Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 Segir stjúpföður sinn, lögregluþjón, hafa misnotað sig kynferðislega frá níu ára aldri Elísabet (ekki hennar rétta nafn) var níu ára þegar þetta með Halldór (ekki hans rétta nafn), stjúpföður hennar, byrjaði. Þá gerðist nokkuð sem varð til þess að Elísabet missti traustið til Hall- dórs, glataði æskunni og glataði elskandi móður, allt sömu nótt- ina. Eftir þessa nótt tóku við þrjú ömurleg ár kynferðislegrar mis- notkunar, þar sem Halldór gerðist æ aðgangsharðari. Ástæða er til að ætla að þegar því tímabili lauk hafi Halldór snúið sér að öðru fórnarlambi á barnsaldri. Halldór var og er enn lögregluþjónn. Ekki er ólíídegt að hann taki skýrslur af unglingsstúlkum sem vilja kæra nauðgun eða þaðan af verri kyn- ferðisglæpi. HÖNDIN VAR LÖGÐ Á EITTHVAÐ SKRÝTIÐ VIÐ- KOMU Halldór kom inn í líf fjölskyld- unnar þegar Elísabet var fjögurra ára. Móðir var þá fráskilin eftir mjög erfitt hjónaband og átti von á þriðja barni sínu.. Elísabet héit lengi að hann væri alvöru pabbi hennar. Hann var mjög skemmti- legur, lék endalaust við systkinin, sýndi þeim athygli sem þau fengu ekki hjá öðrum. Elísabet segist ekki muna til þess að ákveðinn aðdragandi hafi verið að því er koma skyldi. Halldór gerði að vísu mikið af því að „knúsa“ börnin og þau máttu alltaf skríða upp í til hans hvenær sem var. „Þetta breyttist þegar ég var á níunda ári og kom heim úr sveit- inni. Aft og amma höfðu skilið og afi bjó hjá okkur og fékk herbergið mitt. Því var það að ég svaf á milli mömmu og Halldórs. Eina nótt- ina vaknaði ég við að hann tók á mér höndina og lagði á kynfæri sitt. Ég skildi ekki hvað var að ger- ast, fraus og þóttist vera sofandi. Ég vissi að þetta var eitthvað sem hann pissaði með og það var voðalega skrítið viðkomu. Hann athafnaði sig með hönd mína þarna. Ég man sérstaklega eftir því hvernig hann andaði allt öðru- vísi en vanalega, ég hélt að hann væri veikur og varð ofboðslega hrædd og máttlaus. Mamma svaf við hliðina og rumskaði ekki.“ AÐSTOÐ VIÐ FRÓUN OG BLAUTIR „PABBAKOSSAR“ Þetta var í fýrsta en alls ekki eina skiptið sem Elísabet var látin „aðstoða" Halldór með hendinni. Smám saman færði Halldór sig upp á skaftið. „Fyrst var hann ekki mjög gróf- ur og þá hélt ég að svona væri heima hjá öllum. En það fór að breytast. Til dæmis tók hann upp á því, þegar aðrir sáu ekki til, að biðja mig um „pabbakoss“. Ég vissi að svona ætti hann ekki að gera, nema við mömmu. Hann setti nefhilega upp í mig tunguna. Hann lokaði augunum, en ég var með mín augu opin og skoðaði andlitið á honum, beið eftir að hann hætti. Á þessu tímabili lét hann mig sjálfa í friði að öðru leyti, þ.e. hann gerði ekkert við líkama minn. Hann fór gjarnan með mig í bíltúra, t.d. út úr bæn- um á skytterí. í slíkum veiðiferð- um fróaði hann sér gjarnan með því að láta mig halda um punginn meðan hann sá um annað sjálfur. Heima við lét hann mig oft halda um punginn með annarri hend- inni en á klósettpappír með hinni þar til hann hafði lokið sér af. Hann sagði að allar stelpur gerðu svona fýrir pabba sinn.“ LAUG UPP Á STRÁKA OG ÞÁ FYLLTIST HANN SJÁLFS- TRAUSTI - Hvencer urðu aðrirfyrst var- ir við að eitthvað undarlegt vœri áferðinni? „Ári eftir nóttina áðurnefndu, þegar ég var um tíu ára, var hann farinn að láta mig fara úr buxun- um og ég var farin að meiða mig. Eitt sinn var ég mjög aum og amma tók eftir því að ég gekk öðruvísi og spurði hvað væri að. Ég var svo skelkuð að ég laug því til að stórir ljótir strákar hefðu tekið mig niður í fjöru, fiktað við mig og gert eitthvað ljótt. Það varð allt kolvitlaust. Það var farið með mig til læknis sem staðfesti að það væri búið að spjalla mig. Það var þarna sem ég byrjaði beinlínis að ijúga og um leið varð hann örugg- ur um að ég myndi aldrei segja frá. Og hann fékk sjálfstraust til að halda óhindrað áfram.“ - Eftir lœknisskoðunina hljóta að hafa vaknað spurningar. Dró hann við það úrferðinni? „Nei. Við fluttum fljótlega eftir þetta í nýtt hús og þá byrjaði hann á misnotkuninni fyrir alvöru. Ég var farin að gera í því að vera ekki heima þegar ég taldi hann einan heima og fara með mömmu við hvert tælufæri." NAUÐGAÐIHENNIINNIÁ BAÐHERBERGI „Um sama leyti byrjaði hann í lögreglunni. Ég man hvað hann var grobbinn þegar hann kom í fyrsta skipti í húningi. Á svipuð- um tíma var hann farinn að veita líkama mínum athygli, þ.e. farinn að horfa á hann með það í huga að virkilega nota hann. Ég hætti að vera hlutlaus áhorfandi. Ég minn- ist þess, þegar þau voru að byggja, að ég var látin naglhreinsa í grunninum og þar fékk hann góð- an stað til að vera óhultur." - Hversu langtgekk hann? „Það gekk það langt að einn morguninn, þegar ég var að verða tólf ára, króaði hann mig af inni á klósetti og hafði við mig samfar- ir.“ - Hvenær vaknaðir þú raun- Skömmin loddi við mig eins og slím Eftirfarandi hugleiðingar Elísabetar eru úr drögum að handriti að bók sem hún hefur tekið saman um reynslu sfna. „Sektarkenndin sem helltist yfir mig þarna varð partur af mér í mörg ár og varð til þess að ég tók á mig skömm allra f fjölskyldunni, jafnvel skömm Halldórs... ... Seinna átti ég það til að verja þau með því að rffa sjálfa mig niður og kenndi mér um það sem gerðist, því ég hefði verið of oft á vit- lausum stöðum f húsinu, verið of aðlaðandi, eða það að ég varstelpa... ... Þarna var ég búin að uppgötva skömmina og hún elti mig hvert sem ég fór, loddi við mig eins og slím sem ekki var hægt að þvo af sér. Ég varð þögulli og um leið uppreisnargjarn- ari gegn öllum. Blekkingin var svo til orðin fullkomin og Halldór lék ástríkan eig- inmann sem sagði mömmu brandara og káfaði á mér þegar enginn sá til. Eg fór á svipuðum tíma að fá hræðileg höfuðverkja- köst og var oft rúmliggjandi af þeim sökum. Ég var send í alls konar rannsóknir og heilalínurit. Varð niðurstað- an sú, að ég væri með spennumígreni. Áttu þessi höfuðverkjaköst eftir að koma reglulega næstu ár- in."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.