Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 13 Fjárfestingarfélagið Skandia SPARIF J AREIGEND TflPfl MILLJARDII ■ Bréfin í Skandia verða þriðjungi verðminni en áður. I gær var ákveðið að þeir Gisli Örn Lárusson, forstjóri Skandia íslands, og Ragnar Aðalsteinsson, stjórnarformaður Fjárfestingarfé- lagsins Skandia hf., gengju úr stjórn Fjárfestingarfélagsins Skandia og verðbréfasjóða þess. I þeirra stað fóru þeir Friðrik Jó- hannsson, forstjóri Fjárfestingar- félagsins Skandia, og Leif Victor- in, forstjóri Skandia Norden, inn í stjórnina. Þar sat fyrir Werner Rasmussen, stjórnarformaður Pharmaco, sem verður stjórnar- formaður. Um leið var ákveðið að opna sjóðina næsta fimmtudag, 5. nóv- ember. Ný stjóm hefúr ákveðið að færa gengið niður um þriðjung, 33 prósent, en bankaeftirlitið þarf að veita samþykki sitt áður en það verður. Þetta þýðir að sparifjár- eigendur hafa tapað þriðjungi inneignar sinnar eða því sem Friðrik Jóhannsson: Kemur inn í stjórnina fyrir Gísla en þeir hafa elt grátt silfur undanfarið. samsvarar ávöxtun síðustu fimm ára. VANSKIL UPP A MILLjARÐ í SJÓÐUNUM „Tillaga mín var að fá hlutlausa aðila til að leysa upp sjóðina þannig að skaði viðskiptavinanna yrði sem minnstur. Þarafleiðandi liggur fyrir að það var ágreiningur um gengislækkunina — ég vildi ekki svona mikla lækkun," sagði Gísli örn í samtali við PRESS- UNA í gærkvöldi þegar hann var spurður um ákvörðunina um gengislækkun sem nú liggur fyrir. Gísli sagði einnig að það væri alrangt að hann og Ragnar hefðu verið reknir úr stjórn félagsins. Það hefði einfaldlega orðið lausn til að greina á milli fjárfestingarfé- lagsins og vátryggingarfélagsins. Það er þó ljóst að mikill og al- varlegur ágreiningur er á milli manna. Þeir Gísli og Ragnar gerðu fýrir nokkrum dögum nýjar og al- varlegar athugasemdir við stöðu sjóðanna sem ekki hefðu komið fram við endurskoðun þeirra. Þetta munu þeir meðal annars hafa rætt á fundi með Jóni Sig- urðssyni viðskiptaráðherra á mánudag. Þar vöktu þeir athygli á Þegar Verðbréfasjóði Ávöxtun- ar hf. og Rekstrarsjóði Ávöxtunar hf. var lokað í kringum gjaldþrot Ávöxtunar sf. haustið 1988 töldust um 1.100 manns eiga inni hjá sjóðunum á milli 400 og 500 millj- ónir króna. Nafnvirði bréfanna hljóðaði upp á um 240 milljónir. Mismunurinn þarna á milli fel- ur í sér þá ávöxtun sem Ármann vanskilum sjóðanna, þ.e.a.s. kröf- um sem á bak við þá stóðu. Töldu þeir þessi vanskil vera upp á 30 prósent, sem þýðir um milljarð króna. Starfsmenn og endurskoð- endur sjóðanna töldu hins vegar að vanskil væru ekkert meiri nú en áður, en miðað við það sem gengi sjóðanna verður þegar þeir verða opnaðir virðist hafa verið tekið tillit til þess. NÝTT NAFN Á SJÓÐINA Ekki virðist vera búið að ganga ffá því hvernig bankaviðskiptum fyrirtækisins verður háttað þegar sjóðimir verða aftur opnaðir. Sví- arnir hafa lýst yfir að þeir muni aðstoða eitthvað, en jafnframt er ljóst að eignir verða seldar mjög hratt til að eiga fyrir innlausnum. Með því að fella gengið svona rækilega verða innlausnir ef til vill hægari, en ljóst er þó að tæpast verður unnt að tryggja að þolan- legt verð fáist fyrir eignir sem í sjóðunum eru. Það er því spum- ing hvernig hagsmunir sparifjár- eiganda koma út þótt forráða- menn félagsins hafi allan tímann sagst hafa þá að leiðarljósi. Starfs- menn fyrirtækisins munu fá það erfiða hlutverk að reyna að sann- Reynisson og Pétur Bjömsson lof- uðu eigendum bréfanna að þeir hefðu unnið sér inn. Þegar sjóðunum var lokað kom eðlilega upp mikil óánægja meðal eigenda verðbréfanna. Auk ann- arra aðgerða var skipuð sérstök skilanefnd verðbréfasjóða Ávöxt- unar. Einn skilanefndarmanna, Ólafur Axelsson, sagði í samtali Ragnar Aðalsteinsson: Lagði til 9,5 prósenta laekkun á sínum tlma. færa eigendur hlutdeildarskírteina um að bíða með innlausn og lofa hárri ávöxtun næstu mánuðina í staðinn. Þá eru uppi vangaveltur um að nafnbreyta fyrirtækinu og taka aftur upp nafnið Verðbréfa- markaðir Fjárfestingarfélags ís- lands. Þessi háa gengisfelling er einnig forvitnileg í ljósi þess hvað svart- sýnustu menn töldu að þyrfti að við PRESSUNA að sjálfsagt væm eigendur bréfanna ekki enn búnir að fá nema örlítið brot af inneign sinni ef ekki hefði komið til sér- stök lántaka sumarið 1990. „Það var tekið sérstakt lán í Lands- bankanum. Með þessu móti greiddum við út um 100 milljónir króna og reiknast okkur til að skírteinishafar hafi fengið liðlega Gísli Örn Lárusson: Vildi ekki svona mikla lækkun. fella gengið um strax þegar óvissa kom upp um stöðu sjóðanna. Hefur PRESSAN heimildir fyrir því að á sínum tíma, þegar ákveð- ið var að loka sjóðunum, hafi þeir Ragnar og Gísli lagt fram tillögu um 9,5 prósenta gengislækkun sem Svíarnir höfnuðu. Sú gengis- felling er ekki nema brot af því sem varð raunin.________________ SigurðurMdrJónsson 40 prósent af nafnvirði inneigna sinna. Skilanefndin er reyndar ekki búin að ljúka málinu, en það er lítil sem engin von til þess að til frekari útgreiðslna til skírteinis- hafa komi. Nú erum við að inn- leysa verðmætin og greiða af lán- inu,“ segir Ólafur. Skandia í vanda í Banda- ríkjunum Frá Bandaríkjunum berast þær fregnir að Skandia Am- erican Reinsurance Corpor- ation, dótturfyrirtæki hins sænska Skandia, sé i þá mund að segja upp fjölda starfsfólks og draga úr um- svifum. Á mánudag tilkynnti fyrirtækið að það hygðist „endurraða" viðfangsefnum sínum þannig að líklegt er að til umtalsverðra upp- sagna komi. Að sögn talsmanns Skand- ia er um að kenna efnahags- samdrætti i Evrópu og á Norðuriöndunum, hærri vöxtum, lægra fasteigna- verði og samdrætti á hluta- bréfamörkuðum. Ekki fékkst uppgefið hversu mörgum yrði sagt upp, en talsmaður- inn sagði að fyrirtækinu yrði sniðinn nýr stakkur í sam- ræmi við minni umsvif. Skandia er áttunda stærsta endurtryggingarfyr- irtæki i Bandaríkjunum og hefur um 350 manns í vinnu. ísíðustu viku hafnaði Skand- ia kauptilboði frá John Head & Partners, sem hljóðaði upp á fimm hundruð milljónir dala eða 28,5 milljarða ís- lenskra króna. Ekki var gefið upp af hverju tilboðinu var ekki tekið. Hvað gerðist þegar sjóðum Ávöxtunar var lokað? Eigendur fengu 40 prósent inneignar eftir tveggja ára bið Vonlaust mál að meta verð áfengisverslana segir Bjarni Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna „Það er auðvitað eitt af baráttu- málum okkar að fá að selja þetta eins og annað, því við teljum að það sé ekkert annars eðlis að rétta þessa vöru yfir búðarborðið en aðrar,“ segir Bjami Finnsson, for- maður Kaupmannasamtakanna, um þær hugmyndir Friðriks Sop- hussonar fjármálaráðherra að selja áfengisverslanirnar einkaað- ilum. Kaupmannasamtökin hafa lengi barist fyrir að fá að selja bjór og léttvín í almennum matvöru- verslunum og samið margar ályktanirþarum. En hvemig á að verðleggja þær áfengisverslanir sem hugsanlega verða til sölu? Árið 1991 seldu áfengisverslanirnar í Reykjavík, í Kringlunni, Mjódd, Austurstræti, við Sund og Heiðrún uppi á Höfða, áfengi fyrir rúmlega íjóra og hálfan milljarð króna. Af þess- um búðum er Kringlan án efa söluhæst, er ekki vonlaust að verðleggja hana? „Ég hef nú ekki lagt það reikningsdæmi niður fýr- ir mér. Það fer auðvitað eftir því hvernig þessu verður skipt. Það er nokkuð öruggt mál að álagning þarna verður skömmtuð og það fer fyrst og ffemst eftir því hvað er til skiptanna hversu áhugavert þetta dæmi er. Þarna er gríðarleg velta en ég held að það sé vonlaust á þessu stigi að gera sér í hugar- lund hvert kaupverðið gæti orð- ið,“ segir Bjarni. Bjarni sagði ljóst að rtkið hefði alla möguleika á að gera búðirnar mjög verðmiklar með því að auka álagningarmöguleikana. Ríkið réði verðlagningunni og því gæti það verðlagt búðirnar afar hátt. En hver þyrfti álagningin að vera, tíu prósent, tuttugu? „Eg þori ekki að segja til um það, ég hef ekki farið svo ofan í þetta. Eg hef það ekki á’takteinum hver sölukostn- aður væri við núverandi ástand, þannig að ég vil ekkert láta hafa eftir mér um það,“ segir Bjarni. „Vissulega kæmi til greina að athuga það, en ég vildi gjarnan að við mættum að minnsta kosti selja bjór og létt vín með annarri neysluvöru. Hvort við erum til- búnir að fara að reka vínbúðir er hins vegar stærra mál og verður að skoðast frekar," sagði Jón Ás- bergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, aðspurður um hvort Hagkaup mundi hugsanlega kaupa áfengisverslunina í Kringlunni. Hugmyndir um sölu vínbúð- anna eru á frumstigi og í fjármála- ráðuneytinu segjast menn ekkert hafa rætt fyrirkomulagið á söl- unni; enn séu þetta bara hug- myndir á blaði, nánari útfærsla og útreikningar séu eftir. Á síðasta ári var velta vínbúða ríkisins tæpir átta milljarðar, á landinu eru nú tuttugu vínbúðir og velta þeirra mjög mismunandi. Minnstu velti búðin á Siglufirði á síðasta ári, fjörutíu og sex og hálfri milljón, en þúðimar á Stór-Reykjavíkursvæð- inu veltu mestu. Kaupmenn segja enn mörgum spurningum ósvarað áður en hægt verði að gera sér i hugarlund hvað eitt stykki áfengisverslun komi til með að kosta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.