Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 40
I i fyrradag var haldinn viðburðaríkur félagsfundur hjá Rithöfundasambandinu þar sem gerð var tilraun til uppreisnar vegna reikninga bók- menntakynningarsjóðs, sem starfar á vegum sambandsins. Það voru nokkrir stuðnings- manna Þráins Bertels- sonar með Pjetur Hafstein Lárusson, Birgi Svan Símonarson og Áma Ibsen í broddi fylkingar sem kröfðust þess að málið yrði tekið á dagskrá á þeim for- sendum að sitthvað væri athugavert við reikningana, sem höfðu þó verið sam- þykktir á aðalfimdi fyrr á árinu. Málið féll á endanum um sjálft sig, en athygli vakti að Þráinn var meðal þeirra sem lögðust gegn málflutningi þeirra félaga og töldu hann ómaklegan... m málefni Einars Guðfmnssonar hf. á Bolungarvík er fjallað í sérstakri ffétt blaðsins. Því má bæta við að fyrirtækið Ægjmgmm]var nokkuð stór hlut- “ I hafi í Skeljungi allt þar L| til hlutabréfunum var ■F'? skipt upp innan fjöl- Kfl'.. skyldunnar. Þannig er ■Hl, Einar Benediktsson, dóttursonur Einars 1 - ■■ Kr. Guðfinnssonar heitins, sagður eiga tvær milljónir í Skelj- ungi. Þetta er sá sami Einar Benediktsson og verður næsti forstjóri OLÍS og mun Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, lítið hrifinn afþví... m margra ára skeið var skipting olíufélaganna á markaðinum nokkuð stöðug. ESSO var með um 43 prósent miðað við veltu, SHELL hafði 32 til 33 prósent og OLÍS liðlega 24 prósent. En ffá því Óli Kr. Sigurðsson heitinn keypti OLÍS síðla árs 1986 fór skiptingin að riðl- ast. Frá 1986 til 1991 jók OLÍS veltu sína um 34,4 prósent að raungildi, en ESSO um 9,6 prósent og SHELL um 9,4 prósent. Á sama tíma jók OLÍS bita sinn af kö- kunni úr rúmlega 24 prósentum í rúm- lega 28 prósent... i næsta mánuði á að halda skiptafund í þrotabúi Þórshallar hf., sem rak Þórskaffi, allt þar til Landsbankinn eignaðist hús veitingafyrirtækisins á uppboði fyrir nokkrum árum. Þórshöll hf. var úrskurð- uð til gjaldþrotaskipta löngu síðar eða í ágúst í fyrra, en forsprakkar fyrirtækisins voru þeir Björgvin Ámason og Jón Ó. Ragnarsson. Kröfur í búið nema hátt í 200 milljónir króna og er Landsbankinn langstærsti kröfuhafinn... ýlega voru gerð upp þrotabú tveggja einstaklinga úr Garðabæ og eru þau með stærri þrotabúum þar sem um einstaklinga er að ræða. Þrotabú Hösk- uldar Hildibrandssonar var gert upp eignalaust gagnvart 57 milijóna króna kröfum og þrotabú Sigurþórs N. Haf- steinssonar reyndist einnig eignalaust gagnvart 54 milljóna króna kröfum. Þeir félagar hafa rekið sameignarfélag vegna vélsmiðjunnar Garðasmiðjunnar og er í raun um gjaldþrot félagsins að ræða... . - - _ ' ShrnjúHurá .aMudidpönmuiaogíbateö;'"1"- Smjorvi j Smjörvi verður alltafofan d 4 ...hvort sem það er rúnstykki, rúgbrauð, harðfiskur, soðin ýsa, kex eða ofnbakaðir réttir. {&&&*?*■ ■ Símjúkur SMJÖRVI til að fullkomna bragðið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.