetjan í Kolaport- inu virðist ekki þurfa mikið á verðlagsnefnd að halda. Kirkjuþing: Fundað um djákna, atvinnuleysi presta, skipulag kirkjunnar og fleira. Við borgum brúsann: 4 milljónir króna. Á L I T Ákvörðun Kára í Garði að standa utan landbúnaðarkerfisins Páll Péturs- son alþingis- maður: sauðtjárbænda er kom- in í hið mesta öngþveiti, þeir hafa búið við hömlur á framleiðslu dilkakjöts meðan annað kjöt hef- ur verið frjálst á markaðnum og þannig er mjög kreppt að þeim. Það er hins vegar vandséð hvað er skást til ráða. Hvað varðar ffarn- tak Kára þá verður það að sjálf- sögðu til þess að sundra stjómun- inni á sauðfjárframleiðslunni og væntanlega kemur það niður á Sölusamtökunum, kjötsalan kemur til með að færast á aðrar hendur, væntanlega þá til stór- markaða í Reykjavík. Bændur munu bjóða niður hver fyrir öðr- um og Hagkaup verður allsráð- andi á kjötmarkaðinum. Það er út af fyrir sig myndarlegt hjá Kára að gera uppreisn en afleiðingam- ar gætu orðið þær að seinni villan yrði verri hinni fyrri." Jón Magnús- son lögmaður: „Það er ekkert nema gott um ákvörðun Kára að segja. En þegar það er borgað af ríkisins fé í kringum tvær milljónir til hvers bónda þá veltir maður því fyrir sér hvernig Kára muni famast og hvort stuðningurinn eigi að vera óbreyttur en síðan ákveði hluti framleiðanda að vera fyrir utan kerfið en greiðslur skattgreiðenda verði áfram þær sömu. Landbún- aðarkerfi okkar er sennilega það vitlausasta sem viðgengst nokk- urs staðar — það er hugsanlegt að það sé jafhvitlaust í Japan, ég hef ekki upplýsingar um það — en það er það vitlausasta í Evr- ópu, það liggur fyrir. Allt sem verður til að brjóta niður núver- andi fyrirkomulag og færa þessa hluti til hagræðingar og markaðs- starfsemi er af hinu góða.“ Jóhannes Jónsson í Bón- milliliðirnir, sláturkostnaðurinn og geymslukostnaðurinn, sem hafa hleypt verðinu upp. Þetta vekur fólk kannski til umhugsun- ar um að það er landbúnaðargeir- inn sem er skrímslið í útgerð heimilanna. Við erum búnir að ná niður verðinu á öllu sem heitir nýlenduvara en landbúnaðarvör- urnar setja allt úr sambandi.“ Jón Baldvin, formaður Al- þýðuflokks: hún er vísbending um það sem koma skal.“ Arnór Karlss., form. sauð- fjárbænda: „Þetta er vel til fundið hjá Kára og jákvætt að vekja upp draug- inn. En söluaðferðirnar verða honum alltof dýrar; að koma kjötinu á markaðinn. Landbún- aðargeirinn hefur alltaf haldið fram að það væri kaupmaðurinn sem tæki svo mikið til sín en það á ekki við rök að styðjast, það eru þetta manndóms- merki hjá Þingeyingnum. Hann er að hrista hlekkina. Spurningin um það hvort hann hefur burði til þess sem einstaklingur og hvort hann getur komið vörum sínum á markað einn og óstuddur án ríkisstyrkja er sjálfsagt tvísýn, en „Mér frnnst verst að það er hætt við að þetta ýti undir þann misskilning að niðurgreiðslurnar séu einhvers konar styrkir til bænda, en þetta era niðurgreiðsl- ur greiddar út á annan hátt en áð- ur var. En það er hans ákvörðun að hafna því sem samið var um að bændur fengju til að hægt væri að halda uppi þessari framleiðslu sem byggðin út um land byggir að verulegu leyti á. Ef þetta væri ekki þá mundu mjög fáir treysta sér til að standa í þessari fram- leiðslu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.